Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 19
19 Spáni árið 1973 og var fyrst í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur en síðan eignaðist Ögurvík skipið. Togarinn var lengdur ár- ið 2000 og er nú tæplega 79 metrar og í honum er 5000 hestafla Wartsila aðalvél. Síldarvinnslan í Neskaupstað eignaðist skipið árið 2015 og snemma á síðasta ári var því siglt til Póllands þar sem skipið var sandblásið og málað. Allar innréttingar voru hreinsað út og endurnýjaðar í brú skipsins, áhafnarklefar sömuleiðis endur- nýjaðir, millidekk sandblásið og málað og breytingar gerðar í lest, m.a. steypt nýtt gólf. Ný löndunarlúga var sett á skipið. Sett var hliðarskrúfa á skipið og er hún af gerðinni DTG sem Ásafl ehf. hefur umboð fyrir hér á landi. Allir ljóskastarar á skip- inu eru nýir og með LED tækni. Skjáir voru endurnýjaðir í stjórnpúlti skipstjóra í brú og er í skipinu nýr Furuno dýptar- mælir og JRC straummælir. Breytingar í Póllandi og á Akureyri Að loknum breytingunum í Pól- landi var skipinu siglt til Akur- eyrar þar sem síðari áfanga verkefnsins var lokið nú upp úr áramótum. Settur var niður vinnslubúnaðar á millidekki en hluti hans var áður í frystitogar- Frystitogarinn Blængur NK verulega breyttur „Hér er allt stórt og öflugt“ segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson, skipstjóri Skipstjórarnir á Blæng NK, þeir Bjarni Ólafur Hjálmarsson og Theódór Haraldsson, í brúnni sem endurnýjuð var frá grunni. Vinnsluþilfarið er vel búið tækjum. Hér er Theódór skipstjóri við eitt af blæðingar- og kælikörum vinnslulínunnar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.