Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 25
25 Fiskstofa tekur saman tölur um nýtingu aflamarks- og krókaafla- marksskipa á aflaheimildum sín- um í þorski og ýsu. Þar sést að aflamarksskipin höfðu að lokn- um fyrri helmingi fiskveiðiársins nýtt 42% heimilda sinna í þorski, sem er umtalsvert lægra hlutfall en á fyrra fiskveiðiári. Þetta er til marks um áhrif verkfallsins. Ýsu- afli aflamarksskipanna var á sama tíma 30% af heildarafla- marki, þremur prósentustigum minni en á fyrra fiskveiðiári. Í heildina höfðu aflamarksbátar notað 35% af heildaraflamarki á móti 47% eftir fyrri hluta síðasta fiskveiðiárs. Krókaaflamarksbátarnir höfðu nýtt 52,5% aflaheimildanna í þorski þegar fiskveiðiárið var hálfnað. Það er innan við einu prósentustigi lægra hlutfall en á fyrra fiskveiðiári. Þorskafli króka- aflamarksbátanna var á tímabil- inu um 19 þúsund tonn og 4.800 tonn í ýsu en nýting á aflaheim- ildum í ýsu var þá orðin 78%. Krókaaflamarksbátar höfðu því nýtt 48,9% af heildaraflamarki sínu á yfirstandandi fiskveiðiári, samanborið við 50,8% á því síð- asta. Þó verkfall hafi ekki haft mikil áhrif í þessum útgerðar- flokki er heldur ekki að sjá af töl- unum að krókaaflamarksbátar hafi sótt meira meðan á verkfall- inu stóð. Tölur um nýtingu aflaheimilda á miðju fiskveiðiári Rúm kvótastaða hjá afla- marksskipunum Aflamarksskip höfðu nýtt 42% fiskveiðiheimilda sinna í þorski þegar fiskveiðiárið var hálfnað. F réttir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.