Morgunblaðið - 12.12.2017, Síða 1

Morgunblaðið - 12.12.2017, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. D E S E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  292. tölublað  105. árgangur  THE SQUARE HLAUT SEX VERÐLAUN VÉLARNAR Í GÓÐU LAGI MÖGNUÐ DROSSÍA FRÁ MALASÍU VARÐSKIPIÐ ÓÐINN 14 BÍLAR - SÉRBLAÐ EFA-VERÐLAUNIN 30-31  Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Jónas Ragn- arsson fram- kvæmdastjóri segist hafa keypt lóðina undir hús- in árið 2015, þeg- ar ástandið á Suðurnesjum hafi verið öllu verra en nú er. Margir hafi rekið upp stór augu þegar hann keypti lóðir fyrir yfir 100 milljónir. „Það hafði enginn trú á þessu svæði, en ég taldi að þetta myndi fara að rísa.“ Jónas segir að allir sem starfi við framkvæmdina séu faglærðir, en rekstrarhag- kvæmni var leiðarljósið í hönn- uninni. »16 Raðhúsahverfi með rekstrarhagkvæmnina að leiðarljósi byrjað að rísa í Reykjanesbæ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verkefnið Áætlaður kostnaður við verk- efnið er um einn milljarður króna. Jónas Ragnarsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvar- innar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Hann segir ekki hægt að segja af eða á um lang- tímahættu á eldgosi. Túlkanir vísindamanna eru óbreyttar á ástæðum aukins jarðhita, það er að segja að minniháttar kvikuinnskot hafi orðið á um 2-6 kílómetra dýpi undir fjallinu. Heldur hefur dregið úr jarðskjálftum síðustu daga en ekki þeg- ar lengra tímabil er tekið og það bendir því ekki til annars en að atburðarásin sé enn í gangi. „Það er allt heldur hægara,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Hann segir að annaðhvort sé að draga úr jarðhita eða þá að jarðhitabræðslan hafi hafist áður en sig- ketillinn sást og hann hafi verið að safna vatni og skila því frá sér í lengri tíma. „Hvort heldur sem er eru það heldur góðar fréttir að ekki sé meira í gangi en þetta,“ segir Magnús Tumi. Hægir á sigi í katlinum Morgunblaðið/RAX Öræfajökull Sigketillinn hefur dýpkað um 2-3 metra á hálfum mánuði, samkvæmt mælingum, en áður hafði hann dýpkað hratt og var um 21 metri.  Góðar fréttir að ekki sé meira í gangi, segir Magnús Tumi Guðmundsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Velta erlendra greiðslukorta á Ís- landi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern lands- mann. Vegna þessa er velta erlendra greiðslukorta orðin næstum jöfn veltu innlendra debetkorta. Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu, segir verslun í miðborg Reykja- víkur standa orðið og falla með erlendum ferðamönnum. Asíuflug gæti vegið þungt Hann segir ástæðu til bjartsýni fyrir hönd verslunar á Íslandi. Rætt sé um að Asíuflug geti hafist 2019. „Ef íslensk flugfélög hefja beint flug til Asíu 2019 munum við sjá meiri sprengju í þessum geira en hingað til. Margir Asíubúar hafa mikinn kaup- mátt,“ segir Andrés um fyrirhugað Asíuflug. »19 Veltan 63% meiri en 2015  Metvelta erlendra greiðslukorta í ár 188 115 44 Breyting: 2010-2017: 321,6% 2015-2017: 62,9% Kortavelta erlendra greiðslukorta ‘10-’17 Í milljörðum kr. á núvirði frá jan.-ágúst 200 150 100 50 0 2010 2015 2017 Heimild: Hagstofa Íslands  Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Gagnrýnir maðurinn, Svavar Guðmundsson, Þjónustu- og þekk- ingarmiðstöð fyrir blinda, sjón- skerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE) í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Svavar segist hafa frétt af því að til væru gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað sínum augn- sjúkdómi sem og öðrum. Óskaði hann eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að þau væru keypt, svo hægt væri að prófa þau hér. „Svo ég gæti sett þau á nefið á mér,“ eins og Svavar tekur til orða. Gekk það eftir og Blinda- félagið sendi gleraugun til ÞO- ÞFBSODE í byrj- un júlí. „Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur mér ekki enn tekist það,“ skrifar Svavar. Hann hefur einnig snúið sér til velferðarráðuneytisins. Á fundi sem hann loks fékk með yfirmanni stofnunarinnar voru þær skýringar gefnar að sumarleyfi, námskeiðahald og ráðstefnur starfs- manna hefðu komið í veg fyrir að hann fengi að prófa gleraugun. »20 Lögblindur en fær ekki að prófa nýja gerð af gleraugum sem hann fékk til landsins Blinda Blindra- letur lesið. Giljagaur kemur í kvöld 12 jolamjolk.is dagar til jóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.