Morgunblaðið - 12.12.2017, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
✝ Leifur Hjör-leifsson fædd-
ist í Reykjavík 10.
janúar 1935. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Drop-
laugarstöðum 27.
nóvember 2017.
Foreldrar hans
voru Halldóra
Narfadóttir, f.
26.6. 1897, d. 19.7.
1982, og Hjörleifur
Ólafsson, f. 23.5. 1892, d. 2.7.
1975. Leifur var fjórði í röð
fimm systkina, þau eru Guðrún
Ólöf, f. 10.4. 1927, Jón Ástráður,
f. 2.3. 1930, Þuríður, f. 29.12.
1931, og Narfi, f. 19.12. 1936.
Þann 14. júní 1984 kvæntist
Leifur Huldu Ottósdóttur Þor-
mar, f. 22.1. 1935. Hún er dóttir
Ottós Guðbrandssonar og Sig-
urbjargar Oddsdóttur. Börn
Huldu eru 1) Ottó Þormar, f.
21.4. 1958, giftur Hrafnhildi
Geirsdóttur og eiga þau þrjú
börn: Berglindi Ósk, f. 1980.
Sambýlismaður hennar er Finn-
ur Bogi Hannesson. Rebekku, f.
1984. Sambýlismaður hennar er
ásamt fleirum stofnaði Bygg-
ingarfélagið Stokkahús. Um var
að ræða vönduð timburhús sem
voru framleidd í Noregi, en
hann fór til Noregs á námskeið í
smíði bjálkahúsa og viðhaldi á
gömlum timburhúsum.
Þegar það félag var lagt nið-
ur hóf hann störf á smíðaverk-
stæði Hitaveitu Reykjavíkur,
þar sem hann starfaði þar til
hann lét af störfum sökum ald-
urs.
Ungur kynntist hann starfi
KFUM og sótti ætíð reglulega
fundi. Í gegnum árin sinnti
hann hinum ýmsu störfum á
vegum KFUM, hann sat m.a. í
stjórn Skógarmanna í 20 ár og
var lengi vel varaformaður.
Hann varði þar löngum stund-
um vor og haust við viðhald og
önnur störf. Hann kom að bygg-
ingu flestra húsa í Vatnaskógi
sem byggð voru fram til ársins
2000. Að auki átti Leifur ótald-
ar ferðir í Vindáshlíð við upp-
byggingu sumarbúðanna.
Leifur hafði yndi af útivist,
gönguferðum og skíðaiðkun.
Einnig naut hann þess að hlusta
á klassíska tónlist.
Útför hans fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 12. desember
2017, klukkan 13.
Bergur Ingi Bergs-
son. Gauta, f. 1992.
2) Hanna Þormar, f.
19.7. 1960, og á hún
einn son, Elvar
Örn, f. 1988. Sam-
býliskona hans er
Kristín Telma Hall-
dórsdóttir. 3)
Hreinn Þormar, f.
28.5. 1962, kvæntur
Teresu Fullerton-
Thormar og eiga
þau eina dóttur, Amy, f. 2006.
Langafabörnin eru þrjú, Marín
Ósk, f. 2011, Helga Björk, f.
2012, og Hildur Myrra, f. 2014.
Leifur ólst upp í Skerjafirði,
þar sem foreldrar hans áttu
hús, þar til þau fluttu að Hrísa-
teigi 7 að vori 1942. Skólaganga
Leifs var í Laugarnesskóla og
síðar í Gagnfræðaskóla Ingi-
mars.
Leifur lauk námi frá Meist-
araskóla byggingarmanna og
starfaði alla tíð við þá iðngrein.
Fyrst hjá sínum meistara, Indr-
iða Níelssyni, en síðar vann
hann við byggingu íbúðarhúsa
víða um land eftir að hann
Elsku Leifur.
Við þökkum fyrir þau góðu
kynni og þær ótal mörgu góðu
stundir sem við höfum átt saman í
gegnum árin. Við þökkum þér
fyrir þína eilífu vinsemd í okkar
garð, fyrir allar heimsóknirnar og
kaffibollana sem við áttum sam-
an. Við þökkum þér fyrir velvild
þína í garð barnanna okkar sem
þú alltaf sinntir svo vel þegar þau
komu í heimsókn til ykkar á
Bugðulækinn. Og síðast en ekki
síst þökkum við þér fyrir að hafa
passað vel upp á mömmu/tengda-
mömmu öll þessi ár. Í þér fann
hún góðan lífsförunaut.
Nú hefur þú loks fengið hvíld-
ina löngu, þar sem þú getur
stundað útivist og smíðað að vild,
eins og við þekktum þig best.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hvíl í friði,
Ottó og Hrafnhildur.
Hún er sérstök tilfinningin að
sitja hér og skrifa minningarorð
um afa. Afi var einstakur maður
sem nú er fallinn frá. Góður, hlýr,
ávallt brosandi og vildi öllum vel.
Þrátt fyrir að heilsunni hafi hrak-
að síðustu ár var ávallt stutt í
brosið.
Þær eru ófáar minningarnar
frá Bugðulæknum af afa í sófan-
um að leysa krossgátur í Morg-
unblaðinu. Afi var alltaf áhuga-
samur og forvitinn um lífið og
tilveruna og spurði ávallt um dag-
inn og veginn þegar komið var í
heimsókn. Þessar góðu minning-
ar munu fylgja okkur alla tíð.
Elsku afi, þín verður sárt sakn-
að en á sama tíma vitum við að þú
ert kominn á góðan stað.
Hvíl í ró og friði. Við elskum
þig.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Berglind, Rebekka, Gauti.
Mánudaginn 27. nóvember
kvaddi einn af mínum bestu vin-
um, hann afi minn, þennan heim.
Hann afi var mér mjög kær og
gekk mér í raun í föðurstað og
hugsaði um mig allt frá því ég
man eftir mér. Afi tók mig með
sér um land allt í göngur, fjalla-
ferðir, sumarbústaði og sunnu-
dagsbíltúra og í raun var það
þannig að ef hann fór eitthvað á
flakk var ég ávallt tekinn með. Ég
á endalaust af góðum minningum
með afa sem munu fylgja mér alla
tíð og er ótrúlega þakklátur fyrir
þann tíma sem ég fékk með hon-
um. Betri afa er ekki hægt að
óska sér.
Fyrir örfáum árum datt afi illa
og eftir það fór heilsu hans hrak-
andi. Hann var þó alltaf brosandi
og kvartaði aldrei yfir nokkrum
sköpuðum hlut og vildi aldrei láta
hafa mikið fyrir sér.
Síðustu mánuðina dvaldi hann
á Droplaugarstöðum, þar sem
hugsað var vel um hann. Sunnu-
daginn 26. nóvember veiktist
hann skyndilega nokkuð illa, ég
og amma sátum hjá honum fram
eftir kvöldi og jafnvel þá þegar
amma spurði hann hvort honum
liði illa þá svaraði hann bara „nei-
nei“ með herkjum og hélt áfram
að hvíla sig. En á mánudagsmorg-
un litu hlutirnir verr út og hann
kvaddi síðar um daginn með sína
nánustu sér við hlið.
Við mamma þökkum þér fyrir
allt, afi minn, hvíl í friði, þín er
sárt saknað.
Ég segi eins og þú sagðir við
mig í síðasta samtali okkar, farðu
varlega og ekki gera neina vit-
leysu.
Elvar Örn Þormar.
Nú þegar við kveðjum Leif
móðurbróður okkar er margs að
minnast, þar sem hann var fastur
hluti af tilveru okkar í barnæsku
og allt til fullorðinsára.
Leifur bjó fram á miðjan aldur
á Hrísateigi 7 í Laugarneshverfi,
sem var heimili foreldra hans og
jafnframt hús afa okkar og ömmu.
Leifur var hægláti hlýlegi frænd-
inn sem gott var að eiga að og allt-
af var stutt í húmorinn hjá hon-
um.
Okkur þótti alltaf gaman að fá
Leif í heimsókn austur að Skóg-
um, en hann hafði mikið yndi af
því að ferðast um landið og átti
lengst af jeppabifreið. Hann var
með okkur í för í ferðum upp á
Fimmvörðuháls, hann gekk eitt
sinn með okkur systkinunum upp
á Drangshlíðarhnjúk og hann var
sem betur fer með í eftirminni-
legri ferð í Þórsmörk að vori sem
endaði í jökulsárlóninu við Gíg-
jökul þar sem jeppi fjölskyldunn-
ar drap á sér í miðju hyldjúpu lón-
inu. Leifur var þá bjargvætturinn
sem snaraðist út í djúpt og kalt
vatnið með reipi og náði síðan að
draga okkar bíl í land með sínum
ágæta og eftirminnilega Range
Rover.
Á æskuárum okkar var margt
spennandi í Reykjavík sem tengd-
ist Leifi. Meðal annars átti hann
plötuspilara og þar var Golden
Gate-kvartettinn oft settur á fón-
inn eða kíkt á eitt og eitt manna-
korn úr þar til gerðri kistu. Leifur
var nefnilega trúaður maður og
tók mikinn þátt í starfi KFUM
allt frá barnæsku. Miklum hluta
af frítíma sínum varði hann við
smíðavinnu í Vatnaskógi og tók
virkan þátt í uppbyggingu þar, en
hann var menntaður smiður og
starfaði við trésmíðar alla tíð.
Seinna meir þegar við systkin-
in vorum komin í menntaskóla í
Reykjavík og bjuggum með Leifi
á Hrísateignum var ekki ónýtt að
fá að fara með honum á skíði í Blá-
fjöll eða Hveradali, því hann var
mikill gönguskíðamaður og
kenndi okkur hvernig við áttum
að bera okkur að við skíðaiðk-
unina.
Á þessum tíma fyrir rúmum
þrjátíu árum hitti Leifur aftur
skólasystur sína, Huldu Þormar,
og var það mikil gæfa fyrir hann.
Þau giftu sig og áttu eftir að eiga
mörg góð ár saman, deildu áhuga-
málum eins og að sækja klassíska
tónleika og ferðast bæði innan-
lands og utan. Hin síðari ár þegar
heilsu Leifs fór að hraka var
Hulda hans mikla stoð og stytta.
Við minnumst Leifs móður-
bróður okkar með hlýhug og vott-
um Huldu okkar innilegustu sam-
úð.
Dóra, Oddný og Helga.
Leifur Hjörleifsson
Fleiri minningargreinar
um Leif Hjörleifsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Andrés Krist-inn Hjaltason
fæddist í Keflavík
27. desember 1955.
Hann varð bráð-
kvaddur í Flórída
21. nóvember 2017.
Hann var sonur
hjónanna Erlu Mar-
íu Andrésdóttur og
Hjalta Guðmunds-
sonar húsasmíða-
meistara.
Systkini hans eru Guðlaug
Brynja, Guðmundur og Stein-
þóra Eir.
Hinn 19. júní 1982 kvæntist
Andrés Jóhönnu Maríu Einars-
dóttur, f. 14. mars 1958. For-
eldrar hennar voru Laufey
Bjarnadóttir og Einar Örn
Björnsson. Andrés og Jóhanna
eignuðust fjögur börn og þau
eru a) Erla María, f. 13. febrúar
1982, í sambúð með Haraldi
Arnarsyni og eru börn þeirra
Guðmundssyni ehf. að undan-
skildum stuttum tíma sem hann
vann hjá Þorvaldi Ólafssyni
húsasmíðameistara.
Andrés var um tíma formað-
ur meistaraflokksráðs kvenna í
knattspyrnu og var í stjórn Iðn-
aðarmannafélags Suðurnesja.
Andrés gekk til liðs við Kiw-
anishreyfinguna 1992 og hafði
því verið starfandi í hreyfing-
unni í 25 ár. Hann hafði gegnt
flestum embættum í Kiwanis-
klúbbnum Keili og verið forseti
í tvígang. Á 40 ára afmæli
klúbbsins var hann sæmdur
Hixon-orðunni, æðstu við-
urkenningu hreyfingarinnar.
Svæðisstjóri Ægissvæðis 1999-
2000, formaður fræðslunefndar
um nokkurra ára skeið, um-
dæmisstjóri Kiwanisumdæm-
isins Ísland-Færeyjar 2006-2007
og sat í Evrópustjórn á sama
tíma og sat í nefndum á vegum
Evrópustjórnar um nokkurra
ára skeið. Formaður Trygg-
ingasjóðs Kiwanisfélaga frá
árinu 2012.
Útför Andrésar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 12. des-
ember 2017, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Andrés Kristinn, f.
9. janúar 2006,
Perla Ósk, f. 19.
mars 2017, d. sama
dag. Arnar, f. 15.
september 2017, d.
sama dag. b) óskírð
f. 25. maí 1983, d.
sama dag, c) Lauf-
ey Ósk, f. 19. mars
1991, í sambúð með
Þorvarði Ólafssyni,
dóttir þeirra er
Emelía Rún, f. 4. febrúar 2016,
d) Einar Örn, f. 4. ágúst 2000,
unnusta hans er Ástríður Halla
Jóhannsdóttir.
Andrés ólst upp í Keflavík og
útskrifaðist sem húsasmiður frá
Iðnskólanum í Keflavík 1976 og
lauk sveinsprófi í húsasmíði
sama ár. Hann lauk prófi frá
meistaraskóla Fjölbrautaskóla
Suðurnesja 1982. Andrés starf-
aði alla sína ævi að iðn sinni í
fjölskyldufyrirtækinu Hjalta
„Dáinn, horfinn“ – harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En eg veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og lífið þjóða,
hvað væri sigur sonarins góða?
illur draumur, opin gröf.
(Jónas Hallgrímsson)
Elsku Andri, það er svo
óraunverulegt að sitja hér og
skrifa til þín hinstu kveðju. Ég
sá alltaf fyrir mér að við yrðum
gömul saman.
Þú varst búinn að hlakka svo
til að fara til Flórdía, það var
eins og þú færir í annan gír þeg-
ar þú ræddir um Flórída enda
eigum við fjölskyldan margar
góðar minningar þaðan. Þú
varst ekki þessi karakter sem
sagðist elska mig mörgum sinn-
um á dag en undir þunnu skel-
inni var kærleiksríkur og ljúfur
maður sem hélt vel utan um
hópinn sinn. Ég held að þessi
ferð okkar til Flórída hafi verið
besta ferðin okkar þó svo að hún
hafi endað svona. Þú varst svo
ljúfur og góður og þakklátur
fyrir allt, varst alltaf að hæla
mér fyrir svo margt, t.d. hvað ég
væri dugleg að fara ein akandi
um allt og hvað maturinn væri
góður sem ég eldaði og svo
margt margt annað. Þú hafðir
svo gaman af því að kaupa
handa barnabörnunum og eitt af
því síðasta sem þú gerðir í Flór-
ída var að kaupa hluti í „jóla-
landið hans afa“ sem nafni þinn
á.
Árið 1992 gekkstu til liðs við
Kiwanisklúbbinn Keili og höfum
við átt margar gleðistundir bæði
hér heima og erlendis með vin-
um okkar í Kiwanishreyfingunni
sem ég er svo þakklát fyrir.
Þú varst strax á barnsaldri
mjög ábyrgðarfullur og fannst
oft að því við mömmu þína að
hún passaði ekki nógu vel upp á
Brynju systur þína þegar þið
voruð lítil.
Það er alveg ótrúlegt hvað þú
náðir góðri heilsu eftir veikindin
2014, barst þig alltaf vel þegar
þú varst spurður en hafðir
kannski ekki alveg sama þrekið
og áður. Það var kannski svolítið
einkenni þitt að spá meira í
heilsu annarra og ráðleggja
þeim en að huga að þinni eigin.
Þú varst svo mikill fjölskyldu-
maður, kannski er ég það nú
líka en mikið er nú gaman að
ylja sér við minningarnar um
allt það sem við gerðum saman,
útilegurnar, sumarbústaðaferð-
irnar, fótboltamótin, Siglufjarð-
arferðirnar og svo margt margt
fleira.
Jólin voru þinn tími svo það
verður svolítið skrýtið að
skreyta án þín, Andri minn, en
með hjálp barnanna get ég
þetta.
Þú varst alltaf klettur í mínu
lífi og studdum við hvort annað
sama á hverju gekk. Við fjöl-
skyldan höfum gengið saman í
gegnum ýmislegt en þetta árið
hefur verið okkur ansi erfitt,
Andri minn.
Ég er ekki í nokkrum vafa
um að litlu englarnir okkar,
Perla Ósk og Arnar, sem við
fylgdum til grafar á þessu ári og
dóttir okkar sem við gáfum aldr-
ei nafn en við köllum „litlu syst-
ur“ hafa tekið vel á móti þér
ásamt því góða fólki sem á und-
an er farið.
Andri minn, nú um stundir
munu skilja leiðir en ég hlakka
til þegar við sameinumst á ný.
Ég mun ávallt elska þig.
Þín,
Jóhanna.
Elsku pabbi.
Það er skrýtið á svona tímum
að hitta þig ekkert, elsku pabbi,
heimsins besti pabbi. Bara það
að fá ekki þitt hlýja faðmlag,
heyra þig hlæja, heyra í þér
tala. Þetta er eins og biðin enda-
lausa.
Ég bíð bara eftir því að þú
komir heim. Röddin og hlátur-
inn þinn ómar um í hausnum á
mér. Síðasta samtal okkar er
stanslaust að endurtaka sig í
hausnum á mér. Þetta er besta
samtal sem ég hef átt. Fyrir
þetta samtal er ég svo þakk-
látur.
Við áttum ekki bara þetta
eina samtal saman heldur áttum
við endalausar minningar. Þú
fórst með mér allt. Þú mættir á
alla leiki, öll mót því þér fannst
fátt skemmtilegra en að horfa á
börnin þín og barnabörnin gera
það sem þeim fannst gaman. Þú
vildir vera þarna fyrir þau og
stóðst alltaf við bakið á okkur
sama hvað við gerðum. Það
verður skrýtið að spila án þess
að hafa þig á hliðarlínunni en ég
veit að þú fylgist samt enn þá
með mér. Ég fór líka oft með
þér til útlanda sem okkur þótti
mjög gaman. Það eru einstakar
minningar.
Þú kenndir mér líka margt.
Við smíðuðum vegg saman og
svo þegar ég var ósjálfbjarga í
vinnunni þá komstu og sýndir
mér hvernig ég átti að gera
hlutina.
Þú kenndir mér líka hvernig
ég ætti að róa hugann og fullt af
öðrum ráðum sem ég ætla að
taka með mér út í lífið.
Elsku pabbi, ég þakka þér
fyrir allt, allar minningar, allt
sem þú kenndir mér, allar
stundir sem við áttum saman, öll
þau ráð sem þú gafst mér. Fyrir
allt þetta er ég ævinlega þakk-
látur. Ég ætla að halda áfram
alveg eins og þú vilt að ég geri.
Ég ætla að halda áfram að gera
þig stoltan. Ég mun alltaf minn-
ast þín.
Ég elska þig pabbi.
Þinn prins,
Einar Örn.
Elsku besti pabbi.
Lífið getur verið svo vont og
ósanngjarnt. Nú ert þú farinn
frá okkur og skilur eftir þig
stórt skarð í lífi okkar allra. Ég
trúi þessu ekki enn og vil helst
ekki trúa þessu. Ég bíð alltaf
eftir að ég vakni upp af vondum
draumi. En þetta er víst enginn
draumur. Hér sit ég og skrifa
minningargrein um þig, heims-
ins besta pabba.
Við höfum alltaf náð svo vel
saman, mamma var vön að segja
að ég mætti segja allt við þig og
þú tókst því þegjandi og hljóða-
laust en það gat enginn annar.
Ég er svo þakklát fyrir hvað við
áttum gott samband og okkur
samdi nánast alltaf vel. Þú varst
svo góður maður, sagðir oft
hlutina bara eins og þeir voru.
Varst ekkert að skafa af þeim.
Það gat ansi oft stuðað mann en
alltaf vildir þú bara vel.
Ég man svo vel þegar ég
heyrði í þér daginn sem þú fórst
til Flórída. Þegar ég kvaddi þig
í símann og óskaði þér góðrar
ferðar. Ég man svo sterkt sting-
inn sem ég fékk í hjartað og tár-
in sem ég fékk í augun. Ég hef
alltaf átt erfitt með að vera frá
ykkur mömmu, sama hversu
langt í burtu það var. Þið eruð
svo stór hluti af mínu lífi. Alltaf
hringir maður í pabba, pabbi
reddar hlutunum. En nú þarf ég
að fara að treysta á einhvern
annan, kannski bara sjálfa mig
eins og þú sagðir svo oft við
mig.
Þú varst alltaf ánægður með
það sem ég gerði, nema kannski
það að ég ákvað að verða kenn-
ari en ekki verkfræðingur. Þú
sagðir mjög oft við mig að ég
gæti verið með mun betri laun
annars staðar sem verkfræðing-
ur, en þú studdir mig samt alltaf
í því sem ég gerði. Þú varst
stoltur af okkur börnunum þín-
um og nú þurfum við að halda
því áfram þó svo að þú sért far-
inn frá okkur. Við þurfum að
sameinast og verða að þessum
kletti sem þú varst hjá okkur
öllum.
Emelía Rún afastelpa skilur
ekkert í þessu öllu saman og
bendir á myndir af þér og segir
afi. Það var svo gaman í síðasta
samtalinu ykkar, þá vildi Emelía
ekkert tala við mömmu, hún
grét bara ef þú lést mömmu fá
símann og bað um afa. Hún
þurfti að ræða svo mikið við þig
og þú skildir ekkert hvað hún
sagði, sagðir bara já, einmitt.
Hún dýrkaði þig og ég mun
halda minningu þinni á lofti og
Andrés Kristinn
Hjaltason
Elskuleg frænka okkar,
ANNI MARÍA E. HERMANNSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 2,
Njarðvík,
sem lést þriðjudaginn 21. nóvember, hefur
verið jarðsungin í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Þórður Andrésson og Sigrún Sigurðardóttir