Morgunblaðið - 12.12.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.12.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 JÓLASÖFNUN Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Skrifstofusími 10 til 16. S. 551 4349, 897 0044, netfang: maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Íslenska landsliðið í ungum sýn- endum hunda varð um helgina Norð- urlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norð- urlandameistari í einstaklings- keppni ungra sýnenda. Nordic Win- ner-sýningin var haldin í Helsinki í Finnlandi. Ísland hefur tekið þátt í keppninni á hverju ári síðan 2006 og ávallt vegnað vel en árangurinn um helgina er sá besti hingað til. Í flokki ungra sýnenda hunda er hæfni sýnanda til að sýna hund dæmd ásamt sambandi hunds og sýnanda og þekkingu sýnandans á tegundinni, að sögn Auðar Sifjar Sigurgeirsdóttur sem er þjálfari stúlknanna. Hundurinn sjálfur er ekki dæmdur. Það að sýna hund krefst mikillar færni af sýnand- anum. Sýnandinn þarf að þekkja vel þann hund sem hann sýnir, bæði kosti hans og galla, og ná fram því besta í honum. Hægt er að líkja þessu við það að vera góður knapi. Þegar hundur er dæmdur á hunda- sýningu skoðar dómari byggingu, hreyfingar og skapgerð hundsins. Ekki þeirra eigin hundar „Við fáum hunda á staðnum til að sýna, þannig að þetta eru ekki okkar eigin hundar,“ segir Elena Mist Theodórsdóttir, 14 ára og er hæst- ánægð með árangur landsliðsins sem var ásamt henni skipað Berg- lindi Gunnarsdóttur, Ingunni Birtu Ómarsdóttur og Vöku Víðisdóttur. Þjálfari liðsins er Auður Sif Sigur- geirsdóttir. Berglind sýndi tík af tegundinni Samoyed, Elena Mist sýndi Silky terrier-rakka, Ingunn Birta sýndi rakka af tegundinni Tíb- et spaniel og Vaka sýndi ástralskan fjárhund. Dómari keppninnar var Jason Lynn, einn færasti sýnandi heims í dag. ernayr@mbl.is Ungir sýnendur unnu hundasýningu erlendis Norðurlandameistarar Frá vinstri á myndinni eru Jason Lynn dómari, Auður Sif Sigurgeirsdóttir þjálfari, Berglind Gunnarsdóttir, Vaka Víð- isdóttir, Elena Mist Theodórsdóttir og Ingunn Birta Ómarsdóttir.  Íslenska liðið vann  Berglind Gunnars- dóttir Norðurlanda- meistari Norðurlandameistari einstaklinga Berglind Gunnarsdóttir ásamt Jason Lynn dómara keppninnar og Auði Sif Sigurgeirsdóttur þjálfara. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Samspil aukinnar umferðar, nagla- dekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólar- hrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Sólar- hrings heilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúm- metra en síðasta fimmtudag var meðaltalið 92 og hálftímagildið fór upp í 140 μg/m3 þegar mest lét. Á sunnudaginn var meðaltalið 60 μg/m3. Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigð- isfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að eftir meng- unina á fimmtudaginn hafi verið ákveðið að rykbinda Miklubraut, vestur Hringbraut og svo hluta Grensásvegar aðfaranótt föstudags- ins en erfitt hafi verið að mæla ár- angurinn af rykbindingunni vegna suðsuðaustanáttar með raka sem kom daginn eftir. Slæm blanda fyrir sjúklinga „Svifrykið fór yfir mörkin við Grensásveg á sunnudaginn, þar er þung umferðargata og þannig um- hverfi að þar verða oft háar tölur. Við Grensás fóru sólarhringsmörkin fyrir svifryk í 60 μg/m3 á meðan þau voru 34 μg/m3 við Hringbraut og 16μg/m3 í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum,“ segir Kristín Lóa. Brennisteinsvetni (H2S) og köfn- unarefnisdíoxíð (NO2), sem kemur vegna útblásturs úr bílum, var einn- ig hátt og með svifrykinu getur það verið slæm blanda fyrir astmasjúk- linga og þá sem eru kvefaðir að sögn Kristínar Lóu. „Það er bara hægt að kenna mikilli umferð og veðurað- stæðum um þetta. Það er hvorki blástur frá söndunum fyrir austan að koma hingað yfir núna né meng- un frá útlöndum. Þegar það er sjáum við hækkun á öllum mæli- stöðvum en núna er þetta bara við þessar þungu umferðargötur þar sem rykið þyrlast upp.“ Glöggt mátti sjá slikjuna sem var út við sjóndeildarhringinn í gær. Kristín Lóa segir ástandið verra núna en á sama tíma í fyrra en þar spili veðrið aðallega inn í. „Við sendum út tilkynningu fyrir helgi og vöruðum við að næstu dag- ar gætu orðið slæmir. Þeir sem hafa áhyggjur af þessu fylgjast vel með þessu, t.d. inni á vefnum okkar sem er mikið skoðaður. Þeir sem eru við- kvæmir geta líka fengið sér appið Viltu vita? og gerst áskrifendur að loftgæðunum þar, þeir fá þá tilkynn- ingu ef gildin eru há.“ Í tilkynningu sem Reykjavíkur- borg sendi frá sér síðasta fimmudag er þeim sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börnum bent á að forðast útivist í nágrenni stórra um- ferðargatna. Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk  Við Grensásveg fóru sólarhringsmörkin fyrir svifryk í 60 μg/m3 á sunnudaginn en voru 34 μg/m3 við Hringbraut og 16 μg/m3 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum  Heilsuverndarmörkin eru 50 μg/m3 Umferðarmengun » Sólarhrings heilsuverndar- mörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra en síðasta fimmtudag var meðal- talið 92 við Grensásveg og hálftímagildið fór upp í 140 μg/m3 þegar mest lét. Á sunnudaginn var meðaltalið 60 μg/m3. » Froststillum og mikilli um- ferð undanfarna daga er um að kenna. Morgunblaðið/Hari Strætó í síðdegissól Svifryksmengun hefur verið í borginni í froststillum á umliðnum dögum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heild- stæð áhrif á öllum markaðnum. Þá koma til sölu – til dæmis á haustin – bílaleigubílar í því magni að tala má um offramboð svo endursöluverð lækkar verulega. Ívilnanir í gjöldum sem leggjast á nýja umhverfisvæna bíla, svo sem rafmagns- og tvinnbíla, hafa áhrif í sömu átt. „Framboðið á bílum er mikið um þessar mundir,“ segir Marinó Björns- son, bílasali hjá Bílalífi á Klettshálsi í Reykjavík. „Þessa dagana þurfum við iðulega að neita fólki sem vill láta sölubílana sína standa á planinu hjá okkur. Þar höfum við einfaldlega ekki pláss eins og sakir standa.“ Sem dæmi um verðlækkunina að undanförnu segir Marinó að setja megi upp einfalt dæmi; þriggja til fjögurra ára gamall japanskur jepp- lingur sem sl. vor hefði verið seldur á 2,5 milljónir kr. færi í dag á 2,0 millj. kr. Þarna muni um fimmtung, sem standi á pari við algenga lækkun á verði nýrra bíla. „Við sjáum í dag oft alveg ótrúleg tilboð,“ segir Sigmundur Þór Árna- son sem rekur fyrirtækið Best Cars ehf. Hann segir að algengt hafi verið á þessu ári að tilboð í bíla væri kannski 30 til 40% undir ásettu spjaldverði. „Ef bíll er búinn að vera á skrá í kannski sex til níu mánuði finnst eig- andanum talsvert gefandi fyrir að losna við gripinn þegar tilboð loks kemur. Sé þetta bíll sem sett er á 1,5 milljónir króna selst hann kannski á eina milljón króna og það er raunar hægt að fá fjölda ágætra bíla í dag fyrir þann pening,“ segir Sigmundur Þór Árnason. Mikil lækkun á verði notaðra bíla  Offramboð á markaði og ótrúleg tilboð Morgunblaðið/Golli Bílasölurúnturinn Mikið er úrvalið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.