Morgunblaðið - 12.12.2017, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 12.12.2017, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 TAKTU ÞÁTT Í AÐ BYGGJA BRUNNA Í AFRÍKU ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK! SENDU HJÁLP NÚNA MEÐ ÞVÍ AÐ - greiða valgreiðslu í heimabanka – 2500 kr. - hringja í söfnunarsíma 907 2003 – 2500 kr. - leggja til framlag á framlag.is - gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is - leggja inn á söfnunarreikning okkar 0334-26-50886, kt. 450670-0499 PIPAR\TBW A -SÍA -165297 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, kvaðst í gær vænta þess að Evrópuríki færu að dæmi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Evrópusambandið hefur þó ekki breytt stefnu sinni í málinu og vill að Jerúsalem verði höfuðborg tveggja ríkja þegar fram líða stundir, Ísraels og ríkis Palest- ínumanna, að sögn Federicu Mogher- ini, æðsta fulltrúa Evrópusambands- ins í utanríkis- og öryggismálum. Netanyahu ræddi við embættis- menn ESB og utanríkisráðherra að- ildarríkjanna í Brussel í gær og er þetta í fyrsta skipti í tuttugu ár sem forsætisráðherra Ísraels heimsækir borgina. Embættismenn sambands- ins gagnrýndu yfirlýsingu Trumps um viðurkenninguna í vikunni sem leið en Netanyahu sagði að forsetinn væri einfaldlega að viðurkenna þá staðreynd að Jerúsalem hefði verið höfuðborg Ísraelsríkis í 70 ár og gyð- inga í 3.000 ár. „Þetta hindrar ekki frið, heldur gerir frið mögulegan, vegna þess að viðurkenning á veru- leikanum er kjarni friðar, grundvöll- ur friðar,“ sagði Netanyahu. „Ég tel að öll eða flest ríki Evrópu flytji sendiráð sitt til Jerúsalem, viður- kenni hana sem höfuðborg Ísraels, og vinni ötullega með okkur í þágu ör- yggis, hagsældar og friðar.“ Mogherini áréttaði að ESB styddi enn „alþjóðlegu samstöðuna“ í mál- inu. Stefna sambandsins væri sú að „eina raunhæfa lausnin“ á deilum Ísraela og Palestínumanna fælist í stofnun tveggja ríkja, Ísraels og Pal- estínu, með Jerúsalem sem höfuð- borg þeirra beggja og að landamærin yrðu eins og þau voru fyrir stríð arabaríkja og Ísraels árið 1967. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti árið 1947 áætlun um skiptingu Palestínu í tvö ríki, gyðinga og araba. Gyðingar samþykktu áætl- unina um skiptinguna en arabaríki höfnuðu henni og hófu stríð gegn Ísr- ael eftir að ríkið var stofnað 1948. Þegar átökunum lauk ári síðar til- heyrði austurhluti borgarinnar Jórd- aníu en vesturhlutinn Ísrael. Ísraelar hernámu austurhlutann í sex daga stríðinu 1967 og síðan hefur öll borgin verið undir stjórn Ísraels. Austur- hlutinn var innlimaður í landið árið 1980 með lögum þar sem Jerúsalem var lýst sem „eilífri og óskiptri höfuð- borg Ísraels“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi innlimunina, sagði hana vera brot á þjóðarétti, og samtökin hafa aldrei viðurkennt hana. Eftir innlimunina hafa borgar- mörk Jerúsalem verið færð út með lögum sem samþykkt hafa verið á þingi Ísraels. Alls búa um 200.000 gyðingar á svæðum sem Ísraelar hafa lagt undir sig í austurhluta Jerú- salem. Sameinuðu þjóðirnar líta á landtökubyggðirnar sem brot á þjóðarétti en Ísraelar neita því. ESB ekki einhuga Flest ríki ESB, þeirra á meðal þau stærstu, hafa andmælt stefnubreyt- ingu Trumps. Aðildarríkin 28 eru þó ekki einhuga í málinu. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Grikklandi, Litháen og Tékklandi vilja bæta tengslin við Ísrael og Ungverjar komu í veg fyrir að ESB-ríkin gæfu út sameiginlega yfirlýsingu til að gagnrýna ákvörðun Trumps í vikunni sem leið, að sögn fréttaveitunnar AFP. Verði höfuðborg tveggja ríkja  Evrópusambandið kveðst standa við þá stefnu að Jerúsalem verði höfuðborg Ísraels og framtíðar- ríkis Palestínumanna  Netanyahu kveðst vænta þess að Evrópuríki fari að dæmi Donalds Trumps AFP Vígalegar Konur í öfgahreyfingunni Íslamskt jíhad, vopnaðar Kalashníkov-rifflum, taka þátt í mótmælum í Gaza- borg gegn þeirri ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Árás á hús gyðinga » Lögreglan í Svíþjóð hefur aukið öryggisgæslu sína við samkunduhús gyðinga í land- inu eftir að reynt var að kveikja í einu þeirra um helgina. » Þrír menn voru handteknir fyrir að kasta brennandi hlut- um á samkunduhús gyðinga í Gautaborg á laugardag. » Stefan Löfven forsætisráð- herra fordæmdi árásina og sagði að gyðingahatur liðist ekki í Svíþjóð. 27 ára maður særðist alvarlega þeg- ar hann sprengdi sprengju, sem hann hafði fest við líkamann, í stærstu og fjölförnustu strætis- vagnastöð New York-borgar á mesta annatíma í gærmorgun. Þrír aðrir fengu aðhlynningu vegna minnihátt- ar meiðsla eftir sprenginguna sem varð í strætisvagnastöð við jarð- lestastöðina Port Authority, í grennd við Times Square. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio, sagði að sprengingin hefði verið „tilraun til hryðjuverks“ og árásarmaðurinn héti Akayd Ullah. „Guði sé lof að brotamanninum tókst ekki ætlunarverkið,“ sagði hann á blaðamannafundi með ríkisstjóra New York, Andrew Cuomo. „Þetta er New York,“ sagði ríkis- stjórinn. „Staðreyndin er sú að við erum skotmark margra sem vilja sýna andstöðu sína við lýðræði og frelsi.“ Lögreglustjóri New York, James O’Neill, sagði að árásarmaðurinn hefði fest sprengju, sem líktist rörsprengju, við líkamann. Hann hefði fengið brunasár á höndum og maga og fleiri meiðsli. Maðurinn var handtekinn og fluttur á sjúkrahús. Bill Bratton, fyrrverandi lögreglu- stjóri New York-borgar, sagði í sjón- varpsviðtali að hann hefði fengið upplýsingar um að maðurinn væri frá Bangladess og grunur léki á að hann hefði ætlað að fremja hryðju- verk í nafni Ríkis íslams, samtaka íslamista. Lögreglan lokaði samgöngumið- stöðinni og nálægum götum. Átta manns létu lífið og 12 særðust í borg- inni 31. október þegar hryðjuverka- maður ók flutningabíl á vegfarendur. AFP Hryðjuverkaógnin rædd Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, og Bill de Blasio borgarstjóri á blaðamannafundi á Manhattan um sprenginguna. Tilraun til hryðjuverks  Sprenging í samgöngustöð í New York

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.