Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ágæt aðsókn hefur að undanförnu
verið í nám pípulögum og alls um
25 manns útskrifast frá Tækniskól-
anum með sveinspróf í greininni á
þessu ári. Það er svipaður fjöldi og
verið hefur mörg undanfarin ár.
„Mönnum telst svo til að nýliðunin í
faginu þurfi að vera 25-30 manns á
ári, svo þetta nálgast þörfina,“ seg-
ir Guðmundur Páll Ólafsson, for-
maður Félags pípulagningameist-
ara, í samtali við Morgunblaðið.
Meistarar vilja nema
„Menn eru fljótir að fá vinnu og
raunar eru flestir komnir vel af
stað. Í dag eru meistarar áfram um
að taka ungt fólk á samning í iðn-
inni. Til skamms tíma hafa þeir
stólað mikið á erlent vinnuafl, en
sjá nú æ oftar að það borgar sig að
gefa sér tíma til að leiðbeina og
þjálfa upp fagfólk framtíðarinnar,“
segir Guðmundur Páll.
Hjá Félagi pípulagningameistara
hefur talsverð vinna verið lögð í
það á síðustu misserum að kynna
greinina sem gott og áhugavert
starf. Formaðurinn telur að af-
rakstur þess starfs sé nú að koma í
ljós.
„Við viljum breyta ímynd grein-
arinnar. Þetta er ekki eins og var;
óþrifaleg og erfið járnsmíðavinna
þar sem vaða þarf vatnselginn. Öll
efni og verkfæri sem við vinnum
með eru miklu betri og meðfæri-
legri en var. Stafræn tækni nú-
tímans krefst þess líka að pípulagn-
inamenn hafi góða tæknikunnáttu
þegar stilla þarf stafræn hitastjórn-
unarkerfi eða annan slíkan búnað
svo eðli starfsins hefur gjörbreyst,“
segir Guðmundur Páll.
Launin eru góð
Nóg er að gera hjá pípurum um
þessar mundir – til dæmis við hót-
elbyggingar, segir formaðurinn. Þá
séu viðhaldsverkefni hverskonar
stór póstur og margir í faginu ein-
beiti sér að þeim. Fyrir vikið sé
þénustan góð sem ráði sennilega
mestu um að margir leggi starfið
fyrir sig. Mánaðarlaunin séu sjaldn-
ast undir 600 þúsund krónum – og
yfirleitt hærri.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Röramaður Næg vinna sem þarfnast þekkingar og launin eru ágæt.
Pípulagnirnar
freista iðnnema
Um 25 manns taka sveinspróf í ár
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Berlín NC 105, nýr frystitogari
Deutsche Fischfang Union, DFFU,
dótturfélags Samherja í Þýskalandi,
hélt á veiðar í Barentshafi fyrir
helgi. Skipið var smíðað hjá Mykle-
bust-skipasmiðastöðinni í Noregi og
er systurskip Cuxhaven NC100, sem
afhent var í sumar og hélt í sína
fyrstu veiðiferð í lok ágúst.
Fram kemur á vefsíðu Fiskeri-
bladet í Noregi að smíðaverðið á
hvoru skipi sé um 400 milljónir
norskra króna eða um fimm millj-
arðar íslenskra króna. Cuxhaven var
fyrsta nýsmíði Deutsche Fischfang
Union í 21 ár, en það skip sem þá var
smíðað bar sama nafn.
Fullkomin skip
hönnuð af Rolls Royce
Skipstjórar á Berlín eru Sigurður
Óli Kristjánsson og Sigurður Hörður
Kristjánsson og yfirvélstjórar eru
Kristófer Kristjánsson og Sigurpáll
Hjörvar Árnason. Stefán Viðar Þór-
isson og Hannes Kristjánsson eru
skipstjórar á Cuxhaven og yfirvél-
stjórar eru Hörður Másson og Dar-
iusz Dolny.
Skipin eru hönnuð af Rolls Royce,
sem einnig framleiðir aðalvélar. Þau
eru 81 metri að lengd og 16 metra
breið. Skipin eru mjög fullkomin á
allan hátt hvað varðar vélbúnað,
vinnslu og aðbúnað áhafnar, sem
getur orðið allt að 35 manns.
Vinnsludekk skipanna voru hönnuð
og smíðuð í Slippnum á Akureyri og
Optimar í Noregi. Fiskvinnsluvélar
eru frá m.a. Vélfagi á Ólafsfirði og
Marel. Fiskimjölsverksmiðjan er
framleidd af Héðni hf.
Frystiskipið Berlín
í kjölfar Cuxhaven
Tvö skip smíðuð fyrir DFFU hjá Myklebust í Noregi
Nýsmíði Berlín NC 105 hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Skipið er 81 metra langt frystiskip.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lög um jafnlaunavottun öðlast gildi
1. janúar nk. Fyrirtæki munu fá að-
lögunartíma eftir starfsmanna-
fjölda. Þau sem hafa 250 starfs-
menn eða fleiri
eru fyrst í röð-
inni. Lögin tóku
gildi í sumar.
Flutningsmaður
var Þorsteinn
Víglundsson, þá-
verandi félags-
og jafnréttis-
málaráðherra.
Í fyrstu grein
laganna segir að
fyrirtækin muni
þurfa skriflega yfirlýsingu
vottunaraðila „sem veitt er með
vottunarskírteini, að undangenginni
úttekt hans á jafnlaunakerfi fyrir-
tækis eða stofnunar, um að jafn-
launakerfið og framkvæmd þess
uppfylli kröfur staðalsins ÍST
85 …“
Emil B. Karlsson, fráfarandi for-
stöðumaður Rannsóknaseturs
verslunarinnar, var í gær að búa sig
undir próf sem vottunarmaður.
Mun hann starfa hjá fyrirtækinu
Vottun hf. sem er faggild vottunar-
stofa, en fyrirtæki sem sinna vottun
þurfa faggildingu frá Einkaleyfa-
stofu. Emil segir fyrirtæki með 250
starfsmenn eða fleiri munu þurfa
jafnlaunavottun fyrir árslok 2018.
Síðan muni fleiri fyrirtæki bætast í
hópinn þar til komið er að fyrir-
tækjum með minnst 25 starfsmenn.
Þurfa viðhaldsvottun árlega
Fyrirtækin þurfa að fá svokallaða
viðhaldsvottun árlega. Vottunaraðil-
ar skila skýrslu til Jafnréttisstofu.
Hún getur beint þeim fyrirmælum
til fyrirtækis eða stofnunar sem
ekki sinnir þessari lagaskyldu að
gera „viðunandi úrbætur innan
hæfilegs frests að viðlögðum dag-
sektum,“ segir m.a. í lögunum.
„Kerfið á að tryggja að konur og
karlar fái jafn mikið borgað fyrir
jafn verðmæt störf. Þetta krefst
skipulegrar vinnu, þannig að menn
setji sér ákveðið markmið, jafn-
launastefnu, og fylgi því svo eftir.
Staðallinn segir til um hvernig það
er gert. Greina þarf hvernig fólki er
raðað í starfaflokka. Óskað verður
gagna sem sýna að ekki halli á ann-
að kynið. Þetta tekur nokkra daga
að gera í hverju fyrirtæki fyrir sig.
Það geta komið athugasemdir sem
kalla á úrbætur. Fyrirtækin fá svo
jafnlaunamerkið,“ segir Emil.
Undirbúa lögfestingu
jafnlaunavottunar
Vottunaraðilar þreyta próf Vottun tekur gildi 1. janúar
Emil B.
Karlsson
Morgunblaðið/Golli
Jólaverslun í miðborginni Fyrirtækin munu þurfa að votta jöfn laun.