Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin 2017
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Kvikmynd sænska leikstjórans
Rubens Östlunds, The Square eða
Ferningurinn, kom, sá og sigraði á
Evrópsku kvikmyndaverðlaununum
sem afhent voru í þrítugasta sinn á
laugardag, 9. desember, í Berlín.
Kvikmyndin hlaut sex verðlaun og
þar af aðalverðlaunin, besta evrópska
kvikmyndin og auk þess verðlaun fyr-
ir bestu leikstjórn og handrit, list-
ræna hönnun, leikara og bestu evr-
ópsku gamanmynd. Hafði hún þá
hlotið nokkur verðlaun fyrir á öðrum
hátíðum á árinu og þau merkustu eru
án efa aðalverðlaun kvikmyndahátíð-
arinnar í Cannes, Gullpálminn, sem
veittur er fyrir bestu kvikmynd.
Í The Square segir af Christian,
miðaldra yfirsýningastjóra í virtu
samtímalistasafni í Stokkhólmi (sem
leikinn er einkar vel af danska leik-
aranum Claes Bang) og glímu hans
við að viðhalda virðulegri ímynd sinni.
Opna á nýja sýningu í safninu sem
nefnist The Square og er hún ádeila á
skeytingarleysi hinna velmegandi
Vesturlandabúa gagnvart þeim sem
minna mega sín. Í verkinu gefst fólki
tækifæri á að bæta ráð sitt en aðdáun
Christians á inntaki verksins endur-
speglast ekki í hegðun hans. Þegar
snjallsíma sýningastjórans er stolið
upphefst einkennileg atburðarás þar
sem hann tekur kolrangar og afdrifa-
ríkar ákvarðanir og auglýsingamynd-
band fyrir sýninguna, sem hann veitir
samþykki fyrir, dregur einnig dilk á
eftir sér.
Leiðin greið að Óskarnum
Östlund og aðalleikari kvikmyndar-
innar, Claes Bang, sátu fyrir svörum
ásamt framleiðendum að verðlauna-
hátíð lokinni í Berlín og voru þeir að
vonum hinir kátustu yfir þessum
glæsilega árangri, þeim besta sem
sænsk kvikmynd hefur náð á hátíð-
inni og þó að víðar væri leitað. Blaða-
maður Morgunblaðsins var á staðnum
ásamt fjölda evrópskra fjölmiðla-
manna og náði að læða inn einni
spurningu sem komið verður að síðar.
Östlund var fyrst spurður að því
hvort hann héldi að leiðin væri nú
greið að Óskarsverðlaununum, þ.e.
hvort hann teldi að kvikmyndin
myndi hljóta Óskarinn sem besta er-
lenda kvikmyndin. „Já, ég held það,“
svaraði Östlund borubrattur og bætti
svo við að hann yrði annars mjög von-
svikinn, við góðar undirtektir við-
staddra.
Hollenskur kvikmyndablaðamaður
ákvað þá að stríða Östlund aðeins,
sagði Svía þekkta af öðru en góðu
skopskyni og bað leikstjórann að
segja sér nýlegan, sænskan brand-
ara. Östlund lét þessi óvæntu um-
mæli ekki slá sig út af laginu og sagði
þetta merkilega yfirlýsingu hjá blaða-
manni í ljósi þess að Svíar hefðu þrjú
ár í röð hlotið Evrópsku kvikmynda-
verðlaunin fyrir bestu gamanmynd.
„Við Svíar erum í raun mjög fyndnir,“
sagði Östlund og skaut Bang þá inn í:
„Þú gleymir því að aðalleikari mynd-
arinnar er danskur og þess vegna
tókst okkur þetta.“ Var hlegið dátt að
gríni hins svellkalda Bang.
Svekktur Ungverji
Ungverskur fjölmiðlamaður fékk
þá orðið og sagðist býsna svekktur
yfir því að The Square hefði borið sig-
urorð af ungverskri kvikmynd, Test-
röl és lélekröl eða On Body and Soul
eins og hún heitir upp á ensku, sem
einnig var tilnefnd í flokki bestu evr-
ópsku kvikmyndarinnar. Ástæðan
fyrir þessu svekkelsi væri fyrst og
fremst sú að The Square hefði líka
hlotið verðlaun sem besta gaman-
myndin og þótti blaðamanni þetta
greinilega ósanngjarnt.
„Ég er búinn að tala við Wim
Wenders [forseta Evrópsku kvik-
myndaakademíunnar] og hann sagði
mér að gamamyndarverðlaunin yrðu
lögð af á næsta ári,“ svaraði Östlund
og var viðstöddum ekki ljóst hvort
honum væri alvara.
„En þú hefur rétt fyrir þér og ég
held að þetta sýni líka að gaman-
myndir þykja ekki eins merkilegar og
dramatískar eða aðrar tegundir kvik-
mynda. Ef við lítum yfir söguna
sjáum við leikstjóra á borð við Buñuel
sem voru með mikla háðsádeilu og
gerðu klikkaðar og spennandi kvik-
myndir en umfjöllunarefni þeirra
voru samt sem áður mikilvæg,“ bætti
Östlund við og sagði að sér þætti und-
arlegt að veita sérstök verðlaun fyrir
bestu gamanmynd.
Bang var þá spurður að því hvaða
Hollywood heillar ekki
The Square hlaut sex verðlaun á EFA, Evrópsku kvikmyndaverðlaununum Leikstjóri og
handritshöfundur kvikmyndarinnar, Ruben Östlund, segir fjölmiðla alltof upptekna af Hollywood
Morgunblaðið/Helgi Snær Sigurðsson
Ánægðir Framleiðandi The Square, Erik Hemmendorf, leikstjórinn Ruben Östlund og leikarinn Claes Bang sátu fyrir svörum að lokinni hátíð.
Umgjörð Evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna minnti um margt á
Óskarsverðlaunin, þó svo glam-
úrinn væri öllu minni, stjörnurnar
langtum færri og andrúmsloftið af-
slappaðra. Sigurvegari kvöldsins
var sænska drama- og gaman-
myndin The Square eftir leikstjór-
ann Ruben Östlund sem hlaut sex
verðlaun (sjá upptalningu í efri
grein). Önnur eins sigurganga
sænskrar kvikmyndar hefur ekki
sést áður á EFA og raunar engri
verðlaunahátíð utan Svíþjóðar, ef
marka má sænskan kollega blaða-
manns sem fylgdist spenntur með
athöfninni og var þess fullviss frá
upphafi að kvikmyndin myndi sópa
að sér fjölmörgum verðlaunum.
Einn af ræðumönnum kvöldsins,
þýski leikstjórinn Wim Wenders
sem gegnir stöðu forseta Evr-
ópsku kvikmyndaakademíunnar
sem stendur að verðlaununum,
minntist þess að Evrópa hefði ver-
ið klofin þegar til verðlaunanna
var stofnað árið 1988 en ári síðar
hefði Berlínarmúrinn fallið. Ár
friðar hefðu fylgt í kjölfarið en nú
væru blikur á lofti. „Elsti og versti
sjúkdómur Evrópu, hvernig gat
hann snúið aftur?“ spurði Wend-
ers og átti þar við öfgakennda
þjóðernissinna og hvatti fólk til að
verja Evrópu fyrir þeim illu öflum
og þá m.a. unga kvikmyndagerð-
armenn.
Tilfinninga-
þrungið kvöld
Pólitík og misrétti áberandi í ræðum
Gleðitár Alexandra Borbély átti
ekki von á því að hljóta verðlaun
sem besta evrópska leikkonan og
tók við þeim hágrátandi.
AFP