Morgunblaðið - 12.12.2017, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR
Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum
mögulegum stærðum á vinnuvélar, vöru- og
flutningabifreiðar, dráttarvélar og lyftara
FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR
Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar
Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur
Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur
12. desember 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 104.53 105.03 104.78
Sterlingspund 140.84 141.52 141.18
Kanadadalur 81.28 81.76 81.52
Dönsk króna 16.481 16.577 16.529
Norsk króna 12.53 12.604 12.567
Sænsk króna 12.276 12.348 12.312
Svissn. franki 104.81 105.39 105.1
Japanskt jen 0.9201 0.9255 0.9228
SDR 147.38 148.26 147.82
Evra 122.66 123.34 123.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.1429
Hrávöruverð
Gull 1245.85 ($/únsa)
Ál 1991.5 ($/tonn) LME
Hráolía 62.08 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Á fyrstu 11 mán-
uðum ársins hefur
WOW air flutt yfir
2,6 milljónir far-
þega. Það er 73%
fjölgun miðað við
sama tímabil í
fyrra, að því er
fram kemur í til-
kynningu frá flug-
félaginu.
WOW air flutti
224 þúsund farþega til og frá landinu í
síðasta mánuði. Það er um 30% fleiri
farþegar en félagið flutti í nóvember ár-
ið 2016. Sætanýting WOW air var 88% í
síðasta mánuði en var 87% í nóvember
í fyrra.
WOW air flýgur nú til 38 áfanga-
staða í Evrópu og Norður-Ameríku og
hefur að undanförnu stóraukið framboð
á flugi til New York og Washington D.C.
Félagið hefur yfir að ráða einum yngsta
flugflota í Evrópu um þessar mundir, að
því fram kemur í tilkynningu.
Þriðjungsfjölgun far-
þega WOW í nóvember
WOW 224.000 far-
þegar í nóvember.
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Verktakafyrirtækið Stöngull reisir
nú fyrstu 20 raðhúsin af 50 við Lerki-
dal í Reykjanesbæ, en að baki verk-
efninu býr sú hugmynd að húsin
verði hagkvæm í rekstri. Áætlaður
kostnaður við framkvæmdina í heild
sinni er um einn milljarður króna.
„Viðskiptahugmyndin var sú að
framleiða eitthvað sem gæti verið
hagkvæmt í rekstri. Húsin eru til
dæmis 30% meira einangruð en
gengur og gerist, með 150 mm stein-
ull í stað 100 mm. Þá eru gluggar
mátulega stórir,“ segir Jónas Ragn-
arsson framkvæmdastjóri og eigandi
Stönguls ehf. í samtali við Morgun-
blaðið. Hann bætir við að auk þessa
þá tilheyri hver einasti fersentimetri
í húsunum, eins og hann orðar það,
þeim sem þau kaupir, sem þýðir að
engu er eytt í sameign. Húsunum
verður skilað fullbúnum, að innan og
utan, ásamt tilbúinni lóð.
Allt faglærðir iðnaðarmenn
Jónas segir í ljósi umræðu undan-
farið um fjölda ófaglærðra starfs-
manna í byggingariðnaðinum, þar
sem jafnvel heilu blokkirnar séu
byggðar án aðkomu faglærðra
starfsmanna eins og sagt var frá í
Morgunblaðinu á dögunum, að hver
einasti starfsmaður hjá honum sé
faglærður. „Þetta er íslensk fram-
leiðsla og íslenskur iðnaður alla leið.
Við erum fimm húsasmíðameistarar
ásamt pípulagningamönnum og
múrurum. Auk þess eru fjórir efni-
legir húsasmíðanemar hjá okkur,
sem mér finnst sérstaklega gaman
að segja frá í ljósi umræðna um að
fólk sé hætt að læra iðnir í dag,“ bæt-
ir Jónas við, en starfsmenn eru allt í
allt 11 talsins.
Margt fleira er óvenjulegt við nýju
húsin, eins og að allar einingarnar
eru smíðaðar á staðnum. „Síðustu 20
ár hafa menn nær undantekninga-
laust flutt inn húseiningar frá Portú-
gal. Ég byggi þetta hinsvegar allt á
staðnum við íslenskrar aðstæður.
Annað sem er sérstakt er að ég slít
gólfplöturnar í hverju húsi í sundur.
Steypan er með svo mikið hljóð-
næmi, en þarna er ég búinn að
hindra alla leiðni á milli íbúða. Enn-
fremur myndast hvergi kuldabrú hjá
okkur því ég er með þessa fljótandi
plötu og allt einangrað frá.“
Myglumyndun hindruð
Hann segir að einnig sé sérstök
natni lögð við allan frágang til að
hindra aðkomu myglusvepps.
Jónas segir að þegar hann keypti
lóðirnar árið 2015 hafi ástandið á
Suðurnesjum verið öllu verra en nú
er og margir hafi rekið upp stór augu
þegar hann keypti lóðir fyrir yfir 100
milljónir. „Það hafði enginn trú á
þessu svæði, en ég taldi að þetta
myndi fara að rísa, og það varð raun-
in.“
Fyrstu fimm húsin fara í sölu í
febrúar. Næstu fimm hús koma svo á
markaðinn tveimur mánuðum síðar
og svo koll af kolli.
Stöngull reisir 50 hagkvæm
raðhús í Reykjanesbæ
Raðhús Jónas ásamt iðnaðarmönnum og húsasmíðanemum. Allar einingar eru smíðaðar á staðnum.
Framkvæmdir
» Húsin 50 rísa á næstu 2-3
árum, 116 fm og 103 fm.
» 30% meiri einangrun og
minni gluggar eiga að tryggja
lægri rekstrarkostnað
» Menn ráku upp stór augu
þegar lóðin var keypt árið
2015.
» Hafnaði tilboði bandarískra
fjárfesta fyrir 2 mánuðum.
» Fjórir húsasmíðanemar og
fimm húsasmíðameistarar.
Bandarískir fjárfestar vildu kaupa framkvæmdina í heild sinni Bara faglærðir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nýlega var gangsett jarðvarmavirkj-
un Pico Alto í Portúgal sem Jarðbor-
anir og ÍSOR aðstoðuðu við að koma á
fót. Hún er á eyjunni Terceira, sem er
hluti Asoreyjaklasans og tilheyrir
Portúgal. Áætlað er að virkjunin sinni
um tíund af raforkuþörf eyjarinnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef
Orkustofnunar.
Virkjunin er 4 MW í uppsettu raf-
afli. Áður fluttu yfirvöld olíu til eyj-
arinnar til raforkuvinnslu sem nú
dregur úr sem nemur raforkuvinnslu
virkjunarinnar.
Jarðboranir komu fyrst að vinnu
við Pico Alto-jarðhitasvæðið árið 2003
þegar boraðar voru 4 hitastiguls-
holur. Þær gáfu til kynna að 240°C
væri að finna á 600 metra dýpi. Jarð-
borinn Jötunn var svo fluttur til Terc-
eira þar sem frekari rannsóknarholur
voru boraðar árin 2006 og 2007. Sami
jarðbor var síðan notaður við borun á
þremur vinnsluholum 2009 sem náðu
1.900 metrum. Virkjunin nýtir orku
úr háhitakerfi eyjarinnar.
ÍSOR kom að verkefninu 2012 með
líkanreikningum fyrir jarðhitasvæðið.
Síðar kom ÍSOR að skipulagningu,
framkvæmd og túlkun á bæði styttri
og lengri rennslisprófunum. Að lok-
um vann ÍSOR að uppfærslu á þeim
líkanreikningum sem þegar hafði ver-
ið byrjað á með nýjum gögnum.
Bygging virkjunarinnar var styrkt
af Uppbyggingarsjóði EES (EEA
Grants) með fjárveitingu upp á 3,7
milljónir evra. Verkefnið er hluti af
áætlun Uppbyggingarsjóðs Evr-
ópska efnahagssvæðisins 2009-2014,
um endurnýjanlega orku og loftslags-
mál. helgivifill@mbl.is
Jarðvarmi Jarðboranir og ÍSOR að-
stoðuðu við að koma virkjuninni á fót.
Íslenskt hugvit
gangsett í Portúgal
Jarðboranir og
ÍSOR unnu að
jarðavarmavirkjun