Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 12
Alveg óhætt að
nota „alvöru“ liti
Brot úr bókarkafla – Heimili
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
F
áum dylst að undanfarna áratugi hafa
fagrir litir og fjörlegar litasamsetn-
ingar í síauknum mæli vikið fyrir
svörtum, hvítum og gráum tónum.
Það er nánast sama hvert litið er,
borgir og bæir hafa orðið litleysinu að bráð og
klæðaburður mannanna sem og heimili þeirra eru
meira og minna í sama stíl; svört, hvít og grá.
Norski litafræðingurinn Dagny Thurmann-Moe
fjallar um þessa þróun og setur áhrif hennar
fram á sjónrænan hátt í bókinni Lífið í lit, sem
Björt bókaútgafa sendi nýlega frá sér í þýðingu
Guðrúnar Láru Pétursdóttur.
Litleysið er alltumlykjandi, segir höfund-
urinn, sem hugsar bókina sem handbók eða
nokkurs konar upphafsreit fyrir þá sem vilja
gæða líf sitt og umhverfi lit að nýju og taka þátt
í litabyltingu, sem Thurmann-Moe finnst löngu
tímabær. Hún segir réttilega að fólki séu um
margt hæg heimatökin, til dæmis með heimili sín
og fataskápa, en stjórnvöld, skipulagsyfirvöld og
arkitektar beri ábyrgð á öðru.
Hvítur litur eykur streitu
„Við þurfum að krefjast aukinnar áherslu á
liti og hvetja stofnanir og byggingarverktaka til
að taka á sínum þætti,“ segir hún í formála bók-
arinnar, en lætur þess getið að þótt gerðar hafi
verið töluverðar rannsóknir á litanotkun erlendis
virðist hið opinbera ekki hafa áhuga á að tileinka
sér niðurstöður þeirra. Máli sínu til stuðnings
bendir hún á að rannsóknir hafi sýnt að hvítur lit-
ur auki streitu, dragi úr einbeitingu og valdi höf-
uðverk, en engu að síður séu veggir flestra stofn-
ana og skóla hvítir.
Bókin skiptist í sex meginkafla og marga
undirkafla; Fræði, Byggingar og almennings-
rými, Persónuleg litanotkun, Heimili, Fatnaður
og Bílar. Dagny Thurmann-Moe segir markmið
bókarinnar m.a. að hjálpa lesendum að sjá heim-
inn í nýju ljósi, að opna augun, horfa, finna, taka
afstöðu og greina.
Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á
litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir
hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafn-
vægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775
Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar
til afþreyingar tryggja betri fundarhlé.
Fundarfriður áHótelÖrk
ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr
yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og
félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.
Dagbækur Ólafs Davíðssonar (1862-
1903), grasafræðings og þjóðsagna-
safnara, frá námsárum hans í Reykja-
vík og Kaupmannahöfn eru merkar
heimildir um samkynja ástir, hvort
sem er í íslensku samhengi eða al-
þjóðlegu. Ólafur lýsir þar sambandi
sínu við samnemanda sinn í Lærða
skólanum, Geir Sæmundsson.
Þorsteinn Vilhjálmsson verður með
hádegisfyrirlestur í dag, þriðjudag, í í
fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Ís-
lands kl. 12.05 undir yfirskriftinni:
„Að hafa svo mikið upp úr lífinu sem
auðið er“: Ólafur Davíðsson og hin-
segin rými innan Lærða skólans á 19.
öld“. Í tilkynningu kemur fram að
Þorsteinn notar dagbækurnar auk
bréfa Ólafs til vina hans til að búa til
mynd af því rými sem Ólafur hrærðist
í og fóstraði samband hans við Geir
út frá kenningum franska heimspek-
ingsins Michel Foucault um annarleg
rými eða staðbrigði. Heimavistar-
skólar, svo sem Lærði skólinn, eru
meðal dæma Foucaults um slík und-
antekningarrými í samfélaginu þar
sem viðmið og venjur missa mátt
sinn og athafnarýmið víkkar. Þannig
má skilja Lærða skólann sem það
sem hinsegin rými (e. queer space);
stað þar sem var opnað á myndun
öðruvísi kynferðislegra tengsla en
annars leyfðust í íslensku sveita-
samfélagi, sem undir lok 19. aldar
stóð á krossgötum.
Hádegisfyrirlestur um dagbækur Ólafs Davíðssonar
Rými sem opna á myndun öðru-
vísi kynferðislegra tengsla
AFP
Gleði Blessunarlega þurfa samkynhneigðir ekki lengur að fela kynhneigð sína.
„Litirnir sem þú klæðist hafa vissulega áhrif á upplifun annarra á þér en
ekki síður á þína eigin líðan. Klæðistu vanalega gömlu hlutlausu litun-
um, svörtu og hvítu og gráu? Þá áttu eftir að sjá að fólk bregst öðruvísi
við þér þegar þú byrjar að ganga í litum. Það lifnar yfir því þegar það
sér þig og það sama á við um þig. Þegar ég kem fram á viðburðum eða
held fyrirlestra spjalla ég oft við fólk um þetta og viðkvæðið er alltaf
það sama: „Ég hef aldrei fengið jafnmikið hrós og eftir að ég fór að
ganga í litum“, „mér líður betur“, „litirnir gleðja mig“, skrifar Dagny
Thurmann-Moe og tekur því næst fyrir alla litina í kaflanum Fatnaður.
Um græna litinn segir hún:
Grænn tilheyrir bæði hinni köldu hlið litahringsins, líkt og blár, og
þeirri heitu, líkt og gulur. Rétt eins og blár hefur grænn róandi áhrif.
Við upplifum grænklætt fólk sem hlýlegt og hæft í sínu starfi, traust-
vekjandi, sterkt og vingjarnlegt. Þurfi maður að tala frammi fyrir
hópi fólks um efni sem maður kann ekki nógu góð skil á ætti maður
að klæðast grænu, ef allt fer til fjandans getur það bætt stöðuna
nokkuð.
Grænn er einn þeirra lita sem munu teljast hlutlausir í framtíðinni.
Vænt og grænt
Í kaflanum Heimili er áherslan á
persónulegan stíl sem stenst
tímans tönn frekar en að fylgja
tískusveiflum og skipta öllum
innanstokksmunum út á nokk-
urra ára fresti. Litið er inn á fimm
raunveruleg heimili þar sem litir
eru notaðir á meðvitaðan hátt – og
leikföng, viskastykki, dagatöl og
ýmiss konar „drasl“ fellur á stund-
um vel að litapallettunni!
„Þótt tiltekið rými virðist smart
á Instagram þýðir það ekki endi-
lega að þar sé gott að búa,“ skrifar
Thurmann-Moe og heldur áfram:
„Þegar ég vel liti fyrir heimili legg
ég fyrst og fremst áherslu á að skapa rými þar sem fólki finnst gott
að dvelja og að ekki þurfi að breyta öllu annað hvert ár. Ég vil hanna
heimili sem standast tímans tönn og hægt er að halda áfram að þróa
smátt og smátt. Þess vegna byrja ég á að hanna litapallettu, það er
einfaldasta leiðin að góðri og meðvitaðri litanotkun. Það er alveg
óhætt að nota „alvöru“ liti, maður verður ekkert fyrr leiður á sterk-
um litum en hinum ofnotuðu „hlutlausu“ tónum – það er frekar öf-
ugt. Kindur verða til dæmis ekkert leiðar á grænum lit þótt þær sjái
hann allan daginn. Maður verður ekki þreyttur í rými sem málað
hefur verið í fjölbreyttum litatónum, þar sem ríkir gott jafnvægi og
notaleg stemning.“
Lífið í lit.
Brot úr bókarkafla – Fatnaður
Ráðist til atlögu við
sífellt grárri tilveru