Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
✝ Þórdís Gunn-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 15.
mars 1942. Hún lést
á Borgarspítalan-
um 3. desember
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar V.
Pétursson, bílamál-
ari, f. 17.1. 1914, d.
17.9. 1983, og Guð-
munda Þorgeirs-
dóttir, síðast bókavörður á Al-
þingi, f. 8.6. 1918, d. 17.11. 1988.
Systkini Þórdísar eru Gunnar
Birgir Gunnarsson, f. 1943, Pét-
ur Gunnarsson, f. 1947, Sigrún
Gunnarsdóttir, f. 1948, Ásdís
Gunnarsdóttir, f. 1950, Þorgeir
Gunnarsson, f. 1955, og Sig-
urjón Gunnarsson, f. 1956.
Að loknu gagnfræðaprófi
vann Þórdís ýmis störf, fyrst
aðstoðarstúlka á
tannlæknastofu
Þorsteins Ólafs-
sonar, þá við síma-
vörslu hjá Gjald-
heimtunni og loks
við kaffibrennslu
Johnson O. Kaaber.
Hún dvaldi við
enskunám í Eng-
landi veturinn 1963
og við frönskunám í
Suður-Frakklandi
veturinn 1971-72. Þórdís bjó yfir
lifandi áhuga á nánast öllu sem
fram fór í stórum hópi ættingja
og vina og sótti fast að því alla
listviðburði sem í boði voru á
höfuðborgarsvæðinu. Hún var
alla tíð heimilisföst á Öldugötu
25A í Reykjavík.
Útför Þórdísar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
12. desember 2017, klukkan 15.
Þórdís var elst okkar Öldugötu-
systkina og átti alla tíð heima í
húsinu númer 25a. Þegar hún var
tvítug hleypti hún heimdraganum
og flaug til Englands í menntunar-
skyni þar sem hún dvaldi veturinn
1962-1963. Og þar hitti hún stóru
ástina í lífi sínu: The Beatles. Hún
kom heim með plötur og plötuspil-
ara og síðan hverja bítlaplötuna á
fætur annarri um leið og þær
komu út. Og auðvitað aðrar plötur
líka: Cillu Black, Petúlu Clark,
Cliff Richard. Gluggarnir á her-
bergjum okkar voru samliggjandi
á kvistinum og dag hvern þegar
Þórdís var farin til sinnar vinnu
gat ég farið út um gluggann mín
megin og inn um gluggann hennar
megin og sótt spilarann og plöt-
urnar. Ég gat haldið mér í renn-
una á úteftirleiðinni, en til baka
þurfti ég að þræða einstigið á þak-
skegginu með fangið fullt og hyl-
dýpið á aðra hönd. Sem segir
meira en orð um áhrifamátt Bítl-
anna í árdaga.
Þórdís hélt ævinlega tryggð við
England og fór þangað helst á
hverju sumri og alltaf til Kantara-
borgar, einskonar pílagrímsferðir
líkt og forfeður okkar fóru á mið-
öldum í von um léttingu synda-
byrða með því að heilsa upp á dýr-
linginn Tómas Beckett sem þar lét
höfuð sitt eftir að hafa staðið uppi í
hárinu á kónginum.
Eftir að starfsdegi Þórdísar
lauk, fyrst sem aðstoðarstúlka á
tannlæknastofu, síðan símadama
á Gjaldheimtunni og loks við kaffi-
brennslu Johnson & Kaaber,
gerðist hún ötull hlustandi út-
varps og áhorfandi sjónvarps, en
fyrst og síðast afkastamikill bréf-
ritari. Enginn hefur komið tölu á
allan þann sæg bréfa sem hún rit-
aði fólki á öllum aldri hér heima og
erlendis. En lét ekki þar við sitja
heldur hringdi hún í mikinn fjölda
viðmælenda, oftast með einhverj-
ar stuttar tilkynningar um það
sem hún taldi að viðkomandi
þyrfti að vita. Ef símtöl eru mæld í
skrefum þá talaði hún aldrei nema
eitt skref.
Hún sá allar leiksýningar leik-
húsanna á höfuðborgarsvæðinu og
allar helstu bíómyndir kvik-
myndahúsanna og komst einnig
yfir mjög mikið af tónleikum dæg-
urhetjanna. Áhugamálin voru leg-
íó, forvitnin mikil en mesta rækt
lagði hún þó við börn systkina
sinna, að fylgjast með þeim vaxa
úr grasi, gleðjast yfir velgengni
þeirra og sjá til þess að póstþjón-
ustan hvar sem þau væru niður-
komin á hnettinum bæri þeim
helstu tíðindi að heiman. Nú síðast
var það vaxandi barnahópur syst-
kinabarna sem átti hug hennar all-
an, svo mjög að í henni opnaðist
æð og frá henni tóku að streyma
ljóð um þetta litla stóra fólk.
Nýlega fangaði ljósmyndari
Morgunblaðsins Þórdísi þar sem
hún var á sínu daglega bæjarrölti.
Í baksýn er eldrauður veggur
pósthússins, hún er íklædd fjólu-
bláu kápunni sinni með grænu
húfuna og heldur á gulum inn-
kaupapokum í báðum höndum.
Myndatextinn er: „Höfuðföt gera
gæfumuninn.“ Hjá Þórdísi voru
það Bítlarnir. Þessi óviðjafnanlegi
margradda galdur sem sprengdi
öll hefðbundin yrkisefni dægur-
lagatextanna, söng um ástina jú,
en líka „all these lonely people/
where do they all come from?“. Að
ógleymdum svartþresti McCart-
neys sem lærði að fljúga þrátt fyr-
ir sína brotnu vængi.
Og nú er Þórdís flogin, eftir
sitjum við með ógrynni sendi-
bréfa, þau síðustu eru enn að ber-
ast og eins víst að pósthólf hugans
eigi fleiri í vændum um mörg
ókomin ár.
Pétur Gunnarsson.
Hún Tóta móðursystir mín hef-
ur yfirgefið sviðið. Tóta var einfari
en samt með svo skemmtilega
samofið tengslanet í kringum sig.
Fólkið hennar var stórfjölskyldan
og útvalið samferðafólk sem af
einhverjum ástæðum snerti
hjarta hennar. Það var gott að
vera í menginu hennar Tótu, hún
sýndi umhyggju og var til staðar á
sinn einstaka hátt. Hún gaf manni
innsýn inn í líf sitt með sendibréf-
unum sínum, bréfin voru spegill á
hennar líðan og daglega líf. Hún
skrifaði manni hugrenningar sín-
ar, minningarbrot úr fortíðinni,
frumsamin ljóð, drauma sína, frá-
sagnir frá sínu daglega lífi og nýj-
asta nýtt voru stuttar frumsamd-
ar glæpasögur. Hún átti það til að
halda áfram með bréfin sín eftir að
hún hafði sett þau í umslög. Aftan
á eitt umslagið sem barst mér í
sumar skrifaði hún „Vopnað rán í
Pétursbúð“, stundum skrifaði hún
kannski eitthvað persónulegt sem
átti ekki endilega erindi við starfs-
fólk Póstsins en Tóta spáði ekki
mikið í hvað öðrum fannst, hún
kom til dyranna eins og hún var
klædd.
Hún Tóta lifði einföldu lífi, hún
var með sína rútínu, Vesturbæj-
arlaugin, Melabúðin, pósthúsið,
bókasafnið, hádegismatur á veit-
ingastaðnum í Húsasmiðjunni í
Skútuvogi og reglulegar ferðir til
Kantaraborgar. Tóta var listunn-
andi, hún fór reglulega í leikhús og
á tónleika. Fyrir ekki svo löngu
síðan breytti hún út af vananum
og fór til Edinborgar, við sem
stöndum henni næst urðum eilítið
óörugg, hvað var hún að taka upp
á því á efri árum að fara til Ed-
inborgar, gat hún ekki bara farið
til Kantaraborgar eins og hún var
vön, þar þekkti hún sig. En Tóta
spjaraði sig, hún var eitthvað svo
örugg með sig í sumum aðstæðum
þó svo að einfaldir hlutir vefðust
stundum fyrir henni.
Tóta fylgdist vel með fólkinu
sínu og sá til þess að allt hennar
fólk vissi ef eitthvað markvert
stóð til, hún kom sér yfirleitt beint
að efninu og símtölin voru stutt og
hnitmiðuð: „Pétur verður í viðtali
á Rás 1 kl. 16“, „Magga er í Mogg-
anum í dag“, síðan komu spurn-
ingar sem manni fannst stundum
svolítið út í bláinn en voru bara
fullkomlega heiðarlegar: „Hvað
þýðir að vera kynskiptingur?“
Mikið sem ég var þakklát fyrir
þessi símtöl, það hefði ýmislegt
áhugavert farið fram hjá manni ef
Tóta hefði ekki haldið manni við
efnið. Tóta hafði góðan húmor og
átti það til að vera stríðin. Hún
hringdi alltaf þegar ég átti afmæli:
„Jódís, þú ert orðin 46 ára!“ Í kjöl-
farið kom stríðnishlátur og svo
kom: „Þú verður bráðum fimm-
tug!“ Og síðan hélt hún áfram að
hlæja. Hún Tóta var ekki upptek-
in af veraldlegum hlutum, hún var
upptekin af fólkinu sínu og það á
jákvæðan hátt, hún var hrein og
bein og með tært hjarta. Já, það
var gott að vera í menginu hennar
Tótu og ég er þakklát fyrir að hafa
átt hana sem frænku og kveð hana
með hlýju í hjarta.
Jódís Bjarnadóttir.
Þegar ég hugsa um Þórdísi –
Tótu, frænku mína – þá heyri ég
röddina hennar fallegu á hinum
enda línunnar. Ég heyri líka rödd-
ina í gegnum sendibréfin hennar
sem ég á í hundraðavís og geymi
eins og fjársjóð. Stundum heyrði
ég í henni oft í viku, ýmist í síma
eða í bréfaformi.
Þó að hún hafi búið ein öll sín
fullorðinsár og dögunum hafi að
miklu leyti verið varið í kompaníi
við sjálfa sig þá var hún um leið í
miklum tengslum við fólk, á sinn
hátt. Hún var einhvers konar eins
manns upplýsingamiðstöð. Tóta
þurfti ekkert internet því hún var
sjálf nokkurs konar internet – fjöl-
skylduinternetið sem upplýsti
okkur um hvert annað og tengdi. í
gegnum Tótu vissum við hver yrði
í útvarpinu eða hver væri með
hálsbólgu. Það var hlutverkið sem
hún tók sér og enginn hefði getað
sinnt betur. Hún gerði það líka svo
fallega og skemmtilega. Það er
erfitt að lýsa símtölunum og
sendibréfunum sem svo margir
munu sakna en þau voru einstök,
tær og tilgerðarlaus eins og Tóta.
Meira að segja útlit þeirra sem
aldrei breyttist: Línustrikað A4
blað, klippt til helminga og textinn
skrifaður með blekpenna þvert á
lóðréttar línur. Og ef hún hafði
gleymt að segja eitthvað í bréfinu
þá skrifaði hún það bara á bakhlið
umslagsins: „Coca Cola er 100 ára
í dag.“ Með bréfunum skapaði hún
í raun sitt eigið bókmenntaform
sem engin leið er að leika eftir.
Síðast þegar ég heyrði í Þór-
dísi, nokkrum dögum áður en hún
lést, las hún fyrir mig örstutta,
frumsamda glæpasögu í gegnum
síma. Þetta var önnur glæpasagan
sem hún hafði samið á stuttum
tíma. Báðar enduðu þær vel. Það
var að opnast fyrir einhverja
sköpunargátt í henni en upp á síð-
kastið innihéldu bréfin minna af
fréttum og veðri og þess í stað
flæddu ljóð, endurminningar og
fyrrnefndar glæpasögur. Ég er
glöð að hún hafi fengið útrás fyrir
sköpunarþörfina því sjálf naut
hún þess mjög að sækja listvið-
burði. Bara núna í desember átti
hún miða á tvenna tónleika og
þrjár leiksýningar. Fyrir 75 ára
afmælið hennar, fyrr á árinu,
pantaði hún þriggja manna djass-
band til þess að spila í veislunni.
Hún valdi lögin sjálf og var þannig
eins konar plötusnúður í eigin af-
mæli – og við fengum öll að njóta.
Þó að einfaldir hlutir hafi
stundum getað vafist fyrir henni
þá var hún líka svo sjálfstæð, klár
og minnug, snögg í tilsvörum og
með fáránlega góðan, lúmskan
húmor.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
að hafa átt Tótu sem móðursystur
– og stolt af því hvað hún var sam-
kvæm sjálfri sér. Það var margt í
fari Tótu sem er hægt að taka sér
til fyrirmyndar. Og þó að hún sé
farin og ég sakni hennar sárt þá
skildi hún mikið eftir sig fyrir okk-
ur til að njóta áfram. Hún lifir
áfram í öllum sendibréfunum sem
skipta þúsundum og má finna á
heimilum hér og þar um bæinn og
líklega víðar en okkur grunar.
Margrét Bjarnadóttir.
Í morgun, fimm dögum eftir
andlát Tótu frænku, barst strák-
unum mínum bréf frá henni. Það
eitt að halda á umslaginu og sjá
skriftina hennar framkallar nær-
veru hennar svo sterkt.
Nú stendur hún hér hjá mér
brosandi, hvílir hökuna á fingrum
hægri handar, olnboginn situr á
vinstri hendinni sem hún hefur ut-
an um magann. Það er þessi vak-
andi ró yfir henni, næm, einlæg og
sönn. Ég bið ekki um meira. Fyrir
það þakka ég og áhugann sem hún
ávallt sýndi mér og fjölskyldu
minni. Tóta var algjörlega einstök,
orginal töffari, töffari í þeim skiln-
ingi að hún gerði hlutina á sínum
forsendum, alltaf. Hún kom sér
beint að efninu hvort sem var í
símtölum eða bréfaskrifum. Hún
sá um sig sjálf, var lifandi þátttak-
andi fram á það síðasta. Hún skil-
ur eftir sterka nærveru með öllum
sendibréfunum sínum, í hundraða
ef ekki þúsunda tali.
Ég sé fyrir mér ljósið umvefja
Tótu mína, taka hana með sér af
mýkt og kærleika á vit nýrra ævin-
týra. Blessuð sé minning Tótu.
Með ást og hlýju,
Hlín Bjarnadóttir.
Þórdís
Gunnarsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Þórdísi Gunnars-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
TÓMAS HELGASON,
lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 3. desember.
Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju miðvikudaginn
27. desember klukkan 13. Þeim, sem vildu minnast hins látna,
er bent á Geðverndarfélag Íslands.
Helgi Tómasson Anna Sigurmundsdóttir
Þór Tómasson Gunnhildur Þórðardóttir
Kristinn Tómasson Þorbjörg Jóh. Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Minningarathöfn um ástkæran eiginmann,
föður, fósturföður, tengdaföður og afa,
MICHAEL VALDIMARSSON,
flugstjóra hjá Air Atlanta,
sem lést á háskólasjúkrahúsinu í Mainz,
Þýskalandi, fimmtudaginn 16. nóvember,
verður haldin klukkan 14. fimmtudaginn 14. desember í
Kópavogskirkju.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja
minnast hins látna er bent á Ljónshjarta – Samtök fyrir ungt fólk
sem misst hefur maka og börn þeirra. Styrktarreikningur
samtakanna er: 536-14-400960, kt. 601213-0950.
Guðrún Ólöf Jónsdóttir
Þórunn Elísabet Michaelsdóttir
Daníel Hlynur Michaelsson
Ragnar Tjörvi Baldursson Hulda Freyja Ólafsdóttir
og dætur
Ástkær frændi og vinur,
ÞORLEIFUR BENEDIKTSSON
smiður
frá Viðborðsseli á Mýrum
í Austur-Skaftafellssýslu,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á
Höfn laugardaginn 2. desember, verður jarðsettur frá
Hafnarkirkju 14. desember klukkan 11.
Sigurjón, Laufey, dætur og fjölskyldur
✝
Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og hlýhug við andlát
og útför foreldra okkar
ERLU EYJÓLFSDÓTTUR
og
BERGS JÓNSSONAR
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar og
líknardeildar Landspítalans svo og hjúkrunarheimilisins
Sóltúns.
Jón Bergsson Guðrún Sederholm
Björn Bergsson
Kristjana Bergsdóttir Atli Árnason
Elín Bergsdóttir Sveinbjörn Jónsson
Arndís Bergsdóttir Björn Þorláksson
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR INGI ELÍSSON
frá Hafgrímsstöðum,
lést miðvikudaginn 6. desember.
Hann verður jarðsunginn frá
Sauðárkrókskirkju laugardaginn 16. desember klukkan 13.
Oddný Erla Oddsteinsdóttir
Alma Guðmundsdóttir
Snjólaug Guðmundsdóttir
Snæbjörn Guðmundsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
OTTÓ BJÖRNSSON
frá Borðeyri,
Maríubakka 4,
Reykjavík,
lést á Landakoti sunnudaginn 10. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Erling Birkir Ottósson, Gunnhildur Höskuldsdóttir
Alda Sigrún Ottósdóttir, Halldór Bergmann Þorvaldsson
Sigurður Þór Ottósson, Anni Midjord
Heimir Ottósson, Majbritt Hansen
afabörn, langafabörn og langalangafabörn
Ástkær móðir okkar og amma,
BJÖRG ÞÓRA SÆBERG
HILMARSDÓTTIR,
lést 7. ágúst á spítala í Kaliforníu í
Bandaríkjunum eftir stutt veikindi.
Útför fór fram í kyrrþey.
Júlían Hilmar
og aðrir aðstandendur