Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
Killing of a Sacred Deer ernýjasta mynd grískaleikstjórans YorgosLanthimos, sem er talinn
einhver áhugaverðasti kvikmynda-
leikstjóri heims um þessar mundir.
Hans síðasta mynd, Lobster, féll vel
í kramið meðal kvikmyndaunnenda,
enda var þar á ferð afar nýstárleg
og áhrifamikil mynd. Þekktasta
mynd hans til þessa er líklega hin
ógeðfellda og stórfenglega Dog-
tooth frá 2009.
Myndræn hlið verka Lanthimos
er iðulega listavel unnin en það eru
þó sögurnar sem þar eru sagðar og
heimarnir sem skapast sem vekja
mesta athygli. Lanthimos er oftar
en ekki bæði leikstjóri og handrits-
höfundur mynda sinn og er gjarnan
í slagtogi við handritshöfundinn
Efthymis Filippou. Sem teymi
skapa þeir einkennilegar og sláandi
sögur sem gerast í undarlegum
kringumstæðum og fikra sig jafnvel
í áttina að töfraraunsæi og fantasíu.
Aðalpersóna myndarinnar er
hjartaskurðlæknirinn Steven
Murphy, leikinn af Colin Farrel.
Hann er nokkuð venjulegur góð-
borgari; á fallegt heimili, börn sem
eru ekki til mikilla vandræða og er í
prýðilegu hjónabandi. Allt virðist
með kyrrum kjörum utanfrá séð en
það er ljóst alveg frá upphafi að við
erum gengin inn í einhvern heim
þar sem ekkert er eins og það sýn-
ist. Steven fer reglulega á fund ung-
lingspilts að nafni Martin en faðir
hans var eitt sinn sjúklingur Stev-
ens. Martin verður sífellt áfjáðari í
að hitta Steven, svo mjög að Steven
hættir að standa á sama. Fljótlega
byrjar svo að halla undan fæti hjá
Murphy-fjölskyldunni, þegar eins
konar plágur taka að herja á með-
limi fjölskyldunnar og líf þeirra um-
turnast í absúrd hryllingsleikhús.
Sagan byggist lauslega á grískri
goðsögn, sem hér er færð inn í sam-
tímann. Titill myndarinnar vísar til
þess að samkvæmt goðsögninni
drap konungurinn Agamemnon
heilagt dádýr fyrir slysni, sem reitti
gyðjuna Artemis til reiði. Hún gerði
þá kröfu að hann fórnaði dóttur
sinni Ifigeneiu til að bæta upp fyrir
glæpinn. Þótt vísunin sé sértæk
skilar hún sér sem nokkuð almenn
trúarleg vísun, þar sem fjöldi trúar-
bragða inniheldur frásagnir af því
þegar reiður guð krefst fórna frá
fylgjendum sínum; manni verður
t.d. hugsað til Abrahams og Jobs í
kristninni.
Viðfangsefnið byggist sumsé á
klassískum efniviði frá fæðingarstað
skáldskaparins en myndin er afar
ljóðræn á fleiri sviðum, t.d. er mikið
unnið með endurtekningar, bæði í
texta og myndum. Þar með skapast
ljóðræn hrynjandi og þessar endur-
tekningar eru oft táknræns eðlis.
Persónum verður tíðrætt um arm-
bandsúr, sem kallar fram tengingu
við tíma sem er að renna út, og um
tíðahringinn, en gjarnan berst í tal
að unglingurinn á heimilinu sé ný-
byrjaður á blæðingum, sem er
sjaldan góðs viti í skáldskap. Einnig
er unnið með myndlíkingar, myndin
hefst á óhugnanlegu myndskeiði af
opnum brjóstkassa, það er aðgerð í
gangi og mennskt hjarta blasir við
áhorfendum. Þetta gróteska líkams-
myndmál kallast á við atriði þar
sem Martin gæðir sér á spagettíi
með tómatsósu. Hann rótar í því og
smjattar og í nærmynd minnir slím-
ugt pastað skyndilega á iður.
Það sem heillar mest við myndina
er stemningin, sem er óræð og vek-
ur sífellda forvitni, og fyrir vikið
verður myndin óhemju spennandi.
Velflestir þættir myndarinnar
byggja upp þessa furðulegu tilfinn-
ingu, þ.á m. kvikmyndataka, hljóð
og leikur. Kvikmyndatakan er
glæsileg en um hana sér Thimios
Bakatakis, sem hefur lengi unnið
með Lanthimos. Innrammanir eru
feiknalega góðar og myndavéla-
hreyfingar útreiknaðar og hófstillt-
ar. Mikið er unnið með súmm þar
sem súmmað er inn og út í gríð og
erg og þar með brugðið á leik með
sjónarhorn áhorfenda og gefið í
skyn að ekki sé allt sem sýnist,
hlutirnir breytast eftir því hvort þú
sérð þá í nær- eða víðmynd. Hljóð-
myndin er framúrskarandi og mikið
af afbragðsgóðri og stemningsauk-
andi tónlist í myndinni.
Leikarar sýna góða frammistöðu
og leika samkvæmt þeim fjarlæga
„dead-pan“-stíl sem hefur sést í
öðrum myndum Lanthimos.
Sérstaklega er Barry Keohan til-
komumikill í hlutverki Martins.
Þessi tilfinningadeyfð persónanna
er samt bæði kostur og galli, hún
byggir vel undir þá heillandi og
óhugnanlegu stemningu sem ríkir í
myndinni en gerir það líka að verk-
um að maður hefur takmarkaða
samúð með karakterunum. Maður á
bágt með að finna til með þessum
freðýsum þegar þær loks sýna til-
finningar eða þurfa að taka meiri-
háttar ákvarðanir, þar sem þær eru
allar siðferðislega vafasamar, að
undanskildum e.t.v. yngsta synin-
um.
The Killing of a Sacred Deer er
einkar athyglisverð mynd og hlýtur
að teljast enn ein rósin í hnappagat
Yorgos Lanthimos. Myndin nær að
koma manni endurtekið á óvart,
þarna birtist heimur sem lýtur öðr-
um lögmálum en raunveruleikinn,
þótt hann hafi ásýnd kunnuglegs
heims. Það sama má segja um
myndina, sem hefur ásýnd hefð-
bundins sálfræðitryllis en nær að
umturna væntingum áhorfandans.
Rós í hnappagat „The Killing of a Sacred Deer er einkar athyglisverð mynd og hlýtur að teljast enn ein rósin í
hnappagat Yorgos Lanthimos. Myndin nær að koma manni endurtekið á óvart,“ segir í kvikmyndarýni. Leikararnir
Colin Farrel og Barry Keoghan í hlutverkum sínum sem Steven Murphy hjartaskurðlæknir og Martin.
Reiði guðanna
Bíó Paradís
The Killing of a Sacred Deer
bbbbm
Leikstjórn: Yorgos Lanthimos. Handrit:
Yorgos Lanthimos og Efthymis Filippou.
Kvikmyndataka: Thimios Bakatakis.
Klipping: Yorgos Mavropsaridis. Aðal-
hlutverk: Colin Farrel, Nicole Kidman,
Barry Keoghan, Raffey Cassidy, Sunny
Suljic. 121 mín. Grikkland og Bandarík-
in, 2017.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Kvikmyndahátíðin ArteKino býður
í samstarfi við RIFF til kvikmynda-
veislu heima í stofu. „ArteKino hef-
ur valið tíu framúrskarandi evr-
ópskar kvikmyndir frá síðustu
mánuðum og árum og verða þær
allar aðgengilegar á netinu til 17.
desember fyrir áhorfendur víðs-
vegar um Evrópu,“ segir í tilkynn-
ingu frá RIFF, en myndirnar má
nálgast á artekinofestival.com.
ArteKino er evrópsk kvikmynda-
hátíð sem haldin er á netinu. Hún
var stofnuð af ARTE og Festival
Scope árið 2016 og í ár býðst áhorf-
endum frá 45 Evrópulöndum að
horfa á tíu kvikmyndir með texta á
fjórum tungumálum; frönsku,
þýsku, ensku og spænsku.
„Markmið ArteKino-hátíðar-
innar er að bjóða breiðum hópi
fólks upp á netaðgang að sjálf-
stæðum kvikmyndum í fullri lengd
sem eiga oft erfitt með að komast í
sýningu í kvikmyndahúsum í
Evrópu.“
Bjóða til kvikmyndaveislu heima í stofu
Fjölskylda Síðasta fjölskyldan eftir Jan P.
Matuszynski var sýnd á RIFF 2016.
BÍÓ
áþriðjudögum í Laugarásbíó
750
á allarmyndir nema íslenskar
kr.
FRÍ
ÁFYLL
ING
Á GOS
I
Í HLÉI
SÝND KL. 5.30SÝND KL. 8
SÝND KL. 10.30
SÝND KL. 6
SÝND KL. 5.30, 8, 10.15SÝND KL. 8, 10.25
ICQC 2018-20