Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 2

Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 2
Dorgað í gegnum ís á Leirvogsvatni Ekki er á vísan að róa hjá veiðimönnunum sem verið hafa að dorga í gegnum ís á Leirvogsvatni að undanförnu. Umskipti eru að verða í veðri. Mjög hefur dregið úr frosti en í staðinn hefur þykknað upp og í dag er búist við rigningu frekar en élj- um. Á morgun snýst til norðaustanáttar og aftur kólnar í veðri. Frostið harðnar fram að helgi. Á laugardag skiptir til suðaustanáttar með heldur hlýnandi veðri, samkvæmt spá Veðurstofunnar, og rigningu eða slyddu við suðvesturströnd- ina. Bjartviðri víðast hvar norðan- og austantil og áfram frost. Aftur kólnar í veðri næstu daga Morgunblaðið/RAX 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Konur í þremur starfsstéttum til við- bótar hafa nú sent frá sér tilkynn- ingar og frásagnir í framhaldi af #metoo-umræðunni sem tröllríður samfélaginu þessa dagana, en það eru kvenlæknar, konur í flugi og fjöl- miðlakonur. Í yfirlýsingu kvenna í læknastétt segir m.a.: „Í Siðareglum lækna seg- ir í 22. grein: „Læknar skulu hafa góða samvinnu sín á milli og sýna hver öðrum fulla virðingu.““ Konur í læknastétt hafi deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélags- miðlum sem beri þó vitni um kyn- bundna áreitni, mismunun og kyn- ferðislegt ofbeldi í starfinu. Undir yfirlýsinguna rita 354 konur. Í áskorun frá konum í flugi sem tæplega 600 undirrita segir m.a. að kynferðisofbeldi, áreitni og kyn- bundin mismunun eigi sér stað í flug- stéttinni, kynjamisrétti, stéttaskipt- ing og hlutgerving flugfreyja sé enn til staðar sem óprúttnir aðilar not- færi sér til að lítillækka, misnota og áreita konur innan stéttarinnar. Í yfirlýsingu frá konum í fjölmiðl- um segjast þær hafa þagað allt of lengi, þær vinni beinlínis við að koma upp um spillingu, segja frá ofbeldi og kúgun, ljóstra upp um leyndarmál sem skipta máli fyrir þjóðfélagið og borgara þess, því sé ekki nema eðli- legt að þær taki þátt í #metoo. Und- ir þetta rita 238 fjölmiðlakonur. Þrjár starfsstéttir bætast við #metoo  Kvenlæknar, konur í flugi og fjölmiðlakonur segja frá Getty Images/ThinkStock #metoo Umræða um áreitni og mismunun í ýmsum störfum skekur þjóðina. „Ég var 4. árs læknanemi að fara heim nálægt miðnætti eftir vakt. Á þessum tíma voru læknar og lækna- nemar saman í búningsklefa en ekki kynjaskipt. Inn kemur sérfræðingur sem kallaður hafði verið inn akút og fer handan við hornið í sinn búnings- klefa. Þar sem ég stend fáklædd kemur hann allt í einu aftan að mér og reynir að nauðga mér. Ég náði að mótmæla og ýta honum frá mér (hann hélt áfram að reyna) og komst út og heim. Sagði góðri vinkonu minni og kollega frá þessu og hún studdi mig í þessu trauma, en aldrei hefði manni dottið í hug að kæra manninn. Fyllist enn hrolli við til- hugsunina í dag.“ Reyndi að nauðga mér í búningsklefa „Ég var á þessum tíma 24 ára og flugstjórinn ca. 30 árum eldri. Þegar ég kem þangað inn [í flug- stjórnarklefann] þá stendur flug- stjórinn fyrir aftan sæti flug- mannsins og án þess að hika eða segja eitt einasta orð þá gengur hann alveg upp að mér, tekur ut- an um mig, beygir sig yfir mig og sleikir á mér eyrað. Á meðan á þessu stóð sat flugmaðurinn og horfði glottandi á í sætinu sínu. Svo hlógu þeir bara. Ég get ekki munað hver flugmaðurinn var en man bara hvað ég varð hissa og hversu misboðið mér var. Það eru þó nokkuð mörg ár síðan þetta gerðist og ég velti stundum fyrir mér hvað ætli myndi gerast ef þetta gerðist á flugi í dag.“ Sleikti á mér eyrað Ekkert nýtt kom fram á fundi samn- inganefnda Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair að sögn Gunnars R. Jóns- sonar, formanns samninganefndar flugvirkja, en fundurinn fór fram í gær. Nýr sáttafundur hefur verið boðaður í dag klukkan 15.30. Flugvirkjar hafa verið með lausa samninga frá því í sumar og samn- ingaviðræður hafa ekki leitt til nýrra samninga. Félagsmenn samþykktu í atkvæðagreiðslu í síðustu viku að efna til ótímabundins verkfalls hjá Icelandair að morgni 17. desember, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Spurður hvort hann sé bjart- sýnn á að samningar náist í tæka tíð segir Gunnar erfitt að segja til um það. „Hvorugur aðili vill að það komi til verkfalls, þannig að þetta verður bara að ráðast.“ freyr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Karphúsið Samningamenn flugvirkja búa sig undir sáttafund. Fundað enn með flugvirkjum í dag „„Hann er búinn að vinna hér svo lengi.“ Við [vorum] með jafnlanga reynslu af vinnu við fjölmiðla, ég er með stúdentspróf ekki hann auk þess sem fyrirtækið borgaði MBA-námið hans. Þau ætla að hugsa málið og ég fæ nýjan fundartíma, á afmælinu mínu. Þegar ég kem á hann er dag- skrárstjórinn hvergi sjáanlegur, hann gleymdi fundinum. Fulltrúi hans segir að það sé bara alls ekki hægt að hækka launin mín og spyr svo: „Veistu hvað eru margar stelpur sem myndu vilja vera í þessari vinnu?“ Ég sagði þá bara að það yrði þá lítið mál að finna einhverja í minn stað og tilkynni að ég ætli að vinna út mánuðinn og sé svo farin.“ Margar stelpur vildu vera í þessari vinnu Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verð- ur varið 1.875 milljónum til fram- kvæmda á árinu. Urriðaholtsskóli tekur til starfa í byrjun næsta árs, fyrst leik- skóladeild en skólinn tekur til starfa í áföngum. Einnig verður hafist handa við stækkun Álfta- nesskóla. Þá verður 300 millj- ónum varið til að hefja undirbún- ing við byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri. Álagningarhlutfall útsvars verður óbreytt á næsta ári, 13,7%. Hins vegar verður álagn- ingarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkað úr 0,23 í 0,20% og einnig verður lækkun á álagningu vatnsgjalds og hol- ræsagjalds. Nefnt er í fréttatilkynningu að hvatapeningar fyrir íþrótta- og tómstundaiðkun barna og ung- menna hækki úr 32 í 50 þúsund kr. og auknu fjármagni verður varið í innra starf leikskóla. Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.