Morgunblaðið - 12.12.2017, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.12.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 Þeim sem fylgdust með óafsak-anlegri framgöngu „RÚV“ þeg- ar ýtt var undir lögleysu og skemmdarverk verður flökurt að horfa á tök sömu stofnunar núna. Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, skrifar:    Um nokkurt skeið hefur „góð-æri“ hljómað í fjölmiðlum sem varnaðarorð. Nú er árið 2007 „al- ræmt“ og spjótin beinast að þeim sem efndu til mótmælaaðgerða fyrir utan heimili stjórnmálamanna, mót- mælendum sem áður nutu einskonar friðhelgi hjá fjölmiðlamönnum.    Skoðanir álitsgjafa og andinn semsveif yfir fréttatímum ríkis- útvarpsins var andstæður þeim sem töldu mótmælendur ganga of langt og lögregla lá undir gagnrýni t.d. vegna handtöku fólks sem ruddist inn í Alþingishúsið. Nú eru umræð- urnar á allt annan veg. Fulltrúi lög- reglunnar er kallaður í fréttatíma ríkisútvarpsins til „standa fyrir máli“ lögreglunnar sem sökuð er um aðgerðaleysi í einstökum alvar- legum málum.    Þegar setið var um Alþingishúsiðí tíð minni sem dómsmálaráð- herra sætti ég gagnrýni innan dyra í húsinu þegar lögregla handtók ein- hvern mótmælanda sem hafði bein- an aðgang að þingmanni stjórnar- andstöðunnar og var hvatt til þess að ég gripi fram fyrir hendur lög- reglunni. Þetta voru fráleitir kvein- stafir.    Ég sagði þá og segi enn að viðþær einstöku aðstæður stóð lögreglan sig með mikilli prýði og rataði meðalveg sem gerði ekki illt verra. Hræsni? STAKSTEINAR KRINGLU OG SMÁRALIND JÓLAGJÖFIN Í ÁR Veður víða um heim 11.12., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík -2 léttskýjað Akureyri -11 heiðskírt Nuuk -3 léttskýjað Þórshöfn 4 skúrir Ósló -2 skýjað Kaupmannahöfn 1 alskýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki 1 alskýjað Lúxemborg 7 alskýjað Brussel 1 snjókoma Dublin 3 léttskýjað Glasgow -6 þoka London 2 rigning París 5 súld Amsterdam 0 snjókoma Hamborg 0 snjókoma Berlín 2 rigning Vín 12 skýjað Moskva 1 súld Algarve 12 léttskýjað Madríd 8 léttskýjað Barcelona 13 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Róm 14 þoka Aþena 11 heiðskírt Winnipeg -12 skýjað Montreal -11 léttskýjað New York 3 heiðskírt Chicago -1 þoka Orlando 13 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:12 15:32 ÍSAFJÖRÐUR 11:56 14:58 SIGLUFJÖRÐUR 11:41 14:39 DJÚPIVOGUR 10:50 14:53 Formenn stjórn- arandstöðuflokk- anna ákváðu í gær að þiggja boð ríkisstjórnar- flokkanna um að tilnefna formenn þriggja fasta- nefnda Alþingis, auk varafor- mannsembætta og formennsku í alþjóðanefndum. Allir flokkarnir vinna að því þessa dagana að manna sínar stöður í nefndum Alþingis en kosið verður í nefndir á þingsetning- ardegi, nk. fimmtudag. Samfylkingin og Píratar manna formannsembætti verferðarnefndar og eftirlits- og stjórnskipunarnefnd- ar. Skipt verður á miðju kjörtímabili. Píratar hafa tilkynnt að Halldóra Mogensen verði formaður velferð- arnefndar næstu tvö árin en hún sat í velferðarnefnd á síðasta þingi. Miðflokkurinn tilnefnir formann umhverfis- og samgöngunefndar. Ekki var endanlega frágengið í gær- kvöldi hvernig stjórnarandstaðan skipti með sér embættum formanna þriggja alþjóðanefnda. helgi@mbl.is Skipta for- mennsku í 2 nefndum  Stjórnarandstaðan stýrir þremur nefndum Halldóra Mogensen Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir er- lenda starfsmenn á Leirvogs- tungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deili- skipulagi á svæðinu. Við afgreiðslu bæjarráðsins á málinu var bæj- arstjóra jafnframt falið að ræða húsnæðismál erlends starfsfólks á vettvangi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið greindi frá áform- um Somos í síðasta mánuði en þá kom fram að í fyrsta áfanga gætu risið starfsmannabúðir fyrir um 100 manns. Um er að ræða iðnað- armenn frá Póllandi sem félagið hafi útvegað stórum verktökum hér á landi en mikil þörf sé á búsetuúr- ræðum fyrir þessa iðnaðarmenn. Í umsögn umhverfissviðs Mos- fellsbæjar um beiðni Somos segir meðal annars: „Suðursvæði Tungumela er óbyggt og ódeiliskipulagt og því ekki hægt að reisa þar nein mannvirki. Þá er landið í eigu Landsbankans en ekki Mosfells- bæjar.“ Segir að ekki séu „fyrir hendi skipulagslegar forsendur eða nokkur trygging um þjónustu við þá aðila sem búa myndu í slíkum starfsmannabúðum“ og því beri að hafna umsókninni. hdm@mbl.is Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó  Starfsemin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi á svæðinu, segja yfirvöld Vinnubúðir Svona áttu vinnubúðir Somos í Mosfellsbæ að líta út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.