Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 31
31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
áhrif hann héldi að verðlaunin myndu
hafa á feril hans og sagðist hann ekki
viss um að þau myndu hafa einhver
áhrif yfirleitt því nú þegar væri mikil
eftirspurn eftir honum sem leikara,
honum bærist fjöldi kvikmynda-
handrita í viku hverri og það væri vel-
gengni The Square að þakka.
„Getum verið stolt af okkar
evrópsku kvikmyndahefð“
Östlund var spurður að því hvenær
hann myndi halda til Hollywood að
leikstýra þar og var hann fljótur að
svara því að líklega yrði það aldrei.
Honum gengi vel að framleiða og
gera sínar kvikmyndir í Evrópu og
því væri engin þörf á að leita til Holly-
wood. Auk þess væri það gömul saga
og ný að evrópskir leikstjórar sem
spreyttu sig í Hollywood sneru aftur
óhamingjusamir og búnir að missa
eldmóðinn.
„Ég held að fjölmiðlar séu ákveðið
vandamál hvað þetta varðar,“ sagði
Östlund. „Um leið og fjallað er um
Hollywood verða þeir ógurlega
spenntir en það er ekki svo erfitt að
búa til kvikmynd í Hollywood. Margir
leikstjórar geta gert það en að gera
góða kvikmynd í Hollywood er allt
önnur saga. Nokkrum evrópskum
leikstjórum hefur tekist það, Milos
Forman er einn þeirra og Roman
Polanski annar en þeir eru ekki
margir. Um leið og minnst er á Holly-
wood verða fjölmiðlamenn voða æstir
og spenntir en ég held að við getum
verið stolt af okkar evrópsku kvik-
myndahefð, hún einkennist af
ákveðnum heiðarleika, við erum að
reyna að vekja athygli á tilvist okkar
og samfélagi og hvaða merkingu það
hefur að vera manneskja. Það er
kjarni evrópskrar kvikmyndahefðar
en hann er annar í hinni bandarísku,“
sagði Östlund og var þvínæst spurður
út í næstu kvikmynd sína, The Tri-
angle of Sadness eða Þríhyrning
sorgarinnar. Sló hann þá aftur á létta
strengi og sagðist vera að gera þríleik
um geómetrísk form og að Ferning-
urinn hefði verið það fyrsta. Næst
kæmi þríhyrningur og loks ,,átthyrn-
ingur ringulreiðarinnar“ sem hann
myndi aldrei ljúka við. ,,Ég verð í
klippiherberginu í tólf ár,“ sagði Öst-
lund grallaralegur.
Leikur á móti Sverri og Foy
Nýjustu fréttir af Bang eru þær að
hann hefur tekið að sér hlutverk ill-
mennis í kvikmyndinni The Girl in
the Spider’s Web sem byggð er á bók
David Lagercrantz sem er sjálfstætt
framhald Millennium-þríleiks Stiegs
Larssons um blaðamanninn Mikael
Blomkvist og hörkutólið Lisbeth Sal-
ander. Sverrir Guðnason mun fara
með hlutverk Blomkvist en breska
leikkonan Claire Foy með hlutverk
Salander en hún hefur vakið mikla at-
hygli og fengið mikil lof fyrir túlkun
sína á Elísabetu II. Englandsdrottn-
ingu í þáttunum The Crown.
Bang sagðist ekki geta sagt mikið
frá þessu tiltekna kvikmyndaverkefni
en staðfesti þó að hann myndi „hitta
þetta fólk“ í þessari viku í Berlín og
ræða málin. ,,Ég get ekki beðið eftir
að hitta Foy því mér finnst hún al-
gjörlega frábær,“ sagði Bang og var
augljóslega mjög spenntur. Kvik-
myndin verður tekin upp snemma á
næsta ári í Berlín og Stokkhólmi og
frumsýnd í október.
Sannsögulegt?
Var þá komið að íslenskum blaða-
manni að bera upp sína spurningu og
var henni beint að Östlund sem skrif-
aði handrit The Square auk þess að
leikstýra henni. Lék blaðamanni for-
vitni á að vita hvort handrit mynd-
arinnar væri að einhverju leyti byggt
á raunverulegum atburðum, í ljósi
þess hversu furðuleg sum atriði
hennar væru og uppákomurnar
margar ákaflega vandræðalegar.
Hafði Östlund lent í svipuðum uppá-
komum eða aðstæðum?
Brosið breikkaði við þetta á leik-
stjóranum og einnig á Bang.
„Smokkaatriðið er byggt á reynslu
Claes,“ svaraði Östlund um hæl og
Bang kinkaði brosandi kolli til blaða-
manns, því til staðfestingar. Östlund
sagði Bang hafa lagt mikið til hand-
ritsins og þá m.a. sögur úr eigin lífi og
samtöl. Fyrir þá sem ekki hafa séð
The Square þá er smokkaatriðið í
stuttu máli á þann veg að Christian
lendir í undarlegri deilu við blaða-
konu sem hann er nýbúinn að hafa
samfarir við. Blaðakonan býðst til að
henda smokknum sem notaður var en
Christian afþakkar og segist geta
hent honum sjálfur. Blaðakonan
sættir sig ekki við það svar og reynir
að ná smokknum úr hendi rekkju-
nautarins sem sleppir ekki takinu
þannig að úr verður „smokkstog“.
Blaðakonan, leikin af bandarísku
leikkonunni Elisabeth Moss, hefur
sigur og smokkurinn endar í ruslinu.
Grín í anda Larry David
„Ég myndi segja að mörg atriði
The Square væru ýmist byggt á sög-
um sem ég hef heyrt eða mínum eigin
upplifunum,“ hélt Östlund áfram og
vísaði í bandaríska grínistann, leik-
arann og handritshöfundinn Larry
David sem er mikill meistari þegar
kemur að gríni í ætt við það sem sjá
má í The Square, gríni sem byggist á
vandræðalegum aðstæðum og kol-
röngum og afdrifaríkum ákvörðun-
um. Östlund sagðist hafa hitt David í
Los Angeles og orðið vitni að því þeg-
ar hann og hópur grínista deildu slík-
um sögum yfir kvöldverði, í leit að
viðbrögðum og til að sjá hvort grínið
væri gott eða ekki.
Östlund sagðist reyna að nýta sér
slíkar sögur af undarlegum uppá-
komum. „Það er varla atriði í mynd-
inni sem ekki er tengt raunveruleg-
um atburðum. Þau eru oftast byggð á
eða innblásin af slíkum atburðum.“
AFP
Grallaraspói Claes Bang brá á leik með verðlaunagripinn í Berlín.
Verðlaun fyrir að lifa af
Leikkonan Julie Delpy hlaut
heiðursverðlaun fyrir störf sín í
þágu kvikmyndalistarinnar. „Ég
er að fá þessi verðlaun fyrir að lifa
af í þessum geira í 30 ár, sem ung
leikkona sem hélt ærunni,“ sagði
Delpy í þakkarræðu sinni og vísaði
með því í #metoo-hreyfinguna
sem hófst með afhjúpun á kyn-
ferðislegri áreitni og kynferðis-
brotum kvikmyndaframleiðandans
Harveys Weinstein. Hún hefði í 20
ár mátt þola að hurðum væri
skellt á nefið á henni og nú væri
staðan sú að henni tækist ekki að
fjármagna að fullu kvikmynd sem
hún ætlaði sér að leikstýra þar
sem fjárfestir hefði hætt við á síð-
ustu stundu, m.a. sökum þess að
honum þætti of mikil áhætta fólgin
í því að kona væri í stóli leikstjóra.
Delpy sagðist ætla að halda
happdrætti í lokaveislu EFA og
vinningurinn fælist í því að snæða
með henni morgunverð. Hún
þyrfti 600 þúsund evrur til að
ljúka fjármögnun myndarinnar.
Delpy stóð við þessi orð sín og
hélt happdrætti í veislunni sem
var fyrst og fremst táknrænn
gjörningur. Blaðamaður hitti hana
degi síðar og sagði Delpy þá að
enn vantaði nær alla upphæðina
þótt vel hefði gengið að selja miða.
Þess má geta að 600.000 evrur eru
hátt í 74 milljónir króna.
Teiknimynd um Vincent
van Gogh sú besta
Verðlaun sem besta evrópska
leikkonan hlaut lítt þekkt ung-
versk leikkona, Alexandra Bor-
bély, fyrir leik sinn í kvikmyndinni
On Body and Soul og tók hún
grátandi við verðlaununum og gat
varla talað fyrir geðshræringu.
Það sama var upp á teningnum
nokkru síðar þegar hún sat fyrir
svörum á fundi fjölmiðlamanna og
hrifust viðstaddir af þessari til-
finningaríku listakonu.
Áhorfendaverðlaunin hlaut
þýsk-austurrísk-franska kvik-
myndin Stefan Zweig – Farewell
to Europe en þess má geta að
Tómas Lemarquis og Benedikt
Erlingsson fara með lítil hlutverk í
henni og má geta þess að Bene-
dikt leikur Halldór Laxness. Verð-
laun alþjóðasamtaka kvikmynda-
gagnrýnenda, FIPRESCi, sem
uppgötvun ársins, hlaut enska
kvikmyndin Lady Macbeth eftir
leikstjórann William Oldroyd. Af
öðrum helstu verðlaunum má að
lokum nefna að verðlaun fyrir
bestu evrópsku teiknimyndina í
fullri lengd hlaut hin pólsk-enska
Loving Vincent eftir leikstjórana
Dorotu Kobiela og Hugh Welch-
man. Í henni er fjallað um ævi og
ævilok Vincents van Gogh og þyk-
ir myndin m.a. merkileg fyrir það
að vera unnin út frá raunveruleg-
um málverkum.
Heildarlista verðlauna má finna
á europeanfilmawards.eu.
Táknrænt Julie Delpy framdi táknrænan gjörning í lokahófi EFA og seldi
happdrættismiða til að fjármagna næstu kvikmynd sína. Hér sést hún með
EFA-styttuna og happdrættismiðarúlluna áður en hún hélt í hófið.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VANTAR ÞIG PÍPARA?
GUÐ BLESSI ÍSLAND ★★★★★ Fréttablaðið
Elly (Stóra sviðið)
Fim 14/12 kl. 20:00 38. s Lau 30/12 kl. 20:00 aukas. Þri 23/1 kl. 20:00 aukas.
Fös 15/12 kl. 20:00 39. s Fös 5/1 kl. 20:00 53. s Fim 25/1 kl. 20:00 59. s
Lau 16/12 kl. 20:00 40. s Lau 6/1 kl. 20:00 54. s Fös 26/1 kl. 20:00 60. s
Þri 26/12 kl. 20:00 41. s Sun 7/1 kl. 20:00 55. s Lau 27/1 kl. 20:00 61. s
Mið 27/12 kl. 20:00 42. s Fös 12/1 kl. 20:00 56. s Lau 3/2 kl. 20:00 64. s
Fim 28/12 kl. 20:00 43. s Fös 19/1 kl. 20:00 57. s Sun 4/2 kl. 20:00 65. s
Fös 29/12 kl. 20:00 44. s Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s
Stjarna er fædd!
Guð blessi Ísland (Stóra sviðið)
Sun 17/12 kl. 20:00 Lokas.
Allra síðasta sýning.
Medea (Nýja sviðið)
Fös 29/12 kl. 20:00 Frums. Fim 4/1 kl. 20:00 3. s Lau 6/1 kl. 20:00 5. s
Mið 3/1 kl. 20:00 2. s Fös 5/1 kl. 20:00 4. s Fim 11/1 kl. 20:00 6. s
Ástir, svik og hefndarþorsti.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Fim 14/12 kl. 20:00 17. s Mið 27/12 kl. 20:00 20. s Lau 6/1 kl. 20:00 aukas.
Fös 15/12 kl. 20:00 18. s Fös 29/12 kl. 20:00 22. s
Lau 16/12 kl. 20:00 19. s Fös 5/1 kl. 20:00 aukas.
Draumur um eilífa ást
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 17/12 kl. 13:00 55. s Sun 7/1 kl. 13:00 aukas. Sun 21/1 kl. 13:00 aukas.
Þri 26/12 kl. 13:00 56. s Sun 14/1 kl. 13:00 aukas. Sun 28/1 kl. 13:00 aukas.
Sigurvegari Grímuverðlaunanna síðastliðið vor.
Jólaflækja (Litla sviðið)
Lau 16/12 kl. 13:00 aukas. Sun 17/12 kl. 16:00 aukas.
Sun 17/12 kl. 13:00 aukas. Þri 26/12 kl. 13:00 aukas.
Tilnefnd sem Barnasýning ársins á Grímunni. Eingöngu sýnd á aðventunni.
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Fim 11/1 kl. 20:00 Frums. Þri 16/1 kl. 20:00 4. s Sun 21/1 kl. 20:00 7. s
Lau 13/1 kl. 20:00 2. s Mið 17/1 kl. 20:00 5. s Mið 24/1 kl. 20:00 8. s
Sun 14/1 kl. 20:00 3. s Fim 18/1 kl. 20:00 6. s Sun 28/1 kl. 20:00 9. s
Saga íslensku þjóðarsálarinnar.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 6/1 kl. 13:00 Frums. Sun 7/1 kl. 13:00 2. s Lau 13/1 kl. 13:00 3. s
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Lau 30/12 kl. 13:00 Sun 21/1 kl. 13:00
Sun 7/1 kl. 13:00 Sun 28/1 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Fös 15/12 kl. 19:30 Auka Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Lau 30/12 kl. 19:30 18.sýn Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn
Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Hafið (Stóra sviðið)
Þri 26/12 kl. 19:30 Frum Fös 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 19/1 kl. 19:30 7.sýn
Mið 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 13/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn
Fim 4/1 kl. 19:30 3.sýn Sun 14/1 kl. 19:30 6.sýn
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Fös 29/12 kl. 19:30 14.sýn Fös 12/1 kl. 19:30 16.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn
Lau 6/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Leitin að jólunum (Leikhúsloft)
Lau 16/12 kl. 11:00 307.s Lau 16/12 kl. 14:30 309.s Sun 17/12 kl. 13:00 311.s
Lau 16/12 kl. 13:00 308.s Sun 17/12 kl. 11:00 310.s Sun 17/12 kl. 14:30 312.s
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum.
Mið-Ísland að - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 4/1 kl. 20:00 Lau 6/1 kl. 22:30 Lau 13/1 kl. 20:00
Fös 5/1 kl. 20:00 Fim 11/1 kl. 20:00 Lau 13/1 kl. 22:30
Fös 5/1 kl. 22:30 Fös 12/1 kl. 20:00
Lau 6/1 kl. 20:00 Fös 12/1 kl. 22:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 13/12 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Efi (Kassinn)
Lau 13/1 kl. 19:30 Frum Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Sun 14/1 kl. 19:30 2.sýn Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Mið 17/1 kl. 19:30 Auka Fös 2/2 kl. 19:30 8.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Fim 18/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn
Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 24/2 kl. 19:30 14.sýn
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 Auka
Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !