Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 25
segja henni frá því hversu stór-
kostlegur maður þú varst.
Elsku pabbi, ég get setið hér
og skrifað margar blaðsíður um
þig en ég held ég láti þetta
duga. Leiðir okkar skilur núna
en ég hugga mig við það að ég
mun hitta þig síðar. Þú ert um-
vafinn fallegum englum sem fá
að njóta þín.
Við fjölskyldan höldum þétt
utan um hvert annað og pössum
upp á hvert annað, elsku pabbi.
Ég elska þig pabbi minn.
Þín pabbastelpa,
Laufey Ósk.
Þegar ég hélt að vont gæti
ekki versnað, þá varstu tekinn
frá mér, elsku pabbi minn. Ég
kann þetta ekki og veit stundum
ekki hvort ég geti þetta án þín,
kletturinn minn. Alltaf þegar
eitthvað kom upp á varstu kom-
inn um leið með þitt breiða
faðmlag og tókst svo þéttings-
fast utan um mig. Núna kemur
enginn pabbi og segir mér að
þetta verði allt í lagi. Halli minn
gerir oft grín að því og segir að
ég sé nýhætt að hringja í þig
þegar eitthvað kemur fyrir. Eins
og þegar ég skar mig illa við
uppvaskið og við Halli rukum
niður á spítala og ég bað konuna
í afgreiðslunni að hringja í þig
og að sjálfsögðu gerði hún það.
Þið mamma hélduð að eitthvað
svakalegt hefði komið fyrir, en
nei, nei, litla stelpan þín þurfti
bara að hafa pabba hjá sér þeg-
ar hún yrði saumuð.
En svona varstu, alltaf að
hugsa um aðra, elsku pabbi
minn. Hafðir alltaf áhyggjur af
öðrum en áttir kannski að hafa
meiri áhyggjur af þér. Þú varst
nefnilega svo góðhjartaður mað-
ur. Það var unun að fylgjast
með þér sem afa. Þú vildir allt
gera fyrir nafna þinn. Þið
mamma komuð alltaf að horfa á
hann keppa hvort sem það var í
Keflavík, Reykjavík eða á Ak-
ureyri og alltaf vilduð þið líka
koma á hans tónleika. Núna í
ykkar síðustu ferð var Andrés
búinn að biðja ykkur um að
kaupa smá jóladót í jólalandið
hans. Það sem þið keyptuð mik-
ið og mamma sagði að þú vildir
alltaf kaupa meira, heil taska!
Og núna er svo einstaklega fal-
legt afa-jólaland í stofunni
minni. Þú varst svo mikill jóla-
kall og það gerðist alltaf eitt-
hvað heima þegar jólin nálguð-
ust. Ykkur mömmu tókst alltaf
að gera jólin svo einstök og góð.
Það verður skrítið og erfitt að
halda jól án þín og eins að hugsa
sér lífið án þín. En við munum
gera okkar besta.
Ég er svo heppin og stolt af
því að vera dóttir þín og ég
sakna þín svo mikið. Við vorum
og erum svo samheldin fjöl-
skylda og erum búin að gera svo
mikið saman. Allar sumarbú-
staðaferðirnar, útilegurnar, ut-
anlandsferðirnar og ekki má
gleyma ísrúntunum. Lengi vel
þurfti að passa það að við kæm-
umst öll í bílinn svo við gætum
farið saman til Reykjavíkur og
fengið okkur ís. Það sem ein-
kenndi allar þessar ferðir var
gleði, hlátur og væntumþykja.
Það var alltaf svo gaman hjá
okkur og það sem við gátum fífl-
ast og látið eins og asnar. Það er
stórt skarð höggvið í okkar fjöl-
skyldu sem verður aldrei fyllt.
Við þurfum að læra að lifa upp á
nýtt, án þín.
Ekki óraði mig fyrir því,
elsku pabbi, þegar við tókum á
móti nýju ári saman, 2017,
heima hjá ykkur mömmu að það
væri svona erfitt og vont ár í
vændum. Það voru forréttindi að
hafa fengið að alast upp hjá þér
og mömmu. Alltaf svo mikil ást
og hlýja. Ég veit að ég var ekki
alltaf auðveld en við vorum allt-
af svo góðir vinir. Þú kenndir
mér svo margt sem ég mun
halda áfram að fara eftir og
kenna Andrési mínum. Ég verð
að trúa því að núna sért þú á
góðum stað með góðu fólki.
Núna ertu komin til litlu systur
og þið passið litlu börnin mín,
þau Perlu Ósk og Arnar, fyrir
mig. Guð geymi þig, elsku besti
pabbi. Við pössum mömmu fyrir
þig.
Elska þig.
Þín,
Erla.
Að fá símtal og tilkynningu
um að þú sért farinn frá okkur
er ekki það sem við áttum von á,
þú varst ekki tilbúinn, við áttum
ýmislegt eftir. Þetta líf er ekki
alltaf sanngjarnt eins og við höf-
um svo sannarlega fengið að
kynnast. En ég get huggað mig
við það að nú ertu kominn til
englanna okkar Erlu og passar
þau fyrir okkur.
Ég man ennþá þegar ég hitti
þig fyrst fyrir 18 árum og þú
sagðir „hvaða vitleysingur er
þetta“. Ég var hálf-smeykur við
þig í fyrstu, þú gast verið svolít-
ið hvass en þú varst mjúkur og
blíður inn við beinið. Því fékk
maður að kynnast. Þú reyndist
mér og mínum ákaflega vel alla
tíð og þú stóðst alltaf við bakið á
okkur, fyrir þetta verð ég þér
ævinlega þakklátur.
Þó svo að þú hafir ekki alltaf
verið að leiðbeina eða segja til
þá lærði ég svo ótal margt af
þér. Þú komst fram hreinskiln-
islega og varst ekki feimin við
að koma skoðun þinni á fram-
færi og þú lést ekki hafa áhrif á
þig hvað öðrum fannst um þig.
Þú varst alveg með á hreinu
hvað skipti máli í lífinu og það
sýndir þú okkur á margan hátt.
Þú gerðir það sem þú vildir og
gerðir það þegar þér datt í hug,
lifðir í núinu eins og sagt er.
Þetta eru allt atriði sem maður
getur tekið til sín.
Það er erfitt á svona stundu
að kalla fram þakklæti en samt
sem áður reynir maður að vera
þakklátur fyrir það sem maður
hefur og fyrir þær minningar
sem maður á, þær eru dýrmæt-
ar. Við eyddum ófáum stundum
í bústaðnum okkar sem við
reistum saman. Við vorum að
tala um fyrir ekki svo löngu að
við þyrftum að fara að klára
þessi fáu handtök sem eftir eru.
Nú verður þú ekki með en það
reddast og við klárum þetta.
Ég er líka svo þakklátur fyrir
stundirnar sem við áttum saman
við árbakkann. Þar naustu þín
vel og þar áttum við sameig-
inlegt áhugamál. Þú varst nýbú-
inn að kaupa eina stöng í viðbót
í Florida en það var víst stöngin
sem vantaði í safnið.
Stundum náði ég að ganga al-
gerlega fram af þér og dæmi um
það var þegar ég keypti pulsu
með rækjusalati á bensínstöð,
þú varst yfir þig hneykslaður á
þessari samsetningu en eftir
ekki svo langan tíma varstu
kominn á bragðið, apaðir þetta
upp eftir mér. Mér til mikillar
gleði.
Að hugsa til þess að spjallið
sem við áttum þegar við stóðum
á planinu eftir tónleika hjá
nafna þínum deginum áður en
þú fórst út var það síðasta sem
við mundum eiga er sárt. En
það voru ákveðnir hlutir sem við
ræddum og áttum eftir óleysta
og ég mun gera það sem í mínu
valdi stendur til að klára það.
Það er virkilega erfitt að
hugsa til þess að eiga ekki eftir
að fá að hitta þig aftur og ég á
eftir að sakna þín. Ég mun
passa upp á þína og saman
stöndum við til að komast í
gegnum þessa erfiðu tíma. Takk
fyrir allt.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Haraldur Arnarson.
Fleiri minningargreinar
um Andrés Kristin Hjalta-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017
Raðauglýsingar
Til leigu
Land til sölu
Til sölu eða leigu 4,6 hektarar lands með góðu
aðgengi að vatnsbólinu Gvendarbrunnum.
Gífurlegt vatnsmagn í boði samkvæmt
mælingum: Góð aðstaða fyrir vatnstöku.
Upplýsingar í síma 897 0511.
For sale or lontime rent water supply 4,6 hec-
tare land with good admission to the waterhole
Gvendarbrunnar: Terendous water supply
available, pumping easy.
For further information telephone 897 5011.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9, jóga með Hildi kl. 9.30,
gönguhópur kl. 10.15 og vatnsleikfimi kl. 10.50. Tálgað í tré hópurinn
mætir í hús kl. 13 og postulínsmálun einnig kl. 13. Við á félagsmið-
stöðinni bjóðum upp á jólasúkkulaði í kaffinu í dag kl. 14.30, endilega
komið og njótið með okkur.
Árskógar Leikfimi með Maríu kl. 9. Smíðar, útskurður, pappamódel
með leiðbeinanda kl. 9-16. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl.
12.30. Jólaskemmtun, Kátir karlar, jólasaga, harmonikka kl. 13.30. Allir
velkomnir. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt.
Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni,
Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Þriðjudagur: Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Yngingarjóga hjá Lilju Steingríms kl. 9-9.50, allir
velkomnir. Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10-10.30.
Leikskólinn Stakkaborg kemur kl. 10. Eva hjúkrunarfræðingur kl. 11.
Botsía kl. 10.40-11.20. Bónusrútan kemur kl. 14.40. Leshópur kl. 13.
Hallgrímur Helgason les úr bók sinni Fiskur af himni kl. 14. Opið kaffi-
hús kl. 14.30-15.15.
Fella- og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Jólasamvera eldri borg-
arastarfsins. Síðasta samvera fyrir jól og við gerum okkur glaðan dag.
Borðum jólamat, syngjum jólalögin, lesin verður jólasaga. Velkomin.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bútasaumshópur kl. 9-12, glerlist 9-13,
hópþjálfun stólaleikfimi með sjúkraþjálfara kl. 10.30-11.15, allir vel-
komnir, ferð í Bónus kl. 12.15, rúta fer frá Skúlagötu / Klapparstíg.
Jólakvikmyndasýning kl. 12.45-14.15, sýnd verður jólamynd, litaslök-
un kl. 13-14.30, frjáls spilamennska 13-16.30, félagsvist í sal kl. 13.30-
16, kaffiveitingar kl. 1.30-15.30, bókaklúbbur kl.15-16 í handverksstofu.
Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal, fjöliðjan í kjall-
ara opin frá kl. 10, heitt kaffi á könnunni. Upplestur framhaldssögu á
9. hæð kl. 10. Stólaleikfimi með Olgu kl. 11 í innri borðsal. Hádegis-
verður kl. 11.30-12.30 í borðsal. Ganga kl. 13 ef veður leyfir. Botsía í
innri borðsal kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30 í borðsal. Bókabíll við
Furugerði kl. 15.45-16.30
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 8.20 / 15. Qi gong Sjálandi kl. 9.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Botsía Sjálandi kl. 11.50. Karlaleik-
fimi Sjálandi kl.13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Línudans í
Kirkjuhvoli kl. 13.30/14.30.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramikmálun kl. 9-12.
Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Leikfimi Maríu kl. 10-
10.45. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl.
10.30.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 10 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna, kl.
13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 alkort, kl. 14 hreyfi- og jafn-
vægisæfingar, kl. 16 dans.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara í kirkjunni kl. 13-15.30.
Í upphafi er söngstund í kirkjunni með Hilmari Erni Agnarssyni. Gest-
ur dagsins er Valgerður Gísladóttir. Sýnikennsla verður á jólaskreyt-
ingum frá Blómastofu Friðfinns. Samverunni lýkur kl. 15.30 með heitu
súkkulaði, eplaköku og smákökum.
Grensáskirkja Kyrrðarstund kl. 12.
Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, ganga kl. 10, málmur / tré-
skurður / silfursmiði og kanasta kl. 13. Leshópur kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Hjúkrunarfræðingur kl. 9-10.30. Morgunleikfimi kl. 9.45. Hádegismat-
ur kl. 11.30. Bónusbíllinn kl. 12.15. Gönguhópur kl. 13 – þegar veður
leyfir. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, jóga kl. 9 hjá Ragn-
heiði, morgunleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30. Jólahelgistund
kl. 14, séra María Ágústsdóttir sér um helgistund, barnakór Hlíðasöng
syngur, stjórnandi Sigríður Jóhannsdóttir, heitt súkkulaði og meðlæti.
Hæðargarður Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, thai chi kl. 9, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur
kl. 9, leikfimin með Guðnýju kl. 10, spekingar og spaugarar kl. 10.45,
Bónusbíll kl. 12.40, postulínsmálun kl. 13, brids kl. 13, bókabíll kl.
14.30, enskunámskeið, jólafrí, byrjar aftur í janúar, síðdegiskaffi kl.
14.30. Allir velkomnir óháð aldri, nánari í síma 411-2790.
Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 og 14.10 í Grafarvogslaug. Botsía kl.
10 og 16 í Borgum í dag. Helgistund kl. 10.30 í Borgum og heima-
námskennsla kl. 16.30 í Borgum. Vonumst til að sjá ykkur öll á
aðventufundi Korpúlfa á morgun miðvikudag kl. 13 í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl.
9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með
leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, botsía, spil og
leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og kaffi og meðlæti er selt á vægu
verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari
upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.15. Kaffispjall í króknum kl. 10.30.
Pútt í Risinu kl. 10.30. Leikfimi í Hreyfilandi kl. 12. Brids í Eiðismýri kl.
13.30. Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14. ATH. JÓLASAMVERAN
sem vera átti með eldri borgurum í kirkjunni í dag kl. 14 FELLUR
NIÐUR.
Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Bókhald
NP Þjónusta
Tek að mér bókanir og umsjá
breytinga.
Hafið samband í síma 649-6134.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílar
Toyota Corolla útsala!
Nýr 2017 Active Diesel.
Álfelgur. Bakkmyndavél.
Leiðsögubúnaður ofl lúxus.
Verð aðeins 2.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
VW TOUAREG
VW TOUAREG ÁRG. 2004, gylltur,
tveir eigendur, ljóst leður, V8 sjálfsk.,
ek. 142 þ. km, krókur, ný vetrardekk.
ÁSETT VERÐ 1490 þ. S. 8958956.
VOLVO V70
VOLVO V70 ÁRG. 2006. Einn eigandi,
ek. aðeins 104 þ. km, 2,4L, 5 gíra,
dökkt leður, ný tímareim, vetrardekk
og sumardekk á felgum.
ÁSETT 1290þ. S. 8958956.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald