Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 27

Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 27
Jóhann Friðgeir hefur sungið mörg aðalhlutverk óperubók- menntanna ásamt miklum fjölda sálumessa bæði hér heima, víða í Evrópu og Bandaríkjunum sem og haldið fjölda einsöngstónleika á meginlandi Evrópu og Íslandi og gefnir hafa verið út fjórir hljóm- diskar með söng hans. Helsta sér- svið Jóhanns Friðgeirs í gegnum tíðina hefur verið stóru ítölsku óperubókmenntirnar, eins og Verdi og Puccini. Í dag starfar Jóhann Friðgeir einnig hér heima á Íslandi við fast- eignasölu í Reykjavík. „Ég ákvað að minnka þessi ferðalög út um allan heim, en með söngnum fór uppeldi barnanna að nokkru leyti fram hjá mér. Ég fer ennþá oft út og syng, en þá í verkefni þar sem er ekki of löng viðvera. Mér stend- ur til dæmis núna til boða tveggja ára samningur í einu stærsta óperuhúsi í Þýskalandi sem hæfist næsta haust, en ég hef ekki enn ákveðið hvort ég tek boðinu.“ Upp á síðkastið hefur Jóhann Friðgeir sungið mikið á tónleikum í Evrópu, en síðasta stóra tímabil- ið söng hann „Canio“ í Pagliacci t.a.m., en hann söng þetta hlut- verk trúðsins í samnefndri óperu Leoncavalli úti um allt Holland frá óperuhúsinu í Maastricht. „Svo hef ég líka mikið verið að stökkva inn í og syngja við forföll og veikindi víða um heim. Hér heima er mín aðalatvinna að syngja við jarðarfarir, oft eru það þrjár jarðarfarir á dag þótt það sé auðvitað upp og ofan hvað ég syng mikið, en einnig hef ég líka mikið að gera við að selja fasteignir. Fyrir utan tónlistina þá hef ég gaman af að ferðast og reyni að eyða eins miklum tíma í sól og ég get. Ítalía er mitt land og ég segi oft að ég sé að fara heim þegar ég fer þangað. Fjölskyldan hefur eytt ófáum stundunum þar, til dæmis við vesturströndina, í Pódalnum og alveg til Mílanó. Þetta eru okkar heimaslóðir.“ Fjölskylda Eiginkona Jóhanns er Íris Björk Viðarsdóttir, f. 8.12. 1968, skrif- stofustjóri. Foreldrar hennar: hjónin Viðar Gestsson, 14.11. 1933, d. 13.4. 2010, pípulagningameistari í Reykjavík, og Halldóra Jóna Karlsdóttir, f. 11.12.1940, hús- móðir og skrifstofustjóri í Reykja- vík. Börn Jóhanns Friðgeirs og Írisar eru: 1) Valdimar Viktor Jó- hannsson, f. 6.7. 1987, viðskipta- fræðingur í Reykjavík. Sambýlis- kona hans er Ragnhildur Hauks- dóttir, læknir í Reykjavík; 2) Viðar Snær Jóhannsson, f. 6.4. 1997, nemi í Reykjavík; 3) Gígja Björk Jóhannsdóttir, f. 17.4. 2007, grunn- skólanemi í Reykjavík. Foreldrar Jóhanns eru hjónin Valdimar Ólafsson, f. 18.10. 1933, löggiltur endurskoðandi í Reykja- vík, og Gígja Jóhannsdóttir, f. 15.11.1932, fiðluleikari í Reykjavík. Jóhann Friðgeir Valdimarsson Jóhanna Friðrika Friðbjörnsdóttir húsmóðir á Siglunesi við Siglufjörð Jóhann Oddsson bóndi á Siglunesi og Grænhóli í Borgarsveit í Skagafirði Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir húsmóðir á Akureyri Jóhann Friðgeir Steinsson trésmíðameistari á Akureyri Gígja Jóhannsdóttir fiðluleikari í Rvík Soffía Jórunn Þorkelsdóttir húsmóðir víða Steinn Jóhannsson bóndi í Ólafsfirði, Svarfaðardal, á Árskógsströnd og í Þorvaldsdal Agata Dagfinnsdóttir húsfreyja í RvíkAgnar Kristjánsson forstjóri Kassagerðarinnar Helga Ólafsdóttir hjúkrunarritari í Garðabæ og Rvík Unnur Gunnarsdóttir forstjóri Fjármálaeftirlitsins Elías Dagfinnsson bryti í RvíkAlfreð Elíasson stofnandi Loftleiða Helga Pálsdóttir húsmóðir á Sóleyjarbakka Valdimar Brynjólfsson bóndi á Sóleyjarbakka í Hrunamannahreppi Þórlaug Valdimarsdóttir húsmóðir í Reykjavík Ólafur Sigurjón Dagfinnsson iðnverkamaður í Reykjavík Halldóra Elíasdóttir húsmóðir í Reykjavík Dagfinnur Björn Jónsson sjómaður í Reykjavík Úr frændgarði Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar Valdimar Ólafsson lögg. endurskoðandi í Rvík Jóhann Valtýsson læknir í Rvík Valtýr Valtýsson sveitarstjóri hjá Bláskógabyggð Sigríður Þórdís Valtýsdóttir læknir í Rvík Sigríður Jóhanna Jóhannsdóttir hjúkrunarfr. og fv. skólastjóri Hjúkrunar- skólans Bjarni Valtýsson læknir í Rvík Söngvarinn Jóhann Friðgeir. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 slönguhjól LSR15M - loft WSR40M - vatn WSR20PRO - vatn EKR15M - rafmagn Gildistími tilboðs frá 01.10 • með veggfestingu og sveifluarmi • stýring fyrir upprúllun • 15+2m gúmmí slanga, Ø 9,5mm • sjálfvirk innhölun með pedala • stýring fyrir upprúllun • 40+2m gúmmí slanga, Ø 12mm • með veggfestingu og sveifluarmi • 10+1 m PVC slanga, Ø 9,5 mm • með veggfestingu og sveifluarmi • stýring fyrir upprúllun, LED gaumljós • 15+1 m snúra, 230V rafmagnstalíur ESZ 250D/ ESZ 500D/ESZ 1000D • öflugar 230V rafmagnstalíur, hentugar til að lyfta og færa til þyngri hluti • langur kapall á stjórnborði • pólíhúðaðar hlífar • mótor- og gírhús úr hertu áli • fáanlegir aukahlutir: • rafmagns krabbi LK4ESZ • snúningsarmur SA3001100 / SA600750 Kynntu þér öll hausttilboðin á idnvelar.is • stiglaus hraði - mikið vinnslusvið • spindils- og eftirgangsborun 10mm • lengd milli odda 460 mm • stafrænn hraðaálestur • hæð í miðju 153 mm trérennibekkur D460FXL kynningarverð frá kr. 11.100,- 19.900,- 19.900,- 55.841,- 14.723,- 14.872,- IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is . . . H -31 12 20 Ð A U S T Ingvi Sigurður Ingvarssonfæddist 12. desember 1924 íReykjavík. Foreldrar hans voru Ingvar Ingvarsson, f. 1895, d. 1963, bóndi í Hallgeirseyjar- hjáleigu í Austur-Landeyjum, síðar á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, síðast á Selfossi, og k. hans Guðrún Jónasdóttir, f. 1896, d. 1981, hús- freyja. Ingvi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1945 og stundaði nám við við- skiptadeild Háskóla Íslands. Hann lauk MA-prófi í hagfræði frá Há- skólanum í Glasgow 1949 og fram- haldsnámi frá London School of Economics. Ingvi starfaði hjá Skattstofunni í Reykjavík, sendiráði Bandaríkj- anna og hjá Skipaútgerð ríkisins áður en hann var ráðinn fulltrúi í utanríkisráðuneytinu árið 1956. Þá hófst ferill hans í utanríkisþjónust- unni og gegndi Ingvi mörgum trúnaðarstörfum í henni. Hann var m.a. sendiráðsritari í Moskvu, sendiráðunautur í Washington D.C., varafastafulltrúi NATO í París og í Brussel og skrifstofu- stjóri í utanríkisráðuneytinu. Ingvi var sendiherra og fasta- fulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum og sendiherra í Svíþjóð, Danmörku og Bandaríkjunum og hjá þjóðum sem undir sendiráðin heyra. Þá var hann ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins 1982-1986. Ingvi var um tíma formaður Fé- lags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Hann hlaut stórriddarakross fálka- orðunnar með stjörnu 1982 og stórkrossa frá þjóðhöfðingjum sex erlendra ríkja. Eiginkona Ingva er Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir húsmóðir, f. 13.3. 1922, d. 28.11. 2010. For- eldrar hennar voru Jón Sigurðs- son, litunarmeistari á Akureyri, síðar verslunarmaður í Reykjavík, og k.h. Magnúsína Kristinsdóttir húsfreyja. Dóttir Ingva og Hólm- fríðar er Bergljót Kristín, f. 1956. Ingvi lést 26. ágúst 2009. Merkir Íslendingar Ingvi S. Ingvarsson 85 ára Erna Sveindís Gunnarsdóttir Jón Helgason Kristinn Jónsson Sigurlaug Þórisdóttir Skjöldur Jónsson Svana Ásgrímsdóttir 80 ára Páll Kristjánsson Skúli Bjarnason 75 ára Baldur Hermannsson Epimaco Dadol Ycot Guðmundur Sigurfinnsson Inga Ragna Holdö Kristín M. Hafsteinsdóttir Sveinn Björnsson 70 ára Hjörleifur Stefánsson Hörður Hilmisson Sigjón R.G. Þórhallsson Sigurður Árnason Sólveig Guðrún Kristjánsdóttir 60 ára Agnes Hansdóttir Andri Árnason Arnlaugur Kristján Samúelsson Guðmundur Kristinsson Guðný Lárusdóttir Hannes Óskarsson Renate E. Steingrímsdóttir Róland Ríkharður Assier Steinunn Ásta Helgadóttir 50 ára Aleksandra Pitak Arndís Kjartansdóttir Guðni Kristinn Guðmundsson Hafdís Hafsteinsdóttir Hanna Guðrún Styrmisdóttir Jóhann Friðgeir Valdimarsson Jón Kornelíus Magnússon Katrín Steindórsdóttir Lucyna Bozena Kwandrans 40 ára Alda Jónsdóttir Sigrún Gísladóttir Sonja Bent Þórisdóttir Víkingur Þórir Víkingsson 30 ára Alexander Elfarsson Amina Adan Andrew Michael Sparkes Dagbjört Torfadóttir Hjörtur Atli Guðmundsson Geirdal Jón Guðmundsson Kári Jónsson Klara Soffía Baldursd. Briem Kolbrún Þrá Þórarinsdóttir Lára Guðmundsdóttir Malwina Jablonska Sandra Björk Halldórsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Dagbjört fæddist á Ísafirði, ólst upp í Reykjavík en býr í Njarð- vík og er húsmóðir þar. Maki: Hlífar Ólafsson, f. 1987, flugvallarstarfs- maður. Börn: Elín Eva, f. 2013, og Erla Lillý, f. 2014. Foreldrar: Torfi Guð- mundsson, f. 1957, sjó- maður í Bolungarvík, og Elín Marrow Theodórs- dóttir, f. 1965, búsett í Reykjavík. Dagbjört Torfadóttir 30 ára Hjörtur fæddist í Grímsey og ólst þar upp og á Akureyri. Hann býr í Kópavogi og er fram- kvæmdastjóri hugbún- aðarfyrirtækisins Tour- Desk. Sonur: Birkir Leó, f. 2013. Foreldrar: Guðmundur Gísli Geirdal, f. 1965, sjó- maður og bæjarfulltrúi í Kópavogi, og Bára Sæ- valdsdóttir, f. 1969, grunnskólakennari á Flúðum. Hjörtur Atli Guðmundsson 40 ára Alda er frá Kefla- vík, býr í Reykjavík og er lögfræðingur og hópstjóri hjá ríkisskattstjóra. Maki: Arnþór Jónsson, f. 1973, ráðgjafi hjá Motus. Börn: Jón Óli, f. 2011, Ari Jóhann, f. 2015, og stjúp- dóttir er Ólöf Ásta, f. 1999. Foreldrar: Jón B. Olsen, f. 1956, skrúðgarðyrkju- meistari, og Jóhanna Gunnarsdóttir, f. 1956, garðyrkjufræðingur. Alda Jónsdóttir Þjónustuauglýsingar Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.