Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 20

Morgunblaðið - 12.12.2017, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2017 Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarka hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Hvað eiga blindir og sjónskertir einna erf- iðast með? Það er að lesa og skrifa. Því hefur það alltaf vakið undrun mína að stofnun sem þjónustar blinda og sjónskerta skuli vera með lengsta stofnanaheiti á Íslandi. Stofnunin heitir Þjón- ustu- og þekkingar- miðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga (ÞOÞFBSODE). Ég hef aldrei heyrt neinn bera þetta rétt fram nema símsvarann hjá stofnuninni. Undirritaður er skilgreindur lög- blindur með mælanlega sjón 2/60. Það gæti verið skemmtilegt fyrir lesendur að spreyta sig á því að um- reikna það í prósentur. Í vor frétti ég af því að til væru gleraugu sem kanadískt fyrirtæki hefði þróað og hannað, sem gæti hentað mínum augnsjúkdómi sem og öðrum. Því sendi ég erindi þar sem ég óskaði eftir því að Blindrafélagið hefði milligöngu um að ábyrgjast gleraugun, án þess að um beina fjár- festingu væri að ræða, svo hægt væri að prófa gleraugun. Svo ég gæti sett þau á nefið á mér. Allt gekk vel þannig að gleraugun voru komin til Blindra- félagsins í byrjun júlí sl., sem sendi gler- augun samdægurs til ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir um að fá að prófa gleraugun hefur mér ekki enn tekist það. Í millitíðinni, allt til dagsins í dag, hafa starfað þrír forstjórar hjá ÞOÞFBSODE. Ég lét liggja eftir þónokk- ur skilaboð til forstjór- ans sem starfaði frá því í ágúst fram í október. Því var aldrei svarað. Ég hef verið í sambandi við fjóra starfs- menn stofnunarinnar, að frátöldum forstjórunum þremur, frá því að gleraugun komu í hús. Þar með talið tvo sjóntækjafræðinga. Þegar ekk- ert gekk ákvað ég að hafa samband við velferðarráðuneytið í byrjun október sl. Þá sendi ég tölvupóst á tvo starfsmenn þar sem ég í raun bauð fram þjónustu mína svo að hægt væri að bæta þjónustu ÞOÞFBSODE og óskaði eftir því að ráðuneytið legði mér lið. Ekkert gerðist í þeim málum þar, tölvupóst- urinn minn var aðeins áframsendur til ÞOÞFBSODE. Um miðjan október fékk ég loks- ins fund hjá ÞOÞFBSODE. Ég tók með mér aðstoðarmann svo ég hefði vitundarvott um hvað væri sagt. Þar hitti ég yfirsjóntækjafræðing og nú- verandi forstjóra ÞOÞFBSODE. Þar fékk ég þær útskýringar að ástæður þess að ég hefði ekki getað prófað gleraugun voru sumarleyfi, námskeiðahald og ráðstefnur starfs- manna. Eftir þrjá og hálfan mánuð fékk ég loks einhver svör. Jafnframt var mér lofað, í áheyrn vitundarvott- arins og þeirra aðila sem fundinn sátu, að ég fengi að prófa gleraugun um miðjan nóvember. Þ.e. setja þau á nefbroddinn því það er ekki eins og ég þurfi að fara í sértæka aðgerð til að fá að prófa gleraugun. Nú er kominn desember og ekki hef ég enn fengið að prófa gleraugun, fimm mánuðum eftir að þau komu í hús hjá ÞOÞFBSODE. Þrátt fyrir að augnlæknirinn minn hafi sent tölvu- póst í tvígang, á framangreindu tímabili, til stofnunarinnar og ítrek- að að ég fái að prófa gleraugun. Því hefur hvorki verið sinnt né svarað. Starfsfólk ÞOÞFBSODE hefur það að aðalstarfi og fær greidd laun fyrir að þjónusta blinda, sjóndapra og daufblinda. Því miður virðist vera svo mikið annríki hjá starfsfólkinu við að reka stofnunina að það sem ætti að vera aðalstarfsemi félagsins er orðið algjört aukaatriði. Þess er sennilega skammt að bíða að þjón- ustu við blinda, sjóndapra og dauf- blinda verði vikið algjörlega út úr rekstrinum svo að stofnunin geti verið til fyrir sjálfa sig. Það myndi sennilega hvína í ein- hverjum starfsmanni ÞOÞFBSODE ef honum væri gert ókleift að keyra bifreið til vinnu sinnar nema með að- stoð gleraugna. Mig dreymir ekki einu sinni um að keyra bíl heldur að eiga möguleika á að auka lífsgæði mín svo að ég geti t.d. ristað mér brauð. Gleraugun gefa aðilum í mínum aðstæðum, þ.e. blindum einstakling- um, von um að villast síður í viðsjár- verðum heimi. Gleraugun í kassanum Eftir Svavar Guðmundsson Svavar Guðmundsson » Gleraugun gefa aðilum í mínum aðstæðum, þ.e. blindum einstaklingum, von um að villast síður í viðsjárverðum heimi. Höfundur er skilgreindur lögblindur. Dr. Kristján Þór- arinsson, stofnvist- fræðingur SFS, skrif- ar grein, sem birtist í 200 mílum Morgun- blaðsins, þar sem hann segir að það hafi náðst afar góður árangur við að stjórna þorskveiðum frá árinu 1992. Á grein Kristjáns má skilja að þorskstofninn sé að gefa meiri afla og að stækkun hrygn- ingarstofnsins hafi gefið góða raun. Ef skoðað er tímabilið frá árinu 1992 og fram til dagsins í dag og borið saman við jafn langt tímabil til baka, þá ætti að vera augljóst hverju mannsbarni að „stjórnunin“ hefur valdið gríðarlegu tjóni. Með- altalsársaflinn á seinna tímabilinu er aðeins 57% af því sem hann var á fyrra tímabilinu, nýliðun seinna tímabilsins er aðeins 73% af því sem hún var á fyrra tímabilinu, sem Kristján vill meina að óstjórn hafi ríkt á. Vel að merkja að fækk- un nýliðunar verður þrátt fyrir markvissa stækkun hrygning- arstofns og friðunar á smáfiski! Í greininni er fullyrt að Íslend- ingar hafi verið leiðandi í því að búa til aflareglu á tíunda áratugn- um, sem segði til um hve veiða ætti stóran hluta af fiskistofni, til þess að tryggja langtíma hag- kvæma nýtingu. Hann sleppir því hins vegar að nefna þá staðreynd að sú aflaregla var endurskoðuð upp úr síðustu aldamótum vegna þess að hún reyndist afar illa. Þorskstofninn fór í sína náttúru- lega niðursveiflu um aldamótin, þrátt fyrir að dregið hafi verið gríðarleg úr veiðum frá árinu 1992. Gefin var út skýrsla nefndar um langtíma nýtingu fiski- stofna árið 2004, með „endurskoðaðri“ afla- reglu, án þess að farið væri með gagnrýnum hætti yfir líffræðilegar forsendur hennar. „Endurskoðunin“ var framkvæmd af höf- undum upphaflegu reglunnar og var nið- urstaða skýrslunnar í stuttu máli að stofn- matið sjálft væri óná- kvæmt og því nauðsynlegt að leggja til að enn lægra hlutfall veiðistofns yrði veitt en áður hafði verið gert. Með því að fara með veiðina niður í 20% af veiðistofni væri gulltryggt að mögulegt ofmat á veiðistofni hefði neikvæð áhrif á afrakstur þorskstofnsins. Afli síðustu ára er langt frá því að ná því að vera í námunda við þau fyrirheit sem gefin voru þegar aflaregla var tekin upp og sömu- leiðis þegar hún var endurskoðuð. Með öðrum orðum hefur hún fallið á eigin forsendum. Í lokin er rétt að útgerðarmenn og landsmenn allir spyrji: Hvers vegna er dr. Kristján Þórarinsson að beita blekkingum og halda því fram að það hafi náðst árangur þegar reynslan sýnir augljóslega annað? Doktor að blekkja Eftir Sigurjón Þórðarson Sigurjón Þórðarson »Hvers vegna er dr. Kristján Þórarins- son að beita blekkingum og halda því fram að það hafi náðst árangur þeg- ar reynslan sýnir aug- ljóslega annað? Höfundur er líffræðingur. sigurjon@sigurjon.is Ég fæddist á Íslandi árið 1952 og voru for- eldrar mínir íslenskir. Árið 1959 flutti fjöl- skylda mín til Noregs og bjó þar síðan. Við höfum mjög oft farið heim, að minnsta kosti einu sinni á ári. Auð- vitað hefur fjölskylda mín samlagast Norð- mönnum vel, en við höfum alltaf verið meðvituð um íslenskan upp- runa okkar. Sú sem sá til þess var móðir mín og við þurftum alltaf að tala íslensku heima. Og var það vel. Í árlegum heimsóknum mínum hef ég tekið eftir því að móðurland mitt er að breytast. Fyrst þegar græðgin varð allsráðandi og hafði áhrif á efnahagsástandið og síðan óstöðvandi vilji til að leiðrétta það. Og þjóð mín hefur náð betri árangri í þeim efnum en aðrar þjóðir Evrópu. Ferðaþjónusta er orðin vaxandi iðnaður. Á þessu ári hafa ferða- menn verið u.þ.b. fimm sinnum fleiri en íbúar landsins. Enda er ferðaþjónusta að verða stærsti iðn- aðurinn. Hvernig á Ísland að mæta þessu? Þótt miklum fjármunum sé varið í þjónustu við fleiri ferðamenn hagnast aðallega einstaklingar og verða æ ríkari. Þessi öri vöxtur má ekki koma niður á hinu séríslenska umhverfi sem er það sem ferðamenn vilja sjá. Ísland má ekki breytast í eins konar Disney World (Iceland World) með gervihluti. Það sem ferðamenn vilja sjá og njóta er ís- lensk náttúra, saga, hönnun, matur og fólk. Þetta er það sem Ísland ætti að bjóða ferðamönnum upp á. Það er gott að starfsmenn í greininni geti talað ensku og helst fleiri erlend tungumál, en það er ekki gott ef enginn talar íslensku. Ég hélt fyrst að ís- lenskan mín væri orðin svona slæm þegar þjónustufólk, starfs- fólk gestamóttöku, kaupsýslumenn o.fl. spurði hvort ég talaði ensku – þegar ég tal- aði íslensku. Þá var það bara vegna þess að þau töluðu ekki íslensku sjálf. Á einum veit- ingastað talaði einn af fimm starfs- mönnum íslensku. Á hótelum jafn- vel færri. Það er mögulegt að það þurfi að setja reglur um fjölda ferðamanna. Við sjáum það gert annars staðar í heiminum. Sé það ekki gert einnig hér er ég hræddur um að ferða- mennirnir muni ekki koma aftur til „Icelandic World“. Brýnt er að starfsfólk ferðaþjónustu læri ís- lensku og atvinnulífið virki á ís- lensku. Síðast þegar ég var heima heim- sótti ég Þjóðminjasafnið og sá fína sýningu. Ég vona að barnabörn mín þurfi ekki að upplifa það, eftir t.d. 20 ár, að verða boðið upp á sýn- ingar um það hvernig Ísland týndi sjálfsmynd sinni vegna ferðaþjón- ustu. Að koma heim Eftir Einar Jón Einarsson (fæddur Jónasson) Einar J. Einarsson » Í árlegum heimsókn- um mínum hef ég tekið eftir því að móður- land mitt er að breytast. Höfundur er framkvæmdastjóri og býr í Noregi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.