Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017
kæran vin um langan tíma. Það
mun jafnan ylja að hugsa til
Magnúsar Snædals.
Helgi Bernódusson.
Magnús Snædal kom í Mennta-
skólann á Akureyri þegar ég var
þar á síðasta vetri. Vörpulegur
ungur maður, sósíalisti af kyni og
uppvexti. Hann var áberandi orð-
snjall og málafylgjumaður í sam-
ræðum. Hann var þess vegna vel-
kominn í vinstraliðið. Seinna
urðum við Magnús nokkurn veg-
inn samferða í Fylkinguna og
EIK (m-l). Þar var réttlætissinnað
og þjóðfélagslega ábyrgt fólk sem
skoraði auðvald og heimsvalda-
stefnu á hólm, og ætlaði alþýðunni
framtíðina. Alltaf var gott að hafa
Magnús nálægt sér er mál voru
rædd, hann var svo ratvís á aðal-
atriði hvers máls og leiddist mála-
lengingar.
Magnús var mikill Húnvetning-
ur. Fram yfir fermingu dvaldi
hann á sumrum hjá afa, ömmu og
frænda á Syðra-Hóli í mynni Lax-
árdals. Faðir hans óx upp innar í
sama dal. Þarna voru rætur
Magnúsar, þaðan kom hans
„rammi safi“, málsnilldin leikandi
á vörum í frásögn og samræðulist.
Í góðra vina hópi var hann hrókur
alls fagnaðar og með allra
skemmtilegustu mönnum. Það
var gaman að hlæja með honum.
En undir niðri var hann samt dul-
ur og flíkaði lítt tilfinningum sín-
um.
Það var rökrétt að slíkur maður
veldi sér íslensku í háskóla, og síð-
an málvísindi. Uppruni orða, forn
mál, skyldleiki tungumála urðu
hans ær og kýr. Og svo nýyrði (íð-
orð) og nýyrðasmíði. Hann var af
alþýðufræðimönnum kominn,
húnvetnskum. Sjálfur var hann
hneigður til fræðiiðkana, og fræði-
störf ásamt kennslu urðu hans
ævistarf. Grúsk hans fór fram í
mikilli kyrrþey svo fáir vissu af.
Drýgstan tíma tók vinna við texta
á gotnesku, tungumáli sem dó út
fyrir meira en þúsund árum en
var þó ein af uppsprettulindum
germanskra mála.
Síðustu árin bjó Magnús við
skert lífsgæði vegna taugasjúk-
dóms. Hann hélt þó sínu striki
sem best hann gat og stundaði
kennslu og rannsóknir sínar til
hins síðasta. Snemma í haust var
ég svo heppinn að komast með
honum í gönguferð um slóðir
æsku hans við Syðra-Hól á Skaga-
strönd. Það lá vel á Magnúsi og
hann naut þess að deila með mér
þessu svæði sem honum var svo
kært og hann gjörþekkti. Allmjög
var af honum dregið. Dauði hans
svo skömmu síðar kom samt okk-
ur vinum hans óþægilega á óvart
svo hann hefur verið veikari en
hann lét uppi. Að leiðarlokum
þakka ég dýrmæt kynni við góðan
dreng.
Þórarinn Hjartarson.
Magnús Snædal, vinur minn, er
allur.
Við vorum samtíða í Mennta-
skólanum á Akureyri kringum
1973. Að loknu háskólanámi lágu
leiðir okkar stundum saman
kringum Háskóla Íslands, þar
sem hann kenndi íslensku. Var þá
gaman að ræða við hann um líð-
andi stund og spyrja um leið tíð-
inda af sameiginlegum kunningj-
um úr MA forðum daga. Varð
hann þannig líflegasti tengill minn
við MA-samstúdentana gegnum
tíðina.
Ekki spillti svo fyrir að hann
var áhugasamur um ljóðabækurn-
ar mínar og keypti nokkrar þeirra
af mér.
Margt fleira mætti hér segja en
ég vil hér að MA-sið stytta mál
mitt og vitna þess í stað í eitt ljóða
minna sem minnir mig nú á samtöl
okkar um dægurmálin. Það heitir
Dómsmálaráðuneytið; og þar
kemst ég m.a. svo að orði:
...
En algert jafnræði er ólöglegt í reglum
jafnvel þótt það sé í Stjórnarskránni!
Því hvernig geta menn verið jafnir
ef sumir eru ekki jafnari en aðrir?
Tryggvi V. Líndal.
Lokapúttið á 18.
holunni, sett í fyrir
góðu pari. Svan hef-
ur leikið sinn síðasta
golfhring, í bili
a.m.k. Það þekkja allir kylfingar,
að afloknum 18 holum er maður
hvíldinni ávallt feginn.
Þegar pabbi hringdi í mig á
mánudaginn í síðustu viku og til-
kynnti mér um andlát æskuvinar
síns, fór ég ósjálfrátt að hugsa til
baka eins og gengur. Fyrstu
minningarnar sem ég tengi við
Svan er páfagaukur, blíður, dálít-
ið bústinn og bar nafnið Kútur.
Hann hafði verið á heimili Svans
og Dússýjar í Hvassaleitinu en
þau ættleiddu hann til okkar
systkinanna, við mikla gleði, og
átti Kútur heimili hjá okkur í all-
mörg ár eftir það.
Í fyrstu helgi apríl hvers árs
fer fram eitt helsta stórmótið í
golfi, The Masters. Í 3-4 ár fór ég
Jón Svan
Sigurðsson
✝ Jón Svan Sig-urðsson fædd-
ist 25. maí 1931.
Hann lést 11.
desember 2017.
Útförin fór fram
20. desember 2017.
með pabba til þeirra
Svans og Dússýjar
og við horfðum á
mótið í beinni út-
sendingu í gegnum
gervihnött sem var
næsta fáheyrt á
þeim tíma. Þar
fylgdist maður
spenntur með ásamt
þeim félögunum,
horfði á mikla
meistara á borð við
Nicklaus og Faldo klæðast
græna jakkanum.
Sumarið sem ég var sextán ára
fór ég ekki í sveitina líkt og ég
hafði gert síðastliðin fimm árin á
undan. Eitthvað hafði ég verið
rólegur að leita mér að sumar-
vinnu og úr varð að Svan réð mig
til að aðstoða Smára bróður sinn
sem var að dytta að húsinu þeirra
í Hæðarbyggð, mála, múra og
sitthvað fleira. Svan lagði þunga
áherslu á að ég ætti að halda ná-
kvæmt tímabókhald yfir vinnu
mína, sem og ég gerði. Útborgun
var svo í lok hverrar vinnuviku,
hann hlýddi mér yfir hvað margir
tímar lægju að baki og spurði
hvernig verkinu miðaði hjá
okkur. Ég held að þetta sumar
hafi ég verið á því besta tíma-
kaupi sem ég hef um dagana haft.
Ungum mönnum er það mjög
mikilvægt að vera sýnt traust og
það gerði Svan svo sannarlega
sumarið þegar ég var sautján ára
og búinn að vera með bílprófið í
tvo mánuði. Þá réð hann mig í
sendilstarf/útkeyrslu hjá Svans-
prenti, draumastarf stráks með
glóðvolgt ökuskírteini. Ég gleymi
ekki svipnum á Svan er hann
skoðaði bílinn í sumarlok en ég
held að honum hafi þótt sendi-
bifreiðin sú hafa elst heldur hratt
þessa þrjá mánuði með þennan
unga og lítt reynda ökumann við
stýrið.
Að lokum vil ég minnast þess
sem mér þykir hvað vænst um er
ég hugsa tilbaka en það er þegar
Svan bauð móður minni starf á
skrifstofu Svansprents. Hún
hafði þá nýlokið við erfiða
krabbameinsmeðferð og var að
ná heilsu aftur. Ég skynjaði það
vel hvað henni þótti gott að vera
komin út á vinnumarkaðinn aftur
eftir áratuga hlé þar sem hún
hafði sinnt uppeldi okkar systk-
ina. Hún var mjög sátt og leið vel
í starfi sínu hjá Svansprenti en
því miður tóku veikindin sig upp
og hún lést langt um aldur fram,
49 ára gömul. Ég þakka Svan fyr-
ir mig, samfylgdina, vináttuna,
bústna gaukinn Kút og fleira til.
Dússý, Svölu og ástvinum öðrum
votta ég mína dýpstu samúð.
Ásgeir Nikulás Ásgeirsson.
Við Svan kynntumst 1945-1946
en urðum fastir félagar tveimur
árum síðar. Hann var við prent-
nám í prentsmiðjunni Eddu sem
staðsett var niðri í Skuggasundi,
ég nýkominn á vinnumarkaðinn
14 ára gamall og Svan á 16da ári.
Hann ættaður frá Akureyri og ég
barnfæddur á Bergþórugötunni í
henni Reykjavík. Við áttum
marga félaga á þessum árum,
Bigga Bernburg, Lalla og Rósa á
Þórsgötunni, Stjána Gunn og Óla
dra dra svo einhverjir séu nefnd-
ir. Mikil stemning og mikið fjör
og Fats Domino á fóninum. Vit-
lausu ferðirnar voru farnar án
mikillar fyrirhyggju og svo voru
það böllin í Iðnó, Sjallanum og
Vetrargarðinum. Síðan urðu
menn ástfangnir eins og gengur
sem þýddi að mynstrið breyttist,
trúlofanir, barneignir, giftingar,
húsnæðiskaup og lífið tók á sig
aðra mynd og breytta. Þá skildu
leiðir okkar um hríð enda hafði
hver nóg með sig og sína en alltaf
vissum við hvor af öðrum. Renn-
ur nú upp tími golfsins. Svan
kynnti mig fyrir þeirri íþrótt og
kom mér af stað í henni og fyrir
það verð ég honum ævarandi
þakklátur, því betri íþrótt er vart
hægt að hugsa sér með tilliti til
hollrar hreyfingar, góðs fé-
lagsskapar og fallegs umhverfis.
Í framhaldinu komu veiðiferð-
irnar, laxveiðin, en þar var Svan
að sama skapi mikill örlagavald-
ur. Hann var mjög lunkinn veiði-
maður og kenndi mér margt er
kom að veiðiskap, finna bestu
tökustaðina og ýmislegt annað er
snéri að því að setja í vænan lax.
Þetta var heilmikill skóli ekki síð-
ur en golfið. Svan kom mér einnig
inn í bridge en hann og Páll Víg
voru skemmtilegir og klókir spil-
arar.
Fyrir kom að þá vantaði fjórða
mann og var þá kallað í mig, þótt
mikið hafi vantað upp á hjá mér í
þeim efnum og væntanlega reynt
á þolrifin í þeim á stundum en
þetta voru góðir félagar og sýndu
mér þolinmæði. Ég hef verið svo
heppinn í gegnum dagana að hafa
ekki kynnst annað en góðu fólki.
Þáttur Svans hefur verið þar
áhrifamikill í mínu lífi og þakka
ég innilega fyrir vináttu þeirra
Dússýjar.
Ég get ekki sagt skilið við
þessar línur án þess að minnast
margra gleðistunda með mínum
góðu félögum og konum þeirra, í
ferðalögum erlendis, veiðiferðum
innanlands en lengst af spiluðum
við saman golf og einn ágætur
kunningi kallaði hollið okkar
Svans, Viðars og Páls, Sirkusinn.
Nú hafa veður skipast svo í lofti
að þrír úr hópnum eru látnir.
Svona líður nú blessaður tíminn
en minningarnar eru margar og
góðar og við þær er gott að hugga
sig við. Dússý mín og Svala, inni-
legar samúðarkveðjur til ykkar
og fjölskyldunnar allrar.
Ásgeir Nikulásson.
Elsku pabbi
minn, að horfast í
augu við þann
raunveruleika að þú
sért ekki lengur á meðal okkar
er mér nánast ofviða. Að sitja og
skrifa mín síðustu orð til þín er
ekki eitthvað sem ég sá fram á
að þurfa að gera á næstunni. Þú
hefur allt mitt líf verið til staðar
og aldrei lengra í burtu en eitt
símtal. Sú alltumlykjandi vissa
er nú gufuð upp og orðin að
minningu. Minningu sem ég
mun ávallt geyma í hjartanu, að
þú varst alltaf til staðar fyrir
mig.
Augnablikin í lífinu eru mis-
löng eftir því í hvernig aðstæð-
um við erum. Þegar ég hugsa til
baka voru augnablikin með þér
alltof stutt og alltof fá. Baráttan
sem þú háðir var hörð og ég veit
að þú ætlaðir að sigra þennan
sjúkdóm, ætlaðir að hafa betur
alveg fram á síðustu mínúturn-
ar. Þegar ljóst var að þú myndir
ekki hafa betur varstu sáttur við
hvíldina sem þú áttir svo sann-
arlega skilið. Þú sem varst alltaf
svo duglegur, alltaf að vinna, en
áttir samt alltaf tíma fyrir okkur
systkinin og síðar barnabörnin
þín sem þú elskaðir svo heitt.
Ég þakka fyrir að ég náði að
kveðja þig, vera hjá þér alveg
fram á síðasta hjartslátt, segja
þér að ég elskaði þig og við
myndum spjara okkur öll. Nú
skyldir þú bara leggja þig, fara
til þeirra sem biðu þín hinum
megin. Ég sagði þér að knúsa
Bróa frá okkur og fá þér öl með
Sigga Villa og Kjartani. Ég
sagði þér að ég myndi segja El-
ínu og Arnóri allar sögurnar um
þig sem þú sagðir mér, Emelíu
og Ara. Sögurnar af óþekka
stráknum á Hólmavík sem var
alltaf eitthvað að bralla. Enn
fremur mun ég segja þeim frá
okkar bestu stundum þegar þú
tókst mig með þér í vinnuferðir.
Bara þú og ég á ferðinni í ein-
Baldur
Ragnarsson
✝ Baldur Ragn-arsson fæddist
4. apríl 1950. Hann
lést 5. desember
2017.
Útför Baldurs
fór fram 18. desem-
ber 2017.
hvern vegagerðar-
malara úti á landi
með ananasdós og
dósaupptakara, því
það var uppáhaldið
mitt. Þú elskaðir
okkur öll, varst
stoltur af okkur og
naust þess að hafa
okkur saman öll
sem eitt.
Þú varst vin-
margur og vildir
allt fyrir alla gera. Alltaf með
ráð undir rifi hverju hvort sem
það snerist um raflagnir, mat-
argerð eða hvað annað sem
mann vantaði aðstoð með. Þá
hringdirðu bara í fólk úti um allt
land og græjaðir hlutina. Þau
eru ófá símtölin sem byrjuðu á
„ég hringdi í Vallý systur“ eða
„ég talaði við þennan og hann
sagði …“ Þú hjálpaðir okkur
með rafmagnið í viðbyggingunni
og þó að þú hefðir ekkert vit á
búskap lagðirðu þig fram við að
skilja hann og komast inn í það
sem við vorum að gera hverju
sinni hér í sveitinni. Það þótti
mér mjög vænt um. Þú keyptir
meira að segja lömb af Jónsa til
að sýna mér að þú vildir taka
þátt í þessu með mér. Stofninn
þinn blómstrar pabbi minn og
skilar góðum afurðum, ég náði
bara ekki að segja þér það áður
en þú fórst.
Þegar ég var barn, líklega
innan við 10 ára, varst þú með
miklar yfirlýsingar um að þú
ætlaðir að flytja til Tonga Tonga
þegar þú yrðir fimmtugur. Ég
kveið mikið þessum tímamótum
þegar þú færir til Tonga Tonga.
En þú fórst auðvitað ekki þá en
nú þurftir þú að fara, kannski er
Tonga Tonga hinum megin eftir
allt saman. Það kemur í ljós
þegar við hittumst á ný. Aftur er
höggvið stórt skarð í okkar fjöl-
skyldu, elsku pabbi minn. Skörð
sem enginn mun fylla hvorki þá
né nú. Við verðum samt að þétta
raðirnar og raða saman þeim
brotum sem eftir eru. Halda
hvert utan um annað, börnin
okkar og mömmu. Við vorum
þér svo dýrmæt öll sem eitt.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig, elsku pabbi minn.
Þín ávallt,
Berglind.
Í haust fórum við sjö syst-
kinin ásamt mökum saman til
Englands í frábæra ferð. Þá datt
okkur ekki í hug að þetta væru
síðustu dagar sem við ættum
með Balla bróður okkar. Okkur
var ljóst að hann var orðinn
veikur en grunaði ekki hversu
mikið.
Baldur var sjötti í röðinni af
okkur systkinum sem urðum í
allt níu, en Guðmunda systir
okkar dó í desember árið 2008.
Baldur var stór og mikill þegar
hann fæddist og alla tíð var
hann stærstur af okkur systkin-
um, með djúpa mikla rödd og
matmaður mikill. Þegar við fjöl-
skyldan komum saman var Balli
fremstur í flokki við að matbúa
fyrir hópinn, oftar en ekki frá-
bæra kjötsúpu. Þó að hann
byggi töluvert frá okkur frá því
að hann var ungur maður var
samband okkar systkinanna allt-
af náið og gott og hann hringdi í
eitthvert af okkur á hverjum
degi, til að fá fréttir af okkur og
okkar fólki og sagði okkur frétt-
ir af sínu fólki. Baldur kynntist
Þorgerði konu sinni ungur á
Hólmavík og þau byggðu sér
myndarlegt heimili á Akureyri.
Börn þeirra eru þrjú, Júlíus
Smári, Telma Dögg og Berglind
Hlín.
Árið 1998 dó sonur þeirra Júl-
íus Smári og var það þeim og
okkur öllum mikil sorg. Hús
þeirra Balla og Lillu stóð alltaf
opið okkur fjölskyldunni og
börnum okkar sem fóru í skóla á
Akureyri. Balli var einstaklega
greiðvikinn og góður maður,
alltaf tilbúinn að aðstoða alla
sem þess þurftu. Ófá handtökin
á hann við að dytta að gamla
húsinu á Brunnagötunni.
Elsku Lilla, Telma, Begga,
tengdasynir og barnabörn Bald-
urs bróður. Missir ykkar er mik-
ill, megi almáttugur Guð styrkja
ykkur í sorginni.
Elsku bróðir, þín verður sárt
saknað, takk fyrir allt. Við
kveðjum þig með versinu sem
amma Vigdís kenndi þér, og þú
fórst með þegar þú fermdist.
„Á þig, Jesú Krist, ég kalla,
kraft mér auka þig ég bið.
Hjálpa þú mér ævi alla,
að ég haldi tryggð þig við.
Líkna mér og lát mér falla
ljúft að stunda helgan sið.“
(Jón Espólín)
Þín systkini,
Valdís, Aðalheiður, Unnar,
Vigdís, Jónas, Ragnar Ölver
og Sigurbjörn.
Ég minnist Jóns
Hjaltasonar fyrst sem kærkom-
ins gests á heimili foreldra minna
þegar hann kom stöku sinnum í
heimsókn, þá nýfluttur til Vest-
mannaeyja. Sérstakur í útliti,
með kúptan, gráan hatt á höfði,
kvikur í hreyfingum, glettinn og
orðheppinn, hátíð í kringum
hann. En hann var alltaf á hraðri
ferð í Reykjavík í lögfræðierind-
um, og segja má að ég hafi ekki
kynnst þessum frænda mínum al-
mennilega fyrr en sumarið 1964,
þegar ég réð mig í fiskvinnu hjá
Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj-
um og ég fékk að búa hjá honum
og Steinunni. Eftir að hafa unnið
þar um hálfsmánaðarskeið impr-
aði ég á því við kvöldverðarborðið
að gaman væri nú að prófa að
fara á sjó. Ég hafði farið einn túr
á togara á Nýfundnalandsmið
nokkrum árum áður sem hálf-
drættingur og komist að því að ég
væri ekkert tiltakanlega sjóveik-
ur. Jón spratt upp úr stólnum.
„Ég hringi í Binna í Gröf!“ „Ertu
frá þér,“ sagði ég. En Jón var
kominn í símann, og næstu orð
sem ég heyrði voru þessi: „Þetta
er þaulvanur togarajaxl!“ Plássið
fékk ég, og sumarið varð eitt hið
eftirminnilegasta sem ég hef lif-
að. Viðkynningin við Jón og
Steinunni var líka einstaklega
ljúf, og við börnin þeirra þrjú sem
voru að vaxa úr grasi.
Jón hefur verið óvenjulegur
maður í lögfræðingastétt, en koll-
egar hans herma að öll hans verk
í réttinum hafi verið óaðfinnan-
leg. Honum var ýmislegt annað
Jón Hjaltason
✝ Jón Hjaltasonfæddist 27. maí
1924. Hann lést 7.
desember 2017.
Minning-
arathöfn var í
Grensáskirkju 14.
desember.
Útför Jóns var
gerð 16. desember
2017.
til lista lagt, vel les-
inn og hagmæltur,
mjög drátthagur. Á
menntaskólaárun-
um á Akureyri
teiknaði hann til að
mynda skopmyndir í
Carminu af öllum
samstúdentum sín-
um, og eina skiltið
utan á lögfræðiskrif-
stofu hans í Garða-
strætinu var blý-
antsteikning í hliðarglugga sem
því miður máðist með árunum,
snjöll karikatúrmynd sem lög-
maðurinn hafði dregið upp af
sjálfum sér, með hattinn á höfði,
síða barta og uppbrett nef.
Þegar Jón hélt upp á sextíu
ára stúdentsafmæli sitt fyrir
norðan fyrir fjórtán árum var
hann kynntur fyrir náfrænku
sinni í hópi nýstúdenta, sem hon-
um þótti skemmtilegt að hitta.
En þegar hún tjáði honum að hún
hefði áhuga á að nema lögfræði
hrópaði hann upp yfir sig: „Nei,
það er ómögulegt! Það er óskap-
lega leiðinlegt, bæði námið og
starfið! Það er sálardrepandi!“
Unga stúlkan vissi ekki hvort
honum væri alvara eða hvort
þetta væri galsi í tilefni stundar-
innar. Alltént var langt frá því að
þessi orð sönnuðust á Jóni sjálf-
um.
Hann gekk upp í lögmanns-
störfum sínum af lífi og sál, bar
mikla umhyggju fyrir skjólstæð-
ingum sínum og yfirgaf ekki mál-
stað þeirra fyrr en í síðustu lög.
Sögur hermdu að hann hefði heit-
ið því að skera ekki hár sitt né
skegg fyrr en öll þau mál væru
unnin sem hann fór með fyrir
Vestmannaeyjabúa á hendur Við-
lagasjóði og ríkinu. Hans um-
hyggjusama, glaða og góða sál
glóði enn í augum hans þegar
fundum okkar bar síðast saman
þó að hann þyrfti að leita að orð-
unum til að tjá nákvæmlega það
sem honum bjó í brjósti.
Þorleifur Hauksson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar