Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Hér er birt brot úr umfjöllun Ólafs Gíslasonar listfræðings um Arnar. Ábyrgir fræðimenn hafa sagt mér að völusteinarnir á Djúpalónssandi eigi sér um 700 þúsund ára mót- unarsögu. Allan þennan tíma hafa þeir velkst um þarna í hafrótinu og tekið á sig þessa fullkomnu mynd hins svarta og slípaða basalts sem myndar undirstöðu Snæfellsjökuls. Þessi sköpunarsaga völusteinanna hófst um 500 þúsund árum fyrir til- komu homo sapiens á jörðinni og frá þeim tíma liðu um 150 þúsund ár þar til maðurinn fór að skilja eftir sig mannvistar- leifar sem bera vott um að hann hafði náð að tileinka sér táknræna hugs- un með sér- tekningu: til dæmis með því að búa til orð eins og „völu- steinn“, sem vísar ekki bara til tiltek- ins steins, heldur til allra steina á jörðinni sem hafa fengið að veltast í hafrótinu árþúsundum saman til þess að fá á sig þetta fullkomna form. Form sem eftir ámóta tíma á væntanlega eftir að verða að dufti. Orðið völusteinn merkir ekki bara fjörugrjótið á Djúpalónssandi, heldur alla þessa milljarða völusteina á jörð- inni sem fylla hafsbotninn, fjörurnar og árfarvegi heimsins, án tillits til þeirrar staðreyndar að enginn þeirra er nákvæmlega eins. Táknræn hugsun er það sem greinir manninn frá öðrum lífverum á jörðinni. Hún felur í sér upphugs- aða mynd eða ímynd í hlutstæðu og áþreifanlegu efni eða hljóði sem vísar út fyrir sjálfa sig í annan veruleika án þess að hann sé til staðar í sýni- legri mynd. Táknmyndinni er ætlað að sameina efnið og hugmynd þess í einn veruleika sem allir skilja sama skilningi. Í rauninni býr hún til tvo heima: heim hlutanna og heim hug- myndanna um hlutina. Alla tíð síðan hefur maðurinn lifað í þessum tveim aðskildu heimum. Tengsl þeirra hafa alla tíð síðan verið helsta ráðgáta mannsins. Þessi óumdeilanlegi og sérstaki hæfileiki mannsins birtist ekki bara í hæfileikanum að búa til eitt orð sem merkir alla völusteina heimsins, heldur líka í áþreifanlegum tákn- myndum, eins og því uppátæki að rista í völusteininn merki þríhyrn- ings og gefa honum þannig ávala mynd af líkama móðurgyðjunnar og skauti hennar: táknmynd hins eilífa lífs sem er handan hinnar stað- bundnu og tímabundnu viðkomu okkar á leiksviði plánetunnar jörð – móðurgyðjan sem getur af sér lífið í örlæti sínu og tekur það aftur í enda- lausri hringrás lífsins á jörðinni. Hins eilífa lífs í ölduróti fjörunnar og takti tímans. Sumir segja að upphaf listasög- unnar sé að finna í slíkum myndum, þær elstu sem fundist hafa eru gerð- ar fyrir um 35 þúsund árum síðan. Mér datt þessi samlíking í hug þegar ég var að hugleiða hvernig ég ætti að skrifa fáein orð um vin minn Arnar Herbertsson og myndlist hans. Við tveir erum eins og völu- steinar sem mættust í hafrótinu í fjörusandi lífsins við Vatnsstíg í Reykjavík fyrir hálfri öld. Sumir telja það langan tíma, en þótt náin samskipti okkar hafi varað tiltölulega stutt í fjöruborðinu við Vatnsstíginn, þá eru endurfundirnir óbrigðulir: þarna kemur hann aftur, einn og óbreyttur eins og ekkert hafi gerst, og við þurfum ekki einu sinni orðin til að skilja hvar við erum staddir. Völusteinarnir sem hafa upplifað taktinn í öldurótinu saman eru óbrigðulir í formi sínu og form þeirra föst í minningunni þannig að öll orð verða óþörf. Saga okkar fyrir fundinn í fjöru- borðinu við Vatnsstíginn var, þrátt fyrir 10 ára aldursmun og ólíkar fjörur sem við höfðum sopið á upp- vaxtarárunum, sambærileg: við vor- um staddir í tíðaranda þeirra um- skipta sem stundum eru kennd við töluna 68 og markar lok 7. áratugar- ins á öldinni sem leið. Þessi umskipti þóttu róttæk og jafnvel byltingar- kennd á meðan þau stóðu yfir, en eftir því sem tíminn líður líkjast þau æ meir hinu venjulega ölduróti í fjöruborði lífsins. Það dregur þó ekki úr mikilvægi þeirrar staðreyndar að við vorum afsprengi þessa tíma og að hann mótaði hugsun okkar og hug- myndir að einhverju leyti í sama taktinum, taktinum sem sameigin- legur vinur okkar Kristján Guð- mundsson átti eftir að opna augu okkar fyrir og minna okkur á í eftir- minnilegu verki sínu sem hann kall- aði „Hraðar hægar“ og er frá árinu 1984, þar sem völusteinarnir koma einnig við sögu: Tvær jafnstórar hrúgur af grjóti, önnur úr kjafti grjótmulningsvélarinnar, hin úr milj- ón ára völuandarsmíð náttúrunnar. Við félagarnir sem mættumst í fjöru- borðinu við Vatnsstíginn á þessum tíma fundum til samkenndar við seinni hrúguna og höfðum þar með öðlast óljósa tilfinningu fyrir tvennu í lífinu: afstæði tímans og alls svokall- aðs endanlegs sannleika um heiminn annars vegar og mikilvægi taktsins í tilverunni og ölduróti lífsins hins vegar. Það er takturinn í ölduróti fjöruborðsins sem er mótandi fyrir völusteinana og hvernig þeir finna samhljóminn hver í öðrum. Ásdís Ólafsdóttir fjallar einnig um Arnar og hér er birt brot úr kafla þar sem hún fjallar meðal annars um altaristöflur hans. Önnur syrpa sem Arnar málaði með olíu á tré eru ívið stærri verk. Ramminn er rauðmálaður með grænum tíglum að ofan og neðan og á grænum grunni í miðju verksins er tígull sem inniheldur fíngerða mynd í sama draumkennda stíl og kubbarn- ir. Arnar sýndi þessi verk á sérsýn- ingu sinni í Hafnarborg árið 1999. Þar voru einnig altaristöflur, en Arn- ar málaði margar slíkar ýmist á lá- rétta eða lóðrétta tréfleka. Þær eiga það allar sammerkt að hafa eins kon- ar hvelfingu með turnum sitt hvorum megin í efri helmingi verksins, sem tákn fyrir heilagt hús. Þar undir er ýmist síðasta kvöldmáltíðin eða meira abstrakt tákn og mynstur. Þrí- hyrningsformið er algengt og skar- ast stundum þríhyrningar sem vísa upp og niður, líkt og margar víddir eða heimar skarist. Sumar töflur eru vísvitandi málaðar í næfum stíl, sem tilvísun í gömlu, íslensku altaristöfl- urnar. Myndir Arnars á tré minna um margt á íkona, í stærð, formfastri myndbyggingu, svo og fínlegum og nákvæmum vinnubrögðum. Arnar hafði um tíma að atvinnu að mála gamlar byggingar, þ.á m. kirkjur, og var meistari í að mála á panel og aðra viðarhluta. Verk hans á tré hafa algera sérstöðu í íslenskri listasögu, þau eru íkonar hans eigin heims þar sem kristileg arfleifð mætir dul- spekilegum og heimspekilegum hug- leiðingum. Síldarnostalgía Um 1990 hóf Arnar að mála nýja syrpu tengda Siglufirði, en hún varð- ar svokallaðar „síldarmyndir“. Þær eru snöggtum glaðlegri en fyrri landslagsmyndir og gulir og bláir lit- ir áberandi. Oft eru síldarkonur þar í forgrunni en bak við þær sjást skips- möstur, verksmiðjureykur og fjöll. Í fyrstu verkunum eru konurnar frem- ur natúralískar, en fljótlega verður myndbyggingin hálf kúbísk, þ.e. að myndhlutar leysast upp í geómetrísk form og mynstur. Glitrandi hafflötur- inn er málaður í impressjónískum stíl, með litlum málningardoppum í anda franska málarans Georges Seurat (1859-1891). Oft koma fyrir stafir eða númer með stensilskrift, líkt og þau sem voru þrykkt á síldar- tunnurnar. Í verki frá 2002 eru síld- arstúlkurnar eins og hálfgerð tákn eða taflmenn í forgrunni, þær renna saman við hafið og skipin, en í bak- grunni rísa tignarleg þríhyrnd fjöll, allt að því heilög að sjá. Arnar sýndi nokkrar þessara mynda á samsýn- ingum í Síldarminjasafninu á Siglu- firði árin 2004 og 2008. „Síldarmyndirnar“ frá 1990-2003 eru sérkafli í ferli Arnars og tengjast nánast ekkert listrænni sköpun hans á sama tíma. Árið 2009 málaði hann þó verk sem eru í sama anda og það sem hann var að gera, nema að við- fangsefnið var siglfirskt atvinnulíf. Það sem virðast vera óhlutbundin, geómetrísk form við fyrstu sýn, mál- uð með grunnlitunum rauðu, bláu og grænu, reynast við nánari athugun vera vélarhlutar, skorsteinar, verka- menn, síldarkonur og skipsmöstur færð í mekanískan stíl. Letur eins og SR 46 og SRN vísar til verksmiðja sem voru virkar á síldarárunum. Sumarið 2015 hélt Arnar einka- sýningu í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin bar yfirskriftina Ljós í aug- um dagsins, eftir ljóðabók Einars Braga (1921-2005) sem kom út árið 2000, en þeir voru vinir síðan á SÚM árunum. Af átta verkum var ein lítil fremur abstrakt síldarmynd, hin verkin voru óhlutbundin eða nýjar útgáfur síldarverkanna. Í tilefni þessarar sýningar skrifuðu dætur Arnars lítinn texta um sterk tengsl hans við Siglufjörð. Hann endar á þennan veg: „Eilíf óstöðvandi þrá til fjarðarins, þessi djúpa nostalgía sem á hann leitar stöðugt, þessi djúpa þrá eftir glötuðum tíma. Brott fluttur, þá er, eftir sem áður, staðurinn bæði í vöku og draumi í honum alla tíð og alltaf og hann leitar sífellt þangað aftur og alltaf.“ Áþreifanlegar táknmyndir Í nýrri bók um málarann Arnar Herbertsson fjalla listfræðingarnir Ásdís Ólafsdóttir, Ólafur Gíslason og Æsa Sigurjónsdóttir um Arnar, en hann var á sínum tíma virkur í starfi SÚM og tók þátt í samsýningum þess hérlendis og erlendis. Hann dró sig í hlé um tíma en hefur verið ötull á sínu sviði frá árinu 1990. Fjöldi mynda er í bókinni. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Út er komin bók sem fjallar um listamanninn Arnar Herbertsson. Ein af altaristöflum Arnars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.