Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017
✝ Guðlaugur Júl-íus Breiðfjörð
Hannesson fæddist
á Sólvangi í Hafn-
arfirði 25. júlí 1956.
Hann lést á LSH í
Fossvogi 19.
nóvember 2017.
Móðir hans var
Guðfinna Helga
Guðmundsdóttir, d.
1981. Guðlaugur
átti þrjú hálfsyst-
kini: Ásgeir, f. 1937 og lifir hann
bróður sinn, og systur hans,
Guðmunda Lilja Ingibjörg, f.
1939, og Rósamunda, f. 1946.
Báðar eru þær látnar.
Guðlaugur ólst upp að mestu í
Hafnarfirði, ásamt því að vera í
sveit í Borgarfirði þar sem hann
kynntist sveitalíf-
inu af eigin raun.
Dýr áttu hug hans
allan og þá sér-
staklega dúfnarækt
sem hann sinnti af
alhug í Hafnarfirði
meðan tækifæri
gafst til, ásamt
frændum sínum á
svipuðu reki. Þjón-
ustuheimilið að
Vallargerði í Kópa-
vogi var heimili Guðlaugs til
margra ára, allt þar til hann
flutti í þjónustukjarnann að
Skjólbraut 1a í Kópavogi og átti
þar sín síðustu ár.
Guðlaugur var jarðsunginn í
kyrrþey frá Grafarvogskirkju
27. nóvember 2017.
Við kveðjum Gulla okkar,
Guðlaug Júlíus Breiðfjörð Hann-
esson, uppeldis- og móðurbróður
konu minnar, en hann lést 19.
nóvember síðastliðinn.
Gulli var einn af þríeykinu
sem við kölluðum svo oft, en
þríeykið var þeir bræður Sól-
eyjar, Mummi og Nonni og var
Gulli þeirra elstur sem lifði hina
tvo þrátt fyrir nokkurn aldurs-
mun, en allir höfðu þeir hinn
sama sjúkdóm sem lagði þá að
lokum að velli langt fyrir aldur
fram. Það þarf oft ákveðið æðru-
leysi til þess að sætta sig við
hlutskipti sitt í lífinu en það
höfðu þessir öðlingar í ríkum
mæli sem nú eru samankomnir
aftur handan grafar. Við sem
eftir sitjum getum hlýjað okkur
við minningarnar, allar
skemmtilegu uppákomurnar
með yndislegum tilsvörum og
svo samverustundirnar á afmæl-
um, páskum og jólum.
Gulli naut þess að hafa fé-
lagsskap í kringum sig; því fleiri
sem voru í kringum hann því
betur leið honum, enda átti hann
það til að strjúka úr vistinni í
sveitinni forðum daga, trúlega
sökum fámennis frekar en erf-
iðisvinnu því duglegur gat hann
verið til verka eftir því sem lík-
aminn leyfði. Barngóður var
hann með eindæmum og mikill
áhugi alla tíð fyrir íþróttum
enda vann hann fjöldann allan af
verðlaunum á mótum fatlaðra,
sérstaklega í botsía, og gerði sér
far um að mæta á sem flesta
leiki í handbolta hjá Haukum og
Val.
Gulli var einfaldlega góð sál í
heftum líkama þar sem barns-
legt sakleysið var laust við
hörku fullorðinsáranna.
Sambýlið í Vallargerði var
heimili Gulla lengst af og naut
hann þar góðs atlætis hjá Gústa
og starfsfólki hans.
Frændi hans, Nonni, var aftur
á móti undir umsjón Sigríðar
Snæbjörnsdóttur, eða Siggu
okkar sem við kölluðum alltaf, á
Borgarholtsbraut og þegar
Sigga hóf forstöðu á nýju heimili
á Skjólbraut 1a í Kópavogi
fylgdi Nonni fóstru sinni hæst-
ánægður með lífið í nýuppgerðu
húsi, sérherbergi og köttinn sinn
Týra. Við fráfall Nonna fékk
Gulli heimilisfesti á Skjólbraut
og naut hins sama og Nonni
hafði haft um árabil; umhyggju
og hlýju Sigríðar sem leit á þá
sem miklu meira en bara skjól-
stæðinga. Það að upplifa svo
spítalaferlið enn og aftur og nú í
baráttu Gulla við það sem okkar
bíður allra að lokum sýndi svo
ekki varð villst um að skjólstæð-
ingum Siggu er fylgt alla leið.
Stundum er manni orða vant
en þá er gott að nýta sér orð
skáldanna og þetta litla ljóð
Terri Fernandez segir allt sem
segja þarf til að lýsa þakklæti
okkar til Sigríðar.
„Einstakur“ er orð sem notað er
þegar lýsa á því sem er engu öðru líkt,
faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem
veitir ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður aldrei
fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér!
(Terri Fernandez)
Einnig viljum við þakka
prestinum Bjarna Þór Bjarna-
syni fyrir einstaklega fallega og
virðulega athöfn.
Friðrik og Sóley, börn,
tengdabörn og barnabörn.
Gulli vinur okkar er fallinn frá
og sorgin tekst á við gleðina sem
fylgir minningum um einstakan
mann. Gulli flutti á Skjólbraut-
ina þegar Helgi vinur hans lést
fyrir tveimur og hálfu ári. Hann
kom inn í líf okkar eins og fersk-
ur andblær enda með sterkari
persónuleikum sem ég hef
kynnst. Hann hafði járnvilja, var
fylginn sér og bjó yfir einstökum
leiðtogahæfileikum enda ekki
kallaður kóngurinn af engu.
Gulli var næmur á fólk og gerði
kröfur þegar kom að virðingu og
framkomu í sinn garð. Í hug-
anum sé ég hann fyrir mér halla
undir flatt og glotta út í annað,
valdsmannslegan og fullan
sjálfstrausts. Hann gat verið
þver fram í fingurgóma en var
líka svo ljúfur og hlýr. Gulli átti
auðvelt með að sýna væntum-
þykju. Falleg orð hans og hrós
gátu lýst upp daginn fyrir okkur
sem unnum með honum. Gulli
var skemmtilegur í samræðum.
Hann kynntist nýju fólki iðulega
með því að þylja upp ýmsa
Hafnarfjarðarbrandara, sem
voru misfyndnir. Hann þurfti
heldur ekki að þekkja fólk lengi
til að spyrja það ágengra spurn-
inga um einkalíf þess. Stundum
voru athugasemdir hans ekki al-
veg viðeigandi en nánast und-
antekningarlaust skemmtilegar.
Maður gat treyst því að hann
segði nákvæmlega sína skoðun á
hlutunum.
Gulli æfði botsía árum saman
og vann þar ýmsa sigra. Þá skip-
aði handboltinn stóran sess í lífi
hans. Þeir Helgi fóru á leiki um
allan bæ vopnaðir trommu og
gjallarhorni til að styðja sitt lið
og eftir andlát Helga hélt Gulli
hefðinni áfram. Hann hélt með
Haukum enda Gaflari í hjarta,
fæddur og uppalinn í Hafnar-
firði. Valur átti þó annað sætið
með húð og hári enda naut hann
mikils velvilja í Valsheimilinu.
Gulli var áhugamaður um dúfur
og aðrar skepnur sem endur-
speglaðist þegar hann kom heim
einn daginn með fjóra stóra
páfagauka, ákveðinn í að koma
tilhugalífinu í gang hjá fuglunum
og hefja ræktun. Það ævintýri
endaði í tugum fúleggja og veru-
legum hreinlætisvandamálum.
Gulli naut þess að fara í bíltúra,
ekki síst um æskuslóðirnar í
Hafnarfirði, og út fyrir höfuð-
borgina. Minningarnar færa mig
inn í eldhús á Skjólbrautinni þar
sem Gulli sat jafnan og spilaði
við vini, malaði okkur í Ung-
frúnni í Hamborg eða sat yfir
leikjum í snjallsímanum. Síðustu
mánuðina vann Gulli í Lækjarási
og naut þess til fulls að vera
kominn á vinnumarkaðinn aftur
eftir langt hlé. Hann var heilsu-
tæpur síðustu árin og stundum
skildi maður ekki hvaða ofur-
mannlegu kraftar komu honum
fram úr á morgnana. Þar kom
þrjóskan og viljastyrkurinn sér
vel. Við, vinir Gulla á Skjólbraut,
minnumst hans með söknuði og
sorg en þökkum fyrir að hafa
fengið að njóta samverunnar við
þennan snilling sem okkur þótti
svo vænt um. Æðruleysi hans
allt til loka var aðdáunarvert.
Fyrir hönd okkar allra á Skjól-
braut sendi ég fjölskyldu hans
samúðarkveðjur.
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sigríður H. Snæbjörnsdóttir.
Guðlaugur
Júlíus Breiðfjörð
Hannesson
Þeir komu báðir
langt að feður okk-
ar, hvor úr sinni
átt. Sr. Sigtryggur
úr Garðsárdal nyrðra frá Þröm.
Sr. Eiríkur af ströndinni syðra,
Eyrarbakka. Þeir voru kallaðir
undir Núp, til Sæbóls og Mýra.
Þess vegna áttum við Þröstur
sömu bernskuslóðir um Leiti og
Skörð, Núpsdal og Hrygginn til
Skrúðs.
Fleira óx þar af grýttri jörð
en blómin ein. Kirkjan dreifði
prestum um landið og þeir
fundu kvonföng sín þar. Sr.
Sigtryggi Guðlaugssyni voru
veitt Dýrafjarðarþing 7. októ-
ber 1904.
Einni kynslóð síðar, hinn 4.
október 1937 var staðfest að-
stoðarprestsköllun sr. Eiríks.
Af þessu leiddi allmikinn ald-
ursmun á okkur Þresti þótt
minni væri en ætla mætti. Við
urðum þó ekki leikfélagar.
Hann var að ljúka skólanum
Þröstur
Sigtryggsson
✝ Þröstur Sig-tryggsson
fæddist 7. júlí 1929.
Hann lést 9. desem-
ber 2017.
Útför Þrastar
fór fram 19. desem-
ber 2017.
þegar ég man að
marki eftir mér.
Fyrir kom að ég
fékk að leika mér
að gullum hans í
fóstri hjá Hjaltlínu
Guðjónsdóttur.
Hún las mér eft-
irminnilega kvæðið
um Litlu-Gunnu
sem lítið elskaði
Litla-Jón.
Ekki munum við
prestssynirnir hafa þótt kristi-
legri í háttum en önnur börn.
Fremur uppátækjasamir báðir.
Þröstur hafði að eigin sögn
mikla skemmtun af því að koma
vatnsílátum þannig fyrir við
dyrastafi að úr þeim steyptist
með flóknum búnaði yfir þá
sem leið áttu um. Sjálfur átti
ég gleðistund við að dreifa fiðri
úr götóttum kodda um víðan
völl Núpsjarðarinnar.
Sr. Sigtryggur hafði stofnað
Ungmennaskólann að Núpi af
eigin rammleik, borgaði bygg-
ingu og aflaði opinbers rekstr-
arfjár með því að gefa mikinn
hluta launa sinna til heima-
framlags.
Hvort tveggja þetta var for-
senda stofnunar Héraðsskóla á
Núpi (1929) sem auðgaði enn
mannlíf á Vestfjörðum. Til hlið-
ar ræktuðu þau hjónin Skrúð
sem enn stendur í blóma með
góðra manna forgöngu.
Ævistarf Þrastar lá annars
staðar en á Núpi, þótt oft
kæmu varðskip á Dýrafjörð.
Engum vafa er undirorpið að
með árunum mundi Þröstur
oftar og meir til Núps og arf-
leifðar foreldra sinna. Þetta
sýndi hann og þeir bræður í
verki með aðhlynningu prests-
hússins í Hlíð. Þar er varð-
veittur einstakur vitnisburður
aldargamals heimilis og heim-
ilislífs. Vonandi bera Vestfirð-
ingar gæfu til að varðveita
þessa arfleifð líkt og til hefur
tekist með Skrúð.
Leiðir okkar Þrastar má
segja að hafi aftur legið saman
um annað áhugamál hans,
skólahaldið á Núpi og sögu
þess.
Hann safnaði liði til stjórnar
og félagatals Hollvina Núps-
skóla sem fyrst komu saman á
Núpi 24. júní 2006 á 101. komu-
degi föður hans. Frá þessum
tíma varð Þröstur enn ein-
arðari talsmaður Núps og
minja þar en áður. Hann sótti
alla þá stjórnarfundi félagsins
sem heilsa og kringumstæður
leyfðu. Hann hafði skýra sýn til
markmiða félagsins. Fyrir for-
tölur hans var saga skólans
skráð sem seint hefði orðið án
hans. Efst voru honum alla tíð í
huga hugsjónir og ræktarsemi
foreldranna eins og þær birtust
á Núpi.
Húmanismi, mannúðar-
stefna, maðurinn (homo) er af
sömu rót og humus, (mold).
Leit er að þeim sem sameinuðu
í lífi sínu og öllu dagfari eins
afgerandi þessi grunngildi,
námið, moldina, og kristna
mannúð sem sr. Sigtryggur og
þau hjón gerðu.
Aðalsteinn Eiríksson.
Ástkær sonur, okkar, faðir, bróðir og
mágur,
ÞORVALDUR MAGNÚSSON,
lést 12. desember. Útför hans fer fram í
Grafarvogskirkju föstudaginn 22. desember
klukkan 13.
Kristín Guðmundsdóttir
Sigurður Óli Sigurðsson Særós Kristín Þorvaldsdóttir
Engill Þór Hölluson Harpa Særós Magnúsdóttir
Ólafur Jónsson Guðmundur Freyr Magnússon
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR
frá Norðurgarði í Mýrdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold
föstudaginn 15. desember.
Útförin fer fram í Garðakirkju fimmtudaginn 28. desember
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á
hjúkrunarheimilið Ísafold.
Magnús Þór Hilmarsson Anna Ingólfsdóttir
Gunnar Jón Hilmarsson Hildur Ingibjörg Sölvadóttir
Guðni Björnsson Snjólaug Benediktsdóttir
Friðbjörn Björnsson Valgerður Sigurðardóttir
Rannveig Björnsdóttir Diðrik Á. Ásgeirsson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ODDNÝ ERLA ODDSTEINSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 20. desember.
Hún verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju föstudaginn
29. desember klukkan 14.
Snæbjörn Guðmundsson
Alma Ragnheiður Guðmundsdóttir
Snjólaug Guðmundsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg dóttir mín og systir okkar,
SVANA FJÓLA HILMARSDÓTTIR,
varð bráðkvödd föstudaginn 8. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hilmar Bjarnason
Ingvar Örn Hilmarsson
Birna Svanhvít Hilmarsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ESTHER GARÐARSDÓTTIR
ljósmóðir,
til heimilis að Hrafnistu í Hafnarfirði,
andaðist 28. nóvember.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Íris Alda Stefánsdóttir Heimir V. Pálmason
Pétur Hafsteinn Stefánsson Áslaug Sigurðardóttir
Rúna Gerður Stefánsdóttir Helgi Ó. Víkingsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓSKAR LÚÐVÍK GRÍMSSON
leigubílstjóri,
lést á dvalar-og hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð fimmtudaginn 30. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir góða umönnun.
Helena Á. Óskarsdóttir
Díana R. Óskarsdóttir
Birna H. Óskarsd. Christian Donald Christian
Erna M. Óskarsdóttir Haukur Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar