Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 VIÐTAL Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Kristín Ragna Gunnarsdóttir hefur núna gefið út sína aðra bók um stjúp- systkinin Úlf og Eddu, sem takast á við þjóðleg glæpamál og þurfa að skreppa yfir í goðheima til að leysa þau. Í nýjustu bókinni Úlfur og Edda: Drekaaugun, er amma þeirra, forn- leifafræðingurinn, sökuð um að hafa stolið forngrip af Þjóðminjasafni Ís- lands, og auðvitað taka systkinin mál- ið í sínar hendur. Drekaaugun er sjálfstætt framhald fyrri bókarinnar Úlfur og Edda: Dýrgripurinn sem var tilnefnd til bæði Fjöruverð- launanna og Barna- og unglinga- bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs 2017. Að ímynda sér heildarheiminn Kristín Ragna hóf ferilinn sem myndskreytir og hefur hlotið marg- ar viðurkenningar fyrir stórfenglegar myndir sínar. Í nýjustu bók hennar eru hins vegar litlar svarthvítar myndir. „Mig langaði til að gera myndir eins og voru í bókunum sem maður las þegar maður var yngri, sem voru með svarthvítum myndum og síðan ímyndaði maður sér afganginn sjálf- ur. Það var alveg með ráðum gert að gera þessar bækur svoleiðis. Þá legg ég meira upp í hendurnar á lesendum og þeir ímynda sér heildarheiminn. Það kallast á við hefð lengri barna- bóka, en þær eru öðruvisi en þessar myndskreyttu þar sem texti og mynd haldast í hendur. Hér gef ég tóninn en vil síðan að lesendur ímyndi sér og lifi sig þannig inn í heiminn,“ segir Kristín Ragna, sem hefur einmitt gaman af áskoruninni sem felst í því að vinna öðruvísi myndir. Draumurinn að skrifa og teikna „Mig hefur alltaf langað til að skrifa og byrjaði að sækja ritlistar- tíma með bókmenntafræðinni í HÍ, þegar ég var að teikna á fullu,“ segir Kristín Ragna sem dreif sig síðan í meistaranám í ritlist eftir að hafa ver- ið að teikna Njálssögu í eitt og hálft ár. „Þá var ég komin með hugmynd- ina að fyrri sögunni og búin að ákveða að nú ætlaði ég að taka þetta alla leið og skrifa lengri bók en ég hafði áður gert. Ég fór í ritlistina með þessa hugmynd sem veganesti og fyrri bók- in kom út að námi loknu. Ég verð bara að viðurkenna að þetta hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa og teikna, búa til bækur frá A til Ö. Það er mikil vinna, en mjög skemmti- leg.“ Það kvikna ljós „Mér finnst að börnin eigi að fá að vita meira um menningararfinn á svona skemmtilegan hátt, ekki bara út frá námsskránni. Ég reyni að upp- fræða og skemmta samhliða þannig að börnin tileinki sér arfinn og upplifi að hann sé þeirra. Þegar þau fara síð- an að læra þetta í námsefninu, eru þau búin að kynnast heimi norrænna goðsagna og þar af leiðandi kvikna ljós og þau upplifa þetta allt öðruvísi. Ég leyfi mér líka að nota gömul ís- lensk orð sem börn heyra ekki á hverjum degi en fá skilning á með því að skoða þau í samhenginu,“ segir Kristín Ragna sem getur vel hugsað sér að útbúa kennsluefni með bók- unum sínum. Fjölskyldan les saman „Þetta er fjölskyldubók þannig að það er gaman að lesa hana upphátt fyrir yngri börn. 8-13 ára er aldurinn sem ég er að stíla inn á, en ég skrifa bókina með það í huga að það sé gam- an fyrir fjölskyldur að lesa hana sam- an. Í textanum er líka efni fyrir full- orðna og kaflarnir eru passlega langir til að lesa einn í einu fyrir yngri börn. Ég hef heyrt í fólki sem er að lesa bækurnar nákvæmlega svona.“ Uppfræðir og skemmtir Menningararfur Kristín Ragna Gunnarsdóttir var tilnefnd til Barna- bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs fyrir fyrri bókina um Úlf og Eddu.  Bækurnar um Úlf og Eddu eru lifandi leið til að fræðast um menningararfinn segir höfundur, Kristín Ragna Gunnarsdóttir Í nýrri ljóðabók, <3, vinnur Þór Þorbergsson úr atburðum lífs síns. „Bókin er skrifuð á mörgum árum og hvert einasta ljóð er stök sterk lífsreynsla, sprettur upp úr transi. Þegar best er þá er ljóð tilfinninga- sprenging og maður er ekki með nægilega miklar tilfinningar í sprengingar nema þegar eitthvað mikilvægt, eitthvað stórt gerist.“ – Má lýsa þessu sem lífsreynslu- safni? „Í einhverjum skilningi er þetta kjarninn af tilvist minni, kjarninn af því sem ég hef upplifað, sem al- heimurinn hefur sýnt mér. Það ljóðanna sem lítur út fyrir að vera „mest íslenskt“, sem kallast mest á við íslenska ljóðahefð frekar en slamm-hefð er skrifað í rútu í Amazon-frumskóginum og þá var ég búinn að vera á ferðalagi í fimm mánuði í Suður-Ameríku og farinn að hugsa með mér: kallar íslenskan enn á mig? Og þá kom til mín teng- ingin við hefðina.“ – Það má segja að þú byrjir bók- ina með látum: „Ég vil að þessi lest- ur rífi þig út úr hversdeginum …“ „Já, ég byrja með látum og eins og segir í lokin á fyrsta langa ljóð- inu: „ég gæti brotið upp á þér rif- beinin en samt ekki komist neitt nær hjarta þínu“. Það er ekki beðið um lítið, það er beðið um að fólk sýni sitt sanna sjálf, opni sig.“ – Eitt það fyrsta sem við lærum er að fela þetta sjálf. „Kannski á Íslandi, á þessu kalda landi, en ég hef upplifað öðruvísi menningu, á Hawaii, í Kaliforníu og í Asíu – þar kynnist maður því að þetta er öðruvísi á Íslandi en annars staðar. Hérna er mjög erfitt að segja orðin: ég elska þig, en úti í Kaliforníu eru hippar úti um allt sem segja þetta við þig allan dag- inn.“ – Verður það þá ekki merkingar- laust? „Það er spurning, en ég held að fólk geti verið mishlýtt og við Ís- lendingar eigum það til að vera dá- lítið köld. Kuldanum og þyngsl- unum getur fylgt meiri ábyrgð, þó að það þurfi ekki að vera.“ – En ef þú notar orðin sparlega þá hafa þau kannski meiri þunga. „Ekki alltaf samt. Það er erfitt að greina á milli spurningarinnar um léttleika og þunga.“ arnim@mbl.is Morgunblaðið/Hari Tilfinningasprengja Ljóð Þórs Þorbergssonar spretta af lífsreynslu. Hvert einasta ljóð er sterk lífsreynsla  Þór Þorbergsson birtir tilfinninga- sprengjur í nýrri ljóðabók, <3 andi ævintýri á sama tíma og hljómsveita- keppnin er í full- um gangi. Sögupersón- urnar eru hugaðar og ráðagóðar og kalla ekki allt ömmu sína, þær eru flottar fyrir- myndir. Persónusköpun í bókinni er góð þó sumar aukapersónurnar séu nokkuð klisjukenndar, en það fylgir yf- irleitt spennusögum. Mér finnst höf- undi takast vel til við að skapa skemmtilega sögu, uppbyggingin er góð og bókin vel skrifuð og ætti alls ekki að flækjast fyrir neinum að lesa hana. Framvinda sögunnar er hefð- bundin og boðskapurinn, sem fylgir oftast bókum fyrir börn og unglinga, er til staðar. Þetta er samtímasaga og koma nokkrir þekktir íslenskir tónlist- armenn við sögu enda margir sem taka þátt í tónlistarkeppninni í Hörpu. Mér fannst nafnaköll þeirra svolítið kjánaleg en um leið eðlileg því krakk- arnir eiga að vera að keppa við þá fremstu í faginu. Annars hefur Bieber og Botnrassa allt sem þarf í góða bók fyrir stálpaða krakka og táninga, nóg af spennu og hasar og hamingju og sem betur fer ekkert af væminni ung- lingaást. ÍBieber og Botnrassa segir frákrökkunum Andreu, Elsu Lóu,Tandra og Stjúra sem eru 12 og13 ára Hafnfirðingar. Þau skipa hljómsveitina Botnrössu og komast í feitt þegar þau fá að taka þátt í hljóm- sveitakeppni í Hörpu þar sem sigur- vegarinn á möguleika á að fylgja Just- in Bieber á alheimstúr. Þau semja flott lag fyrir keppnina og æfa eins og vit- leysingar. Þau þurfa líka að mæta í skólann eins og aðrir krakkar og svo er mamma Andreu í miklu veseni en hún situr inni fyrir fíkniefnasmygl. Hún var kennari í Öldutúnsskóla, skól- anum sem Andrea og vinir hennar sækja, og þegar kennararnir voru að koma heim úr námsferð til Danmerk- ur var hún tekin með fíkniefni í Leifs- stöð. Andrea er sannfærð um sakleysi móður sinnar og reynir að upplýsa málið ásamt hljómsveitarfélögum sín- um. Það leiðir þau í allskonar spenn- Spenna, hasar og hamingja Skáldsaga Bieber og Botnrassa bbbmn Eftir Harald F. Gíslason. Bjartur 2017. 310 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Sögur þessar samdi amma Ástríðar Ránar þegar Ástríður var lítil um tvo hunda sem lenda í ýmsum ævintýrum og gaf út á afmælisdegi hennar þegar hún hefði orðið 25 ára. Ástríður lést á Vogi árið 2014. Allur hagnaður af sölu bókarinnar fer til styrktar hjálparsamtökum sem styðja unga fíkla við að komast aftur á rétta braut, þá sem eru í sjálfsvígshættu og/eða foreldra sem misst hafa börn vegna fíknar. Nú erum við í ljótum málum Bækurnar eru til sölu í verslunum Hagkaupa í Skeifunni, Garðabæ og Smáralind, Mál og Menningu og Bókakaffi á Selfossi. Einnig er hægt að panta bókina á Facebook síðunni Týri og Bimbó og kostar bókin 3000 kr. Skemmtilegar barnasögur fyrir aldurinn 4-9 ára sem passa vel í jólapakkann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.