Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 Við komum því til skila Opnunartími pósthúsanna á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri 9:00-20:00 11:00–17:00 9:00–12:00 föstudagur laugardagur sunnudagur 22. desember 23. desember 24. desember Þú getur póstlagt jólakortin og jólapakkana þegar þér hentar. Allar nánari upplýsingar um opnunartíma pósthúsanna er að finna á postur.is/jol. Umhverfisstofnun telur að fyrir- tæki sem hyggst koma upp baðlóni og hóteli á landi Skíðaskálans í Hveradölum hafi ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að loftgæði á svæðinu verði í samræmi við lög og reglugerðir. Horft er til áhrifa af Hellisheiðarvirkjun sem er hinum megin fjallsins. Forsvarsmaður fyr- irtækisins segir enga ástæðu til að hafa af þessu áhyggjur. „Umhverfisstofnun er á nokkrum villigötum í þessari umræðu,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray line og framkvæmdastjóri Hveradala ehf. „Athugasemdir hennar og Heilbrigðiseftirlits Suð- urlands snéru að fyrri mælingum á brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun. Árið 2016 var hreinsun brennisteinsvetnis tvöföld- uð, Orka náttúrunnar fór að hreinsa 60% í stað 30%, og sýndu mælingar töluverða lækkun á útblæstri við það. Orka náttúrunnar áformar að hreinsa útblásturinn enn frekar og að hann verði hreinsaður úr öllum aflvélum virkjunarinnar. Þar með eru allar forsendur gjörbreyttar. Það er eins og stofnanirnar vilji ekki horfa til þess,“ segir Þórir. „Berja höfðinu við steininn“ Skipulagsstofnun er að meta hvort fyrirhuguð uppbygging í Stóradal, inn af Skíðaskálanum í Hveradölum, þurfi að fara í mat á umhverfisáhrifum. Umhverfisstofn- un og fleiri stofnanir gerðu athuga- semdir sem Hveradalir ehf. hafa svarað og nýlega svaraði Umhverf- isstofnun með nýrri athugasemd og ítrekun á fyrri viðhorfum. Stofnunin telur mikilvægt að mælingar á loft- gæðum á fyrirhuguðu fram- kvæmdasvæði séu þannig að for- svaranlegt sé að hefja framkvæmdir við mannvirki sem fjöldi fólks muni nýta sér. Þórir segir að þegar hafi verið ákveðið að hefja loftgæðamælingar í Hveradölum. Á næsta ári verði sett- ir upp svipaðir mælar og eru nú í Norðlingaholti og Lækjarbotnum. Hann segir að gas hafi mælst á þessum stöðum á kyrrum vetrar- dögum þegar áttin hefur staðið frá Hellisheiðarvirkjun. Nánast útilok- að sé að brennisteinsvetni mælist að einhverju magni í Hveradölum. Sjaldgæft sé að áttin standi þangað og fjall sé á milli. Gasið myndi þynn- ast verulega með fjallshlíðinni. „Umsagnaraðilar hafa allar þess- ar upplýsingar undir höndum en halda samt áfram að berja höfðinu við steininn,“ segir Þórir. helgi@mbl.is Vilja láta mæla loftgæði  Fyrirtæki sem hyggst koma upp baðlóni og hóteli í Hveradölum telur áhyggjur Umhverfisstofnunar af brennisteinsvetnismengun á svæðinu vera óþarfar Morgunblaðið/Þorkell Þorkels Granni Skíðaskálinn er í Hveradölum, ekki langt frá Hellisheiðarvirkjun. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Magnús Heimir Jónasson Stefán Jónsson, fagstjóri á leikara- braut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands (LHÍ), hefur stigið til hliðar við leikstjórn lokaverkefnis útskrift- arnema við skólann. Þetta staðfesti Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ, í samtali við mbl.is í gær. Sömu- leiðis staðfesti hún að Stefán Hallur Stefánsson leikari hefði sagt sig frá verkefni sem hann átti að sinna við skólann á komandi vorönn. Hún játar því að málið tengist #Metoo-bylting- unni. „Við erum búin að vera að vinna í alls konar viðbrögðum og aðgerða- áætlun um breytta kennsluhætti í leiklist í lengri tíma og áður en #Metoo-byltingin kom fram,“ segir hún og vísar meðal annars í yfirlýs- ingu Steinunnar Knútsdóttur, forseta sviðslistadeildar, sem birtist í byrjun mánaðarins. Í máli Fríðu Bjarkar kemur einnig fram að aðeins hafi verið um eitt verk- efni að ræða sem Stefán Hallur átti að sinna sem hann hafi sagt sig úr. „Ég var ekki þátttakandi í samtalinu við Stefán Hall, en ég geri fastlega ráð fyrir því að honum hafi þótt þetta eðli- legast og hafi haft samráð við ein- hverja um það. Eitt verkefni af mörgum Varðandi Stefán Jónsson þá er þetta bara eitt af hans fjölmörgu verkefnum. Hann ákvað sjálfur að stíga til hliðar til að skapa sátt og frið um frekari uppbyggingu innan deild- arinnar. Hann er áfram í fullri vinnu hjá okkur og tekur þátt í því með okk- ur að móta nýja hugsun og nýja stefnu í kennslu í leiklist,“ segir Fríða Björk. „Ég tók þessa ákvörðun í ljósi þess- arar miklu bylgju sem ríður yfir, hef- ur haft áhrif á okkur og leitt í ljós ýmsa vankanta sem við erum í óðaönn að reyna að ráða bót á,“ segir Stefán Jónsson. „Við höfum þurft að hlusta á sársaukafullar frásagnir af upplifun nemenda, sem kom okkur á margan hátt í opna skjöldu því við höfum reynt að bæta kennsluhætti og laga allt sem laga þarf. Við töldum okkur vera með farveg fyrir nemendur að koma fram með það sem á bjátaði. Í ljósi þess að við viljum gera betur og ég persónulega, hafandi verið fag- stjóri í öll þessi ár, þá fannst mér það bara tilhlýðilegt að axla móralska ábyrgð mína í þessu starfi. Og ein- hvern veginn bara taka á móti þess- um nýja tíma í auðmýkt sem hvítur miðaldra karlmaður,“ segir Stefán. #Metoo skekur leiklistina Leikaranum Atla Rafni Sigurðar- syni var vikið frá störfum hjá Borg- arleikhúsinu vega ásakana tengdra #Metoo-byltingunni. Haft var eftir Kristínu Eysteinsdóttur borgarleik- hússtjóra á RÚV að tilkynningarnar hefðu meðal annars borist frá starfs- fólki leikhússins. Morgunblaðið hafði samband við Birnu Hafstein, formann Félags íslenskra leikara (FÍL). Hún vildi ekki tjá sig um mál Stefáns Halls og Stefáns Jónssonar en staðfesti að mál Atla Rafns væri á borði félagsins enda félagsmaður í FÍL. Þá var jafn- framt greint frá því fyrr í þessum mánuði að Þóri Sæmundssyni leikara hefði verið vikið frá störfum í Þjóð- leikhúsinu í síðasta mánuði. Hefur hann m.a. í viðtali við DV gengist við því að hafa sent samstarfskonu sinni í leikhúsinu á menntaskólaaldri ljós- mynd af getnaðarlim sínum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leikhús Einum af aðalleikurum leiksýningarinnar Medeu var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu í vikunni. Fag- stjóri á leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands steig til hliðar í gær ásamt leikara í verkefnum hjá LHÍ. Starfsmenn LHÍ stíga til hliðar í kjölfar #Metoo  „Ég tók þessa ákvörðun í ljósi þessarar miklu bylgju“ Lárus Welding, fyrrverandi banka- stjóri Glitnis, var dæmdur í fimm ára fangelsi í Stím-málinu svokallaða fyrir umboðssvik, en dómsuppsaga í málinu var í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Lárus var ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga hjá Glitni banka þegar hann beitti sér fyrir því að félagið FS37, sem síðar varð Stím, fengi um 20 millj- arða króna lán frá bankanum með veði í öllu hlutafé félagsins og bréf- um í FL Group, sem lánsféð var not- að til að kaupa. Þetta er í annað skiptið sem málið er flutt í héraðsdómi en Hæstiréttur Íslands ómerkti niðurstöðu fyrra málsins og vísaði á ný í hérað. Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta Glitnis, var dæmdur í tveggja ára fangelsi í málinu, einnig fyrir umboðssvik. Bókaði strax áfrýjun Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi bankastjóri Saga Capi- tal, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir hlutdeild að umboðssvikum. Þetta er sama niðurstaða og í fyrri meðferð málsins, en annar meðdóm- ara málsins, Ingimundur Einarsson, vildi þó að þeir Jóhannes og Þorvald- ur yrðu sýknaðir. Þorvaldur var við- staddur dómsuppkvaðninguna og lét strax bóka að hann ætlaði að áfrýja málinu. Glitnismenn dæmdir í fangelsi að nýju „Afstaða Íslands hefur verið mjög skýr: Við styðjum þessa tveggja ríkja lausn þar sem staða Jerú- salem verður á endanum leyst með samningum á milli Ísraela og Palestínu- manna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson við Morg- unblaðið um þá ákvörðun Íslands að styðja ályktun Sameinuðu þjóðanna þar sem ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að viður- kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísr- aels er fordæmd. Ályktunin var tekin fyrir á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Við höfum áhyggjur af því, eins og þær þjóðir sem við berum okkur hvað mest saman við og höf- um átt í samtali og samræðum við, að þetta gæti veikt friðarferlið,“ segir Guðrlaugur Þór ennfremur. Ályktunin var samþykkt með at- kvæðum 128 þjóða. Átta þjóðir, auk Bandaríkjanna, greiddu atkvæði gegn henni og 35 ákváðu að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. mhj@mbl.is Afstaða Íslands er mjög skýr í mál- efnum Jerúsalem Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.