Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Ifor Williams vélavagn 3500 kg. heildarburður, pallur 3,03 x 1,84 m Verð 685.484 kr. +/vsk Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio Air 100 - Bluetooth hátalari Verð 59.900 kr. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Góðgerðarsamtök og styrkt-arsjóðir hafa á undan-förnum vikum viljað höfðatil kærleiks landsmanna með auglýsingum á Sönnum gjöfum, mömmupökkum, sæmdarsettum og söfnunum sem allar hafa það að markmiði að styrkja og styðja við þá sem búa við erfiðar aðstæður eða eru í mikilli neyð. Söfnunarátakið hefur ekki síður náð til barna sem verða fúsari til að sleppa smágjöfum og gefa heldur til hjálparsamtaka eða einstaklinga í neyð. Hér gerir margt smátt eitt stórt. Blaðamaður tók stöðuna í grunnskólunum í Reykjanesbæ. Í sumum skólum voru nemendur að styrkja samnemendur sem eru að glíma við veikindi, einhverjir ætluðu að byrja að huga að kærleiksgjöfum fyrir næstu jól vegna allrar umræð- unnar í samfélaginu og aðrir höfðu styrkt um nokkurt skeið, ýmist með því að sleppa gjöfum á litlu jólum eða gera hvort tveggja. Tveir skólar voru heimsóttir, Njarðvíkurskóli og Akur- skóli, þar sem börn niður í 1. bekk tóku þátt í góðgerðarsöfnun fyrir jól- in. Áttu ekki marga peninga Fyrsti bekkur í Akurskóla safn- aði rúmlega 15.000 krónum í gegnum jóladagatal SOS Barnaþorpa. Þau horfðu á tíu myndbrot á jafnmörgum dögum þar sem þau fengu innsýn í aðstæður barna í öðrum löndum. Framlag þeirra var í formi aðstoðar heimafyrir sem þau fengu greitt fyrir og söfnuðu í sjóð. Hvað var það sem vakti athygli nemenda eftir að hafa horft á mynd- brotin? „Að þau áttu ekki marga pen- inga,“ var eitt svarið. „Stelpan frá Kósóvó var með slæmar tennur,“ var líka sagt. Þau sem voru öll með svo skínandi fínar tennur. Það þurfti því ekki að telja þessi börn á að leggja söfnuninni lið, en þau ætluðu líka að gefa hvert öðru lítinn pakka. Nem- endur í 1. – 4 bekk í Akurskóla og útibúi hans í Dalshverfi styrktu SOS Barnaþorpin að þessu sinni. Hjá SOS Barnaþorpum fengust þær upplýsingar að yfir 2000 íslensk- ir nemendur hefðu tekið þátt í verk- efninu sem er aukning frá því í fyrra þegar verkefnið „Öðruvísi jóladaga- tal“ hófst. Framlögin í ár renna öll til fjölskyldueflingar SOS í Kósóvó. „Þetta verkefni var meðal annars sett á laggirnar vegna mikils áhuga fólks á að gefa af sér fyrir jólin. Á þessum tíma ársins er þakklæti og kærleikur fólki hugleikinn og algengt að fólk gefi af sér til þeirra sem minna mega sín,“ segir Sunna Stef- ánsdóttir, verkefnisstjóri hjá SOS Barnaþorpum. Hún tekur jafnframt fram að hér séu börn og unglingar ekki undanskilin. „Persónulega finnst mér að yngri kynslóðin sé ótrúlega meðvituð um heimsmálin og hafi al- mennt séð mikinn áhuga á þróun- armálum og því að gefa af sér.“ Vatnsdæla getur nýst mörgum Nokkrar stúlkur í 10. bekk í Njarðvíkurskóla ákváðu að vera stór- tækari í ár og safna meira en í fyrra, þegar bekkur þeirra ákvað að sleppa smágjöfum og gefa kærleiksgjöf í formi sæmdarsetta til kvenna á flótta. Nú var markmiðið að fá alla Smágjafir víkja fyrir kærleiksgjöfum Færst hefur í vöxt að grunnskólabörn sleppi að gefa hvort öðru smágjafir á litlu jólum í skólunum og láti góðgerðarsamtök og styrktarsjóði njóta góðs af. Börn allt niður í 1. bekk hafa verið að láta gott af sér leiða bæði til nærsamfélagsins og til samtaka og styrktarsjóða á borð við SOS Barnaþorpa, UN Women, UNICEF á Íslandi og Velferðarsjóðs Suðurnesja. Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá mun íslenska karla- landsliðið í knattspyrnu taka þátt í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Rúss- landi næsta sumar. Ekki er við öðru að búast en að Íslendingar muni flykkjast til Rúss- lands eins og um þjóðflutningana miklu sé að ræða enda hafa þeir sýnt að það og sannað að þótt þjóðin sé fámenn látum við okkur ekki vanta á völlinn. Við hverju má búast í Rússlandi? Örugglega einhverju ævintýralegu en af hverju ekki að venja sig strax á hvers konar siði, svona til að vera örlítið inni í menningunni þegar út er komið. Á síðunni www.russian- food.com er að finna margvíslegar uppskriftir bæði vinsælar og óvin- sælar hjá rússnesku þjóðinni. Æv- intýragjarnir geta mögulega fundið hugmyndir í jólaréttinn eða skellt í eina rússneska veislu milli jóla og nýja ársins. Þá má líka bara skrolla niður síðuna til að sjá hvað er það helsta á matarborði rússneskra fjölskyldna. Eitt er alveg víst að þarna er að finna fjölda góðra upp- skrifta. Vefsíðan www.russianfood.com Matur Rússnesk matarmenning er heillandi og býður upp á margt spennandi. Langar þig að prófa rússneska rétti um hátíðarnar? Í Þýskalandi er rík borðspilahefð en ár- lega velja þýskir spilaunnendur bestu spil ársins. Verðlaunin sem nefnast á þýsku „Spiel des Jahres“ eða Spil árs- ins eru ein þau virtustu í borð- spilaheiminum. Að þessu sinni stóði spilið Kingdomino uppi sem sigurveg- ari en í öðru sæti kemur spilið Magic Maze og þar á eftir El Dorado. Í flokkn- um spil ársins fyrir reynda spilara hlaut spilið Exit fyrsta sætið, Raiders of the North Sea annað sætið og Terraforming Mars það þriðja. Barna- spil ársins að mati þýskra spilara er Ice Cool en þar á eftir koma Captain Silver í öðru sæti og Mysterious Forest í því þriðja. Sigurvegarar síðustu ára eru spil á borð við Settlers of Catan, Ticket to Ride, Codenames, Dixit, Carcassonne og Dominion. Flest þessi spil fást í íslenskum borðspilabúðum á borð við Nexus og Spilavini en það er tilvalið að gefa gott spil í jólagjöf, hvort sem gjöfin er til þín sjálfs eða ástvinar eða ættingja. Bestu borðspilin árið 2017 Borðspil ársins 2017 fást í öllum betri spilabúðum Spil Kingdomino er besta spil ársins 2017 að mati þýskra borðspilaunnenda. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Núna í aðdrag- anda jólanna er tilvalið að kúpla sig út úr jóla- stressinu og gleyma sér yfir einni bíómynd eða tveimur. Úr- val jólamynda eru í kvikmynda- húsum þessa stundina en þar ber helst að nefna Star Wars: The Last Jedi en þó myndin fjalli ekki um sjálf jólin er fátt jólalegra en að horfa á Star Wars. Daddy’s Home 2 er einnig í sýningu en þar er um ekta jólamynd að ræða. Síð- an má ekki gleyma frumsýningum annan í jólum en fyrir löngu er komin á sú hefð að frumsýna myndir annan í jólum. Þeir sem vilja afsökun frá jóla- boðum eða bara njóta frídagsins ættu að kynna sér þær myndir sem verða frumsýndar yfir jólin. Ein þeirra er Pitch Perfect 3 en þar segir frá stúlknasveit sem bræðir hjörtu fólks með söng og kitlar hláturtaugarnar, þ.e. ef þessi þriðja mynd í Pitch Perfect- röðinni verður eitthvað í líkingu við fyrstu tvær myndirnar sem báðar slógu rækilega í gegn hjá kvikmyndahúsgestum um allan heim. Hver er jólamyndin þín í ár? Áhugaverðar jólamyndir Daisy Ridley úr Star Wars. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Gleði Nemendur í 1. bekk í Akurskóla voru ánægðir með að hafa lagt fjöl- skyldum í Kósóvó lið, sem jóladagatal SOS barnaþorpa gekk út á þetta árið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.