Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.2017, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Drjúg eru morgunverkin. Það geng- ur ekki að sofa út dag eftir dag þegar jólahátíðin nálgast og nóg er að gera. Ekki sleppa því samt að taka frá stund fyrir gönguna eða sundið. 20. apríl - 20. maí  Naut Skipuleggðu tíma þinn þannig að þú getir skotist frá til þess að sinna erindum, sem ekki verða rekin í síma. Eigi leyna augu ef ann kona manni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ein/n berð ábyrgð á þínum mistökum en hins vegar er óþarfi að ganga um með hauspoka þeirra vegna. Fleira er matur en feitt kjöt, hvernig væri að borða fisk yfir jólin? 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki sam- kvæmt áætlun. Eigðu þín leyndarmál út af fyrir þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Taktu við hrósi. Leggðu drög að því að komast í gott ferðalag. Milt er móð- urhjartað, þú veist það manna best. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kemur þér á óvart með því að af- þakka heimboð til að geta verið ein/n heima. Hlustaðu á líkamann og hunsaðu ekki þær viðvaranir sem hann gefur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Breyttu út af daglegum venjum. Þú reynir að halda í horfinu heima, reyndu að fá fjölskyldumeðlimi til að taka til hendinni líka. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það gerir manni gott að eiga trúnaðarvin til þess að deila með sínum hjartans málum. Njóttu þess að vera sólar- megin í lífinu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Grunnurinn þarf að vera góður til þess að það sem á honum rís sé til frambúðar. Sígandi lukka er best. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er sama hvað truflar þig, þú kemst yfir það – ekki með átaki heldur þol- inmæði. Einhver hittir á viðkvæman blett hjá þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vandratað er meðalhófið. Settu þér markmið yfir jólin hvað varðar mat og drykk. Einhver gengur á eftir þér með gras- ið í skónum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stuttar ferðir, aukinn lestur og skrif, auk áhugaverðra samræðna við nágrann- ana gera þetta að líflegu og minnisstæðu ári. Yrkisefnin eru klassísk á aðvent-unni. Hér yrkir Sigurlín Her- mannsdóttir um „Vetrarsólstöður“: Um skammdegissólina segja ég vil hún er sérgóð og passar sinn hag. Við horfðumst í augu um hádegisbil, ei hærra hún nennti í dag. Hún hét mér að nú yrðu heilmikil skil og háttsemin kæmist í lag er ferðalag hennar um himnanna þil eitt hænufet lengdist á dag. Gunnar J. Straumland yrkir með sterkri hrynjandi: Vetrarsólhvörf veita vonir landsins sonum, dátt þá foldar dætur daga gera fagra. Glitrar yfir gleði glóð í björtum ljóðum, framtíð kýs þá fremur friðmál allra siða. Krummi Hrafns krunkaði á Boðnarmiði fyrir tveim dögum: „Nú eru vetrarsólstöður á morgun svo eðlilega fær maður vorfiðring í fjaðrirnar“: Árla dags ég, krunk og krá, kátur svíf um loftin blá. Út og suður sveima Æti skal ég eftir gá. annað varla má í spá, unga svengir heima. Ég á laup við kaldan klett klakti eggin þarna sett. Börnin svöngu bíða, fóður skal ég finna þeim, færa síðan matinn heim, hungrið stilla stríða. Létt til baka loksins sveif, litla unga fyrst ég þreif. Ber ég góða bita. Krummaungar eflast við æti gott sem fyllir kvið. Lóu læt ei vita. Skammdegið er í Antoni Helga Jónssyni: Maður út í myrkrið kalt mænir einn og ragur. Löngum virðist lífið allt langur skemmsti dagur. Efinn þveri umlar margt; aldrei burtu víkur: Það mun verða þá fyrst bjart þegar degi lýkur. Gömul vísa í lokin: Slettir kráka á svaninn saur, sjálf er hún dökk sem áður, og hann sem fyrrum undir aur alskær, mjallafjáður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn er ort um vetrarsólstöður Í klípu „Í SÍÐUSTU VIKU ÓSKUÐU ÞRJÁR MANNESKJUR MÉR GÓÐS GENGIS. BOÐAR ÞAÐ EKKI ÓGÆFU?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞETTA ER GAURINN SEM VAR STUNGINN AF BÝFLUGU“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... Að hengja upp mistilteininn ÉG MAN AÐ HVER JÓL HENGDI PABBI UPP MISTILTEIN FYRIR OFAN HLÖÐUDYRNAR Ó, JÁ! ÉG KYSSTI SKO FULLT AF KÚM OG ÞAÐ VERÐUR FULLT AF MARTRÖÐUM Í KVÖLD HRÓLFUR! HVENÆR ÆTLARÐU AÐ LAGA ÞAKIÐ? BRÁÐUM ÉG FER ALVEG AÐ NÁ UPP Jólalög hafa dunið á Víkverja ítalsverðan tíma. Of langan tíma að honum finnst. Þau mættu fara síðar í spilun Víkverja vegna. En ekki er svo sem um stórmál að ræða. Hægt er að skipta um stöð til að finna aðra tónlist. x x x Víkverja þykir jólalög vera sér-stakt fyrirbæri. Þau heyrast ekki í 10-11 mánuði á ári en eru svo í stanslausri spilun í 1-2 mánuði. Ekki er víst að lagasmíðarnar þoli slíka spilun. Ef til vill þess vegna er Víkverji orðinn leiður á mörgum jólalögum. En sum þeirra geta þó lifað. Víkverji þykir til dæmis Oss barn er fætt vera flott í flutningi Ragga Bjarna. Veltir hann því fyrir sér hvort kafli í því lagi hjá Ragga sé fyrsta íslenska rappið. x x x Ruglingslegt getur verið þegarlukkuriddarar taka þá ákvörð- un að gefa út þekkt erlend popplög með íslenskum jólatexta. Þá heyrir maður slík þekkt lög allt árið. 10-11 mánuði í upprunalegu útgáfunni og 1-2 mánuði í jólaútgáfunni. Hér tek- ur Víkverji Baggalút út fyrir sviga því þar er húmorinn greinilega í fyrirrúmi. Meiri spurningarmerki má setja við að jólatexti hafi verið smíðaður við ítalskt eurovisionlag. x x x Lengi taldi Víkverji að Líður aðjólum með Stebba Hilmars væri íslenskur jólatexti við lag Cat Stev- ens, Morning Has Broken. En lagið er bara alls ekki eftir Cat Stevens heldur var það samið 1931 og var þá ekki kallað Morning Has Broken. Tengdist lagið þá jólunum og að- ventunni. Enda gat ekki verið að vandvirkur maður eins og Stebbi myndi taka þátt í því að snara Cat Stevens lagi yfir á einhvern íslensk- an jólatexta. x x x Víkverji er ef til vill full „Ebenes-erlegur“ í hugsun nú 21. desem- ber en það verður þá bara að hafa það. Ef til vill finnur hann jólalög með Ragga Bjarna eða Baggalúti til að létta lundina áður en rjúpurnar fá fyrir ferðina. vikverji@mbl.is Víkverji Játið að Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð. (Sálm.100:3) LITHIUM POWER STARTTÆKI TUDOR TUDOR Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Auðvelt í notkun, neistafrítt og varið fyrir skammhlaupi. Tækið hefur öflugt led ljós með 3 stillingum og getur það hlaðið nánast hvað sem er. Hægt er að starta: Öllum bensín bílum og diesel bílum upp að 2,0 lítra vél, mótorhjólum, fjórhjólum og vélsleðum. Hægt er að hlaða: • Fartölvur • Snjallsíma, Ipad • Myndavélar • MP3 spilara • GPS staðsetningartæki • Öll tæki með endurhlaðanlegri rafhlöðu með USB tengingum Allar tengisnúrur og kaplar fylgja með. Tilvalin jólagjöf Lithium Power Booster gefur þér extra power hvar sem þú ert. Þú getur notað hann heima, í bílnum, í sumarhúsinu og á ferðalagi. 20% jólaafslá ttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.