Morgunblaðið - 20.01.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 20.01.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Áslaug Helgadóttir, fyrrverandi hárgreiðslukona og húsmóðir, hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt, en Áslaug er talin fyrsta íslenska hár- greiðslukonan sem nær hundrað ára aldri. Áslaug lauk sveinsprófi í hárgreiðslu fyrir um 80 árum og starfaði við það allt þar til hún eignaðist sitt fyrsta barn með eig- inmanni sínum Bjarna Valdimars- syni, verslunarmanni. Saman eign- uðust þau þrjú börn en Bjarni lést árið 1976. Sjálf gat Áslaug ekki gefið sér tíma til að ræða við Morg- unblaðið, enda önnum kafin á af- mælisdaginn. Það kom því í hlut Ingigerðar Bjarnadóttur, dóttur Áslaugar, að svara spurningum blaðamanns. Ingigerður segir að þrátt fyrir háan aldur sé móðir hennar við góða heilsu og hún hafi verið dug- leg að halda sér við. „Sjónin og lík- amlegur styrkur hefur versnað með aldrinum en fyrir utan það er hún alveg eldhress. Ég er orðin 58 ára en er ennþá að leita til hennar þeg- ar mig vantar upplýsingar sem ég er búin að steingleyma. Það breyt- ist ekkert með aldrinum enda er hún með algjöran límheila,“ segir Ingigerður og bætir við að langlífi sé ekki óalgengt innan fjölskyld- unnar. Bróðir Áslaugar, Ingólfur Helgason, varð 98 ára auk þess sem Sigrún Helgadóttir, systir Ás- laugar, varð 94 ára gömul. Í tilefni dagsins bauð Áslaug börnum, barnabörnum og systk- inabörnum til veislu í Lönguhlíð í gær, en hún hefur verið búsett í þjónustuíbúð í Lönguhlíð und- anfarin ár. Þar stendur henni til boða heitur hádegismatur og þrif á tveggja vikna fresti. Ingigerður segir að þess utan sjái móðir henn- ar nær alfarið um sig sjálf. Hreyfir sig nær daglega „Hún klæðir sig hjálparlaust þeg- ar hún vaknar og eldar sér síðan hafragraut líkt og hún hefur gert alla tíð síðan ég man eftir mér. Ásamt þessu hreyfir hún sig nær daglega með því að fara í göngu- túra innandyra á veturna og svo úti á sumrin,“ segir Ingigerður og bæt- ir við að frítími Áslaugar sé að mestu nýttur í að hlusta á bækur og fylgjast með fréttum. „Hún er farin að sjá aðeins verr og getur því ekki lesið allar bækur en hún hlustar á bækur á hverjum degi. Hún hefur verið áskrifandi að Morgunblaðinu í tugi ára og fylgist því afar vel með, enda er hún með sterkar skoðanir á öllu sem fram fer í samfélaginu,“ segir Ingigerð- ur. Fagnaði 100 ára afmælinu Áslaug Fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær með veislu í Lönguhlíð. Hún gat ekki gefið sér tíma í viðtal enda önnum kafin á afmælisdaginn.  Áslaug lauk sveinsprófi í hárgreiðslu fyrir 80 árum  Fer í göngutúra og hreyfir sig nær daglega  Hlustar á bækur og fylgist með fréttum í frítímanum BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segir hús- næðisskort á Suðurnesjum farinn að hamla fyrirtækjum á Keflavíkurflug- velli. Leitað sé að stað fyrir vinnu- búðir fyrir hundruð verkamanna vegna uppbyggingar á svæðinu. Áætlað er að íbúar Reykjanesbæj- ar verði orðnir um 19.000 í árslok, borið saman við 16.500 í ársbyrjun 2016. Þá voru íbúarnir 14.231 í árs- byrjun 2013 og jafnast fjölgunin á við tvöfaldan íbúafjölda Hveragerðis. Fram kom í Morgunblaðinu sl. miðvikudag að útsvarstekjur Reykjanesbæjar jukust um 19,8% milli ára 2016 og 2017. Það var mesta aukningin á landinu. Árin 2013 til 2017 jukust útsvarstekjurnar í sveit- arfélaginu um 71,5% og var það líka landsmet. Aukaálag er á útsvarinu vegna skuldastöðu sveitarfélagsins. Þurfa meira húsnæði Kjartan Már segir að vegna hraðr- ar fjölgunar íbúa sé orðinn mikill skortur á húsnæði á Suðurnesjum. „Það væri auðvitað æskilegt að til væri nóg af lausu húsnæði sem gæti tekið við þessari gríðarlegu íbúa- fjölgun. Síðustu tvö ár hefur íbúum fjölgað langt umfram það sem eðli- legt getur talist. Þeim fjölgaði um 7,4% 2016 og um tæp 9% í fyrra. Þetta var mögulegt meðan nóg fram- boð var á húsnæði í rótgrónum hverf- um Keflavíkur og Njarðvíkur og á Ásbrú. Nú er hins vegar allt að fyll- ast. Við eigum skipulagðar lóðir. Það er verið að byggja gríðarlega mikið. Það hafa verið gefin út rúmlega 300 byggingarleyfi á þessu ári og það eru mörg hundruð íbúðir í pípunum. Þær koma á markað næstu misseri, sum- ar jafnvel í sumar.“ Hentar ekki erlendu vinnuafli Kjartan Már segir stærri íbúðir, parhús og einbýli, hins vegar ekki henta erlenda vinnuaflinu sem dvelur hér á landi tímabundið. „Flugafgreiðslufyrirtækin sækjast ekki eftir einbýlishúsum og parhús- um. Slíkt húsnæði hentar dæmigerð- um nýjum íbúum en er of stórt fyrir erlenda starfsmenn. Fyrirtæki þeirra þurfa aðra lausn. Þau spyrja sig hvernig þau geti komið erlenda vinnuaflinu í hús fyrir sumarið. Þetta er verkefni sem öll sveitarfélög á Suðurnesjum standa frammi fyrir að leysa á einn eða annan hátt. Kannski er þetta stærra mál. Kannski þarf höfuðborgarsvæðið allt að velta þessu fyrir sér. Það er spáð 400 nýjum störfum [á Keflavíkur- flugvelli] á ári. Þetta er ekki aðeins áskorun fyrir flugafgreiðslufyrirtæk- in. Stórir verktakar eru líka að leita að stað fyrir vinnubúðir fyrir hundr- uð erlendra verkamanna á suðvest- urhorninu. Þetta er stórmál sem við erum því miður ekki búin að leysa. En þurfum að leysa. Við gerum okk- ur grein fyrir því. Lausnin liggur hins vegar ekki fyrir. Ég hef alveg fundið fyrir óþolinmæði og vonbrigð- um flugafgreiðslufyrirtækja, til dæmis með að við skulum ekki vera með lausnina á takteinum. Þau fara fram á að slíkur staður yrði sem næst flugvellinum svo aka þurfi sem stysta vegalengd með starfsfólkið. Það vill hins vegar væntanlega vera sem næst bænum og geta sótt aðra þjón- ustu þegar það á frí, farið á veitinga- staði, í bíó og þess háttar.“ Ekki allir skráðir íbúar Hann segir ekki alla erlenda far- andverkamenn í Reykjanesbæ skráða sem íbúa bæjarins. „Sá hluti telst til íbúa sem skráir sig til lög- heimilis hér og greiðir hingað skatt og skyldur. Þeir stoppa nógu lengi svo hægt sé að skrá þá til lögheimilis. Svo er annar hópur sem fer úr landi innan einhverra tímamarka. Þeir þurfa ekki að skrá lögheimili hér.“ Spurður hvort Reykjanesbær horfi til stórra óhefðbundinna lausna á húsnæðisvandanum, leggur Kjart- an Már áherslu á að sveitarfélagið muni ekki fara í húsbyggingar. „Það sem við gætum gert er að finna út hvaða lóðir við gætum boðið flugafgreiðslufyrirtækjum, eða öðr- um einkaaðilum sem vilja byggja og leigja þeim. Þá væntanlega í sam- vinnu við hin sveitarfélögin. Eiga slíkar lóðir að byggjast upp í Reykja- nesbæ, Garðinum eða Sandgerði? Eða kannski á öllum stöðum?“ Gjörnýta skólana Kjartan Már segir hraða íbúafjölg- un hafa reynt á innviði bæjarins. „Við höfum ráðið við það hingað til. Við erum að gjörnýta hvert einasta skúmaskot í skólum. Það er aukið álag á allt kerfið hvort sem það eru málefni aldraðra, velferðarþjónusta eða fjárhagsaðstoð. Velferðarsviðið okkar og félagsráðgjöfin á líka ann- ríkt. Mjög hátt hlutfall nýrra íbúa er af erlendu bergi brotið. Það er visst álag sem fylgir því í skólakerfinu. Yfir 30 tungumál eru töluð í skóla- kerfinu og yfir 60 þjóðerni í sveitarfé- laginu. Við teljum okkur ráða við þetta. Þetta má hins vegar ekki vera mikið meira. Það sem er kannski al- varlegra mál í þessu öllu – við vorum að ræða við fjárlaganefnd á miðviku- daginn – er að fjárveitingar til stofn- ana ríkisins á þessu svæði halda ekki í við íbúatöluna. Heilbrigðisstofnun, lögreglan, fjölbrautaskólinn, vega- kerfið, allt þetta sem ríkið ber ábyrgð á. Fulltrúar ríkisins átta sig ekki á því hversu hröð íbúafjölgunin er. Því miður. Líkönin sem ráðuneyti nota við úthlutun fjármagns til stofn- ana gera ekki ráð fyrir þessu heldur er aðeins byggt á meðalfjölgun íbúa, landsmeðaltali, sem er um 1%. Fjár- veitingar miðast við það.“ Mun fjölga um 1,6 milljónir í ár Hlynur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflug- vallar, segir orðið erfiðara að finna húsnæði fyrir starfsfólk í nágrenni vallarins. Spurn eftir húsnæði hafi aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt áætlun Isavia mun farþegum um völlinn fjölga úr 8,8 milljónum 2017 í 10,4 milljónir í ár, eða um 18%. Hlynur segir aukin umsvif kalla á frekari uppbyggingu fyrirtækja sem starfa á vellinum. „Fyrirtækin hafa verið að stækka við sig. Það er orðin þröng á þingi í flugstöðinni. Þó höf- um við stækkað hana töluvert. Við erum að ljúka heildarskipulagi flug- vallarins og stefnum á að geta úthlut- að lóðum í lok þessa árs.“ Farið að hamla vexti flugvallarins  Orðið erfitt að finna húsnæði fyrir starfsfólk Keflavíkurflugvallar  Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir bæinn naumlega ráða við íbúafjölgunina  Leitar svæðis undir vinnubúðir fyrir hundruð manna Morgunblaðið/Baldur Vöxtur Farþegametin í fluginu falla nú ár hvert á Keflavíkurflugvelli. Hlynur Sigurðsson Kjartan Már Kjartansson Airport Asso- ciates er flug- þjónustu- fyrirtæki sem þjónustar flug- félög sem fljúga til og frá Keflavíkur- flugvelli. Með- al viðskipta- vina eru WOW air, British Airways, easyJet, Norwegian, Wizz Air og Delta Airlines. Þórey Jónsdóttir er mann- auðsstjóri Airport Associates á Íslandi. Hún segir aðspurð áformað að fjölga starfsfólki töluvert í ár vegna aukinna um- svifa, líkt og undanfarin ár. „Við erum með tæplega 500 starfsmenn í dag. Við förum svo að bæta vel í frá aprílmánuði og verðum í sumar með um 650 starfsmenn. Í lok árs reikna ég með að við verðum með 550- 600 starfsmenn,“ segir Þórey. Spurð hvernig gangi að finna húsnæði fyrir starfsfólkið segir hún fyrirtækið bjóða erlendu starfsfólki húsnæði á Ásbrú. „Við erum þar með fjórar blokkir sem rúma tæplega 300 manns. Það hefur verið húsnæð- isskortur á svæðinu. Það hefur takmarkað aðeins hversu marga starfsmönnum við getum tekið á móti frá útlöndum. En erfitt hef- ur verið að manna allar stöður yfir sumarið eingöngu með Ís- lendingum,“ segir Þórey. Hún segist aðspurð gera ráð fyrir að í árslok verði álíka hlut- fall starfsfólks hjá fyrirtækinu erlent og nú, eða um helmingur. Með 650 starfsmenn í sumar AIRPORT ASSOCIATES Þórey Jónsdóttir Konu hefur verið gert að sæta nálg- unarbanni í sex mánuði gagnvart barnsföður sín- um, en úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra var stað- festur í Lands- rétti í gær. „Samkvæmt frásögn brotaþola og texta skilaboðanna ein- kennast samskiptin af áreitni og sví- virðingum í garð brotaþola og unn- ustu hans og hafi engan annan tilgang en að skerða friðhelgi brota- þola,“ segir í úrskurðinum. Hringdi konan á sex mánaða tímabili 572 sinnum í manninn og sendi honum 1.277 smáskilaboð. Er henni bannað að koma nær heimili mannsins en 100 metra, nálgast hann á dvalarstað hans, elta eða nálgast á öðrum stöð- um. Þá má hún ekki setja sig í sam- band við manninn eða hafa samskipti við hann á annan hátt gegn vilja hans. Úrskurðuð í nálgun- arbann  Ítrekuð áreitni í garð barnsföður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.