Morgunblaðið - 20.01.2018, Síða 6
Bið eftir að panta tíma
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Erfitt getur verið að fá tíma hjá
læknum heilsugæslu Heilbrigðis-
stofnunar Suðurnesja (HSS) þessa
dagana. Einn íbúi sagði farir sínar
ekki sléttar í Facebook-hópnum
Reykjanesbær – Gerum góðan bæ
betri: „Dapurlegt ástand hjá Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja – HSS.
Nú, 16. janúar, reyndi ég að panta
tíma hjá lækni en var tjáð að enginn
tími væri laus í janúar og ekki væri
búið að opna fyrir tímapantanir í
febrúar.“
Forstjóri HSS, Halldór Jónsson,
bendir á að þetta
geti verið rétt hjá
manninum, en
ástandið hafi ver-
ið sérlega slæmt
vegna Lækna-
daga, fræðsluráð-
stefnu lækna sem
hefur staðið yfir í
vikunni.
„Stór hluti
lækna fer og tek-
ur þátt í þessari ráðstefnu, það er eig-
inlega ætlast til að þeir geri það. En
það breytir ekki því að það er oftast
nær löng bið eftir að fá lækna á dag-
tíma, stundum tvær til þrjár vikur.
Það er of langur biðtími víðast hvar í
opinbera kerfinu, en það er skortur á
læknum og hjúkrunarfræðingum,
jafnvel þó við hér hjá HSS höfum sett
til hliðar fjármagn í ráðningar.“
Halldór segir þó mögulegt að
koma á Læknavaktina eða á neyð-
armótttöku Landspítalans, en fólk
verði að reyna að meta það hversu
brýnt það sé að fara fljótt til læknis.
Jafnframt sé mögulegt að reyna að
komast að hjá einkareknum lækna-
stofum.
„Það er alltaf verið að leita að
læknum og við hyggjumst auglýsa
eftir tveimur til þremur. En við vild-
um gjarnan geta ráðið fleiri.“
Suðurnesjamenn mega bíða lengi eftir tíma hjá lækni
Læknaskortur orðinn viðvarandi vandamál hjá HSS
Halldór
Jónsson
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Georgía&Armenía
Í þessari margt merkilegu ferð, munum við fræðast um
Georgíu og Armeníu, kynnumst skemmtilegri blöndu af
menningu, kryddi og trúarbrögðum hinna ýmsu þjóðabrota.
Við njótum þessara dásamlegu landa, föngum andrúmsloftið
og upplifum menningu og gestrisni fólksins í fjöllunum.
Allir velkomnir á kynningarfund 22. janúar
kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð.
sp
ör
eh
f.
26. ágúst - 8. september
Fararstjóri: Þóra Valsteinsdóttir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Starfsmenn Spalar hafa staðið í
bréfaskriftum við samgönguráðu-
neytið og óskað eftir svörum um
hvað taki við þegar Spölur afhendir
ríkinu Hvalfjarðargöng til eignar og
rekstrar síðsumars 2018.
Starfsmennirnir vilja vita hvort
ríkið (Vegagerðin) hyggist nýta
starfskrafta þeirra eftir eigenda-
skiptin.
Samkvæmt upplýsingum Gylfa
Þórðarsonar, forstjóra Spalar, eru
átta starfsmenn í gjaldskýli í fullu
starfi og átta starfsmenn í stjórn-
unar- og skrifstofustörfum, flestir í
50-90% starfi. Flestir þeirra eru
með þriggja mánaða uppsagnar-
frest en tveir starfsmenn í gjald-
skýlinu eru með sex mánaða upp-
sagnarfrest.
Sumir starfað frá upphafi
Starfsmenn Spalar rituðu Jóni
Gunnarssyni, þáverandi samgöngu-
ráðherra, bréf 28. apríl 2017. Tilefni
bréfsins var að vekja athygli ráð-
herrans á óvissu sem ríkti um stöðu
starfsmanna Spalar „með tilheyr-
andi áhyggjum af framtíð okkar og
afkomu“. Fram kemur í bréfinu að
sumir starfsmenn hafi starfað hjá
Speli allt frá upphafi 1998 en aðrir
skemur. „Ef meiningin er sú að
starfsmenn Spalar komi við sögu
eftir eigendaskiptin er nauðsynlegt
að fá að vita það fyrr en síðar,“ sagði
í bréfinu. Fólk sem missi vinnuna af
einhverjum ástæðum gangi sjaldan
að öðrum störfum vísum. Óskuðu
starfsmennirnir eftir fundi með
ráðuneytinu sem fyrst.
Ragnhildur Hjaltadóttir ráðu-
neytisstjóri svaraði fyrir hönd ráð-
herra með bréfi til starfsmanna dag-
settu 29. maí 2017. „Hér með
upplýstist að nú er verið að skoða
leiðir um framkvæmdir og rekstur
Hvalfjarðarganga í ráðuneytinu,
þ.m.t. mögulega tvöföldun. Stefnt er
að því að ákvörðun um framtíð og
rekstrarfyrirkomulag liggi fyrir síð-
sumars eða í haust,“ sagði bréfinu.
Skemmst er frá því að segja að
engin ákvörðun liggur enn fyrir
hvernig rekstri ganganna verður
háttað í framtíðinni og starfsmenn
Spalar hafa ekkert frekar heyrt frá
ráðuneytinu.
Spölur mun hætta gjaldtöku í
sumar þegar allar skuldir vegna
Hvalfjarðarganganna verða greidd-
ar upp. Þá munu starfsmenn í gjald-
skýli að öllu óbreyttu hætta.
„Ég reikna með að allir starfs-
menn á skrifstofu verði við vinnu
a.m.k. tvo mánuði eftir eigenda-
skiptin en síðan fækki nokkuð hratt.
Á endanum verði aðalbókarinn einn
eftir til að klára ársreikning fyrir
2018 í samvinnu við endurskoðunar-
fyrirtækið, sem væntanlega gerist í
janúar eða febrúar 2019,“ segir
Gylfi Þórðarson.
Óvissa hjá starfsmönnum Spalar
Ríkið tekur yfir Hvalfjarðargöng síðsumars og gjaldtöku verður hætt Starfsmenn rituðu ráðherra
bréf í fyrra og spurðu hvort ríkið hygðist nýta starfskrafta þeirra Engin svör borist í marga mánuði
Tímamótagöng
» Hvalfjarðargöng voru opnuð
til umferðar 11. júlí 1998.
» Spölur gróf göngin og hefur
annast rekstur þeirra undan-
farin 20 ár.
» Þetta var fyrsta einka-
framkvæmdin í íslensku vega-
kerfi.
» Hvalfjarðargöng voru fyrstu
neðansjávargöngin á Íslandi og
jafnframt fyrstu neðansjávar-
göng veraldar í ungu gosbergi.
Morgunblaðið/Ernir
Hvalfjarðargöng Umferð undir Hvalfjörð hefur aukist mjög á allra síðustu árum og árið 2017 var algert metár.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra greindi frá því kvöldfréttum
RÚV í gær að karlmenn hefðu beð-
ið hana afsökunar á atvikum úr for-
tíðinni í tengslum við Metoo-
byltinguna. Hún segir byltinguna
hafa haft áhrif á allt samfélagið.
„Maður finnur að þetta er á hvers
manns vörum í samfélaginu,“ sagði
Katrín í samtali við RÚV. „Það sem
er kannski merkilegt við þessa
vakningu er að margt hefur rifjast
upp sem maður hefur sett á bak við
sig,“ sagði Katrín og bætti við að
hún myndi segja frá því síðar.
Katrín sagði að karlmenn hefðu
haft samband við sig og beðist af-
sökunar á atvik-
um. Hún sagðist
hafa hitt mann
um daginn sem
kvaðst halda að
allir karlmenn í
samfélaginu
hefðu verið að
endurhugsa allt
eftir byltinguna.
„Það er auðvit-
að gott því ég
held að það sé mikilvægt að við
veltum þessu fyrir okkur hvert og
eitt, í okkar huga og hjarta.“
Sjálf sagðist Katrín eiga Metoo-
sögur, eins og flestar konur.
Karlmenn hafa beðið Katrínu afsökunar
Katrín
Jakobsdóttir
Ferðalangar á Lækjartorgi á leið í
strætó nýta tímann vel í biðskýli á
meðan beðið er eftir rétta vagninum.
Það er betra að vera vel klæddur í
norðangjólunni og upplagt að nota
tímann til þess að tala í síma, lesa
bók eða njóta þess sem fyrir augu
ber.
Í fjarska má glitta í fannhvíta Esj-
una og nýbyggingar blasa við. Á
sama tíma hvetur veggspjald úr her-
ferð Krafts, félags ungs fólks með
krabbamein, vegfarendur til þess að
hugsa um það sem virkilega skiptir
máli.
Búast má við áframhaldandi frosti
um allt land í dag og hægviðri um
mestan part landsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stemning, líf og fjör á strætóstoppistöð