Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Mér finnst vera vöntun á betri stuðningi við unga krakka sem lenda í þeim aðstæðum sem ég lenti í,“ segir Embla Kristínardóttir, sem steig fram í viðtali við RÚV í fyrra- kvöld og sagði frá því þegar fullorð- inn afreksmaður í frjálsum íþrótt- um nauðgaði henni. Hún var einungis 13 ára gömul þegar atvikið átti sér stað og hann var um tvítugt. Hlaut hann fimm ára skilorðsbund- inn dóm fyrir kynferðisbrot gegn barni. Í fyrrnefndu viðtali lýsti Embla því hvernig heimabær hennar, Keflavík, hefði verið klofinn vegna málsins en gerandinn er ættaður úr Keflavík. Embla segir við Morgunblaðið að þrátt fyrir óyggjandi sannanir hafi hún þurft að þola það að fólk tæki afstöðu með gerandanum. „Ég var með sönnunargögn, t.d. smáskilaboð þar sem hann hótaði mér öllu illu ef ég segði frá auk þess sem ég gat lýst íbúðinni með ná- kvæmum hætti að innan og allar dagsetningar pössuðu. Samt sem áður segist hann aldrei hafa talað við mig né hitt mig,“ segir Embla. „Átti bara að hegða mér vel“ Embla gagnrýnir hversu litla að- stoð þolendur kynferðisbrota fá þegar slík mál koma upp, í hennar tilviki hafi ýmsu verið ábótavant. „Ég fór í nokkur viðtöl, það var allt og sumt. Ég átti bara að vera komin yfir þetta. Mér var aldrei boðinn flutningur á milli skóla, íþróttafélaga eða bæjarfélaga. Ég átti bara að hegða mér vel og vera ánægð með að hann skyldi vera dæmdur í 5 ára skilorðsbundið fangelsi,“ segir Embla og bætir við að hún vonist til þess að í kjölfar umræðunnar muni skólar vekja at- hygli á því að stuðningur sé til stað- ar, þar sem krökkum er boðið að leita sér aðstoðar hjá fagaðilum. Þó að dómur félli í máli Emblu þá aðhafðist íþróttafélag mannsins ekkert í málinu. Þörf á betri stuðningi við þolendur  Embla Kristínardóttir þurfti að þola mikla gagnrýni þrátt fyrir óyggjandi sannanir  Emblu var hótað öllu illu í SMS skilaboðum  Gerandinn fékk skilorðsbundinn dóm en félag hans aðhafðist ekkert Þolandi Embla Kristínardóttir þurfti að þola mikla gagnrýni eftir að hún sagði frá því að sér hefði verið nauðgað, einungis 13 ára gamalli. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, segist ekki þekkja nægilega vel til máls Emblu Kristínardóttur en segir að skipaður hafi verið vinnuhópur á vegum íþróttahreyfingarinnar og menntamálaráðuneytisins sem tryggja eigi að mál sem þessi fái rétta málsmeðferð. „Ég átti fund með mennta- málaráðherrra og starfsfólki þar sem það kynnti fyrir okkur faglega vinnu sem hefur verið í gangi milli ráðuneytanna undanfarin misseri. Sú vinna mun vonandi skila sér í því að tekið verði utan um fólk sem lendir í þessum aðstæðum og því veitt viðeigandi aðstoð. Vinna við þetta er komin vel á veg samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk frá ráðuneytinu,“ segir Lárus og bætir við að hlutverk ÍSÍ sé fyrst og fremst að fræða börn og unglinga til að koma í veg fyrir að aðstæður skapist þar sem hægt sé að brjóta gegn iðkendum. „Við höfum und- anfarin ár verið að horfa á forvarn- arstarf gagnvart börnum en ekki fullorðnum. Okkar markmið hefur verið að koma hlutunum þannig fyr- ir að sem fæstar aðstæður skapist sem bjóða upp á kynferðisbrot.“ Þrátt fyrir aukið forvarnarstarf og bætta umgjörð segir Lárus að ÍSÍ muni ekki geta komið í veg fyrir kynferðisbrot sem eiga sér stað utan íþróttaiðk- unar. Samtökin geti þó búið þannig í haginn að brotaþolar eigi auðveldara með að segja frá ef upp koma brot sambærileg máli Emblu eða önnur kynferðisbrot. „Það er auðvitað alltaf best þeg- ar svona mál fá meðferð innan rétt- arvörslukerfisins líkt og í tilviki Emblu. Í því tilviki hlaut gerandinn dóm og að mínu mati hefur það alltaf mesta forvarnagildið. Fyrir ut- an það er auðvitað mikilvægt að í boði séu leiðir fyrir fólk til að segja frá brotinu og í kjölfarið fá aðstoð,“ segir Lárus. Spurður hverju hann myndi helst vilja breyta í núverandi kerfi segir Lárus að best væri ef í boði væri miðlæg þjónusta fyrir brotaþola. Það myndi koma í veg fyrir að mál yrðu þögguð niður innan raða íþróttafélaga eða deilda. Að sínu mati sé óheppilegt þegar svona mál séu leyst innan félaganna. Þar geti vináttubönd og hugsanlega aðrir hagsmunir haft neikvæð áhrif fyrir þolandann. LÁRUS L. BLÖNDAL, FORSETI ÍSÍ Lárus L. Blöndal Mikilvægt að hafa leiðir til að segja frá ef upp koma brot Opinberri heimsókn Guðna Th. Jó- hannessonar, forseta Íslands, og föruneytis til Svíþjóðar lauk í gær. Farið var til Uppsala og háskólinn m.a. heimsóttur. Þar afhenti Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra Alice Bah Kunke, menn- ingarmálaráðherra Svíþjóðar, að gjöf Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu við hátíðlega athöfn. Í ræðu sinni rakti ráðherra sagnaarfinn og þýðingu Íslendingasagnanna enn þann dag í dag. Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid, ásamt Karli Gústaf Svíakon- ungi og Silvíu drottningu, fóru í skoðunarferð um háskólasvæðið í Uppsölum. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Bókagjöf Guðlaugur Þór Þórðarson afhendir menningarmálaráðherra Svía Íslendingasögurnar í sænskri þýðingu. Heimsókn- inni til Sví- þjóðar lokið Ljósmynd/Kungahuset.se Uppsalir Íslensku forsetahjónin og sænsku konungshjónin fengu leiðsögn um háskólasvæðið í gær, á lokadegi heimsóknar Guðna og Elizu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið til sín tvo aðstoðarmenn í velferðarráðuneytið, Sóleyju Ragn- arsdóttur og Arnar Þór Sæv- arsson. Sóley útskrifaðist með meistara- próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 og lauk rétt- indum til að starfa sem héraðs- dómslögmaður vorið 2012. Undan- farin sjö ár hefur Sóley starfað sem lögfræðingur hjá Samkeppnis- eftirlitinu. Áður vann hún m.a. hjá Útlendingastofnun. Arnar Þór útskrifaðist úr lög- fræði frá Háskóla Íslands árið 1999. Hann hefur gegnt stöðu sveitarstjóra á Blönduósi frá árinu 2007. Áður var hann aðstoð- armaður Jóns Sigurðssonar, þá- verandi formanns Framsókn- arflokksins, þegar hann var iðnaðar- og viðskiptaráðherra 2006-2007. Arnar Þór mun á næstunni sinna afmörkuðum verkefnum fyr- ir ráðherra samhliða störfum sveitarstjóra en kemur að fullu til starfa í velferðarráðuneytinu í vor. Ráðin aðstoðarmenn Ásmundar Einars Arnar Þór Sævarsson Sóley Ragnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.