Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu seg-
ir að töluvert hafi verið um innbrot í
heimahús á höfuðborgarsvæðinu á síð-
ustu vikum. Þjófarnir brjótast inn í hús
á daginn, oft í gegnum svefnherbergis-
glugga, og stela einkum skartgripum
og peningum en láta raftæki og aðra
húsmuni eiga sig.
Tilkynningar um svona innbrot hafa
borist frá öllu höfuðborgarsvæðinu, að
sögn Þóru Jónasdóttur, stöðvarstjóra í
Kópavogi. Síðustu daga virðast þjóf-
arnir einkum hafa verið á ferð í Garða-
bæ en einnig hefur lögregla fengið til-
kynningar um innbrot í hús í Kópavogi,
Grafarvogi og vesturbæ Reykjavíkur.
Lögreglan segir að grunur leiki á að
um skipulagða brotastarfsemi sé að
ræða. Þóra segir að þjófarnir virðist
sækjast eftir dýrum skartgripum, sem
væntanlega sé erfitt að koma í verð hér
á landi og því sé ekki ólíklegt að þeir
ætli að flytja þýfið úr landi.
Í tilkynningu frá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu segir, að skart-
gripir og peningar á heimilum virðist
oft vera geymdir í svefnherbergjum og
þangað hafi þjófarnir leitað. Þótt þjófa-
varnarkerfi séu á mörgum heimilum
virðist sem hreyfiskynjarar séu ekki í
eða við svefnherbergi.
Lögreglan segir, að allt kapp sé lagt
á að reyna að upplýsa þessi mál. Ekki
er ósennilegt að sést hafi til þjófanna í
einhverjum tilvikum og því er fólk
hvatt til að láta lögreglu vita um grun-
samlegar mannaferðir, taka ljósmyndir
ef slíkt er mögulegt og að skrifa hjá sér,
t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á
fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í
nánasta umhverfi þess. Innbrotsþjófar
fylgist gjarnan með húsum áður en þeir
láta til skarar skríða, hringi jafnvel
dyrabjöllunni og þykist vera að spyrja
eftir einhverjum.
Þá vill lögreglan ennfremur minna á
mikilvægi þess að fólk gangi tryggilega
frá heimilum sínum, t.d. að loka glugg-
um, þegar það fari að heiman og ekki sé
úr vegi að tilkynna nágrönnum um
slíkt. Sérstaklega sé minnt á að hafa
útiljós kveikt. Slíkt einfaldi nágrönnum
að sjá umferð og mannaferðir við húsin.
Innbrotsþjófar á ferð
á höfuðborgarsvæðinu
Þjófarnir sækjast einkum eftir skartgripum og peningum
Morgunblaðið/Eggert
Innbrot Einkum virðist brotist inn gegnum herbergisglugga þar sem þjófavarnakerfi ná ekki til. Myndin er sviðsett.
Tilkynnt til lögreglu
» Upplýsingum um grun-
samlegar mannaferðir má
koma á framfæri í síma
444 1000, með einkaskila-
boðum á fésbókarsíðu lög-
reglunnar á höfuðborgar-
svæðinu eða í tölvupósti á
netfangið abending@lrh.is
» Ef óskað er eftir skjótri
aðstoð lögreglunnar skal
undantekningarlaust hringja í
112.
50%
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM ÚTSÖLUVÖRUM
Ljósmyndir
Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Fyrir passann, ökuskírteinið,
ferilskrána o.fl.
Skjót og hröð
þjónusta
Engar tímapantanir
Góð passamynd
skiptir máli
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
50-70%
AFSLÁTTUR
Ennmeiri
verðlækkun
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Opið 11-16 í dag
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Útsalan
í fullum gangi
Enn er hægt
að gera
góð kaup
Str. 36-56
40-50%
afsláttur BRIDS
SKÓLINN
Viltu læra að spila brids?
Námskeið fyrir byrjendur hefst 22. jan.
Átta mánudagskvöld frá 8-11 í Síðumúla 37.
Á byrjendanámskeiði er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu.
Þú getur komið ein eða einn, með öðrum eða í hóp og það
er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða þar á milli.
Námskeið um vörnina hefst 24. jan.
Fimmmiðvikudagskvöld, 8-11.
♦ Nánari upplýsingar og innritun í síma ... 898-5427
♦ Og á netinu ... bridge.is /fræðsla
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Einstök STÓRÚTSALA
GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY
JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL.
á gæðamerkjavöru
Skipholti 29b • S. 551 4422
40% - 50% - 60%
Meiri verðlækkun
Falleg íbúð með útsýni
Glæsileg íbúð á Seltjarnarnesi til leigu frá 1. febrúar nk.
Alls 150 fm, þar af 30 fm bílskúr sem hægt er að nýta eða framleigja sem
vinnustofu eða vistarveru. Stórkostlegt útsýni, 3 svefnherbergi, stofa og opið
eldhús með eyju, tvennar svalir, þvottahús á hæðinni og geymsla í kjallara.
Kr. 330.000 á mánuði. Aðeins ábyrgir og reglusamir leigjendur koma til greina.
Áhugasamir hafið samband með tölvupósti á: ibudaseltjarnarnesi@gmail.com
eða með sms í síma 775 1400. Öllum fyrirspurnum verður svarað.
Allt um sjávarútveg