Morgunblaðið - 20.01.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Með því að velja hráefnið
af kostgæfni, nota engin aukaefni
og hafa verkhefðir fyrri tíma
í hávegum, framleiðum við
heilnæmar og bragðgóðar
sjávarafurðir.
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland
verslanir, Kvosin, Melabúðin,
Nettó, Samkaup,
Sunnubúðin, Pure Food Hall
flugstöðinni Keflavík.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Heimsending á matvöru virðist vera
orðin raunverulegur valkostur á Ís-
landi. Tilraunir hafa verið gerðar
með slíkt undanfarin misseri en nú
stefnir í samkeppni á þessum mark-
aði og það eru góð tíðindi fyrir neyt-
endur.
Eitt og hálft ár er nú síðan Box-
ið.is hóf starfsemi. Síðasta haust
bættist Nettó í hópinn og innan tíð-
ar ætla Hópkaup, stærsta netversl-
un á Íslandi, að hefja heimsendingu
á matvöru. Þessir aðilar eiga það
sameiginlegt að bjóða upp á heim-
sendingu samdægurs. Hægt er að
skoða vörurnar í vefverslun og jafn-
vel lesa sér til um þær. Hagkaup
sendir einnig vörur heim en þær eru
sendar daginn eftir. Netverslun
Hagkaups er auk þess óvirk.
„Það liggur fyrir að Heimkaup
munu fara í matinn og undirbún-
ingur fyrir það stendur nú yfir.
Þetta fer í gang á næstu mánuðum,“
segir Guðmundur Magnason, fram-
kvæmdastjóri Heimkaupa.
„Við finnum það á okkar kúnnum
að það er eftirspurn. Við eigum mik-
ið af fastakúnnum og þegar við
spyrjum þá hverju megi bæta við þá
kemur maturinn alltaf upp,“ segir
Guðmundur sem telur að íslenskir
neytendur séu tilbúnir fyrir matar-
innkaup á netinu.
„Íslendingar eru ekkert öðruvísi
en annað fólk. Ef eitthvað svona
nær fótfestu í nágrannalöndunum
þá mun það ná fótfestu hér.“
– Hvers konar vörur verða í boði?
„Þetta verður fjölbreytt en þú
munt geta klárað öll innkaup í einni
ferð. Við munum annars vegar flytja
sjálf inn vörur en hins vegar notast
við innlenda framleiðslubirgja.“
„Viðtökurnar hafa farið fram úr
mínum björtustu vonum. Fólk nýtir
sér þetta mjög mikið. Við erum allt-
af að bæta við fólki,“ segir Birkir
Einar Björnsson, verslunarstjóri
Nettó í Mjódd, en Nettó hóf að
bjóða upp á heimsenda matvöru síð-
asta haust.
Súrdeigsbrauð heim að dyrum
Vörurnar eru sendar heim í gegn-
um kerfi Aha.is sem líka er nýtt við
heimsendingu á mat frá veitinga-
stöðum. Heimsending kostar 1.490
krónur en gjaldið fellur niður ef
verslað er fyrir 15 þúsund krónur
eða meira. Hægt er að fá pöntun
senda heim innan 90 mínútna eða
ákveða afhendingartíma með lengri
fyrirvara. Viðskiptavinur fær SMS
þegar pöntun hans er tilbúin til af-
hendingar eða fer af stað. Birkir
Einar segir að vöruúrvalið í net-
verslun Nettó sé gott og alltaf sé
verið að bæta við vörum.
Boxið.is hefur notið vinsælda síð-
an það var opnað haustið 2016. Fyr-
irkomulag er svipað og hjá Nettó,
sendingargjald er 1.490 krónur en
það fellur niður ef verslað er fyrir
meira en 10 þúsund krónur.
Vöruúrval hefur smám saman
verið að aukast og nú hefur ýmis
ferskvara og frystivara bæst við
þurrvöru sem farið var af stað með í
upphafi. Boxið nýtur sérstakra vin-
sælda hjá yngri kynslóðinni enda er
til að mynda hægt að fá tilbúna rétti
frá Kjöti og fiski og súrdeigsbrauð
frá Brauð & co.
Útlit fyrir samkeppni um
heimsendingar á matvöru
Heimkaup blanda sér í slaginn Loks raunverulegur valkostur á Íslandi
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Matvöruverslun Það virðist nú vera orðinn raunverulegur valkostur að fá matvöru senda heim á Íslandi. Því er
hægt að sleppa við biðraðir og stress sem hefðbundnum verslunarferðum fylgir og nýta tímann í eitthvað annað.
Matvara heim að dyrum
» Boxið.is og Nettó bjóða nú
heimsendingar á matvöru
samdægurs. Heimsending-
argjald fellur niður ef verslað
er fyrir ákveðna upphæð.
» Heimkaup ætla inn á þenn-
an markað síðar á þessu ári.
» Vöruúrval er sífellt að batna.
Nú er hægt að panta ferska
kjötvöru, tilbúna rétti, súr-
deigsbrauð og fleira heim að
dyrum, svo fátt eitt sé nefnt.
Þórir Guðmunds-
son hefur verið
ráðinn frétta-
stjóri Stöðvar 2,
Bylgjunnar og
Vísis. Þetta kem-
ur fram í tilkynn-
ingu sem Voda-
fone sendi frá sér
í gær. Þórir er
með meistara-
gráðu í alþjóð-
legum samskiptum frá Boston Uni-
versity og B.A. gráðu í blaða- og
fréttamennsku frá University of
Kansas. Þórir hefur undanfarin ár
starfað á vegum Rauða krossins, hér
heima og erlendis, og gegnir nú síð-
ast starfi forstöðumanns Rauða
krossins í Reykjavík. Áður hafði
hann starfað sem fréttamaður á
fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árun-
um 1986 til 1999 og svo á árunum
2005 til 2008.
Í tilkynningunni segir ennfremur
að ráðning Þóris sýni metnað Fjar-
skipta til að reka öfluga fréttastofu
með ritstjórnarlegu sjálfstæði.
Þórir ráð-
inn nýr
fréttastjóri
Þórir
Guðmundsson
Breytingar í kjöl-
far kaupa Vodafone
Leiðir til þess að efla nýsköpun í op-
inberum rekstri ríkis og sveitarfé-
laga verða ræddar á morgunverðar-
fundi sem Stofnun stjórnsýslufræða
við HÍ, Félag forstöðumanna ríkis-
stofnana, Ríkisendurskoðun og
skrifstofa stjórnunar og umbóta í
fjármála- og efnahagsráðuneytinu
standa saman að á Hótel Natura, 25.
janúar nk.
Á fundinum verða m.a. kynntir
áhugaverðir hlutir sem eru að gerast
á Norðurlöndum og kynntar verða
ábendingar til aukins árangurs í ný-
sköpun hjá hinu opinbera. Fund-
urinn hefst kl. 8.30.
Nýsköpun í op-
inberum rekstri
rædd á fundi
Opinn fundur verður í Veröld –
Húsi Vigdísar, á mánudag í tilefni
þess að 55 ár eru liðin frá undir-
ritun Élysée-sáttmálans en hann er
oft talinn undirstaða stöðugleika í
Evrópu. Sáttmálinn lagði grunninn
að samskiptum Þýskalands og
Frakklands eftir seinni heimstyrj-
öldina og fjallar um samstarf
ríkjanna á sviði utanríkis-, varnar-
og menntamála.
Á fundinum, sem haldinn er á
vegum Alþjóðamálastofnunar Há-
skóla Íslands, í samstarfi við
franska og þýska sendiráðið, munu
sendiherrar Þýskalands, Herbert
Beck, og Graham Paul, sendiherra
Frakklands, ræða einstætt sam-
starf Frakka og Þjóðverja og drif-
kraft þeirra í uppbyggingu Evrópu.
Fundurinn hefst kl. 12 á mánu-
dag í Veröld, stofu 008. Rektor Há-
skóla Íslands stýrir fundi, sem fram
fer á ensku.
Élysée sáttmálinn ræddur í húsi Vigdísar
Heildarendurskoðun umferðarlaga
er nú í undirbúningi í samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytinu. Frestur
til þess að koma með ábendingar og
umsóknir rennur út 2. febrúar.
Gildandi umferðarlög taka ekki
tillit til breyttra samgönguhátta og
umferðarmenningar sem orðið hafa
á undanförnum árum.
Árið 2007 skipaði samgöngu-
ráðherra nefnd til þess að endur-
skoða umferðarlög og var frumvarp
lagt fram á Alþingi veturinn 2012 til
2013 en það frumvarp fékkst ekki af-
greitt. Frumvarpið var sent öllum
hagsmunaaðilum til umfjöllunar
sumarið 2017. Víðtækt samráð verð-
ur áfram haft við hagsmunaaðila og
umsagna þeirra leitað.
Nýr kafli um hjólreiðar
Meðal þess sem tekið verður fyrir
í nýrri endurskoðun er nýr kafli um
hjólreiðar. Lækkun á leyfilegu
magni áfengis í blóði ökumanna.
Endurbætt ákvæði um snjalltæki og
ljósaskylda skýrð.
Einnig er fyrirhugað að sett verði
í ný lög ákvæði um samspil ólíkra
samgöngumáta, samspil og upp-
bygging laga um framúrakstur verð-
ur einfölduð og ákvæði um neyð-
arakstur gerð ítarlegri.
Endurskoðuð verða ákvæði um akst-
ur í hringtorgum. Í heildarend-
urskoðuninni verður nýjum skil-
greiningum bætt við, svo sem
ákvæði um að ökutækjatryggingar
verði í sérstökum lögum, einnig að
sektarfjárhæðir hækki úr 300.000
kr. í 500.000 kr. Samhliða þessu yrðu
reglugerðir um sektir og önnur við-
urlög vegna umferðarlagabrota upp-
færð.
Hægt er að koma ábendingum og
umsögnum á netfang samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytisins, post-
ur@srn.is. ge@mbl.is
Nýr kafli um hjólreið-
ar í umferðarlögum
Sektir hækkaðar Ákvæði um snjalltæki skýrð og end-
urbætt Núgildandi lög fylgja ekki þróun umferðarmála
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þrengsli Breytingar hafa átt sér stað í umferðarmenningu landans og hjól-
reiðar hafa aukist. Hjólreiðar fá nýjan kafla í endurskoðun umferðarlaga.