Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Nýjar vörur Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. setning þeirra verður merkt inn á götukort og því dreift á meðal íbúa. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og fjölskylda færðu í desember hjarta- og lungnaskurð- deild Landspítala að gjöf aðgerð- argleraugu til að sýna myndskeið úr aðgerðum. Gunnar var á deildinni eftir alvarlegt hjartaáfall en er á góðum batavegi og lítur björtum augum til framtíðar. Fyrir meðferð- ina og umönnun á deildinni er þakk- að með gjöfinni.    Síldarminjasafni Íslands barst í desember síðastliðnum við- urkenningarskjal þar sem tilkynnt var að það hefði hlotið verðlaun ferðatímarits Reykjavík Grapevine, Best of Iceland, sem besta safn á Norðurlandi. Þar sagði jafnframt að í dómnefnd hefðu setið þaulreyndir blaðamenn á sviði ferðamennsku sem og heimamenn af hverju land- svæði, ljósmyndarar, ferðalangar, listamenn og fleiri sérfræðingar af ólíkum sviðum. Enn og aftur varð þar gestamet, því árið 2017 sóttu rúmlega 26.000 manns safnið heim. Þar af voru ríflega 62% erlendir ferðamenn.    Tengir hf. á Akureyri og Fjalla- byggð hafa gert með sér samning vegna uppbyggingar á ljósleiðara í dreifbýli Fjallabyggðar.    Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð vilja að flugvöllurinn á Siglufirði verði tekinn aftur í notkun. Flug- stöðin hefur drabbast niður síðan völlurinn var afskráður 16. október 2014. Formaður bæjarráðs segir ótækt að ríkið skili flugvellinum í óhæfu ástandi til baka til sveitarfé- lagsins.    Markaðs- og menningar- nefnd Fjallabyggðar hefur sam- þykkt að tilnefna Sturlaug Krist- jánsson bæjarlistamann Fjallabyggðar 2018. Útnefningin fer fram við hátíðlega athöfn 25. janúar næstkomandi í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Alls eru 43 komur skemmti- ferðaskipa bókaðar til Siglufjarðar á þessu ári, frá 10. maí og til og með 24. september, sem er u.þ.b. tvöföldun frá síðasta ári. Um er að ræða 11 skip, sem eru þessi í stafrófsröð: Al- batros, Hanseatic, Hebridean Sky, Le Soleal, M/S Panorama, National Geographic Explorer, Ocean Dia- mond, Ocean Majesty, Ocean En- deavour, Sea Spirit, Seabourn Quest og Star Pride. Með þeim koma 7.224 farþegar. Hinn 12. júlí verða fjögur skip í höfn og hinn 30. júlí verða þrjú. M/S Panorama mun koma oftast eða alls 16 sinnum og Ocean Diamond þar næst, eða níu sinnum. Stærst er Albatros, með 800 farþega.    Siglufjörður á 100 ára kaup- staðarafmæli 20. maí næstkomandi. Af því tilefni verður Norræna strand- menningarhátíðin haldin í firðinum dagana 4.-8. júlí og mun þá enn bæt- ast við tölu fleyja í Siglufjarðarhöfn. Þjóðlagahátíðin verður sömu daga, í 19. sinn. Er því ljóst að gamli norð- lenski síldarbærinn mun iða af lífi á komandi sumri. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Met Gestamet Síldarminjasafns Íslands var slegið á síðasta ári þegar rúmlega 26.000 manns sóttu það heim. Meirihlutinn var erlendir ferðamenn. Siglufjörður mun iða af lífi í sumar ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufirði Vegagerðin kom á síðasta ári á fót viðvörunarkerfi með sms-skeytum um snjóflóðahættu til vegfarenda sem leið eiga um Ólafsfjarðarmúla. Hægt var að skrá símann sinn hjá Vegagerðinni og fékk viðkomandi þá sent sms-skeyti við öll fjögur viðvör- unarstigin: a) þegar varað er við, b) hættustigi lýst, c) vegi lokað og d) þegar opnað er eftir lokun. Í þessu er fólgið mikið öryggi.    Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð keypti í lok síðasta árs fimm hjartastuðtæki og kom fyrir í byggðarlaginu, nánar tiltekið í Kjör- búðinni, bæði í Ólafsfirði og Siglu- firði, á dvalarheimili aldraðra á Siglu- firði og húsi aldraðra í Ólafsfirði. Þá er tæki í Kiwanishúsinu á Siglufirði. Hugmyndin er að slík tæki séu að- gengileg til fyrstu hjálpar ef íbúar eða gestir verða fyrir áföllum. Stað- Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Kynjahlutföll aðal- og varamanna í nefndum, ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar eru í ellefu til- vikum ekki í samræmi við 15. grein jafnréttislaga, þar sem segir að hlut- fall annars kyns megi ekki vera minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta kem- ur fram í upplýsingum sem Mann- réttindaskrifstofa Reykjavík- urborgar hefur tekið saman um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum borgarinnar. Meðal ráða þar sem meirihluti að- al- og varamanna eru kvenkyns eru borgarráð, fjölmenningarráð, mann- réttindaráð auk velferðarráðs, en hlutfall kvenna í ráðunum er um 70- 80%. Hlutfall karla í íþrótta- og tóm- stundaráði, menningar- og ferða- málaráði auk skóla- og frístundaráðs er á svipuðu reki eða um 80%. Þá eru hlutföll kynja í fimm hverfisráðum borgarinnar ekki í samræmi við jafnréttislög. Í tilkynningu frá Mannréttinda- skrifstofu kemur fram að þrátt fyrir ójafna kynjaskiptingu í fyrr- greindum ráðum sé hlutfallið nánast jafnt þegar á heildina er litið. Hlut- fall kvenna sem eru borgarfulltrúar og aðalmenn í borgarráði, nefndum og stjórnum hjá borginni er 53% og karla 47%. Þegar hlutfall aðalmanna og varamanna er tekið saman þá er hlutfallið það sama eða konur 53% og karlar 47%. Í tilkynningunni segir ennfremur að Mannréttindaskrifstofa hvetji til þess að skipan fulltrúa verði lagfærð í þeim tilvikum sem hún brýtur í bága við lög, enda sé mikilvægt að skipan í nefndir, ráð og stjórnir hjá Reykjavíkurborg sé borginni og kjörnum fulltrúum til sóma. Kynjahlutföll ólög- leg í ellefu tilvikum  Hlutfallið þó jafnt á heildina litið Morgunblaðið/Ófeigur Ráðhúsið Kynjahlutföll í nefndum og ráðum er sums staðar ójafnt. Kristján Þór Júl- íusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðar- mann sinn. Gunnar hóf störf í ráðuneyt- inu í gær. Gunn- ar Atli starfaði sem lögmaður hjá Landslögum lögfræðistofu áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns Kristjáns Þórs. Gunnar Atli er með mag. jur-próf í lögfræði frá Há- skóla Íslands og öðlaðist héraðs- dómsréttindi árið 2017. Gunnar Atli hefur meðal annars starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og lögfræðingur hjá Fjármálaeft- irlitinu. Sambýliskona Gunnars Atla er Brynja Gunnarsdóttir tannlæknir, þau eiga tvö börn. ge@mbl.is Gunnar Atli að- stoðar Kristján Þór Gunnar Atli Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.