Morgunblaðið - 20.01.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 20.01.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Nýjar vörur Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. setning þeirra verður merkt inn á götukort og því dreift á meðal íbúa. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, og fjölskylda færðu í desember hjarta- og lungnaskurð- deild Landspítala að gjöf aðgerð- argleraugu til að sýna myndskeið úr aðgerðum. Gunnar var á deildinni eftir alvarlegt hjartaáfall en er á góðum batavegi og lítur björtum augum til framtíðar. Fyrir meðferð- ina og umönnun á deildinni er þakk- að með gjöfinni.    Síldarminjasafni Íslands barst í desember síðastliðnum við- urkenningarskjal þar sem tilkynnt var að það hefði hlotið verðlaun ferðatímarits Reykjavík Grapevine, Best of Iceland, sem besta safn á Norðurlandi. Þar sagði jafnframt að í dómnefnd hefðu setið þaulreyndir blaðamenn á sviði ferðamennsku sem og heimamenn af hverju land- svæði, ljósmyndarar, ferðalangar, listamenn og fleiri sérfræðingar af ólíkum sviðum. Enn og aftur varð þar gestamet, því árið 2017 sóttu rúmlega 26.000 manns safnið heim. Þar af voru ríflega 62% erlendir ferðamenn.    Tengir hf. á Akureyri og Fjalla- byggð hafa gert með sér samning vegna uppbyggingar á ljósleiðara í dreifbýli Fjallabyggðar.    Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð vilja að flugvöllurinn á Siglufirði verði tekinn aftur í notkun. Flug- stöðin hefur drabbast niður síðan völlurinn var afskráður 16. október 2014. Formaður bæjarráðs segir ótækt að ríkið skili flugvellinum í óhæfu ástandi til baka til sveitarfé- lagsins.    Markaðs- og menningar- nefnd Fjallabyggðar hefur sam- þykkt að tilnefna Sturlaug Krist- jánsson bæjarlistamann Fjallabyggðar 2018. Útnefningin fer fram við hátíðlega athöfn 25. janúar næstkomandi í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Alls eru 43 komur skemmti- ferðaskipa bókaðar til Siglufjarðar á þessu ári, frá 10. maí og til og með 24. september, sem er u.þ.b. tvöföldun frá síðasta ári. Um er að ræða 11 skip, sem eru þessi í stafrófsröð: Al- batros, Hanseatic, Hebridean Sky, Le Soleal, M/S Panorama, National Geographic Explorer, Ocean Dia- mond, Ocean Majesty, Ocean En- deavour, Sea Spirit, Seabourn Quest og Star Pride. Með þeim koma 7.224 farþegar. Hinn 12. júlí verða fjögur skip í höfn og hinn 30. júlí verða þrjú. M/S Panorama mun koma oftast eða alls 16 sinnum og Ocean Diamond þar næst, eða níu sinnum. Stærst er Albatros, með 800 farþega.    Siglufjörður á 100 ára kaup- staðarafmæli 20. maí næstkomandi. Af því tilefni verður Norræna strand- menningarhátíðin haldin í firðinum dagana 4.-8. júlí og mun þá enn bæt- ast við tölu fleyja í Siglufjarðarhöfn. Þjóðlagahátíðin verður sömu daga, í 19. sinn. Er því ljóst að gamli norð- lenski síldarbærinn mun iða af lífi á komandi sumri. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Met Gestamet Síldarminjasafns Íslands var slegið á síðasta ári þegar rúmlega 26.000 manns sóttu það heim. Meirihlutinn var erlendir ferðamenn. Siglufjörður mun iða af lífi í sumar ÚR BÆJARLÍFINU Sigurður Ægisson Siglufirði Vegagerðin kom á síðasta ári á fót viðvörunarkerfi með sms-skeytum um snjóflóðahættu til vegfarenda sem leið eiga um Ólafsfjarðarmúla. Hægt var að skrá símann sinn hjá Vegagerðinni og fékk viðkomandi þá sent sms-skeyti við öll fjögur viðvör- unarstigin: a) þegar varað er við, b) hættustigi lýst, c) vegi lokað og d) þegar opnað er eftir lokun. Í þessu er fólgið mikið öryggi.    Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð keypti í lok síðasta árs fimm hjartastuðtæki og kom fyrir í byggðarlaginu, nánar tiltekið í Kjör- búðinni, bæði í Ólafsfirði og Siglu- firði, á dvalarheimili aldraðra á Siglu- firði og húsi aldraðra í Ólafsfirði. Þá er tæki í Kiwanishúsinu á Siglufirði. Hugmyndin er að slík tæki séu að- gengileg til fyrstu hjálpar ef íbúar eða gestir verða fyrir áföllum. Stað- Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Kynjahlutföll aðal- og varamanna í nefndum, ráðum og stjórnum Reykjavíkurborgar eru í ellefu til- vikum ekki í samræmi við 15. grein jafnréttislaga, þar sem segir að hlut- fall annars kyns megi ekki vera minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta kem- ur fram í upplýsingum sem Mann- réttindaskrifstofa Reykjavík- urborgar hefur tekið saman um hlutfall kynja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum borgarinnar. Meðal ráða þar sem meirihluti að- al- og varamanna eru kvenkyns eru borgarráð, fjölmenningarráð, mann- réttindaráð auk velferðarráðs, en hlutfall kvenna í ráðunum er um 70- 80%. Hlutfall karla í íþrótta- og tóm- stundaráði, menningar- og ferða- málaráði auk skóla- og frístundaráðs er á svipuðu reki eða um 80%. Þá eru hlutföll kynja í fimm hverfisráðum borgarinnar ekki í samræmi við jafnréttislög. Í tilkynningu frá Mannréttinda- skrifstofu kemur fram að þrátt fyrir ójafna kynjaskiptingu í fyrr- greindum ráðum sé hlutfallið nánast jafnt þegar á heildina er litið. Hlut- fall kvenna sem eru borgarfulltrúar og aðalmenn í borgarráði, nefndum og stjórnum hjá borginni er 53% og karla 47%. Þegar hlutfall aðalmanna og varamanna er tekið saman þá er hlutfallið það sama eða konur 53% og karlar 47%. Í tilkynningunni segir ennfremur að Mannréttindaskrifstofa hvetji til þess að skipan fulltrúa verði lagfærð í þeim tilvikum sem hún brýtur í bága við lög, enda sé mikilvægt að skipan í nefndir, ráð og stjórnir hjá Reykjavíkurborg sé borginni og kjörnum fulltrúum til sóma. Kynjahlutföll ólög- leg í ellefu tilvikum  Hlutfallið þó jafnt á heildina litið Morgunblaðið/Ófeigur Ráðhúsið Kynjahlutföll í nefndum og ráðum er sums staðar ójafnt. Kristján Þór Júl- íusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hefur ráðið Gunnar Atla Gunnarsson sem aðstoðar- mann sinn. Gunnar hóf störf í ráðuneyt- inu í gær. Gunn- ar Atli starfaði sem lögmaður hjá Landslögum lögfræðistofu áður en hann tók við starfi aðstoðarmanns Kristjáns Þórs. Gunnar Atli er með mag. jur-próf í lögfræði frá Há- skóla Íslands og öðlaðist héraðs- dómsréttindi árið 2017. Gunnar Atli hefur meðal annars starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og lögfræðingur hjá Fjármálaeft- irlitinu. Sambýliskona Gunnars Atla er Brynja Gunnarsdóttir tannlæknir, þau eiga tvö börn. ge@mbl.is Gunnar Atli að- stoðar Kristján Þór Gunnar Atli Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.