Morgunblaðið - 20.01.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 20.01.2018, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Öflug innanlandsmót: Skák-þing Reykjavíkur 2018,Skákhátíð MótX Kópavogiog Skákþing Akureyrar 2018, eru komin á dágóðan rekspöl. Á Skákþingi Reykjavíkur hafa þrjár umferðir verið tefldar og eru í efsta sæti með fullt hús Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson og Stefán Bergsson. Á MótX-skákhátíðinni eru þeir stigahæstu efstir; Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann Hjartarson hafa unnið báðar skákir sínar. Staðan í þessu móti er alltaf dálítið óljós því þátttakendur eiga kost á hálfs vinn- ings yfirsetu þrisvar í sjö umferðum og mun t.d. Hjörvar Steinn ekki tefla í næstu umferð. Í B-riðli eru Gauti Páll Jónsson og Siguringi Sigurjónsson efstir með tvo vinninga en hjá Hvítum hröfnum er dálítið um frestanir en Júlíus Frið- jónsson er efstur eins og staðan er með 1½ vinning úr tveimur skákum. Skákþing Akureyrar er nú haldið í 80. skipti, en Skákfélag Akureyrar fagnar brátt 100 ára afmæli sínu. Rún- ar Sigurpálsson tekur þátt í þinginu aftur en sigurstranglegastan verður að telja Jón Kristin Þorgeirsson. Magnaður Anand í Wijk aan Zee Skákhátíðin í Wijk aan Zee, sem tekur nafn sitt eftir aðalkostanda þess, stáliðjuverinu Tata Steel, dreg- ur að venju til sín nær alla bestu skák- menn heims með heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar. Hann hefur unnið mótið oftar en nokkur annar eða fimm sinnum. Eftir fimm umferðir hefur hann skipað sér í hóp efstu manna en þó aðeins unnið eina skák og taflmennska hans verið fremur tilþrifalítil. Staða efstu manna: 1.-3. Anand, Giri og Mamedyarov 3½ v. (af 5) 4.-6. Magnús Carlsen, Kramnik og So 3 v. Keppendur eru 14 talsins. Frískleg taflmennska gamla heims- meistarans Wisvanathans Anands hefur vakið mikla athygli, en á dög- unum varð hann heimsmeistari í at- skák. Hið létta handbragð hans naut sín í viðureigninni við Fabiano Ca- ruana, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Hollandi: Wijk aan Zee 2018; 4. umferð: Wisvanathan Anand – Fabiano Ca- ruana Petroffs-vörn 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. 0-0 0-0 8. c4 c6 9. Dc2 Ra6 10. a3 Bg4 11. Re5 Þessi staða er er ekki ný af nálinni og útheimtir gríðarlega undir- búningsvinnu. Hér hefur áður verið leikið 11.… Bxe5 12. dxe5 Rac5 13. f3 Rxd3 14. Dxd3 Rc5 15. Dd4 Rb3 16. Dxg4 Rxa1 17. Bh6 g6 18. Rc3 með af- ar óljósri stöðu. Það kom á óvart að Caruana skyldi velja leik sem ekki hefur gefist vel. 11. … Bf5!? 12. b4 Rc7 13. f3 Bg6 14. c5 Bxe5 15. dxe5 Rg5 16. Bb2 d4?! Hyggst hasla sér völl á e3 en hvítur er fyrri til. „Houdini“ telur 16. … a5 betra. 17. f4! Rd5 18. fxg5 Re3 19. Dd2 Bxd3 20. Dxd3 Rxf1 21. Kxf1 Dxg5 22. Rd2 Dxe5 23. Rf3 Dh5 24. Dxd4 f6 25. Dc4 Kh8 26. Bc1! Vel leikið. Anand veit auðvitað að biskup og riddari eiga erfitt upp- dráttar gegn hrók og peði, einkum ef línur eru opnar. Biskupinn stefnir skónum á d6 þar sem hróknum er haldið niðri. 26. … Hfe8 27. Bf4 a5 28. Bd6 axb4 29. Dxb4 Dd5 30. Dxb7 h6 31. Kg1 Ha4 32. h3 Hc4 33. Db2 Dd3 34. Ha2 Dd1 35. Kh2 Hc1 36. a4! Kóngsstaðan er alveg örugg og frí- peðið skundar af stað. 36. … f5 37. Db7 f4 38. Bxf4 Hxc5 39. Hd2 Dxa4 40. Df7 Hg8 41. Be5! Hótar t.d. 42. Hd8. 41. … Dc4 42. Hd6! Glæsilega leikið, 42. … Dxf7 er svarað með 43. Hxh6 mát. Caruana gafst því upp. Hjörvar og Jóhann efstir á skákhátíð MótX Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Kærleikurinn spyr ekki um eigin hag og er ekki á eigin forsendum. Hann segir ekki, þegar mér hentar, þegar ég vil eða nenni og þá þegar ég fæ sem mest út úr honum á móti. Nei, kærleikurinn hlustar og sér með hjartanu. Hann opnar hjarta sitt fyrir neyð náungans, án þess að spyrja um rök eða ástæður. Um leið og hann er brotthvarf úr sjálfinu leiðir hann til sjálfsmeðvitundar. Hann nær út fyrir öll hags- munasamtök og allar pólitískar samfylkingar. Kærleikurinn er flæðandi en honum fylgir sjálfsagi. Hann er miskunnsamur. Hann virðir mörk og hann er ekki sjálf- hverfur. Hann er umhyggja frá innstu hjartans rótum. Hann uppörvar og hvetur. Því hann á upp- sprettu í hinni tæru lind lífsins. Hann breytir refsingu í fyrirgefningu. Er fórnfús og spyr ekki um endurgjald. Kærleikurinn kemur í veg fyrir ósætti. Hann flytur frið og leitar sátta. Hann stuðlar að gleði og veitir fögn- uð. Gleði og fögnuð sem byggð eru á djúpri alvöru sem leiðir til var- anlegrar hamingju. Hamingju sem umbreytir hjörtum fólks svo það leitast við að snúa sér frá ranglæti og óréttvísi og inn í ljós sannleikans. Kærleikurinn stuðlar að skilningi, er nærgætinn, al- úðlegur og hlýr. Hann er í senn gjafmildur og þakklátur. Hann veitir hjörtunum frið. Eilífan frið sem er æðri mannlegum skilningi. Kærleikurinn fer ekki í mann- greinarálit og tekur sér ekki frí. Hann er ekki aðeins falleg orð heldur lætur hann verkin tala. Hann umvefur og faðmar. Í honum er fólgin lausn, sigur og ólýsanlegur lækningamáttur. Svo veldur hver á heldur. Með einlægri kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Með kærleikann að leiðarljósi Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Kærleikurinn er flæðandi en honum fylgir sjálfsagi. Hann er miskunnsamur, virðir mörk. Hann ekki sjálfhverfur, er um- hyggjusamur, upp- örvar og hvetur. Höfundur er ljóðskáld og rithöf- undur og aðdáandi lífsins. 588 90 90 · eignamidlun.is SUNNUSALURINN HÓTEL SÖGU Til leigu Sunnusalurinn á Hótel Sögu er til leigu. Stærð er um 289 fm. Salurinn er á götuhæð í suðurenda hótelsins. Sér inngangur. Salurinn gæti hentað vel fyrir verslun (verslanir) og skrifstofur. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali sverrir@eignamidlun.is Hilmar Hafsteinsson löggiltur fasteignasali og löggiltur leigumiðlari hilmar@eignamidlun.is ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA SENDIÐ TÖLVUPÓST TIL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.