Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 31
MESSUR 31á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Nú-
palind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söng-
ur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló
Sklenár. Sunnudagaskóli á sama tíma í safn-
aðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar Helgadótt-
ur og Benjamíns Gísla Einarssonar.
ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í
umsjá Sigurðar Jónssonar sóknarprests,
Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Dags
Fannars Magnússonar guðfræðinema. Brúður,
bænir, söngur, sögur.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Árna
Heiðars Karlssonar. Prestur er Kjartan Jónsson
og meðhjálpari Sigurður Þórisson. Sunnudaga-
skóli á sama tíma undir stjórn Sigríðar S. Jóns-
dóttur. Hressing og samfélag á eftir.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stundinni
hefur Sigrún Ósk.
BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Org-
anisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Þorbjörn
Hlynur Árnason.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Gísli Jónasson sóknarprestur
kvaddur. Sr. Magnús Björn Björnsson og Þórey
Dögg Jónsdóttir þjóna ásamt messuþjónum.
Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar
Magnússonar organista. Sóknarnefnd Breið-
holtssóknar býður til veislu eftir messu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Ragnar Bjarni, Hreiðar Örn, Helga Vilborg og
Pálmi leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Kór
Bústaðakirkju syngur undir stjórn Antoniu He-
vesi. Messuþjónar aðstoða. Prestur Pálmi
Matthíasson. Kaffi eftir messu.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
Gunnar Sigurjónsson. Organisti Sólveig Sigríð-
ur Einarsdóttir. Kammerkór Digraneskirkju. Ein-
söngur Marteinn Snævarr Sigurðsson. Sunnu-
dagaskóli í kapellu á neðri hæð. Veitingar í
safnaðarsal að messu lokinni.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Sveinn
Valgeirsson prédikar, Dómkórinn og organisti er
Kári Þormar. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu hjá
Ólafi og Sigurði. Stund í tali og tónum kl. 16,
Gunnar Kvaran og Haukur Guðlaugsson. Æðru-
leysismessa kl. 20.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl
Ágústsson þjónar og predikar. Pétur Ragnhild-
arson og Ásta Guðmundsdóttir taka á móti
börnunum í sunnudagaskólann. Organisti Arn-
hildur Valgarðsdóttir, einsöngur Arnþrúður Ösp
Karlsdóttir. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir.
Kaffisopi eftir stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson
safnaðarprestur leiðir stundina. Fermingarbörn
taka þátt. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tón-
listina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista.
Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álf-
heiðar Björgvinsdóttur. Við hvetjum fjölskyldur
fermingarbarna til að mæta og vera með börn-
um sínum í guðsþjónustunni.
Verið öll hjartanlega velkomin.
GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli
kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Sr. Gunnlaugur
Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng
undir stjórn Valmars Väljaots. Sunnudagaskóli í
umsjón Sunnu Kristrúnar Gunnlaugsdóttir
djákna.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Arna Ýrr Sigurðardóttir og sr. Grétar Halldór
Gunnarsson þjóna. Kór Grafarvogskirkju leiðir
söng og organisti er Hákon Leifsson. Eftir
messuna er fundur með fermingarbörnum úr
Kelduskóla, Rimaskóla og Vættaskóla og for-
eldrum þeirra. Sunnudagaskóli á neðri hæð
kirkjunnar kl. 11. Brúðuleikhús, söngvar, sögur
og límmiðar. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurð-
ardóttir og Aldís Rut Gísladóttir. Undirleikari er
Stefán Birkisson.
GRAFARVOGUR – KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG |
Selmessa kl. 13. Séra Grétar Halldór Gunn-
arsson þjónar. Vox Populi leiðir söng og org-
anisti er Hilmar Örn Agnarsson.
GRENSÁSKIRKJA | Samkirkjuleg guðsþjón-
usta kl. 11 í tilefni af alþjóðlegri samkirkjulegri
bænaviku fyrir einingu kristninnar. Sr. María
Ágústsdóttir og sr. Arna Grétarsdóttir, fulltrúar
þjóðkirkjunnar í Samstarfsnefnd kristinna trú-
félaga á Íslandi þjóna og prédika. Fulltrúar ann-
arra trúfélaga lesa lestra og bænir ásamt
messuþjónum. Samskot til HÍB. Organisti Ásta
Haraldsdóttir og kirkjukórinn syngur. 9 ára stúlk-
ur úr Suzukitónlistarskólanum leika á fiðlu.
Kaffi og meðlæti fyrir og eftir messu. Bæna-
stund kl. 10.15. Daníel og Sóley með sunnu-
dagaskóla kl. 11. Hversdagsmessa fimmtudag
kl. 18.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs-
þjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta
klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Séra Anna Sig-
ríður Pálsdóttir þjónar. Grundarkórinn leiðir söng
undir stjórn Kristínar Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjón-
usta og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur Leifur
Ragnar Jónsson, organisti Hrönn Helgadóttir og
kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudagaskóli er í
umsjá Sigurðar Óskars og Hákons Darra. Ferm-
ingarbörn úr Sæmundarskóla taka þátt í mess-
unni og foreldarar þeirra bjóða upp á veitingar
með kaffinu eftir messu. Kirkjuvörður Lovísa
Guðmundsdóttir og meðhjálpari Guðný Aradótt-
ir. Fermingarbörn úr Sæmundarskóla máta
fermingarkyrtlana eftir messuna.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjarts-
syni. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr
Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er
Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs Inga
Harðardóttir. Í messunni verða afhent framlög til
Hjálparstarfs kirkjunnar og Kristniboðs-
sambandsins. Bænastund mánud. kl. 12.10.
Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Ár-
degismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimm-
tud. kl. 12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kórinn
Hljómfélagið leiðir messusöng undir stjórn Fjólu
Kristínar Nikulásdóttir. Organisti Steinar Logi
Helgason. Prestur Eiríkur Jóhannsson.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sunnudagaskóli í
kirkjunni kl. 11. Ekki er hefðbundin messa á
sama tíma. Um samveruna sjá Markús og Heið-
björt.
HRUNAKIRKJA | Dægurlagamessa kl. 20.30.
Messuform brotið eilítið upp og kórinn syngur
sálma í bland við dægurlög. Stjórnandi Stefán
Þorleifsson.
HVALSNESSÓKN | Sólrisumessa í Safn-
aðarheimilinu í Sandgerði kl. 14. Hljómsveitin
Suðurnesjamenn annast tónlistina. Sólrisukaffi
Kvenfélagsins Hvatar í Samkomuhúsinu að
messu lokinni í samstarfi við FEBS. Sameig-
inleg messa fyrir báðar sóknir.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Íslensk guðs-
þjónusta í Västra Frölundakirkju kl. 14. Íslenski
kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn
Lisa Fröberg. Altarisganga. Prestur er Ágúst Ein-
arsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi
eftir guðsþjónustu.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja og al-
menn samkoma með lofgjörð. Ólafur H. Knúts-
son prédikar. Heilög kvöldmáltíð. Kaffi og sam-
félag eftir stundina.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
14. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn
Kjartans Jósefssonar Ognibene. Prestur er
Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir.
Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi segir frá starfi
Hjálparstarfs kirkjunnar. Þátttöku ferming-
arbarna og aðstandenda þeirra er sérstaklega
vænst.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11,
sr. Fritz Már þjónar ásamt messuþjónum. Eftir
guðsþjónustu verður súpusamfélag í kirkju-
lundi.
Miðvikudag kl. 12 er kyrrðarstund í Kapellu
vonarinnar, súpa og brauð eftir stundina. Kl.
13 leiðir sr. Toshiki Toma bænastund fyrir inn-
flytjendur og flóttafólk.
Kirkja heyrnarlausra | Messa kl. 14. Tákn-
málskórinn leiðir söng undir stjórn Eyrúnar
Ólafsdóttur. Prestur Kristín Pálsdóttir. Mola-
sopi eftir messu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur pré-
dikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju
syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors
kirkjunnar. Sunnudagaskólinn hefst á sama
tíma í safnaðarheimilinu Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl.
11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og undirleik
annast Bryndís Baldvinsdóttir. Barnakórinn
Graduale Liberi syngur fyrir kirkjugesti undir
stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur. Aðalsteinn
Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar
aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og ávextir
eftir stundina. Starf eldri borgara fer fram alla
miðvikudaga kl. 12-15.30.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. El-
ísabet Þórðardóttir organisti og Kór Laug-
arneskirkju. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir
altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safn-
aðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á
eftir.
Fimmtudagur. Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist,
hugvekja, altarisganga og fyrirbænir. Súpa í
safnaðarheimilinu á eftir. Helgistund kl. 14 Fé-
lagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20 með sr. Davíð
Þór og Elísabetu. Helgistund kl. 16 Hásalnum
Hátúni 10 með sr. Davíð Þór og Hjalta Jóni.
LÁGAFELLSKIRKJA | Kvöldsöngvar við upp-
haf þorra er yfirskrift guðsþjónustu kl. 20.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur kvöldsöngva
undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.
Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar og
þjónar fyrir altari.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Fé-
lagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Org-
anisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli
S. Ólafsson. Umsjón sunnudagaskóla Ása
Laufey, Katrín, Heba og Ari. Samfélag og kaffi-
sopi eftir messu.
ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Nemendur úr Tón-
listarskólanum, biblíusaga, mikill söngur og af-
mælisbörn.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam-
komur Salts og SÍK alla sunnudaga kl. 17 í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3.
hæð, Hver er ég? Ræðumaður er sr. Ragnar
Gunnarsson. Barnastarf. Túlkað á ensku.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ninna
Sif Svavarsdóttir þjónar, kór kirkjunnar syngur,
organisti Edit Molnár. Sunnudagaskóli á sama
tíma í umsjón Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur og
leiðtoga úr æskulýðsstarfinu. Súpa í safn-
aðarheimilinu að messu lokinni gegn vægu
gjaldi.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Org-
anisti Tómas Guðni Eggertsson. Kór Selja-
kirkju leiðir safnaðarsöng. Prestur Kristinn
Ágúst Friðfinnsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjón-
ar. Organisti safnaðarins leikur. Leiðtogar sjá
um sunnudagaskólann og félagar í Kamm-
erkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar
og samfélag eftir athöfn.
STOKKSEYRARKIRKJA | Messa sunnudag
kl. 11. Nýjar myndir og spjall við börnin í miðri
messu. Kór Stokkseyrarkirkju syngur. Org-
anisti og kórstjóri er Haukur Arnarr Gíslason.
Sr. Kristján Björnsson
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli og
messa kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og
þjónar ásamt félögum úr Kór Vídalínskirkju, Jó-
hanni Baldvinssyni organista og messuþjón-
um. Molasopi og djús í messulok.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Tónlistar-
guðsþjónusta kl. 11. Guðrún Árný syngur.
Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Maríu og Bryn-
dísar. Veitingar eftir messu í safnaðarsalnum.
ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11.
Hafdís og Guðmundur sjá um stundina.
(Matt. 8)
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafsvíkurkirkja, Ólafsvíkurprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Vígð 19. nóvember 1967.
Orð dagsins: Jesús gekk
ofan af fjallinu.
Ég hef ákveðið að
gefa kost á mér í leið-
togakjöri Sjálfstæð-
isflokksins. Vil ég með
þessu bréfi vekja at-
hygli á þeim ástæðum
sem lágu þar að baki.
Fyrir það fyrsta tel
ég að hefðbundna
stjórnmálamenn
skorti kjark til þess að
takast á við þau
vandamál sem eru aðkallandi á sviði
stjórnmálanna. Hinir hefðbundnu
stjórnmálamenn virðast engan veg-
inn þora að taka til umræðu erfið
mál og tala máli skattgreiðenda.
Sem er kannski ástæðan fyrir fall-
andi trausti og stjórnmáladoða.
Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri.
Það er vissulega auðvelt að ganga
með veggjum og kóa með vitleys-
unni en hverju hefur það skilað,
hverju hefur það áorkað? Afborg-
anir af lánum borgarinnar nálgast
fimmtán milljarða á næsta ári.
Fimmtán milljarða. Hvorki meira
né minna en samt þorir enginn að
nefna einu leiðina sem fær er; alger
áherslubreyting samhliða nið-
urskurði. Ég legg áherslu á að
hygla hinum duglega, að fækka
borgarstarfsmönnum og að menn
beri ábyrgð á sínu líferni. Það er
óréttlátt að reykvískir skattgreið-
endur séu að halda uppi ólifnaði og
ábyrgðarleysi annarra.
Ég hef sagt að skattborgarinn
eigi ekki að borga fyrir fólk í sjálfs-
tortímingu og mun ég skera niður
við trog í þessum málaflokki. Það er
undarlegt að hugsa til þess að út-
lendir rónar ferðist heimshorna á
milli til þess að leggjast á félagslega
kerfið hér í Reykjavík en þetta er
raunin. Reykjavík virðist stefna í að
verða einhverslags félagsleg rusla-
kista fyrir menn í sjálfstortímingu.
Á minni vakt verður félagsleg að-
stoð skorin niður við nögl. Vænt-
anlega mun mannréttindaskrifstofa
borgarinnar súpa hveljur en óttist
ekki, það mun verða mitt fyrsta
verk að loka henni.
Samhliða fyrrnefndum niður-
skurði mun ég taka til í út-
gjaldaaukningunni og skapa fjár-
hagslega hvata fyrir uppbyggingu á
íbúðarhúsnæði. Sjálfur hef ég verið
að byggja hús allt mitt líf og ég
kann að byggja. Að byggja hefur
verið mitt lifibrauð. Ég veit hvernig
hægt er að skapa hvatana. Ég veit
líka hvernig borgaryfirvöld standa í
vegi fyrir uppbyggingu á íbúðar-
húsnæði með þunglamalegu kerfi og
óhóflegum gjöldum.
Það kerfi mun ég
brjóta niður og sam-
hliða fella niður óþarfa
gjöld sem hafa allt of
lengi legið eins og til-
beri á hinum duglega.
Gjöld, skattar og reglu-
verk eru farin að hamla
nýbyggingu íbúðar-
húsnæðis og stjórn-
málamenn hafa meira
að segja viðurkennt
það þótt þeir virðist að-
eins vilja tala um vandann en ekki
bregðast við honum.
Samgöngumál höfuðborgarinnar
eru í algjörum ólestri og skapa
mikla og óþarfa mengun. Rándýr
verkefni á borð við borgarlínu þarf
að stöðva og leggja þarf þess í stað
áherslu á betri vegi, umferð sem
flæðir og skattalega hvata fyrir at-
vinnuuppbyggingu í efri byggðum.
Lækkun eða niðurfelling fasteigna-
gjalda á átvinnuhúsnæði í efri
byggðum þarf að skoða með það
fyrir augum. Skaði jafnaðarmanna á
samgöngukerfinu er mikill og hug-
myndafræði þeirra sem gengur út á
að neyða fólk til þess að taka strætó
hefur beðið algjört skipbrot.
Reykjavík er höfuðborg lands-
manna og flugvöllurinn í Reykjavík
er flugvöllur allra landsmanna og
tenging landsmanna við höfuðborg-
ina. Flugvöllurinn á auðvitað að
vera þar sem hann er.
Það er fyrir löngu kominn tími á
að stjórnmálamenn tali tæpitungu-
laust um aðkallandi vanda. Mikil-
vægt er að taka til í þeirri óreiðu
sem einkennir Reykjavíkurborg í
dag. Fjármálin eru í ólestri á sama
tíma og jafnaðarmenn ausa fjár-
munum í gæluverkefni sín.
Nauðsynlegt er að bjóða upp á
valkost sem er tilbúinn að taka til í
rekstrinum og skera niður í því
óhófi sem hefur verið stundað síð-
ustu ár. Of lengi hafa jafnaðarmenn
ausið miklu fjármagni í yfirbygg-
ingu, nefndir og gæluverkefni sem
betur færu í grunnstoðir borgar-
innar eða í hendur harðduglegra
skattgreiðenda sem jafnaðarmenn
vilja reyna að blóðmjólka um hverja
krónu.
Ég mun verða martröð jafn-
aðarmannsins.
Eftir Viðar
Guðjohnsen
Viðar Guðjohnsen
»Ég mun verða martröð
jafnaðarmannsins.
Höfundur er leigusali og frambjóð-
andi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokks-
ins.
Bréf til Reykvíkinga
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Atvinnublað alla laugardaga
mbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?