Morgunblaðið - 20.01.2018, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
✝ Vésteinn Berg-jón Arngríms-
son fæddist á
Smyrlhóli í Hauk-
dal Dalasýslu 15.
september 1941.
Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands Akra-
nesi 7. janúar 2018.
Foreldrar Vé-
steins voru Sólveig
S. Jósefsdóttir, f.
23.4. 1908, d. 23.12. 1987, og
Arngrímur Magnússon, f. 17.10.
1896, d. 22.7. 1984. Alsystkini
Vésteins eru Vésteinn, f. 1937,
d. 1943, Gunnlaug Magna, f.
1946, Magnús Oddur f. 1947.
Sammæðra Gunnlaugur Guð-
jónsson, f. 1929, d. 1946. 31.des-
ember 1968 opinberuðu Vé-
steinn og Erna Kristín
Hjaltadóttir, f. 21.3. 1950, frá
Hjarðarholti, síðar Hróðnýj-
arstöðum í Dölum, trúlofun sína.
Vésteinn og Erna giftust 14.
september 1974 . Börn þeirra
eru: Hjalti, f. 9.10. 1968, kvænt-
ur Lindu Traustadóttir. Börn
búið í alla tíð síðan. Vésteinn
vann þar öll verk fyrir utan raf-
magn og pípulagnir, ásamt hjálp
sveitunga og vina. Árið 1972
tóku þeir bræður Vésteinn og
Magnús við búskapnum á Fells-
enda af foreldrum sínum, ásamt
konum sínum, systrunum Ernu
og Báru. Bjuggu þau félagsbúi
allt til ársins 2006 þegar þau
þurftu að hætta búskap sökum
veikinda Vésteins. Magnús og
Bára hættu þá líka búskap og
Hjalti Vésteinsson og Linda
Traustadóttir tóku við. Vésteinn
og Erna áttu þó áfram heima á
Fellsenda og fengu að hjálpa til
við búskapinn eins og heilsa og
geta leyfði. Vésteinn var í
U.M.F. Æskunni í mörg ár og
einnig í sóknarnefnd Kvenna-
brekkukirkju og um tíma með-
hjálpari þar. Í desember 2005
veiktist Vésteinn mikið sökum
sýkingar í blóði og þurfti að
dvelja á hinum ýmsu sjúkra-
stofnunum fram í júní 2006. Á
fætur komst hann og átti góð 10
næstu ár. Árið 2016 greindist
hann með nýrnabilun og var í
svokallaðri kviðskilunarmeð-
ferð sem hægt var að fram-
kvæma heima.
Útför Vésteins fer fram frá
Kvennabrekkukirkju í dag, 19.
janúar 2018, og hefst klukkan
14.
þeirra eru Erna og
Atli. Berglind, f.
4.2. 1970, gift Finn-
boga Harðarsyni.
Börn þeirra eru Vé-
steinn Örn, Har-
aldur Ingi og Haf-
dís Ösp. Gunn-
laugur, f. 1.4. 1974,
kvæntur Ástu Guð-
rúnu Guðbrands-
dóttir. Barn þeirra
er Björn Þór.
Vésteinn ólst upp hjá for-
eldrum sínum,fyrst á Smyrlhóli í
Haukadal til ársins 1946, síðan
eitt ár í Keflavík og eitt ár í
Gaulverjabæ í Flóa. Árið 1948
fluttist fjölskyldan að Fellsenda
í Dalasýslu. Vésteinn gekk í far-
skóla í sveitinni og var svo tvo
vetur í Reykholtsskóla 1958-
1960. Á árunum 1960-1968 vann
hann hjá Kaupfélagi Hvamms-
fjarðar í sláturhúsi, á skrifstofu
og trésmíðaverkstæði ásamt því
að aðstoða foreldra sína í bú-
skapnum. Árið 1968 hófu þau
Erna byggingu íbúðarhús sem
þau fluttu í í júlí 1970 og hafa
Elsku hjartans ástin mín.
Í fimmtíu ár höfum við geng-
ið götu lífsins saman í leik og
starfi.
Minningarnar streyma fram-
,börnin alast upp, búskapurinn,
samverustundir fjölskyldu og
vina, barnabörnin sex og öll
ferðalögin okkar vítt og breitt
um landið.
Það var líka yndislegt að fá
að vaka saman í sauðburði á
vorin. Að sjá sólina koma upp
og taka á móti lömbunum var
okkur mjög kært. Þú varst
ótrúlega laginn við að hjálpa
þeim í heiminn ef eitthvað bar
ekki rétt að. Haustin voru líka
skemmtilegur tími.
Þegar þú fórst með fullan bíl-
inn (Grána gamla) af barna-
börnum og öðrum ungmennum í
fyrirstöðu á Reykjadal.
Ég veit að það var þér erfitt
síðastliðið haust að geta ekki
tekið þátt í því sökum veikinda
þinna.
Elsku ástin mín, nú ertu laus
við allar þrautir og ég veit þú
vakir yfir öllum. Góða nótt
elsku hjartað mitt og guð geymi
þig alla tíð.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á að eins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum)
Þín að eilífu,
Erna.
Elsku hjartans pabbi minn.
Með englum Guðs nú leikur þú
og lítur okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga,
að fara það ég skil.
Og þegar geislar sólar
um gluggann skína inn
þá gleður okkur minning þín,
elsku pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Þín dóttir
Berglind.
Ég minnist Vésteins tengda-
föður míns með miklu þakklæti
fyrir allar þær góðu stundir
sem við áttum saman og hve
gott var fyrir börnin okkar að
fá að alast upp með hann í
næsta nágrenni.
Ég minnist hans sem rólegs
og yfirvegaðs einstaklings með
góðan húmor og skemmtilegan
hlátur sem auðvelt er að smit-
ast af, auðsótt var að fá hjálp
hans og bauð hann upp á „sér-
fræðiráðgjöf“ eins og hann orð-
aði það og glotti við, en það var
engin vitleysa sem kom frá hon-
um og var hann fær um að leið-
beina á fleiri sviðum en véla-
viðgerðum þó að þær væri
honum kærast.
Er hann var yngri var hann
ágæt grenjaskytta og var oft
kallaður til með riffilinn til að
fást við refi sem erfiðlega gekk
að ná.
Einnig hafði hann unnið tals-
vert í byggingarvinnu og átti
auðvelt með að tileinka sér þau
fræði eins og annað.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Ég vil votta Ernu tengda-
móður minni, börnum hennar
og fjölskyldum þeirra samúð
mína.
Finnbogi.
Elsku afi.
Orð fá ekki lýst því hversu
mikið þín verður saknað. Ég vil
ekki trúa að ég muni aldrei fá
að sitja með þér í Gamla Grána
aftur leiðina inn í Reykjadal eða
fá ráð hjá þér með bíla. Allar
minningar sem ég hef af þér
geymi ég í hjarta mínu. Ég mun
ávallt líta upp til þín.
Það er stórt skarð sem þarf
að fylla með að bera nafnið Vé-
steinn og ég vona bara að ég
nái að fylla upp í helming þess,
elsku hjartans afi minn.
Ó, hjartans afi, öll þín heitt við
söknum
því enginn var eins góður á okkar
braut.
Á angurs nótt og vonar morgni er
vöknum
þá vakir andi þinn í gleði og þraut
og „gleim mér ei“ að þínu lága leiði
við leggjum hljótt og brosum gegn-
um tár,
sem maísól, er brosir blítt í heiði
þú blessar okkar stundir daga og ár.
(H.P.)
Saknaðarkveðja,
þinn nafni
Vésteinn Örn.
Hann afi Vési er dáinn og
það töluvert fyrr en við bjugg-
umst við.
Eins lengi og við systkinin
munum hafa afi Vési og Erna
amma verið stór hluti af okkar
daglega lífi og lengst af búið í
næsta húsi við okkur í sveitinni.
Næstum því hvenær sem var
gátum við skroppið út í skemmu
og heilsað upp á afa, þar sem
hann var eitthvað að brasa við
vélar.
Nú, eða hitt ömmu ef við
höfðum minnsta grun um að
hún væri að steikja kleinur eða
ástarpunga.
Að alast upp í sveitinni í
næsta húsi við afa sinn og
ömmu finnst okkur vera forrétt-
indi sem við erum afskaplega
þakklát fyrir.
Í sveitinni er líka margt að
gera og smalamennska að
hausti er uppfull af ævintýrum.
Þegar við vorum lítil og verið
var að smala áttum við fast
pláss hjá afa Vésa í „Grána“,
gamla Toyota-jeppanum hans.
Afi Vési var ráðagóður í
smalamennsku sem og öðru og
það sem hann ekki komst á
tveimur jafnfljótum fór hann
óhikað á „Grána“.
Þegar við héldum að sumar
kindurnar hefðu náð að snúa á
afa gaf hann hressilega í upp
snarbratt barðið eða niður í gil-
skorning og komst þannig fyrir
þær svo að þær gáfust upp og
runnu heim bakkana. Það kom
stundum fyrir að okkur fannst
„Gráni“ hallast fullmikið til hlið-
ar og sjálfsagt hefur komið á
okkur skelfingarsvipur. Þá
sagði afi Vési alltaf:
„Þetta er allt í lagi, krakkar
mínir, ég er svo vanur.“ Og það
var auðvitað rétt hjá honum því
hans ævistarf var að vera bóndi
sem hafði gaman af að vera inn-
an um dýr og einstakt lag á að
gera við vélar og bíla.
Elsku Erna amma, missir
þinn er mikill en þá er dýrmætt
að eiga góðar minningar um afa
Vésa.
Erna og Atli Hjaltabörn.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Í dag þegar við kveðjum
Vésa bróður og mág viljum við
minnast allra áranna sem við
bjuggum saman félagsbúi á
Fellsenda.
Þar var aldrei spurt um hver
gerði hvað eða hver ætti hvað.
Allt var unnið í samvinnu og þó
ekki værum við alltaf sammála
bar aldrei skugga á samstarf
okkar.
Síðasta ár var honum erfitt
vegna veikindanna, þótt ýmsu
væri vanur frá fyrri tíð þar sem
hann hafði reynslu af sex mán-
aða sjúkrahúsvist fyrir 12 árum.
En hann stóð meðan stætt
var og kom oft og iðulega í
kaffisopa til okkar að Leiðar-
enda síðastliðið sumar.
Allan þennan tíma hefur
Erna staðið eins og klettur við
hlið hans og ekkert vílað fyrir
sér, svo að aðdáunarvert er.
Öllum símtölum okkar
bræðra og morgunkaffisopunum
er lokið og við minnumst þess
með þakklæti.
Elsku Erna, Hjalti, Berglind,
Gunnlaugur, tengdabörn og
barnabörn, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Minningin lifir.
Magnús og Bára
frá Fellsenda.
Vésteinn Bergjón
Arngrímsson
HINSTA KVEÐJA
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði.
Linda Traustadóttir.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Sigrún Óskarsdóttir,
guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GARÐAR SVEINBJARNARSON
frá Ysta-Skála,
Hlíðarhúsum 7, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 9. janúar á hjúkrunar-
heimilinu Eiri.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 22. janúar
klukkan 11.
Kjartan Garðarsson Antonía Guðjónsdóttir
Guðbjörg Garðarsdóttir Stefán Laxdal Aðalsteinsson
Anna Birna Garðarsdóttir Jón Ingvar Sveinbjörnsson
Guðrún Þóra Garðarsdóttir Sigurjón Ársælsson
Sigríður Garðarsdóttir Stefán Þór Pálsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur sonur okkar, bróðir, frændi
og barnabarn,
EMIL ARNAR REYNISSON,
Hringbraut 2b,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 14. janúar.
Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn
29. janúar klukkan 13.
Guðlaug Gestsdóttir
Jón Hinrik Hjartarson
Reynir Guðmundsson
Jón Aron, Adam Örn, Guðrún Marín
Eggert, Katrín, Eva Irena
Guðrún Arndal Guðmundur Gunnarsson
og systkini
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
HÖRÐUR ALBERTSSON,
Ennishvarfi 12, Kópavogi,
lést á Landspítalanum 12. janúar.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 25. janúar klukkan 13.
Ilona Karlashchuk
Ilanita Jósefína Harðardóttir
Milagros Ísold Harðardóttir
Berglind Ólafsdóttir Svavar Egilsson
Jóhann Albert Harðarson Jóhanna Kristín Steinsdóttir
Edda Austmann Harðardóttir Gunnar Ingi Jóhannsson
Þórhalla Austmann Harðard. Björn Ólafur Ingvarsson
barnabörn og aðrir aðstandendur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GRÉTAR L. STRANGE
rafvélavirkjameistari,
Hjallaseli 25,
sem lést miðvikudaginn 10. janúar, verður
jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 23. janúar klukkan 13.
Edda Ásta Sigurðardóttir Strange
Sigurður Strange Harpa Kristjánsdóttir
Guðrún Strange Hilmar Snorrason
Hannes Strange Bryndís Björnsdóttir
Grétar Strange Guðbjörg Fanndal Torfadóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVEINN VALDIMARSSON,
fyrrverandi skipstjóri og
útgerðarmaður
frá Varmadal,
lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
16. janúar.
Útför fer fram í Landakirkju laugardaginn 27. janúar klukkan 14.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða,
kt. 420317-0770, bankaupplýsingar: 0582-26-200200.
Guðfinna Sveinsdóttir Ásgeir Þorvaldsson
Margrét Sveinsdóttir Guðmundur Guðmundsson
barnabörn og langafabörn