Morgunblaðið - 20.01.2018, Qupperneq 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
✝ Björg Skarp-héðinsdóttir
fæddist 23. nóv-
ember 1936 á
Syðri-Tungu í Stað-
arsveit. Hún lést
12. janúar 2018 á
hjúkrunardeildinni
Skógarbrekku á
Húsavík.
Foreldrar henn-
ar voru Skarphéð-
inn Þórarinsson, f.
1898, d. 1978, og Elín Sigurð-
ardóttir, f. 1901, d. 1971. Systk-
ini Bjargar eru Birkir, f. 1929,
Jenný, f. 1931, d. 2010, og Rakel
Erna, f. 1947.
Björg var gift Ívari Júlíus-
syni, sjómanni á Húsavík, f. 1.1
1935, og eignuðust þau fimm
börn: 1) Júlíus, f. 1956, kvæntur
Guðrúnu Elsu Finnbogadóttur,
f. 1955. Þau eiga fjögur börn: a.
Björg, f. 1989, b. Arnar, f. 1998.
4) Elín, f. 1968, gift Benedikt
Kristjánssyni, f. 1970. Þau eiga
þrjú börn: a. Rut, f. 1998, b.
Hrund, f. 2000, c. Kristján, f.
2005. 5) Hrönn, f. 1978, gift Haf-
steini Halldórssyni, f. 1972. Þau
eiga tvo syni, a. Máni, f. 2001, b.
Dagur, f. 2006.
Björg ólst upp í Staðarsveit á
Snæfellsnesi og tók þátt í bú-
störfum með foreldrum sínum.
Hún sótti farskóla í Staðarsveit-
inni. Hún fór á vertíð til Kefla-
víkur veturinn 1955, þar kynnt-
ist hún Ívari. Hún fór í Hús-
mæðraskólann á Laugum í
Reykjadal veturinn 1955-1956
og settist að á Húsavík eftir það.
Björg var húsmóðir framan af,
en stundaði einnig fiskvinnslu-
störf þegar börnin uxu úr grasi.
Hún tók virkan þátt í útgerð eig-
inmanns síns um nokkurra ára-
tuga skeið. Síðustu 20 ár starfs-
ævinnar vann hún við
Leikskólann Bestabæ á Húsavík.
Útför Bjargar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 20. jan-
úar 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Valdimar, f. 1973,
kvæntur Svandísi
Ríkharðsdóttur.
Þau eiga tvo syni,
b. Ívar, f. 1978,
kvæntur Sæunni
Margeirsdóttur.
Þau eiga tvær dæt-
ur. c. Elva, f. 1980.
Hún á tvö börn. d.
Hlynur, f. 1990. 2)
Aðalbjörg, f. 1961,
gift Gylfa Sigurðs-
syni, f. 1962. Þau eiga þrjú börn:
a. Björgvin, f. 1978, kvæntur
Jónu Birnu Óskarsdóttur. Þau
eiga tvö börn. b. Hrannar, f.
1984, í sambúð með Eygló
Sófusdóttur. Þau eiga tvö börn.
c. Líney, f. 1993, í sambúð með
Kristjáni Elinóri Helgasyni. 3)
Skarphéðinn, f. 1966, í sambúð
með Arnhildi Pálmadóttur, f.
1972. Þau eiga tvö börn: a.
Það var haustið 1981 að ég fór
að gera hosur mínar grænar fyrir
einni af dætrum Húsavíkur. Hún
bjó í foreldrahúsum og lengi vel
lét ég duga að dvelja í herbergi
hennar. En svo kom að því að hún
taldi að nú væri kominn tími til að
kynna mig fyrir foreldum sínum.
Ég var með hnút í maganum;
hvað ef þeim litist ekki á mig?
Björg var í eldhúsinu. Ég
stundi upp einhverju sem átti að
þýða „góðan dag“. Hún tók undir
kveðjuna. Líklega sá hún hvað
mér leið. Hún brosti og talaði
glaðlega um heima og geima. Lét
eins og hún hefði alltaf þekkt
mig. Mér fannst það líka. Eftir
þetta varð ég sem einn af fjöl-
skyldunni. Nokkrum áratugum
seinna rifjaði tengdamamma
þessa morgunstund upp. Hún
sagðist svo sem hafa séð að það
var a.m.k. eitt gat á sokknum
mínum og skyrtan ekki alveg rétt
hneppt. En hún var auðvitað ekk-
ert að hafa orð á því.
Björg ólst upp í Staðarsveit á
Snæfellsnesi þar sem Jökullinn
gnæfði yfir. Hún talaði alltaf hlý-
lega um „jökulinn sinn“. Við gát-
um rætt endalaust hvert væri fal-
legasta fjall landsins og vorum
sjaldnast sammála. Ég sagði
Gunnólfsvíkurfjall. Hún sagði
Snæfellsjökull. Líklega var það
rétt hjá henni. Raunar var það nú
þannig að við vorum oftast sam-
mála um að vera ósammála.
Kannski þess vegna náðum við
vel saman.
Tengdamamma ruglaði saman
reytum við Ívar frá Húsavík. Þau
byggðu hús að Höfðavegi 10. Hún
stundaði almenn fiskivinnslustörf
framan af en þau hjón áttu einnig
útgerð með tveimur frændum Ív-
ars sem rekin var með myndar-
brag í tæp 30 ár. Vinnudagur
tengdamömmu hefur stundum
verið langur en aldrei hafði hún
orð á því og aldrei heyrði ég hana
kvarta, enda var það ekki hennar
háttur. Hún var fylgin sér. Glað-
lynd í góðum hópi en ákveðin og
stóð fast á sínu. Hún hafði áhuga
á börnum og alltaf gat hún passað
barnabörnin. Bóngóð með af-
brigðum og það var stundum gott
að geta leitað til hennar á mestu
baslárunum. Seinni hluta starfs-
ævinnar vann hún á leikskóla,
henni leið vel innan um börn.
Þegar um hægðist fóru
tengdaforeldrar mínir að njóta
lífsins meira. Þau fóru reglulega
á sólarströnd og áttu nánast fast-
an samastað á Kanarí. Á Höfða-
vegi 10 var líka gestkvæmt allt
árið. Björg var húsfreyja á sínu
heimili og stjórnaði af myndar-
skap. Á kvöldin tók hún sér
gjarnan prjóna í hönd með kött-
inn sér við hlið. Lopapeysurnar
hennar voru listaverk sem fóru
víða. Einhvern tíma kalsaði ég
það við hana að hún gerði mér
peysu. Hún svaraði litlu. En
kvöld eitt kom hún í heimsókn
með ullarpeysu í poka. Seinna
fékk ég aðra þar sem hún taldi
hina úr sér gengna.
Tengdamamma var alltaf mjög
heilsuhraust. Hún fór oft í göngu-
ferðir og kom þá stundum við og
þáði kaffibolla. Hún notaði
tæknina ekki mikið en var oft iðin
við að senda sms. Gjarnan brand-
ara sem voru svolítið tvíræðir.
Síðustu jól hennar heima tók
hún mig á tveggja manna tal.
Hvíslaði að mér sögu frá æskuár-
um sínum er pabbi hennar fór
ásamt fleiri mönnum í vonsku-
veðri til Borgarness til að sækja
áburð fyrir búfénað á bæjunum.
Þeir komust við illan leik aftur
heim. Björg sagðist aldrei geta
gleymt biðinni og hve hrædd hún
var um að pabbi hennar ætti ekki
afturkvæmt. Þetta mundi hún þó
meira en 70 ár væru liðin frá því
þetta gerðist. Af hverju hún
hvíslaði þessu að mér að kvöldi
jóladags vissi ég ekki og ég held
að hún hafi engum öðrum sagt
þessa sögu.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum.).
Kærar þakkir fyrir samfylgd-
ina.
Hvíl í friði.
Gylfi Sigurðsson.
Mig langar að kveðja systur
mína elskulega úr fjarlægð, með
þessum fallegu vísum.
Við kveðjum þig með tregans þunga tár
sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
Móðir, systir, minningin um þig
er mynd af því sem ástin lagði á sig.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Til Ívars mágs míns sendi ég
þessa kveðju.
Vermi hug þinn vonin hlý
Verndi þig Guðs kraftur,
Þótt á sólu skyggi ský
Skín hún bráðum aftur.
(G.G. frá Melgerði)
Megi algóður Guð varðveita
systur mína og minningu hennar.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar, kæru ættingjar og vinir.
Rakel Erna.
Grallari og gleðigjafi er það
sem mér dettur í hug þegar ég
minnist Bjargar föðursystur
minnar. Á milli okkar var ein-
stakt, fallegt, náið samband. Ég
var svo heppin að vera send í
pössun til Húsavíkur sem barn
þegar foreldrar mínir fóru til út-
landa. Það þurfti aldeilis ekki að
selja mér þá hugmynd. Ég sótti í
að vera hjá frænku enda var hún
svo skemmtileg. Þar var alltaf líf
og fjör, húsið fullt af fólki og eng-
in lognmolla í eldhúskróknum
þar sem gikkurinn að sunnan
fékk hvatningu. Einstakt afrek
hjá henni að fá mig til að smakka
hafragraut og smjatta á steiktu
slátri.
Minningar um heit og sólrík
sumur þar sem við krakkarnir
syntum í Botnsvatni. Pissubíllinn
mætti til að rykbinda Höfðaveg-
inn og fáklæddur krakkaskarinn
hljóp á eftir til að ná bununni. Ég
fylgdist með hvalskurði á bryggj-
unni og lærði að halda með Liver-
pool. Siglingin á sjómannadaginn
var svo hápunkturinn hjá borg-
arbarninu. Frænku leiddist nú
ekki að rifja upp og hlæja að sög-
unni um nýju, dýru gleraugun
mín sem voru skilin eftir í landi
þann dag.
Sem unglingur sóttist ég
áfram eftir að koma norður, í
skíðaferð um páska eða Laugahá-
tíð um verslunarmannahelgi.
Hún hafði líka gott lag á ung-
lingnum og við ræddum mál sem
ég var ekki vön að ræða mikið við
fullorðna. Björg var hrein og
bein, hafði sterkar skoðanir og
ræddi hlutina tæpitungulaust.
En alltaf var stutt í hláturinn og
glensið. Í gegnum allt fann mað-
ur kærleikann, áhugann og um-
hyggjuna. Við tvær höfðum alltaf
um nóg að spjalla og mér þótti
vænt um öll löngu símtölin okkar.
Þau verða ekki fleiri.
Í Guðs friði.
Helga Birkisdóttir.
Björg
Skarphéðinsdóttir
✝ GuðmundurFriðrik Vigfús-
son fæddist í Seli í
Ásahreppi 28. júní
1932. Hann lést á
hjúkrunar-
heimilinu Lundi á
Hellu 12. janúar
2018.
Foreldrar hans
voru Vigfús Guð-
mundsson, bóndi í
Seli, f. 12. mars
1901, d. 19. nóvember 1984, og
kona hans Margrét Friðriks-
dóttir, f. 13. ágúst 1898, d. 19.
mars 1980. Guðmundur átti einn
bróður, Egil Guðmar bifreiða-
stjóra í Reykjavík, f. 18. ágúst
1936, d. 6. janúar 2014.
Guðmundur kvæntist eftirlif-
2) Andrés, starfsmannastjóri í
Reykjavík, f. 25. febrúar 1959,
kvæntur Huldu Helgadóttur.
Dóttir þeirra er Rakel. 3) Grétar
Haukur, bílstjóri og bóndi, Seli,
f. 11. ágúst 1960, kvæntur Krist-
ínu Hreinsdóttur, sonur þeirra
er Guðmundur Hreinn og börn
Kristínar eru Ásta Hrönn og
Bjarni Bent. 4) Marteinn, öku-
kennari Hafnarfirði, f. 24. des-
ember 1966, dætur hans eru
Helga Klara og Hildur María.
Barnabarnabörnin eru fimm
talsins.
Guðmundur ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Seli. Hann sótti
barnaskóla í Þykkvabæ og vann
við almenn sveitastörf á ung-
lingsárum. Guðmundur og
Klara reistu nýbýlið Bólstað í
landi Sels árið 1957 og stunduðu
þar búskap en auk þess var Guð-
mundur alla tíð bílstjóri að at-
vinnu.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju í dag, 20. janúar 2018,
klukkan 11.
andi konu sinni,
Sigurást Klöru
Andrésdóttur, 17.
maí 1958. Klara
fæddist 18. maí
1935 í Berjanesi
undir Austur-
Eyjafjöllum. For-
eldrar hennar voru
Andrés Andrésson
bóndi, f. 3. ágúst
1901, d. 14 maí
1984, og kona hans,
Marta Guðjónsdóttir, f. 3. ágúst
1912, d. 9. október 1993.
Synir Guðmundar og Klöru
eru: 1) Vigfús Andrés, bílstjóri á
Selfossi, f. 30. ágúst 1955,
kvæntur Helgu Þ. Guðmunds-
dóttur. Synir þeirra eru Guð-
mundur Fannar og Vignir Egill.
Pabbi fæddist inn í sveitasam-
félag og var alinn upp ásamt
bróður sínum í Seli hjá afa og
ömmu sem voru af hinni svoköll-
uðu aldamótakynslóð. Pabbi
vann við almenn sveitastörf á
unglingsárum, kom að byggingu
Þjórsárbrúar og tók bílpróf þeg-
ar hann hafði aldur til. Bílar áttu
hug hans allan upp frá því. Pabbi
vann við akstur á Keflavíkur-
flugvelli og síðar sem leigubíl-
stjóri í Reykjavík um nokkurt
skeið. En átthagarnir toguðu
líka og þar kom að því að pabbi
snéri til baka í sveitina til að
taka við búi foreldra sinna eins
og ættmenni okkar hafa gert
kynslóðum saman í Seli. Pabbi
og mamma reistu nýbýlið Ból-
stað í landi Sels árið 1957. Þau
komu fyrst inn í búskapinn í Seli
með afa og ömmu en auk þess
var pabbi alla tíð bílstjóri að at-
vinnu meðfram búrekstrinum.
Bílstjórahlutverk hans voru
mörg, hann ók til að byrja með
fyrir aðra en síðar eignaðist
hann eigin vörubíl og rútur.
Hann var um tíma félagi í vöru-
bílstjórafélaginu Fylki og sinnti
vörubílaakstri með félögum sín-
um þar. Hann var einn af fyrstu
skólabílstjórum við Laugalands-
skóla og einnig ók hann með
ferðamenn um landið. Þær ferðir
voru pabba ánægjustundir þar
sem hann hafði mikinn áhuga á
landinu. Í mörg ár átti hann það
til að skreppa í dagsferðir til
fjalla og kom endurnærður heim
að kvöldi. Pabbi hafði einnig ein-
lægan áhuga á eldsumbrotum og
jarðhræringum enda alinn upp í
nágrenni við Heklu. Þegar gaus
þar eða annars staðar kom ekki
til greina annað en fara og upp-
lifa sjónarspilið úr nálægð. Hann
var á ferðalagi erlendis og missti
af jarðskjálftanum sem skemmdi
innbú og hús í Ásahreppi. Hann
taldi það óheppni að hafa verið
að heiman þegar ósköpin gengu
yfir.
Þó pabbi væri aðgætinn var
hann frumkvöðull í sér. Hann lét
sér ekki duga að kaupa verkfæri
og tæki í búskapinn, þegar sjón-
varpstæki fóru að verða algeng
eign á heimilum í Reykjavík
keypti pabbi slíkt tæki og með
miklum tilfæringum náðust út-
sendingar á kanasjónvarpinu á
Bólstað. Tækið var auðvitað
mikið undur í sveitinni enda eng-
in sjónvörp í sýslunni og ná-
grannar komu og fylltu stofuna á
kvöldin og horfðu þar meðal
annars á Bonanza og Combat.
Pabbi bjó með sauðfé en auk
þess var hann um tíma í kart-
öfluræktun, eggjabóndi og seldi
sand og túnþökur. Þegar hey-
bindivélar komu á markaðinn
keypti pabbi slíka vél og batt
hey fyrir bændur í verktöku.
Pabbi og mamma ferðuðust víða
erlendis á efri árum. Oft voru
þetta strangar rútuferðir til
margra landa og stöðugt verið á
ferðinni. Það kom lítið að sök þó
dagleiðir væru langar, í huga
pabba skipti ferðalagið meira
máli en áfangastaðirnir og best
leið honum þegar hann sat í flug-
vél eða bíl.
Heilsu pabba hrakaði síðustu
árin, hann hafði þó fótavist og
gat verið heima á Bólstað. Síð-
ustu tvo mánuðina bjó pabbi við
gott atlæti á hjúkrunarheimilinu
Lundi á Hellu þar sem starfsfólk
sýndi honum og fjölskyldunni
einstaka alúð. Mamma heimsótti
hann alla daga og hélt í hönd
hans þegar hann kvaddi föstu-
dagskvöldið 12. janúar.
Fyrir hönd bræðranna frá
Bólstað,
Andrés Guðmundsson.
Mér er minnisstætt þegar ég
heimsótti tengdaforeldra mína í
fyrsta skipti fyrir tuttugu og
tveimur árum síðan. Ekki var
laust við að ég kviði heimsókn-
inni. Sá kvíði reyndist ástæðu-
laus, enda var mér og börnunum
mínum tekið af mikilli alúð og
gæsku. Heimilið á Bólstað er
gestrisið heimili þar sem ávallt
er gott að koma. Jafnvel eftir að
tengdapabbi veiktist og átti erf-
itt um mál kom hann því alltaf til
skila ef gest bar að garði að nú
ætti Klara að drífa sig og hella
upp á kaffi. Gummi og Klara
voru alltaf góð heim að sækja,
hjálpsöm og ráðagóð.
Gummi var einstakt góð-
menni, jafnan alvarlegur í fasi,
en þegar honum þótti eitthvað
spaugilegt lýsti hann upp her-
bergið með hlátri sem yfirtók
allt andlitið. Kátínan smitaðist í
alla sem nálægir voru og eru
slíkar stundir dýrmætar í minn-
ingunni. Hann var traustur og
vel liðinn í öllu sem hann tók sér
fyrir hendur. Við vorum sam-
herjar í búskapnum í gegnum
árin, hann fyrst aðal og við auka
og svo snerist það við. Alltaf var
hann tilbúinn að annast skepn-
urnar og snyrtimennska hans
var einstök, bæði í kringum
skepnurnar og allar vélar. Hátt í
fjörutíu ára gamall traktorinn
hans ber þess órækt vitni, en
hann er ennþá næstum eins og
nýr. Ófá voru þau börnin sem
sátu hjá honum í skólabíl þau
rúmu 30 ár sem hann keyrði
skólabíl og hef ég trú á að þeim
hafi öllum þótt vænt um hann,
enda var hann bæði barngóður
og þolinmóður. Við unnum í
skamman tíma saman við
Laugalandsskóla, hann bílstjóri
og ég kennari. Þar sá ég glöggt
að hann naut þar mikillar virð-
ingar. Gumma þótti líka gaman
að ferðast og fóru þau Klara víða
um heiminn saman. Við fórum
með þeim í ferðalag til Dan-
merkur þegar hann varð sjötíu
og fimm ára, þau Klara, þrír
synir þeirra og fjölskyldur.
Margt var baukað þar og til
gamans gert og samveran hin
skemmtilegasta. Þeir feðgar
fóru saman í bíltúr til Þýska-
lands þar sem þeir fengu að
prufukeyra Benz. Þegar Gummi
var spurður í lok ferðarinnar
hvað hefði verið skemmtilegast í
ferðinni hugsaði hann sig um
stutta stund og svaraði: „Ætli
það hafi ekki verið þegar við
prufukeyrðum Benzinn.“
Gummi og Klara voru sam-
hent hjón og bættu hvort annað
upp í bestu merkingu þeirra
orða. Síðustu þrjú árin hrakaði
heilsu Gumma hratt. Þá bjó
hann vel að lífsförunaut sínum til
yfir sextíu og fimm ára og stóð
Klara við hlið hans sterk og
styðjandi allan tímann. Þolgæði
hennar, umhyggja og fórnfýsi
var aðdáunarverð. Síðustu tvo
mánuðina var hann þó of veikur
til að dvelja lengur heima. Flutt-
ist hann þá að hjúkrunarheim-
ilinu Lundi á Hellu. Okkur að-
standendum Gumma er ofarlega
í huga þakklæti til alls þess góða
fólks sem annaðist hann þar.
Sérstaklega þökkum við Þórunni
Guðbjörnsdóttur alla hennar að-
stoð, greiðvikni og alúð þessi síð-
ustu ár.
Nú er komið að ferðalokum og
löng og viðburðarík ævi að baki.
Ég þakka Gumma samfylgdina í
gegnum árin og allar þær góðu
minningar sem eftir sitja. Ég
votta Klöru, sonum þeirra og
fjölskyldum samúð mína.
Kristín Hreinsdóttir.
Elsku besti afi.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Helga Klara
og Hildur María.
Guðmundur Fr.
Vigfússon