Morgunblaðið - 20.01.2018, Síða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ég kynntist Mar-
gréti Guðnadóttur
þegar ég var í námi í
líffræði og falaðist
eftir sumarvinnu hjá henni á
Keldum. Hún tók mér afar vel og
alla tíð síðan naut ég velvildar
hennar og áhuga. Hún fékk mér
verkefni sem voru byggð á kenn-
ingu hennar um það hvernig
mæði-visnuveiran kemst undan
ónæmissvari hýsilsins með stökk-
breytingum. Tilgáta Margrétar
reyndist rétt, og seinna kom í ljós
að það sama gilti um eyðniveir-
una, sem er náskyld mæði-visnu-
veiru. Margrét var óþreytandi að
leita leiða til að finna bóluefni
gegn þessari veiru sem svo erfitt
hefur reynst að hefta. Hún var
komin vel á níræðisaldur þegar
hún birti grein um rannsóknir sín-
ar á Kýpur þar sem henni tókst að
sýna fram á að með bólusetningu
væri hægt að hægja á framgangi
veirunnar í lömbum.
Veirurannsóknir eiga sér
merka sögu á Íslandi og er sú
saga kunn langt út fyrir land-
steinana. Þar átti Björn Sigurðs-
son mikinn hlut að máli með rann-
sóknum sínum á hæggengum
veirusjúkdómum á fyrri hluta síð-
ustu aldar. Tilraunastöðin að
Keldum varð alþjóðlega þekkt
vísindastofnun sem laðaði að
margt hæfileikaríkt fólk, og má
þar nefna, auk Margrétar Guðna-
dóttur, Halldór Þormar og seinna
læknana Guðmund Georgsson og
Guðmund Pétursson. Páll Agnar
Pálsson yfirdýralæknir var einnig
mjög virkur í þessum rannsókn-
um. Margir þessara frumkvöðla
eru gengnir og nú einnig Margrét
Guðnadóttir. Verður hún öllum
sem henni kynntust eftirminnileg
sökum eldmóðs hennar og brenn-
andi áhuga.
Margét Guðnadóttir hélt sig
ekki aðeins innan tilraunastof-
unnar eða innan veggja ráð-
stefnu- og fundarsala. Hún fór út í
þjóðfélagið og lét þar finna fyrir
sér og því sem hún hafði fram að
færa. Hún var dæmi um vísinda-
mann sem taldi sig hafa skyldur
við samfélag sitt og undir þeim
skyldum kappkostaði hún allt sitt
líf að rísa, einnig löngu eftir að
formlegum starfsferli hennar
lauk.
Með Margréti Guðnadóttur er
gengin mikil baráttukona.
Ég sendi börnum hennar,
barnabörnum og fjölskyldunni
allri innilegar samúðarkveðjur.
Valgerður Andrésdóttir.
Margrét Guðnadóttir var
sterkur persónuleiki sem lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún
var skemmtileg, ákveðin og líka
Margrét
Guðnadóttir
✝ Margrét Guð-munda Guðna-
dóttir fæddist 7.
júlí 1929. Hún lést
2. janúar 2018.
Margrét var
jarðsungin 19. jan-
úar 2018.
þrjósk þegar henni
lét svo.
Ég þekkti til
hennar í mörg ár en
þegar ég tók við
starfi gæða- og ör-
yggisstjóra lífsýna-
safna Landspítalans
átti ég því láni að
fagna að vinna með
henni að skipulagn-
ingu og frágangi lífs-
ýna í hennar vörslu,
afrakstur ævistarfs hennar. Vil
geta þess að ég er 17 árum yngri
en hún og hætti að vinna fyrir
þrem árum en kjarnorkukonan
hætti aldrei að vinna að sínum
verkefnum.
Með okkur þróaðist gagnkvæm
virðing og skilningur og okkur
tókst að koma verkefninu vel
áleiðis.
Mig langaði að senda kveðju að
leiðarlokum, Margrét var kona
sem ekki var hægt annað en bera
virðingu fyrir og þykja vænt um.
Sendi innilegar samúðarkveðjur
til fjölskyldu hennar.
Halla Hauksdóttir.
Nú kveðjum við bekkjarsystk-
in MR 1949 okkar kæru Margréti.
Sum höfðum við verið með
henni frá 14 ára aldri í gagn-
fræðaskóla, uns okkur var fyrir
náð hleypt inn í háborgina þar
sem við útskrifuðumst. Þar
kynntumst við mörg, sem enn
höldum hópinn og söknum nú
okkar góðu Möggu.
Eftir 5. bekkjar ferð til Norð-
urlands vakti Margrét athygli
fyrir fyndna ferðasögu. Hún hik-
aði hvergi í háði í garð okkar for-
ystupilta.
Ekki fylgdist ég vel með lækn-
isnámi hennar, en vissi þó seinna
að hún stundaði rannsóknir, m.a.
á Keldum. Ég skildi ekki fyllilega
hvað búfjársjúkdómar kæmu
mannkyninu beint við. En það
breyttist þegar við hittumst við
störf sem tengdust.
Þótti mér merkilegt að kynnast
bágri starfsaðstöðu í þvottahús-
inu gamla á Landspítalalóðinni en
sem stórbatnaði er fengið var hús
fyrir rannsóknirnar við Ármúla.
Eftir stúdentspróf hittumst við
bekkjarsystkinin öðru hverju á
tyllidögum.
Í árslok 2003 hitti ég Margréti
hjá Umferðarmiðstöðinni. Hún
var þá á leið til Landakots á
Vatnsleysuströnd, þar sem hún
ræktaði landnámshænsn. Mér
þótti það merkilegt, ekki síst þar
sem Geir vinur okkar hjóna
stundaði sams konar ræktun
vestur í henni Ameríku og hafði
sett okkur rækilega inn í sálfræði
þessara merkilegu fugla.
Umræðurnar spunnust áfram.
Spurði ég hana hvaða bekkjar-
systkin okkar hún umgengist.
Hún sagði það vera mest lítið.
Hvort sem ég ræddi það lengur
eða skemur, þá kom fram að hún
hitti fá okkar og sjaldan; saknaði
þess að það var ekki meira.
Mér þótti slæmt að við „strák-
arnir“ fengjum ekki tækifæri til
að blanda geði við svona skemmti-
legan félaga, auk hinna „stelpn-
anna“. Hafði ég samband við
Ragnhildi, bekkjarsystur okkar,
sem veitti bekknum forystu það
árið. Hún sagðist ekkert geta í því
máli gert. Hvers vegna ég gerði
það ekki sjálfur?
Varð þá úr að við bekkjarsystk-
inin fórum að hittast 2004. Síðan
höfum við hist reglulega alls 166
sinnum. Auk þess höfum við
ferðast saman, okkur til gagns og
ánægju. Og aldrei skrópaði
Magga nema, að mig minnir, þeg-
ar hún var við rannsóknir á sauðfé
á eyju í Miðjarðarhafi. Hafði
hróður af, eins og kom fram á
merkilegri ráðstefnu í hátíðarsal
Háskólans.
Sérlega gefandi fyrir mig, síð-
ustu ár, hefur verið að ræða við
Margréti um búskap forfeðra
hennar í Landakoti á Vatnsleysu-
strönd og bera hag þeirra saman
við kjör míns fólks á Seltjarnar-
nesi fyrir og eftir aldamótin 1900.
Þar, á Reykjanesi, Álftanesi og á
Seltjarnarnesi, var blómleg
byggð fiskimanna, forfeðra okk-
ar, sem allt í einu, vegna „fram-
fara“ í útgerð, einkum þó á Bret-
landseyjum, lagði fiskimiðin við
Faxaflóa í eyði, ekki síst með til-
styrk íslenskra dómsyfirvalda.
Og þessar byggðir náðu aldrei
fyrri reisn.
Hví rifja ég þetta upp? Fræg
barátta Margrétar og barna
hennar hefur flutt lærdóm alda-
mótanna 1900 til nútímans. Þau
voru styrk og úthaldsgóð til að
brjóta raflínustefnu opinberra
fyrirtækja um Suðurnes, kannski
víðar, á bak aftur. En dag skal að
kvöldi lofa.
Fyrir þetta og margt fleira á
hún og fjölskyldan heiður og
þakkir skildar.
Eggert Ásgeirsson.
Margrét Guðnadóttir lauk
stúdentsprófi árið 1949 ásamt
fleiri stúlkum sem síðar urðu mik-
ilvægur hluti af Íslandssögunni:
Vigdísi Finnbogadóttur, Ragn-
hildi Helgadóttur, Svövu Jakobs-
dóttur og fleirum. Hún var því af
fyrstu kynslóð kvenna sem ólust
upp í lýðveldinu Íslandi og þurftu
að ryðja brautir og taka að sér
hlutverk sem konum hafði aldrei
áður verið treyst fyrir. Sjálf var
Margrét fyrsta konan sem varð
prófessor við Háskóla Íslands og í
nítján ár var hún raunar eini
kvenprófessorinn við Háskóla Ís-
lands. Það sópaði að henni í því
starfi og hvarvetna sem hún kom.
Margrétar verður eflaust eink-
um minnst fyrir rannsóknir sínar
á hæggengum veirusjúkdómum
og það gagn sem hún gerði í því
starfi sínu í baráttunni við visn-
una. Sjálf kynntist ég henni í fé-
lagsstarfi Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboð upp úr 2000,
hún gekk í flokkinn sjötug en þó
alls ekki sest í helgan stein heldur
tók hún virkan þátt í starfi hans.
Ekki var hún oft í ræðustól en á
henni var að vonum mikið mark
tekið þegar hún tjáði sig. Þar að
auki var Margrét tíður gestur á
mótmælafundum og í kröfugöng-
um. Fáir munu hafa eytt fleiri
klukkutímum í að mótmæla Kára-
hnjúkavirkjun á sínum tíma. Með-
al þeirra málefna sem hún lét sig
varða voru jöfnuður og félagslegt
réttlæti, friðarmál og ekki síst
umhverfismálin. Þá var hún öfl-
ugur talsmaður fæðu- og mat-
vælaöryggis enda sérfræðingur á
því sviði. Þessi virkni hennar í
baráttunni á gamals aldri segir
sína sögu um konu sem hafði svo
óbilandi trú á mannkyninu og
framtíð þess að hún lét sig ekki
muna um að eyða ellinni í funda-
höld og í að standa með eigin
sannfæringu fram í dauðann.
Margrét ferðaðist gjarnan með
strætisvagninum, jafnan skyn-
samlega klædd og virtist lítt gefin
fyrir tildur og fínheit. Hún gat
verið ströng á svip en þegar henni
var skemmt iðaði hún af hlátri og
þá leyndi sér ekki hve ung hún
var í anda fram eftir öllum aldri.
Hún skipaði heiðurssæti á listum
Vinstri-grænna í nokkur skipti og
til hennar var þá oft leitað um að-
stoð við texta eða stefnumótun.
Hún nálgaðist þau verkefni ávallt
af virðingu en reyndist jafnan haf-
sjór fróðleiks.
Margrét tók vel á móti ungum
konum í hreyfingunni eins og ég
kynntist af eigin raun. Hún hvatti
okkur til dáða og vildi að konur
væru í fremstu röð í stjórnmál-
unum. Ég er þakklát fyrir kynnin
við slíkan frumkvöðul sem hefur
verið mér og öðrum konum af
yngri kynslóð fyrirmynd eins og
fleiri hennar skólasystur. Hennar
verður sárt saknað af félögum
sínum í Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði sem minnast
hennar með þakklæti.
Katrín Jakobsdóttir.
Haustið 2002 varð ljóst að
stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Bretlandi stefndu að innrás í Írak
þrátt fyrir öll varnaðarorð um að
slíkt myndi leiða til hörmunga í
Miðausturlöndum. Á sama tíma
reis upp öflug mótmælahreyfing á
heimsvísu.
Íslendingar létu ekki sitt eftir
liggja. Fjölmennir mótmælafund-
ir voru við Stjórnarráðið um
hverja helgi svo mánuðum skipti,
en alla virka daga safnaðist lítill
hópur saman þar í hádeginu og
minnti á andstöðuna við stríðið og
krafðist þess að því lyki tafar-
laust. Sumir friðarsinnar mættu
bara í fáein skipti, aðrir oftar en
þrjár eldri konur mættu alltaf og
stóðu stundum einar. Ein þeirra
var Margrét Guðnadóttir. Þrek
og úthald Margrétar í baráttunni
gegn Íraksstríðinu er í samræmi
við annað í langri og glæsilegri
sögu hennar sem einkenndist af
brennandi réttlætiskennd, sósíal-
isma og andúð á vígvæðingu og
hernaði.
Hún tók virkan þátt í þessari
baráttu, mætti á fundi, lagði sitt
af mörkum og var öðrum fyrir-
mynd.
Samtök hernaðarandstæðinga
sjá á eftir öflugum liðsmanni.
Fjölskyldu og ástvinum Mar-
grétar Guðnadóttur vottum við
innilega samúð. Fyrir hönd Sam-
taka hernaðarandstæðinga,
Auður Lilja Erlingsdóttir og
Stefán Pálsson.
Margrét Guðnadóttir var
brautryðjandi, frumkvöðull og
fyrirmynd. Hún var mikill áhrifa-
valdur á mínum náms- og starfs-
ferli. Hún leiddi mig fyrstu skref-
in inn í heim vísindanna, þegar
hún fékk okkur nokkra unga
læknanema til liðs við sig að rann-
saka veirusjúkdóminn rauða
hunda á Íslandi, löngu áður en
það varð lenska að stúdentar
tækju þátt í rannsóknum. Það
þurfti að skipuleggja verkefnið,
fjármagna það, afla leyfa, sjá um
framkvæmdina á sýnasöfnun og
mælingum og loks kynna á ráð-
stefnu og skrifa vísindagrein.
Þetta var mikill skóli sem var mér
verðmætt veganesti í doktors-
nám. Ég fetaði þó ekki áfram í fót-
spor Margrétar, því að hún opn-
aði augu mín fyrir
ónæmisfræðinni en þá hafði að-
eins einn á undan mér lagt stund
á þá grein. En Margrét kenndi
mér fleira; hún kenndi mér að
gera slátur. Það þótti sumum
skemmtilegt að sjá fyrir sér tvær
vísindakonur, þá eldri og þá
yngri, í eldhúsinu í Rofabænum
að sauma vambir. Seinna tók
Margrét þátt með mér í norrænu
samvinnuverkefni og þar munaði
um íslenska framlagið vegna þess
góða sýnasafns sem Margrét
hafði komið upp á Rannsóknastof-
unni í veirufræði. Síðustu árin
lágu leiðir okkar Margrétar oftast
saman á tónleikum og alltaf var
hún jafn opin fyrir nýjungum,
hvort sem var í vísindum eða list-
um. Nú er hljómmikil rödd henn-
ar þögnuð. Ég minnist Margrétar
Guðnadóttur með virðingu og
þökk.
Helga M. Ögmundsdóttir.
Elsku tengdamamma, nú
þegar leiðir okkar skilur er mér
efst í huga þakklæti til þín. Ég
vil þakka þér samfylgd þína á
lífsins leið þar sem vinátta þín
hafa varðað veginn. Segja má
að lífið sé dans á þyrnum, ein-
staka sinnum rekst maður á rós
eins og þig. Lífsleikni þín hefur
verið mér nokkurs konar and-
leg leiðsögn um hvernig skuli
bregðast við þegar upp koma
erfiðar aðstæður. Ég kalla fram
ímynd þína um hvernig þú
brást við á sorgarstundum. Þó
svo vindurinn hafi blásið í fang-
ið á lífsins leið þá brá aldrei
skugga á jákvæðni þína, hjá þér
var þetta spurning um hugar-
far; þú sást það fallega og góða
í öllu sem að höndum bar. Þeg-
ar heilsan brast varstu ekki
tilbúin að láta undan og per-
sónuleiki þinn sem gleðigjafi
beygði í engu af.
Vinátta þín var mér ótrúlega
dýrmæt, þú varst full af krafti,
gleði og kærleika og öllum leið
vel í návist þinni, eftir að hafa
átt stund með þér varð ég betri
maður.
Þegar einhver átti um sárt að
binda réttir þú fram kærleiks-
ríka hjálparhönd og gerðir á
þann hátt lífsgöngu fólks auð-
veldari. Mín kæra vinkona, fyr-
ir þetta allt er ég þér þakk-
látur.
Þú naust þess að ferðast, allt
fram á 86 ára aldur fórstu ár-
lega til Spánar. Á ferðum þín-
um eignaðist þú marga vini og
naust þess að vera meðal þeirra
og varst fremst meðal jafn-
ingja. Eitt af því sem einkenndi
þína persónu var að þú leist á
alla sem jafningja, enginn var
yfir annan hafinn.
Þínar næmu tilfinningar
gagnvart öðru fólki og öllu í
umhverfinu voru aðdáunarverð-
ar. Líf hinna tilfinningalausu
einkennist af tilfinningaleysi,
ekkert er dapurlegra en líf án
tilfinninga. Gömul hyggindi
segja „það kemur maður í
manns stað“, það á ekki við um
þig, þú varst sannur vinur er
gegndi einstæðu hlutverki.
Ekki er fallegt að setja sig í
dómarasæti en ég geri það
samt: þú ert ein af fáum sem
hægt er að segja um að séu
virðingarverðar persónur.
Kæra vinkona, það mun enginn
taka þitt sæti eða fylla þitt
skarð í huga mér. Ég mun alltaf
geyma minningu þína með mér
og þakka þér fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig og kenndir
mér.
Þú verður alltaf vinur minn,
ég mun sakna þín.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordags-
ins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherj-
ardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Í okkar samskiptum skiptir
þú aldrei skapi. Við tengdumst
órjúfanlegum böndum vináttu
og kærleika. Minningin um það
þegar ég kom til þín sl. að-
Ágústína Berg
Þorsteinsdóttir
✝ Ágústína BergÞorsteinsdóttir
fæddist 18. apríl
1929. Hún andaðist
30. desember 2017
Útförin fór fram
15. janúar 2018.
Vegna mistaka
birtist röng útgáfa
greinarinnar í
Morgunblaðinu 17.
janúar.
fangadag, það var
verulega dregið af
þér og þú bentir
mér á að koma
nær. Ég hallaði
mér niður að þér
og þú sagðir við
mig: „Mér þykir
svo vænt um þig.“
Síðan í ákveðnari
tón: „Mér þykir
svo vænt um þig og
ég vil að þú munir
það.“ Þetta voru þín síðustu orð
til mín. Þessum orðum mun ég
aldrei gleyma, þau munu ávallt
standa með mér í gegnum lífið.
Þau snertu tilfinningar mínar
og hafa fengið mig til að brynna
músum svo þær eru við það að
drukkna.
Vertu sæl, mín elsku tengda-
mamma, þakka þér samfylgd-
ina, þú varst sannur vinur. Ég
veit þú munt njóta aðdáunar og
virðingar á vegferð þinni hér-
eftir sem hingað til, Steini þinn
og Milla munu taka þér fagn-
andi. Hjá okkur er tómarúm
eftir en minningin um heiður-
skonu mun að einhverju leyti
fylla upp í það skarð.
Þinn vinur og tengdasonur,
Jón Tryggvi Kristjánsson.
Minningar mínar um góða
vinkonu. Enn einu sinni kveð ég
eina af okkur. Við vorum eitt
sinn átta glaðværar konur, sem
hittumst í svokölluðum sauma-
klúbb yfir 30 ár. Líklega leng-
ur, tíminn er svo fljótur að líða.
Við tókum upp á ýmsu öðru en
að sauma. Eitt sinn fórum við
fjórar saman til Edinborgar.
Ótrúlegt en satt, enginn hægð-
arleikur að koma öllum börnum
í fóstur, en það gekk. Út var
haldið í tvær vikur, gleði og
gaman.
Við urðum allar ungar aftur,
dönsuðum og lékum okkur sem
aldrei fyrr. Höfðum mikið fyrir
að skarta því fegursta, svo eftir
okkur væri tekið – það tókst.
Komum heim með fangið fullt
af dýrmætum leyndarmálum.
Brosandi sælar tókum við upp
þráðinn þar sem frá var horfið.
Við fjórar sem fórum voru syst-
urnar Svava og Gússý og við
vinkonurnar Soffía og ég. Ekki
var verra að hún Emilía
mamma systranna kom líka,
okkur að óvörum, með fjórar
rauðar rósir sem hún festi á
okkur. Þar með engar húsmæð-
ur lengur, bara stelpur að fara í
frí. Mikið nutum við þessara
daga, m.a. gengum við í djass-
klúbb, sem við stunduðum
hvert kvöld. Þetta var eins og
að kasta af sér hlekkjum og
njóta hvers augnabliks. Svona
ævintýri endast ævina út.
Stundum á saumaklúbbskvöldi
datt okkur í hug svo ótal margt,
eins og að skreppa á Borgina
eða í Klúbbinn. Á fimmtudög-
um var dansað í Þórskaffi, átt-
um við til að drífa okkur þang-
að.
Allt þetta gerði tilveruna
skemmtilegri og við gátum haft
gaman af að taka svona saklaus
spor. Í dag erum við bara fjórar
eftir, við Gússý að verða 89 ára.
Þess vegna er óhætt að láta
gamminn geisa. Eiginlega eng-
inn er til frásagnar lengur. Eitt
er víst, við hittumst allar í
blómabrekkunni, þá getum við
tekið upp þráðinn. Elskulegu
vinkonurnar mínar, svo margs
að sakna og minnast. Orðin svo
mörg ár sem spanna ógleym-
anlega vináttu og væntum-
þykju.
Elska ykkur allar. Gússý mín
sem gafst svo mikla gleði og
hlýju. Það er gott að elska og
sakna góðra vina.
Sjáumst.
Sigrún frá Möðruvöllum.