Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
Jóhannes bróðir
minn er látinn, 68
ára að aldri. Næst-
yngsta systkini
mitt. Aldrei aftur munum við
sitja við eldhúsborðið í hádeginu
á virkum degi og leysa þar flest
vandamál íslensks samfélags,
einkum í efnahagsmálum.
Það var 3. október 1949 þeg-
ar ég kom heim, eftir fyrsta dag
í 11 ára bekk í Austurbæjar-
skóla, að mér var tilkynnt að ég
hefði eignast bróður, fimmta
systkinið. Við vorum börn
hjónanna Gunnars Jóhannes-
sonar og Málfríðar Gísladóttur.
Pabbi var póstmaður og vann
allt mögulegt annað líka því að
fyrir mörgum þurfti að sjá og
svo þurfti að standa í byggingu
húsnæðis. Börn þeirra urðu alls
sjö. Mamma hafði enga aðstöðu
til að sinna öðru en heimili og
gerði það af dugnaði og ást við
okkur öll. En aðstaða til uppeld-
is barna hennar var ólík. Meiri
var tíminn fyrir þau elstu, eink-
um mig, en þau yngri.
Kynni mín af yngri systkin-
um urðu ánægjuleg og náin eftir
að ég kom úr námi að utan
haustið 1961. Til dæmis minnist
ég þess ekki að við Jóhannes
hefðum nokkurn tíma deilt.
Honum leiddist í skóla á ung-
lingsárum eins og eðlilegt er og
tók því fagnandi þegar við pabbi
töldum rétt að hann hætti um
tíma námi 15 ára og gerðist
vinnumaður í eitt ár á bæ í
Hraungerðishreppi. Þar undi
hann hag sínum vel, samkomu-
lag hans við húsbændur og hús-
dýr var frábært. Næsta vetur
var hann við nám við héraðs-
skóla og lauk þar gagnfræða-
prófi 1966. Eftir það hófst nám
hans í mjólkurfræði, fyrst í tvö
ár hér á landi og síðan í Dan-
mörku eins og víða er rakið.
Hann starfaði eitt ár við mjólk-
urbú á miðju Fjóni. Hjólaði
hann í vinnuna og úr henni
nokkra klukkutíma dag hvern.
Einkahagir Jóhannesar sem
fullorðins manns hafa verið
beint og óbeint raktir hér í
mörgum minningargreinum og
verður því aðeins hér örlitlu
bætt við. Jóhannes giftist fyrri
konu sinni skömmu áður en
hann hélt til Danmerkur 1968,
þá tæplega nítján ára. Með
henni átti hann tvær dætur.
Með seinni konu sinni átti hann
tvö börn. Auk þess ól hann upp
eina fósturdóttur sem ávallt hef-
ur litið á hann sem föður og var
það gagnkvæmt. Öll þessi börn
fæddust áður en hann var þrí-
tugur. Barnabörnin eru mörg.
Hann var yndislegur faðir og afi
eins og víða hefur komið fram.
Eiginlega var hann yndislegur í
öllu.
Jóhannes átti að sjálfsögðu
auðvelt með að fá vinnu. Hann
hafði sérhæft sig í ostagerð og
átti þann metnað að búa til góða
osta. En Íslendingum þóttu þeir
of bragðmiklir. Honum leiddist
því starfið til lengdar. Hann
hafði þá þegar sinnt nokkuð
greinaskrifum og útgáfu og fékk
starf sem útgáfustjóri Verðlags-
stofnunar sem hann sinnti 1980-
1990. Neytendasamtökin áttu
eftir það alla starfsævi hans,
eða í 26 ár.
Hann dvaldi í Neskaupstað
1973-1975 og var virkur í björg-
unarstarfi eftir snjóflóðin þar
1974, gróf t.d. upp lík. Þá þótti
sjálfsagt að enginn kvartaði eða
sýndi hryggð. Jóhannes var við-
Jóhannes
Gunnarsson
✝ JóhannesGunnarsson
fæddist 3. október
1949. Hann lést 6.
janúar 2018.
Útför Jóhann-
esar fór fram 16.
janúar 2018.
kvæmt góðmenni
en hann fylgdi karl-
mennskukröfum
þess tíma, á yfir-
borðinu. Jóhannes
lét fólk ekki troða
sér um tær og
ennþá síður þoldi
hann að öðrum
væri sýnt óréttlæti.
Hann var alltaf
talsmaður jafnaðar.
Ég hef aldrei neit-
að að standa í góðri deilu en ég
minnist þess ekki að hafa deilt
við þennan bróður minn. Ekki
af því að við værum alltaf sam-
mála heldur vegna þess hve
góður og heiðarlegur hann var.
Gísli Gunnarsson.
Ég vil minnast með nokkrum
orðum góðs vinar, Jóhannesar
Gunnarssonar, sem lést 6. jan-
úar sl. Í kjölfar greinar sem ég
skrifaði um svínarí olíufélag-
anna á neytendum fyrir um átta
árum hringdi síminn og á lín-
unni var Jóhannes Gunnarsson.
Hann hrósaði mér fyrir greinina
og ég varð eiginlega „star-
struck“ yfir því að fá hringingu
frá sjálfum neytendafrömuði Ís-
lands. Í kjölfarið hittumst við
nokkrum sinnum og ekki leið á
löngu þar til ég bauð ég mig
fram í stjórn Neytendasamtak-
anna, m.a. fyrir hvatningu Jó-
hannesar. Ég náði kosningu og
sat með Jóhannesi í stjórn
Neytendasamtakanna í sex ár
og unnum við á þessum tíma ná-
ið saman. Jóhannes bað mig oft
að skrifa umsagnir um laga-
frumvörp eða greinar til birt-
ingar í blöðum. Það var dýr-
mætur lærdómur að fá að
fylgjast með Jóhannesi berjast
fyrir hagsmunum neytenda. Ég
minnist sérstaklega fundar sem
við sátum með atvinnuvega-
nefnd Alþingis og ræddum nýj-
an búvörusamning. Fundurinn
átti að standa í hálftíma en end-
aði í tveimur tímum og voru
neytendamálin rædd út frá
mörgum sjónarhornum. Jóhann-
es gaf ekkert eftir hvað varðaði
hagsmuni neytenda á þessum
fundi og áleit þennan nýja bú-
vörusamning ekki hagstæðan
neytendum. Framvinda fundar-
ins lýsir Jóhannesi vel, hann var
vakinn og sofinn yfir hagsmun-
um neytenda og Neytendasam-
takanna.
Á þessum árum þróaðist með
okkur náin og góð vinátta og
þegar við ræddum saman stóðu
samtölin lengi yfir. Jóhannes
var ráðagóður og skemmtilegur
og hann hafði góða nærveru. Ég
kveð góðan vin og sendi börnum
hans og barnabörnum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Gunnar Alexander Ólafsson.
Það var vor í lofti fyrir 40 ár-
um þegar leiðir okkar Jóhann-
esar Gunnarssonar lágu saman í
stjórn Neytendasamtakanna.
Þessi galvaski vörpulegi
Trotskíisti vatt sér að mér eftir
aðalfund og mæltist til sam-
starfs, þó að við værum á önd-
verðum meiði í pólitík. Þá
hvarflaði ekki að okkur að góð
og náin tengsl stæðu næstu 40
árin.
Þegar farið var fram á það að
ég yrði formaður Neytendasam-
takanna gerði ég að skilyrði að
Jóhannes yrði varaformaður.
Betri varaformann var ekki
hægt að fá. Við unnum náið
saman og ég gat treyst því að
væri Jóhannesi falið verkefni
yrði það vel af hendi leyst. Við
vorum sammála um að það
væru málefni neytenda sem
skiptu máli og flokkspólitískir
hagsmunir og áhugamál yrðu að
víkja fyrir þeim.
Á þeim tíma þurftu íslenskir
neytendur að heyja harða bar-
áttu gegn ríkiseinokun og mark-
aðsráðandi fyrirtækjum á mik-
ilvægustu sviðum
viðskiptalífsins. Þegar við geng-
umst fyrir undirskriftasöfnun
vegna þess að neytendum voru
boðnar óætar kartöflur neitaði
landbúnaðarráðherra að tala við
okkur þó að meira en tugþús-
undir neytenda hefði brugðist
við undirskriftasöfnun Neyt-
endasamtakanna og mótmælt.
Sú bylgja sem þá reis leiddi
samt til að ríkiseinokunin á
þessu sviði var lögð niður. Þetta
voru tímamót í baráttu neyt-
enda og félagsfólki fjölgaði til
muna.
Nokkru eftir að Jóhannes
varð formaður samtakanna risu
þau sem aldrei fyrr. Þá var bar-
áttan við einokunaröflin augljós.
Ríkisvaldið var þó neikvætt,
ólíkt því sem var annars staðar
á Norðurlöndunum, þar sem
stjórnvöld studdu neytendur.
Þó að baráttan gegn ríkisein-
okunarfyrirtækjunum og betra
viðskiptaumhverfi gengi vel var
erfitt að fá stjórnvöld til að
setja lög til hagsbóta fyrir neyt-
endur. Neytendasamtökin
þurftu í áraraðir að berjast fyrir
sanngjörnum breytingum þó að
viðunandi árangur hafi nú
náðst.
Jóhannes naut þess eins og
hann sagði sjálfur að fá að vinna
að áhugamáli sínu. Hann var
sanngjarn og óeigingjarn í því
starfi og íslenskir neytendur
þakka honum fyrir starf hans í
þeirra þágu.
Jóhannes átti barnaláni að
fagna og lét sér annt um börn
sín og barnabörn, hann var góð-
ur vinur vina sinna, alltaf sann-
ur og orðum hans mátti jafnan
treysta. Fyrir nokkru hittumst
við ásamt öðrum og veltum fyrir
okkur hvað við gætum gert til
að Neytendasamtökin gætu
fengið nauðsynlegan bakstuðn-
ing og vorum sammála um að
nauðsynlegt væri að mynda
hollvinasamtök þeim til styrkt-
ar. Að því ætluðum við að vinna
á nýja árinu. Af því varð ekki,
en hugmyndin nær vonandi
fram að ganga.
Mér finnst mikill missir að
Jóhannes skuli ekki vera lengur
til staðar til að eiga orðastað við
eða njóta samvista með. Þó að
lát hans sé missir fyrir okkur
vini hans er missir nánustu að-
standendanna, sem þekktu Jó-
hannes sem ástríkan föður og
afa, enn meiri. Ég sendi hug-
heilar samúðarkveðjur til barna
hans og barnabarna og vona að
þið hafið þá trú að dauðinn sé
ekki endalok heldur upphaf nýs
vettvangs fyrir góðan dreng
sem vann óeigingjarnt starf fyr-
ir hagsmuni hinna mörgu gegn
hagsmunum hinna fáu.
Jón Magnússon.
Jóhannes Gunnarsson hafði
þegar hann lét af störfum fyrir
tveimur árum gegnt for-
mennsku í einu af stærstu fé-
lagasamtökum landsins, Neyt-
endasamtökunum, um 30 ára
skeið. Það segir sína sögu um
einstaka hæfileika hans til að
virkja fólk til samstarfs, sætta
ólík sjónarmið innan sinna sam-
taka og leiða baráttu fyrir hags-
munum íslenskra neytenda.
Jóhannes hafði óbilandi trú á
getu félagasamtaka til að láta
gott af sér leiða í samfélaginu.
Þegar til tals kom fyrir um ára-
tug að stofna samtök félagasam-
taka og sjálfseignarstofnana
sem starfa í almannaþágu, sem
síðan urðu Almannaheill, sam-
tök þriðja geirans, hvatti hann
eindregið til þess, tók virkan
þátt í undirbúningi stofnunar
þeirra og Neytendasamtökin
urðu eitt af stofnfélögum Al-
mannaheilla. Hann sat um tíma
í stjórn samtakanna. Hann miðl-
aði þar af langri reynslu sinni
og hvatti félögin til að læra
hvert af öðru og tileinka sér fyr-
irmyndarstarfshætti, þannig að
þau mættu verða þeim sem
njóta góðs af starfsemi al-
mannaheillasamtaka að sem
mestu gagni.
Það er með eftirsjá og þökk
sem við í stjórn Almannaheilla
kveðjum Jóhannes Gunnarsson,
sem nú er fallinn frá fyrir aldur
fram. Hann var holdgervingur
hins óþreytandi baráttumanns
fyrir almannahag, en jafnframt
ljúfur og hvetjandi starfsfélagi
sem af sanngirni lagði ætíð gott
til lausnar á þeim málum sem
glímt var við.
Megi hann hvíla í friði.
Fyrir hönd stjórnar Al-
mannaheilla – samtaka þriðja
geirans,
Ketill Berg Magnússon.
Með Jóhannesi Gunnarssyni
er genginn mestur baráttumað-
ur á Íslandi fyrir réttindum og
hag íslenskra neytenda. Mér
finnst ég hafa þekkt Jóhannes í
áratugi en samt eru ekki liðin
nema rúm fimm ár frá því við
kynntumst persónulega og fór-
um að starfa saman. Við kynnt-
umst þegar Jóhannes bauð mér
til þings Neytendasamtakanna
haustið 2012. Þar var ég kosinn
í stjórn og við urðum samstarfs-
menn.
Samstarf okkar Jóhannesar
varð strax gott og áherslur okk-
ar í hagsmunamálum neytenda
lágu saman þó að við kæmum
nú hvor úr sinni áttinni póli-
tískt. Með okkur tókst góð vin-
átta og ég hugsa með hlýju og
þakklæti til margra góðra funda
og símtala sem við áttum, að-
allega um neytendamál en oft
samt um eitthvað allt annað.
Við Jóhannes ræddum stund-
um um hve mikilvægt það er að
hagsmunabarátta neytenda sé
ekki rekin á pólitískum forsend-
um. Við vorum sammála um að
baráttan fyrir hagsmunum neyt-
enda gæti samt aldrei verið
ópólitísk og því væri mikilvægt
að baráttan byggðist á
neytendapólitík en ekki flokks-
pólitík. Í neytendapólitíkinni
náðum við vel saman, Jóhannes,
sem upphaflega kom úr Alþýðu-
bandalaginu, og ég, sem kom úr
allt annarri átt.
Á löngum formannsferli Jó-
hannesar hjá Neytendasamtök-
unum gerðist það stundum að
ekki mættu allir stjórnarmenn
til leiks undir þeim formerkjum
að neytendapólitík væri eina
pólitíkin sem stunda skyldi í
hagsmunabaráttu neytenda.
Fyrir kom að ráðist var til at-
lögu gegn Jóhannesi en ávallt
vatt hann sér undan sverðalög-
um og hafði sigur að lokum.
Erfitt er að hugsa sér öflugri og
farsælli talsmann almannahags-
muna en Jóhannes Gunnarsson.
Á mínum stutta formannsferli
hjá Neytendasamtökunum
fundaði ég með forystumönnum
norrænna og evrópskra neyt-
endasamtaka. Ekki get ég sagt
að það hafi komið mér á óvart
en mikið gladdi það mig að
komast að því hve mikillar virð-
ingar minn góði vinur, Jóhann-
es, naut meðal kollega sinna í
landssamtökum neytenda um
alla álfuna.
Virðingu fyrir störf sín verð-
skuldaði Jóhannes Gunnarsson
svo sannarlega. Ef rödd hans
hefði ekki hljómað hefði rödd
neytenda á Íslandi verið þögguð
og kæfð. Neytendasamtökin
voru ekki sjálfsprottin, þau uxu
ekki af sjálfu sér og þau munu
ekki lifa og dafna nema með
hugsjóna- og baráttumenn í
brúnni. Á níunda áratugnum,
þegar Neytendasamtökin uxu
sem aldrei fyrr, fór Jóhannes
Gunnarsson um landið og beitti
sér fyrir neytendavakningu. Á
sex dögum stofnaði hann sex
neytendafélög í sex kauptúnum
úti á landi. Á engan er hallað
þegar fullyrt er að aðrir fara
ekki í skóna hans.
Stjórn Neytendasamtakanna
útnefndi Jóhannes heiðursfélaga
samtakanna á fyrsta fundi eftir
að hann lét af embætti sem for-
maður. Það var heiður minn og
ánægja að fá að afhenda honum
skjöld því til staðfestingar við
hátíðlega athöfn í janúar á síð-
asta ári.
Nú er Jóhannes fallinn frá,
langt fyrir aldur fram. Hann gaf
allt sitt í baráttuna fyrir hags-
munum íslenskra neytenda og
skeytti ekki um eigin heilsu og
hag. Ég votta fjölskyldu hans
innilega samúð.
Ólafur Arnarson.
Við fráfall Jóhannesar er
margs að minnast. Leiðir okkar
lágu fyrst saman árið 1986 er ég
kom til starfa í viðskiptaráðu-
neytinu, sem var í forsvari fyrir
málefni neytenda. Jóhannes var
á þeim tíma ötull talsmaður
þess að auka þyrfti vernd neyt-
enda í löggjöfinni og bæta þjón-
ustu hins opinbera við neytend-
ur. Neytendavitund og
skilningur á málefnum neytenda
var á þessum tíma takmörkuð.
Jóhannes var þó óþreytandi í að
vinna að almannahag og greindi
mikilvægi þess að frjáls félaga-
samtök neytenda hefðu sterkt
hlutverk til að skapa nauðsyn-
legt aðhald í þeirri takmörkuðu
samkeppni sem var hér á landi
á þeim tíma. Þeir tímar breytt-
ust og stórir áfangar náðust
með aukinni lagalegri vernd
neytenda, sem hann hafði lengi
barist fyrir. Með sívaxandi laga-
legum réttindum neytenda
leiddi hann í auknum mæli al-
menna hagsmunagæslu fyrir
neytendur. Mikilvægi þess að
stjórnvöld tryggðu að lögbært
eftirlit væri fullnægjandi til að
framfylgja réttindum neytenda
samkvæmt löggjöf sem hann og
Neytendasamtökin höfðu svo
lengi barist fyrir voru honum
einnig hjartfólgin. Mikil vinna
fylgdi starfinu sem krafðist
þrautseigju, úthalds og góðra
tengsla við umbjóðendur Neyt-
endasamtakanna. Þessir mann-
kostir Jóhannesar skiluðu miklu
fyrir íslenska neytendur og hag
heimila í landinu. Eftir langa
samvinnu, samstarf og margvís-
leg samskipti sem við höfum átt
í gegnum tíðina er margs að
sakna en eftir sitja góðar minn-
ingar sem ber að þakka. Vil nú
að leiðarlokum senda innilegar
samúðarkveðjur til barna Jó-
hannesar og fjölskyldna þeirra.
Tryggvi Axelsson.
Kær vinur okkar og fyrrver-
andi yfirmaður, Jóhannes Gunn-
arsson, er fallinn frá. Árið 1978
hóf Jóhannes fyrst afskipti af
neytendamálum, þá sem for-
maður Neytendafélags Borgar-
fjarðar. Sex árum síðar var
hann kosinn formaður Neyt-
endasamtakanna og því starfi
sinnti hann svo að segja sleitu-
laust til ársins 2016.
Starf formanns svo stórra
hagsmunasamtaka er ekki alltaf
auðvelt og oft getur þurft að
sætta ólík sjónarmið. Í því hlut-
verki sýndi Jóhannes kannski
sínar sterkustu hliðar, en hann
hafði einstakt lag á að miðla
málum. Hann skipti sjaldan
skapi og þá sjaldan hann reidd-
ist var það vart greinilegt. Það
var því gott að vinna með Jó-
hannesi. Hann hafði einlægan
áhuga á neytendamálum og
reynsla hans og þekking var
ómetanleg okkur sem unnum
með honum. Neytendamálin
sem Jóhannes barðist fyrir
gegnum tíðina voru fjölmörg og
of langt mál að rekja þau hér en
fullyrða má að fáir, ef nokkrir,
hafi lagt jafn mikið af mörkum
fyrir bættum hag neytenda hér
á landi og Jóhannes Gunnars-
son.
Jóhannes var almennt ekki
mikið fyrir breytingar, í það
minnsta ekki hvað varðar há-
degismat. Síðustu árin hjá
Neytendasamtökunum borðaði
Jóhannes alltaf sama hádegis-
matinn; danskt rúgbrauð með
smjöri og osti, vanilluskyr og
nýmjólk. Á föstudögum gerði
hann að vísu vel við sig og fékk
sér „föstudagsskammt“ sem
samanstóð af kóki í gleri,
rækjusamloku og súkku-
laðimúffu. Ef Jóhannes brá sér
til útlanda brást ekki að hann
kæmi til baka með ostinn Gamle
Ole í farteskinu, samstarfsfólk-
inu til lítillar gleði. Mjólkur-
fræðingurinn Jóhannes kunni að
meta bragðmikla osta og lét því
mótbárur vinnufélaganna ekk-
ert á sig fá og benti því kurt-
eislega á að þeir hefðu ekkert
vit á góðum ostum. Jóhannes
hafði líka gaman af hlusta á tón-
list, en þó ekki hvað sem er.
Pink Floyd og Rolling Stones
voru í uppáhaldi, að ekki sé tal-
að um Neil Young, sem Jóhann-
es hafði sérstakt dálæti á.
Það er óhætt að segja að Jó-
hannes hafi ekki verið uppnum-
inn yfir nýjustu tækni, en hann
var með tíu ára gamalt stýri-
kerfi í tölvunni sinni þegar hann
lét af störfum og notaði 15 ára
gamlan farsíma. Starfsfólk og
stjórn samtakanna ákvað því að
gefa Jóhannesi nýjan síma þeg-
ar hann lét af störfum haustið
2016. Jóhannesi fannst hann þó
ekkert hafa með slíkt að gera,
enda var gamli góði síminn í
ágætis standi. Nýja símann tók
hann svo fyrst í gagnið fyrir
nokkrum mánuðum, þegar lím-
bandsviðgerðir dugðu ekki leng-
ur á þann gamla.
Jóhannes heimsótti skrifstof-
una síðast í desember síðast-
liðnum. Ekki grunaði okkur þá
að kærkomnar heimsóknir hans
yrðu ekki fleiri. Það eru forrétt-
indi að hafa unnið með Jóhann-
esi Gunnarssyni. Við minnumst
hans sem góðs yfirmanns, kærs
vinar og ötuls baráttumanns.
Við sendum fjölskyldu hans og
vinum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Starfsfólk Neytendasamtak-
anna,
Brynhildur, Hrannar, Ívar,
Ingibjörg og Sigurlína.
Með Jóhannesi Gunnarssyni
er genginn einstakur maður.
Hann er kunnastur fyrir störf
sín að neytendamálum, þar sem
hann lyfti grettistaki. Samferða-
menn þekkja hann af ósérhlífni í
þágu hagsmuna neytenda, sem
hann mælti fyrir af framsýni um
áratuga skeið. Eins og vænta
má var honum hugleikinn réttur
til traustra upplýsinga um allt
sem afla þarf til lífsviðurværis
og öryggis, til að velja á milli
kosta á grundvelli haldgóðrar
þekkingar. En hann horfði
lengra en til vöruvals og verð-
lags. Hann skynjaði einnig
þræði milli markaða og um-
hverfis.
Jóhannes var jafnaðarmaður
og talaði fyrir réttlátri skatt-
heimtu í þágu grunnstoða sam-
félagsins, en studdi af einurð
opinn markað sem varinn væri
öflugu samkeppnis- og gæðaeft-
irliti. Undir forystu hans voru
samtök neytenda fundvís á sér-
hagsmuni sem draga úr sam-
keppni og miðlun réttra upplýs-
inga, ýmist í krafti eigin
stærðar eða pólitískrar fyrir-
greiðslu. Af þeim sökum upp-
skar hann hörð viðbrögð stjórn-
málamanna og hagsmunaaðila.
En um leið tókst oft að þoka
umræðu fram á við, opna orm-
agryfjur og rýma fyrir bættri
viðskiptamenningu. Neytenda-
samtökin hafa lengi talað fyrir
auknu frelsi í innflutningi.
Vegna þess hefur Jóhannes
ranglega verið talinn andstæð-
ingur bænda. Kynni okkar af
Jóhannesi sýna þvert á móti
ríkan áhuga hans á landbúnaði,
enda mjólkurfræðingur að
mennt og starfaði um skeið sem
slíkur í nánum samskiptum við
bændur.
Jóhannes skynjaði þörf ís-
lenskra neytenda fyrir bætt að-
gengi og kost á heilnæmum af-