Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 50

Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16 – www.rafkaup.is Ég nýt þess að vera á eftirlaunum,“ segir Guðrún Ásbjörg Stef-ánsdóttir, fyrrverandi námsráðgjafi og áfangastjóri í Mennta-skólanum á Ísafirði, en hún á 70 ára afmæli í dag. „Ég er ekki að gera neitt af því sem ég starfaði við,“ segir Guðrún en hún var einnig bæjarfulltrúi á Ísafirði um skeið. „Ég sinni fjöl- skyldunni og hef spilað golf í 20 ár og stunda það á hverjum degi yfir sumarið og þar sem ég get erlendis. Við hjónin höfum gaman af því að byggja, breyta og bæta og höfum tekið að okkur ýmis verkefni, eins og þegar fólk vill breyta baðinu hjá sér. Maðurinn minn, Tryggvi Sigtryggsson, er vélvirki og kenndi málmgreinar í Menntaskólanum á Ísafirði og ætli ég hafi ekki lært eitthvað af honum. Við byggðum sumarbústað saman og gerðum upp gamalt hús á Eyrinni og búum þar núna. Túristarnir halda að húsið sé safn og hanga á gluggunum hjá okkur á sumrin,“ en húsið var byggt árið 1908. Guðrún ætlar að halda upp á daginn með fjölskyldu sinni. „Við er- um svo mörg að við þurfum ekki fleira fólk til okkar.“ Börn Guðrúnar og Tryggva eru Stefán Haukur í Grindavík, Jakob Ólafur á Ísafirði, Heiðrún á Ísafirði og Ásta sem býr í Kanada. Barnabörnin eru fimm- tán en af þeim eru tvö bónusbörn í Kanada, og barnabarnabörnin eru sex plús tvö sem eru í Kanada, en Ásta býr þar. Stefán býr í Grindavík en Jakob og Heiðrún á Ísafirði. Golfarinn Guðrún á uppáhaldsgolfvellinum sínum, Tungudalsvelli. Finnst gaman að byggja, breyta og bæta Guðrún Stefánsdóttir er sjötug í dag R únar Gíslason fæddist í Reykjavík 20.1. 1948 og ólst upp í Hólmgarði í Bústaðahverfinu. Hann var sjö sumur í sveit á Skógum á Fellsströnd. „Þar bjuggu bræðurnir Áskell og Sigmundur Jóhannssynir, ásamt móð- ur sinni, Júlíönu Sigmundsdóttur. Þarna var gott að vera og gaman að ná í skottið á gamla tímanum. Rafmagn kom ekki á Fellsströndina fyrr en á áttunda áratug síðustu aldar. Þar voru því olíulampar, koksvél til að elda á og ofn til húshitunar sem brenndi kolum og timbri. Fjósið var torffjós. Að vísu var ein forláta dráttarvél á bænum en auk þess var slegið með hestasláttuvél. Maturinn var óneitanlega svolítið ein- hæfur og varla fiskur nema saltfiskur. En þarna réð sómafólk húsum og þarna leið manni vel.“ Rúnar gekk í Breiðagerðisskóla, Rúnar Gíslason, dýralæknir í Stykkishólmi – 70 ára Í Vín 2016 Frá vinstri: Christoph, Kaan, Björk, Sóley og Io, vinkona Sóleyjar, en á bak við er Jóhanna með Gabriel. Gömul handbolta- kempa með veiðidellu Á HM 2014 Rúnar og Brynja með Hermanni og fjölskyldu hans í Fortaleza í Brasilíu. F.v.: Hermann, Guðni Jóel, Rúnar, Andri Hrafn, Brynja og Rósa. Gísli Kristjánsson, skipstjóri, frá Móa- búð, Grundarfirði, er 90 ára á morgun, sunnudaginn 21. janúar. Eiginkona hans er Lilja Finnbogadóttir. Ættingjar og vinir eru hvattir til að kíkja í kaffi og samgleðjast Gísla á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík frá kl. 15.30 til 17.00 á afmælisdaginn, sunnudaginn 21. janúar. Blóm og gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar. Árnað heilla 90 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.