Morgunblaðið - 20.01.2018, Síða 54

Morgunblaðið - 20.01.2018, Síða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudagur 21. Janúar kl. 14: Fjölskylduleiðsögn Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Tekið á móti umsóknum um sumartónleika LSÓ til og með 13. febrúar. Sjá www.lso.is ANGE LECCIA - LA MER 2.11. - 4.2.2018 Sunnudagsleiðsögn um Hafið í umsjá Æsu Sigurjónsdóttur 21. janúar kl. 14. FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR - Valin verk úr safneign 7.4.2017 - 31.12.2019 COMPARATIVE VANDALISM 26.8. - 21.1.2018 - Heimildaljósmyndir úr verkefni Asgers Jorn Scandinavian Institute of Comparative Vandalism Síðasta sýningarhelgi ORKA 14.9. - 29.4.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. Safn Ásgríms Jónssonar og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar eru lokuð í desember og janúar. Söfnin opna aftur 2. febrúar 2018. Hefnd Medeu á svikulumeiginmanni sínum, Jas-oni, sem endar meðmorðum ungra barna þeirra, hefur um aldaraðir verið for- dæmd. Enda getur aldrei verið rétt- lætanlegt að myrða börn, hvort heldur er vegna særðs stolts, von- brigða í ástamálum, deilna við fyrr- verandi maka eða ótta við að börnin verði notuð gegn manni. Í vel upp- byggðu og vandasömu verki Evr- ipídesar gefur Medea okkur nokkr- ar ástæður fyrir gjörðum sínum, þeirra á meðal réttlætisþörf og hefnd því hún – sjálf konungsdóttir og afkomandi sólguðsins – þolir ekki þá niðurlægingu sem framkoma Jasonar felur í sér. Á öðrum stað nefnir hún einnig ótta sinn við að gjörðir hennar muni bitna á börn- unum og þá sé illskárra að hún taki lífið sem hún fæddi. Fyrst og síðast virðist það þó óskin um að valda Jasoni eins miklum sársauka og hægt er sem ræður för og það skýr- ir hvers vegna hún neitar honum um að faðma lík barnanna í kveðju- skyni. Bæði í upphafi verks og í sam- tölum Medeu og Jasonar er rifjað upp hversu miklu Medea hefur fórn- að fyrir ástina og hvernig hún bjargaði lífi Jasonar. Þegar Jason kom til heimalands Medeu, Kolkis, í leit að gullna reyfinu, sem Pelías konungur heimtaði í skiptum fyrir krúnuna sem Jason átti réttmæta heimtingu á, varð Medea svo vit- stola af ást á Jasoni að hún lagði honum lið með því skilyrði að hann giftist henni. Í framhaldinu sveik hún föður sinn og myrti bróður sinn með þeim afleiðingum að hún á aldr- ei afturkvæmt til heimalandsins. Medea (Kristín Þóra Haralds- dóttir) og Jason (Hjörtur Jóhann Jónsson) leita skjóls með börn sín (Lydía Karín Steinarsdóttir og Hilmar Máni Magnússon) og fóstru (Edda Björg Eyjólfsdóttir) í Kór- inþu þar sem Kreon konungur (Jó- hann Sigurðarson) ríkir. Þegar verkið hefst hefur Jason ákveðið að kvænast dóttur konungs (Lovísa Ósk Gunnarsdóttir) af praktískum ástæðum – að því er hann segir – en í þöglum leik leynir sér ekki hversu ánægður Jason er með tilvonandi brúði sína. Áhorfendur eiga þess vegna, líkt og Medea, erfitt með að trúa því að engar ástríður liggi að baki ákvörðuninni og að Jason sé aðeins að reyna að tryggja ham- ingju og örugga afkomu kjarnafjöl- skyldunnar sem er við það að splundrast. Kreon óttast réttilega reiði Me- deu og dæmir hana því ásamt börn- unum í útlegð með tilheyrandi ver- gangi flóttamannsins. Á óvæntum fundi með Egeifi (Arnar Dan Kristjánsson), konungi Aþenu, tryggir Medea sér landvistarleyfi í ríki hans í skiptum fyrir frjósem- isaðstoð. Í krafti þessa örugga skjóls hefst Medea handa við að myrða fyrst konungsdótturina, með eitruðum fatnaði og skarti sem einn- ig nær að granda Kreoni þegar hann snertir lík dóttur sinnar, og síðan myrðir hún börnin sín. Í út- færslu Borgarleikhússins virðist Medea einnig ná að myrða Jason með eitrinu, sem dregur óneitanlega úr áhrifamætti hefndarinnar því það hlýtur að vera verra hlutskipti að lifa börnin sín og þjást af sam- viskubiti yfir grimmum örlögum þeirra en að fá lausn í dauðanum. Íslensk þýðing Hrafnhildar Hagalín á hinum ríflega 2.400 ára gamla harmleik er þjál í munni. Orðfærið kallast auðheyrilega á við samtímann sem myndi þjóna vel í raunsæisnálgun verksins. Stílfærð textameðferð þar sem leikarar tala af yfirveguðum hægagangi skapar hins vegar vissa fjarlægð við efni- viðinn. Lokasenan milli Medeu og Jasonar er í öðrum og lágstemmdari stíl, en þar hefði þurft að taka betur utan um orðin til að textinn heyrðist nógu vel. Harpa Arnardóttir leikstjóri seg- ist í leikskrá hafa valið sýningunni frásagnarmáta ævintýrisins þar sem eðli draumsins ráði ríkjum. Leikmynd og búningar Filippíu I. Elísdóttur undirstrika þessa tákn- rænu nálgun verksins sem gleður svo sannarlega augað. Kreon og hirð hans klæðast hvítu, sem og Jas- on sem brátt mun tilheyra konungs- fjölskyldunni. Fóstran klæðist fjólu- bláu líkt og til að sefa áhorfendur. Medea er hatrið og sorgin klædd svörtum klæðum skreyttum rauðum böndum sem minna á ástina og tryggðaböndin sem hafa verið svik- in. Heilt yfir þjónuðu búningarnir persónum vel og vísuðu sérstaklega kjólarnir með skemmtilegum hætti í fatastíl Forn-Grikkja. Efnisvalið í kjól Medeu og kjólasíddin þvældist því miður fyrir leikkonunni sem þurfti endurtekið að gæta þess að stíga ekki í faldinn og losa blúnduk- jólinn sem festist ítrekað við leik- myndina. Rýni reyndist vandasamt að lesa merkingu í allar hárkoll- urnar sem notaðar voru í sýning- unni. Var ætlunin að undirstrika hvernig foreldrar sjá stundum börn sem litlar útgáfur af sjálfum sér eða Lögmál heimsins öll gengin úr skorðum Borgarleikhúsið Medea bbbmn Eftir Evripídes. Íslensk þýðing og leik- gerð: Hrafnhildur Hagalín í samvinnu við Hörpu Arnardóttur. Leikstjórn: Harpa Arnardóttir. Leikmynd og bún- ingar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Val- geir Sigurðsson. Danshöfundur: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir. Hljóð: Garðar Borg- þórsson. Leikgervi: Filippía I. Elísdóttir og Margrét Benediktsdóttir. Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Hjörtur Jó- hann Jónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Arnar Dan Krist- jánsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Lydía Katrín Steinarsdóttir og Hilmar Máni Magnússon. Frumsýning á Nýja sviði Borgarleikhússins 13. janúar 2018. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Stolt „Kristín Þóra fær það vandasama hlutverk að túlka Medeu.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Morgunblaðið/Árni Sæberg Á tónleikastað Tappi tíkarrass við Hard Rock Café þar sem hljómsveitin mun rokka í kvöld. Minningarbrot og leyndir staðir er heiti sýningar á verkum danska ljósmyndarans Astrid Kruse Jensen sem verður opnuð í Sverrissal Hafnarborgar í dag, laugardag, kl. 15. Á sýningunni eru verk úr tveim- ur myndröðum, „Fragments of Rememberence“ og „Hidden Pla- ces“. Kruse Jensen heimsótti Ísland fyrir 15 árum og vann hér verk sem hafa borið hróður hennar víða. Í verkunum fæst hún við myrkrið, tómleikann og minnið. Tæknileg framkvæmd bæði myndatöku og framköllunar er lykilatriði í mynd- sköpuninni. Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands. Minningabrot Astrid Kruse Jensen á sýningu í Sverrissal Hafnarborgar Ljósmynd/Astrid Kruse Jensen Myrkur Astrid Kruse Jensen er einn þekktasti listljósmyndari Dana í dag. Þessi eyja jörðin er yfirskrift sam- sýningar sem verður opnuð í Ljós- myndasafni Reykjavíku á 6. hæð Grófarhússins, Tryggvagötu 16, kl. 15 í dag, laugardag. Á sýningunni beina fimm ljósmyndarar búsettir á Íslandi – þau Stuart Richardson, Kristín Sigurðardóttir, Claudia Hausfeld, Pétur Thomsen og Hall- gerður Hallgrímsdóttir – sjónum að náttúrunni en sýningarstjóri er Katrín Elvarsdóttir. Hér birtist ný sýn á landslags- ljósmyndun en verkin eru próf- steinar á veruleikaskynjun okkar Ný sýn á landslagsljósmyndun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Ljósmynd/Kristín Sigurðardóttir Landslag Eitt verka Kristínar Sigurð- ardóttur á sýningunni í Ljósmyndasafninu. þegar kemur að myndheimi nátt- úru og landslags. Sýningin er á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.