Morgunblaðið - 20.01.2018, Side 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2018
var markmiðið að undirstrika hár-
prýði konungsdótturinnar í Kórinþu
og þar með mögulega frjósemi
hennar?
Áhorfendur sitja beggja vegna
sviðsins, sem Björn Bergsteinn
Guðmundsson lýsir framúrskarandi
vel. Í öðrum enda leikrýmisins
mynda ógrynni ferðataska tröppur
og athvarf fyrir Medeu í upphafi
verks, en í hinum endanum er há-
sæti Kreons umkringt fjölda hvítra
styttna sem virka í senn þungar og
brothættar. Vatnið sem þekur sviðs-
gólfið stóran hluta sýningar nýttist
með áhrifaríkum hætti til þvotta
Medeu á barnafötum og siglinga
pappírsskipa, en rýnir hafði iðulega
áhyggjur af því að leikarar meidd-
ust þegar þeir runnu á hálu gólfinu.
Valgeir Sigurðsson skapar magn-
aðan seið með tónaflóði sínu og
hljóðvinna Garðars Borgþórssonar
virkaði vel.
Edda Björg Eyjólfsdóttir hafði
góða nærveru í hlutverki fóstrunnar
sem varar við hinu óhjákvæmilega
en getur líkt og áhorfendur aðeins
beðið þess sem verða vill. Lýsing
hennar á dauðastríði konungsdótt-
urinnar þar sem Lovísa Ósk Gunn-
ardóttir engdist um var tilþrifarík.
Sú ákvörðun að gera brúðina sýni-
lega á sviðinu í stað þess að segja
aðeins frá örlögum hennar ut-
ansviðs virkaði vel og jók til muna
samúðina með henni. Lovísa geislaði
í dansinum, hvort heldur var í til-
hugalífinu með Jasoni, í kröftugri
brúðkaupssenu eða fyrrnefndu
dauðastríði. Frammistaða Lydíu
Katrínar Steinarsdóttur og Hilmars
Mána Magnússonar í hlutverkum
barnanna var aðdáunarverð, ekki
síst með tilliti til ungs aldurs þeirra.
Arnar Dan Kristjánsson sýndi
ótrúlega fimi og jafnvægislist í hlut-
verki hirðmanns og var trúverðugur
sem hinn hrekklausi Egeifur sem
finnur til með Medeu óafvitandi um
myrk áform hennar. Jóhann Sigurð-
arson fór létt með að túlka myndug-
leika valdsmannsins, sem af sam-
kennd leyfir Medeu að vera þann
aukasólarhring í Kórinþu sem hún
þarf til að fremja voðaverk sín.
Textameðferð kórsins var prýðileg
og vel virkaði að skipta línum milli
einstakra radda í stað þess að láta
alla þylja textann í einu.
Hjörtur Jóhann Jónsson hafði
góð tök á hlutverki Jasonar þrátt
fyrir skamman undirbúning, en
hann stökk sem kunnugt er inn í
sýninguna með aðeins þriggja vikna
fyrirvara. Í fyrsta samtali þeirra
Medeu tókst honum vel að miðla al-
gjöru skilningsleysi á reiði og sorg
Medeu yfir svikum hans og á öðrum
fundi þeirra var hann skemmtilega
grunlaus gagnvart leikaraskap Me-
deu sem snýr honum um fingur sér
með lygum sínum og undirferli.
Sem fyrr sagði hefði þurft að vinna
betur með textameðferðina í loka-
samtali Medeu og Jasonar sem varð
of lágstemmt.
Kristín Þóra Haraldsdóttir fær
það vandasama hlutverk að túlka
Medeu. Henni tókst afar vel að
miðla reiði hennar, sorg og von-
brigðum. Sú stigmögnun sem verð-
ur á örvæntingu hennar eftir því
sem tíminn til framkvæmda styttist
var góð, en það hjálpaði henni ekki
að eiga rólega senu á sviðinu með
börnin enn á lífi stuttu eftir að hafa
tilkynnt áhorfendum að hún væri að
fara utansviðs til þess að drepa þau
þá á þeirri stundu. Best tókst henni
upp þegar hún var að leika auðmýkt
sína gagnvart þeim Kreoni og Jas-
oni og lék sér að þeim líkt og köttur
að mús.
Kynngikraftur Medeu er undir-
strikaður með tilkomumiklum hætti
í sýningunni þegar vatn byrjar að
flæða upp um sviðsgólfið skömmu
áður en hún fær skjól hjá Egeifi um
miðbik verks. Rísandi vatnið minnir
okkur á aðsteðjandi ógnir mann-
kyns þar sem heimurinn eins og við
þekkjum hann mun smám saman
sökkva og tortímast vegna aðgerða-
leysis okkar í loftslagsmálum. Vatn-
ið skapar einnig sjónrænt sterka
tengingu við flóttafólkið sem við
heyrum sífellt fréttir af að leggi leið
sína yfir opið haf á vanbúnum bát-
um í leit að friðsamlegri og líf-
vænlegri strönd. Lokamynd verks-
ins þar sem Medea og Jason ræða
saman yfir líkum barna sinna í flæð-
armálinu fær áhorfendur sennilega
til að velta vöngum yfir því hvort
það sé ekki hræsnisfullt að fordæma
morð einnar konu á tveimur börnum
sínum í hefndarskyni meðan við
skeytum engu um þær þúsundir
barna sem myrtar eru víðs vegar
um heiminn í nafni réttlætis og
hefnda.
Í fyrrnefndu viðtali við leikstjór-
ann segist Harpa leggja „áherslu á
sjónræna útfærslu og sterka líkam-
lega nærveru sem virkjar undir-
meðvitundina og þá visku sem hún
býr yfir“. Vandasamt er að rýna í
sýningu með undirmeðvitundina að
leiðarljósi, en skoða má þær tilfinn-
ingar og hugsanir sem uppfærslan
framkallar. Þrátt fyrir mjög flotta
umgjörð og heilt yfir áhrifaríkan
leik höfðaði Medea hjá undirritaðri
fremur til hugans en hjartans.
Flott umgjörð „Þrátt fyrir mjög flotta umgjörð og heilt yfir áhrifaríkan leik höfðaði Medea hjá undirritaðri fremur
til hugans en hjartans,“ segir í rýni um harmleikinn Medeu eftir Evripídes í uppfærslu Borgarleikhússins.
Pönkrokksveitin Tappi tíkarrass
var endurlífguð fyrir þremur ár-
um eftir að hafa legið í dvala frá
árinu 1983. Endurlífgunin
heppnaðist svo vel að í fyrra
kom út ný 14 laga breiðskífa,
samnefnd sveitinni, og jafnframt
sú fyrsta með Eyþóri Arnalds í
hlutverki söngvara.
Hljómsveitin var stofnuð árið
1981 og gekk Björk Guðmunds-
dóttir nokkru síðar til liðs við
hana. Björk er nú fjarri góðu
gamni og verður því ekki með á
tónleikum hljómsveitarinnar í
kjallara Hard Rock Café í kvöld
kl. 22. Sérstakur gestur Tapp-
ans verður hins vegar Mike Pol-
lock sem fær að þenja radd-
böndin.
Fögnuðu fimmtugu
Auk Eyþórs skipa hljómsveitina
bassaleikarinn Jakob Smári, gítar-
leikarinn Eyjólfur Jóhannsson og
trymbillinn Guðmundur Þór Gunn-
arsson. Jakob segir þá Eyþór og
Eyjólf hafa fagnað því að vera ný-
orðnir fimmtugir yfir kvöldverði
fyrir þremur árum. Kviknaði þá sú
hugmynd að endurvekja Tappann.
„Við sömdum svo mörg lög þeg-
ar hljómsveitin var að byrja, á
fyrstu mánuðunum og áður en
Björk gekk til liðs við okkur. Hug-
myndin var að athuga hvort við
myndum eitthvað af þeim og spila
þau okkur til skemmtunar. Við
mundum ótrúlega mörg lög og fór-
um að hittast reglulega. Þegar við
vorum búnir að rifja upp langaði
okkur að gera eitthvað nýtt þann-
ig að við fórum að semja nýtt efni.
Svo þróaðist þetta og við fórum að
taka upp og enduðum með 14 lög,“
segir Jakob. Lögin rötuðu á fyrr-
nefnda plötu, þar af 10 ný.
„Þetta er aðeins rokkaðra,“
svarar Jakob þegar hann er
spurður að því hvort nýju lögin
séu í sama anda og gömlu Tappa-
lögin. Textarnir hafi lítið breyst
en þó kannski örlítið. „Þeir endur-
spegla það sem menn eru að gera
í daglegu lífi. Nú er t.d. eitt lag
sem heitir „Spak“. Spak er nýyrði
yfir bakspik og það er náttúrlega
vandamál sem menn eru að glíma
við í dag,“ segir Jakob kíminn.
helgisnaer@mbl.is
Tappinn glímir við bakspik
Tappi tíkarrass heldur tónleika á Hard Rock Café
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Elly (Stóra sviðið)
Lau 20/1 kl. 20:00 58. s Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Sun 25/2 kl. 20:00 aukas.
Þri 23/1 kl. 20:00 aukas. Mið 7/2 kl. 20:00 aukas. Fös 2/3 kl. 20:00 aukas.
Fim 25/1 kl. 20:00 59. s Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas.
Fös 26/1 kl. 20:00 60. s Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 27/1 kl. 20:00 61. s Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Fös 9/3 kl. 20:00 aukas.
Þri 30/1 kl. 20:00 aukas. Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Lau 10/3 kl. 20:00 aukas.
Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas.
Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Lau 24/2 kl. 20:00 aukas.
Allra síðustu sýningar leikársins!
Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið)
Sun 21/1 kl. 20:00 7. s Mið 31/1 kl. 20:00 10. s Fim 8/2 kl. 20:00 13. s
Mið 24/1 kl. 20:00 8. s Fim 1/2 kl. 20:00 11. s Sun 11/2 kl. 20:00 14. s
Sun 28/1 kl. 20:00 9. s Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s
Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar.
Brot úr hjónabandi (Litla sviðið)
Lau 20/1 kl. 20:00 47. s Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 9/2 kl. 20:00 51. s
Sun 28/1 kl. 20:00 48. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s
Draumur um eilífa ást
Medea (Nýja sviðið)
Mið 24/1 kl. 20:00 6. s Mið 31/1 kl. 20:00 8. s
Sun 28/1 kl. 20:00 7. s Fim 1/2 kl. 20:00 9. s
Stuttur sýningatími. Allra síðustu sýningar!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Sun 21/1 kl. 13:00 aukas. Sun 4/2 kl. 13:00 aukas.
Sun 28/1 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas.
Allra síðustu sýningar.
Skúmaskot (Litla sviðið)
Lau 20/1 kl. 13:00 5. s Sun 28/1 kl. 13:00 8. s Sun 11/2 kl. 13:00 aukas.
Sun 21/1 kl. 13:00 6. s Sun 4/2 kl. 13:00 aukas.
Lau 27/1 kl. 13:00 7. s Lau 10/2 kl. 13:00 aukas.
Búðu þig undir dularfullt ferðalag!
Hafið (Stóra sviðið)
Sun 21/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 26/1 kl. 19:30 10.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn
Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika
Risaeðlurnar (Stóra sviðið)
Lau 20/1 kl. 19:30 17.sýn Lau 27/1 kl. 19:30 18.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn
Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi .
Fjarskaland (Stóra sviðið)
Sun 21/1 kl. 13:00 Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00
Sun 28/1 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00
Fjölskyldusöngleikur eftir Góa!
Faðirinn (Kassinn)
Lau 20/1 kl. 19:30 19.sýn Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn
Sun 28/1 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn
Þri 30/1 kl. 19:30 Auka Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn
Mið 31/1 kl. 19:30 21.sýn Mið 14/2 kl. 19:30 Auka
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Efi (Kassinn)
Sun 21/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka
Fim 25/1 kl. 19:30 5.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn
Fös 26/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn
Lau 27/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 13.sýn
Fim 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn
Margverðlaunað og spennandi verk !
Ég get (Kúlan)
Lau 20/1 kl. 13:00 3.sýn Lau 27/1 kl. 13:00 5.sýn Fim 8/2 kl. 13:00 7.sýn
Lau 20/1 kl. 15:00 4.sýn Lau 27/1 kl. 15:00 6.sýn Fim 8/2 kl. 15:00 8.sýn
Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar
Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)
Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00
Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00
Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00
Brúðusýning
Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 20/1 kl. 20:00 Fim 1/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00
Lau 20/1 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 22:30
Sun 21/1 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Fim 15/2 kl. 20:00
Fim 25/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 20:00
Fös 26/1 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 22:30
Fös 26/1 kl. 22:30 Fim 8/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 20:00
Lau 27/1 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30
Lau 27/1 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 22:30 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 7/2 kl. 20:00 Mið 7/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00
Mið 14/2 kl. 20:00 Mið 14/3 kl. 20:00 Mið 11/4 kl. 20:00
Mið 21/2 kl. 20:00 Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00
Mið 28/2 kl. 20:00 Mið 28/3 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?