Morgunblaðið - 31.01.2018, Side 10

Morgunblaðið - 31.01.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralage inn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira, en bara ódýrt Hálkubroddar ensínbrúsar last/Blikk , 10, 20L asaljós og lugtir, 0 gerðirÍseyðir-spray á hélaðar rúður frá 1.495 r V Bílrúðusköfur frábært úrval Snjóskóflur margar gerðir frá 1.999 Startkaplar 985 Snjósköfur margar gerðir frá 1.495 frá 495 Strekkibönd 2024 SLT L iðLé t t ingur Verð kr 2.790.000 Verð með vsk. 3.459.600 Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjárfesting í þjóðvegum hefur verið sögulega lítil síðustu ár. Eftir því sem nauðsynlegu viðhaldi er slegið lengur á frest þeim mun dýrara verður að vinna það upp. Þetta má lesa úr greiningu Sam- taka iðnaðarins á stöðu vegamála. Samtökin skoða meðal ann- ars fjárfestingu í þjóðvegakerfinu aftur til 1964 sem hlutfall af lands- framleiðslu. Leiðir saman- burðurinn í ljós að fjárfestingin árin 2010-2016 var undir meðal- talinu þessa rúmu hálfu öld. Var fjárfestingin árin 2011 til 2016 raunar minni sem hlutfall af landsframleiðslu en nokkurt annað ár frá 1964. Viðhaldið líka dregist saman Þá var fé til viðhalds og þjónustu í þjóðvegakerfinu borið saman sem hlutfall af landsframleiðslu á sama tímabili. Þar er svipaða sögu að segja. Viðhaldsfé áranna 2010-2016 er undir meðaltalinu á tímabilinu frá 1964. Það er hins vegar hlutfallslega meira en fjárfestingin sömu ár. Sam- drátturinn var ekki jafn mikill. Samtökin skoðuðu jafnframt framlög ríkisins til fjárfestingar, við- halds og þjónustu í þjóðvegakerfinu árin 2000-2016 á hverja milljón ek- inna km. Tölur eru á verðlagi 2017. Reyndust framlögin um 9 millj- ónir króna á hverja milljón km árið 2016. Hefur sú upphæð verið um 9 milljónir frá 2011. Til samanburðar er meðaltalið frá árinu 2000 um 12 milljónir. Fjallað var um samspil ek- inna kílómetra og viðhaldsþarfar á vegum í samtali við Hrein Haralds- son vegamálastjóra í Morgunblaðinu á laugardaginn var. Þar sagði Hreinn slit og skemmdir á yfirborði vega í nokkuð beinu hlutfalli við um- ferð. Fram kom í greininni að sam- kvæmt talningu Vegagerðarinnar fóru að meðaltali rúmlega 161 þús- und bílar um þrjú mælisnið á höfuð- borgarsvæðinu í desember. Það er 18% meira en 2015 og 23% meira en 2007, sem þótti mikið umferðarár. Sagði Hreinn að vegna met- umferðar á svæðinu gæti tekið lengri tíma en ella að vinna upp við- haldsþörf á vegum. Óvíst sé hvort það takist næstu fjögur árin. Ekki fylgt umferðinni Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), tekur undir með vegamála- stjóra að aukin umferð auki við- haldshallann og mikil þörf sé á ný- fjárfestingu. Miðað við núverandi framlög sé ástand vega að versna og sáralítið unnið á viðhaldsþörf. Sigurður segir framlög til vega- samgangna ekki hafa fylgt auknu umferðarmagni frá árinu 2008. Fólksfjölgun, fjölgun ferðamanna, fjölgun bíla og aukin efnahagsumsvif hafi lagst á eitt um að skapa mikla uppsafnaða viðhalds- og fjárfesting- arþörf. Það auki vandann að nýfjár- festingar séu í lágmarki. „Að óbreyttu mun skortur á við- haldi og nýjum fjárfestingum á sviði vegamála standa áframhaldandi hagvexti fyrir þrifum. Hagstofan spáir um 17% hagvexti fram til árs- ins 2023. Það er ljóst að erfitt verður að knýja hagvöxt á innviðum í lélegu ásigkomulagi, þar með talið þjóð- vegakerfinu,“ segir Sigurður. Hann bendir á skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverk- fræðinga um innviði. Þar komi fram að árleg þörf til endurnýjunar bund- inna slitlaga sé um 3 milljarðar á ári. Uppsöfnuð þörf sé um 11 milljarðar. Þetta geri 26 milljarða næstu 5 ár. Milljarða þarf í malarvegina Þá kosti árlegt viðhald malarvega um 1,3 milljarða á ári og uppsafnað viðhald um 2 milljarða. Þetta geri um 9 milljarða næstu 5 ár. Jafnframt kosti styrkingar og endurbætur á hættulegum vegum um 3 milljarða á ári. Uppsöfnuð þörf sé um 50 milljarðar. Þetta geri 65 milljarða næstu 5 ár. Loks kosti við- hald brúa 1,4 milljarða á ári, eða 7 milljarða næstu 5 ár. „Uppsöfnuð viðhaldsþörf er því samanlagt metin meiri en 60 millj- arðar og nauðsynleg fjárveiting vegna reglubundins viðhalds árlega meira en 8 milljarðar,“ segir Sig- urður. Leggja þurfi meira en 20 milljarða á ári í málaflokkinn næstu 5 ár til að vinna á vandanum. Það eru alls yfir 100 milljarðar króna. Hann segir að í efnahagslegu tilliti sé heppilegt að fara í framkvæmdir. Mildar áhrif niðursveiflunnar Með því sé bæði dregið úr niður- sveiflunni sem spáð sé framundan og byggt undir hagvöxt til framtíðar. „Gerðar hafa verið margar rann- sóknir á tengslum hagvaxtar og fjár- festingum í vegakerfi. Niðurstöður þeirra eru að fjárfesting í vegainn- viðum auki hagvöxt marktækt. Ávöxtun þjóðfélagsins af breyttri stefnu í vegamálum gæti því orðið töluverð,“ segir Sigurður Hann- esson. Viðhaldsleysið bitnar á hagvexti  Samtök iðnaðarins telja skort á viðhaldi og fjárfestingu í vegakerfinu munu bitna á hagvexti  Fjárfesting síðustu ára langt undir meðaltalinu frá 1964  100 milljarða þörf næstu fimm ár Fjárfesting í þjóðvegakerfinu 1964-2016 Sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu 1,75% 1,5% 1,0% 0,75% 0,5% 0,25% 0% Fjárfesting, % VLF Meðaltal 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 Heimild: SI Fjárframlög til þjóðvegakerfis 2000-2016 Krónur á hvern ekinn kílómetra* 20 15 10 5 0 kr./km Fjárfesting Viðhald og þjónusta Meðaltal, 12 kr. ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 999999 13 17 21 12 1011 13 16 1212 13 *Á verðlagi 2017. Heimild: SI. Viðhaldsfé í þjóðvegakerfinu 1964-2016 Sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu 0,7% 0,6% 0,5% 0,4% 0,3% 0,2% 0,1% 0% Viðhald, % VLF Meðaltal 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 Heimild: SI Vísitala umferðar á höfuðborgarsvæðinu 150 140 130 120 110 100 90 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 *Hafnarfjarðarvegur sunnan Kópavogslækjar, Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi og Vesturlandsvegur (Nesbraut). **2017 er skv. spá SÍ. Summa ársdagsumferðar fyrir þrjú mælisnið 2005 til 2017* Heimild: Vegagerðin Vísitala umferðar, 2005=100 Vísitala vergrar landsframleiðslu, 2005=100** Vísitala umferðar 139,5 Sigurður Hannesson Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist eftir fall á Malaga á Spáni, á dögunum fær ekki vegabréf sitt frá lögreglu þar eftir að hafa verið úrskurðuð í farbann. Eiginmaður hennar var úrskurðaður í gæslu- varðhald hér á landi í síðustu viku í tengslum við fíkniefnasmygl. Áður var hann í haldi spænsku lögregl- unnar vegna rannsóknar á falli Sunnu, en var látinn laus þegar málavextir í því tilviki voru orðnir ljósir. „Sunna er ekki með stöðu grun- aðs eða vitnis í einu eða neinu,“ seg- ir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður Sunnu, sem bætir við að af þeirri ástæðu skilji hann ekki hvers vegna skjólstæðingur sinn sé í farbanni. Sjálfur er Jón Kristinn á leiðinni til Spánar til aðstoðar, halds og trausts. Sunna fær ekki vegabréfið í Malaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.