Morgunblaðið - 31.01.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrir VOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
BAKSVIÐ
Sunna Ósk Logadóttir
sunna@mbl.is
„Það er tuttugu mínútna seinkun,“
tilkynnir starfsmaður flugfélagsins
Ernis hópi fólks sem saman kominn
er á Reykjavíkurflugvelli í élja-
muggu í gærmorgun. Ferðinni er
heitið á Gjögur til að sitja hrepps-
nefndarfund í Árneshreppi. Það er
ófært landleiðina, eins og iðulega á
þessum árstíma. Oft er ekki mokað
vikum saman frá byrjun janúar og
fram í mars. Því er flogið tvisvar í
viku, þegar veður leyfir, og rutt frá
Gjögri inn í Norðurfjörð. Oddviti
hreppsins nýtur ekki góðs af því.
Hann er búsettur í Djúpuvík, sunnan
Gjögurs, og enginn er moksturinn
frá hans heimahögum. Því þarf hann
að mæta til fundarins, sem fram fer á
hreppsskrifstofunni í Norðurfirði, á
vélsleða. Ferðin tekur 40 mínútur.
Hreppsnefndin á því ekki að venj-
ast að áhorfendur séu að fundum
hennar. En augu margra hafa beinst
að Strandamönnum síðustu mánuði
eftir að skriður komst á hugmyndir
um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði.
Nokkrir sérfræðingar í skipulags-
málum hafa verið boðaðir á fundinn
en að auki hefur Sigurður Gísli
Pálmason, aðaleigandi IKEA á Ís-
landi, ákveðið að mæta við annan
mann. Hann hefur látið sig málefni
Árneshrepps varða að undanförnu
og meðal annars boðist til að greiða
fyrir mat á kostum virkjunar annars
vegar og verndunar hins vegar. Á
hreppsnefndarfundinum á einmitt að
taka afstöðu til boðs hans.
Það birtir loksins til í borginni og
hópurinn að sunnan kemst loks í loft-
ið. Eftir tæplega hálftíma flug skýj-
um ofar rofar skyndilega til og til-
komumiklir tindar fjallanna á
Ströndum í fögrum vetrarskrúða
birtast og bjóða aðkomufólkið vel-
komið til afskekktustu byggðar Ís-
lands.
Mjólkin kom með flugi
Ólafur Valsson, sem nýverið tók
við rekstri Kaupfélagsins í Norð-
urfirði, er kominn á flugvöllinn til að
taka á móti vörum. Vika er síðan þær
bárust síðast. Hann fagnar því
mjólkinni sérstaklega. Ýmislegt ann-
að kemur með flugi, m.a. pakkar með
nýju parketi. Einhver er að fara í
endurbætur í sveitinni. Ólafur mun
svo líka bera út póstinn, sem kom að
sunnan, til sveitunga sinna.
Varaoddvitinn hefur það hlutverk
að ryðja veginn frá Norðurfirði og að
Gjögri. Hann hefur einnig það hlut-
verk að blása snjónum af flugvell-
inum. Í Árneshreppi hafa nefnilega
flestir marga hatta því aðeins rúm-
lega 30 manns hafa þar orðið vetur-
setu.
Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti tek-
ur á móti hersingunni á hrepps-
skrifstofunni sem er í sama húsi og
Kaupfélagið. Húsnæðið er lítið og
návígið mikið þegar fimm hrepps-
nefndarmenn og þrír sérfræðingar
setjast sín hvorum megin við skrif-
borðið. Aðrir gestir verða að sitja
frammi og fylgjast með í gegnum
dyragættina.
Skömmu eftir að fundurinn hefst
spangólar hundur fyrir utan
gluggann. Annars ríkir kyrrðin ein í
fjallasalnum sem umlykur byggðina
í Norðurfirði.
Unnið að samfélagsrannsókn
Tvennt er á dagskrá fundar
hreppsnefndar; skipulagstillögurnar
og boð Sigurðar Gísla um kostamat.
Taka þarf tillit til athugasemda og
umsagna sem bárust um tillögu að
breytingu á aðalskipulagi og deili-
skipulagstillögu. Í þeim er fyrst og
fremst þrennt lagt til: Að leggja 25
kílómetra langa vinnuvegi um virkj-
unarsvæðið, staðsetningu efnisnáma
og vinnubúða við Hvalá. Nýverið
lagði VesturVerk, sem áformar
Hvalárvirkjun, til að vinnubúðirnar
gætu eftir að framkvæmdum lýkur
sinnt hlutverki gestastofu. Hrepps-
nefnd hefur enn ekki tekið afstöðu til
þess boðs frekar en annarra verk-
efna sem VesturVerk hefur boðist til
að fara í verði af virkjun.
Fulltrúi frá Verkís, sem gerði
skipulagstillögurnar fyrir sveitarfé-
lagið og vann skýrslu um mat á um-
hverfisáhrifum Hvalárvirkjunar fyr-
ir VesturVerk, kynnir á fundinum
samantekt á athugasemdum sem
bárust og viðbrögð við þeim. At-
hugasemdirnar lúta m.a. að því að
samfélagsleg áhrif virkjunar hafi
ekki verið metin nægilega og þá
lýstu margir áhyggjum sínum af
raski vegna lagningar vega og efn-
isnáma, sérstaklega í ljósi þess að
ekkert framkvæmdaleyfi fyrir virkj-
un hefur enn verið gefið út. Í máli
fulltrúans kemur fram að brugðist
hafi verið við athugasemdum af hálfu
VesturVerks með því að fá óháðan
aðila til að rannsaka samfélags-
áhrifin. Þá sé skerpt á ýmsum atrið-
um varðandi frágang og umgengni
við veglagninguna í viðbótum við
skipulagstillögurnar sem nú bíða af-
greiðslu.
Fundarmenn ræða um at-
hugasemdirnar sem bárust, m.a. þá
sem kom frá Landvernd þar sem
gagnrýndar voru „ámátlegar til-
raunir vinnslufyrirtækis til að bera
fé á hreppinn“ í formi vilyrða um
fjármögnun innviðauppbyggingar
verði af virkjun. Eva segir Land-
vernd að sínu mati beita mjög vafa-
sömum aðferðum við að koma höggi
á fólk. Hreppsnefndarmaðurinn
Guðlaugur Ágústsson tekur undir
þetta og bendir á að ef Landvernd
þyki skipulagstillögurnar brjóta í
bága við náttúruverndarlög þá hljóti
samtökin að fara í mál út af því á
grundvelli þeirra laga.
Enn margt ófrágengið
Tveir hreppsnefndarmenn vilja
fresta afgreiðslu tillagnanna. Það
eru þau Hrefna Þorvaldsdóttir og
Ingólfur Benediktsson varaoddviti.
Þau tvö eru andvíg virkjun en meiri-
hluti hreppsnefndar hafnar þeirri til-
lögu og svo fer að skipulagstil-
lögurnar eru samþykktar með
þremur atkvæðum. Hrefna og Ing-
ólfur leggja fram minnisblað þar
sem fram kemur m.a. að ljóst sé að
virkjunaráformin séu mjög róttækt
inngrip í náttúru og samfélag Árnes-
hrepps og mikilvægt sé að kanna
kosti þess að stofna þjóðgarð eða
annað verndarsvæði snemma í ferl-
inu.
Um það fjallaði einmitt síðasti
dagskrárliður fundarins: Boð Sig-
urðar Gísla um kostamat á virkjun
og verndun. Hrefna og Ingólfur eru
eins og fyrr á öndverðum meiði við
aðra nefndarmenn um afgreiðslu
þeirrar tillögu. Tillaga oddvitans um
að hafna boðinu „að svo stöddu“ er
samþykkt. Óvíst er hins vegar hvort
það mun standa áfram.
Fundi er slitið og aðkomufólk flýt-
ir sér út á flugvöll þar sem flugvél
Ernis bíður þeirra, klukkustund
lengur en áætlun gerir ráð fyrir. Eva
oddviti fer hins vegar á vélsleðanum
aftur til Djúpavíkur.
Enn er margt ófrágengið áður en
koma mun að umræðu hrepps-
nefndar Árneshrepps um útgáfu
framkvæmdaleyfis fyrir Hvalár-
virkjun. Ljóst er að af því verður
ekki fyrr en eftir kosningar og þá
mun sá kaleikur hafna í höndum
nýrrar hreppsnefndar.
Klofin um bestu framtíðarkosti
Enn eitt skrefið í undirbúningi Hvalárvirkjunar var stigið á fundi hreppsnefndar Árneshrepps í gær er
skipulagstillögur vegna virkjunar voru samþykktar. Fimm nefndarmenn í fámennasta sveitarfélagi
landsins bera þá ábyrgð að ákveða framhaldið. Þrír þeirra eru fylgjandi virkjun en tveir eru á móti.
Morgunblaðið/Sunna
Mikið návígi Hreppsskrifstofan í Árneshreppi var þétt setin í gær og þurftu
áheyrendur að sitja frammi og gægjast inn í gegnum dyragættina.
Morgunblaðið/Sunna
Fjöll í vetrarskrúða Reykjarfjarðarkamb, sem ævinlega er kallaður Kamb-
urinn, ber tignarlega við himin við byggðina á Gjögri.
Tveir af fimm hreppsnefndarmönnum í Árneshreppi telja farsælast að meta
kosti virkjunar annars vegar og verndunar hins vegar fyrir sveitarfélagið.
Þeir vildu því samþykkja tillögu Sigurðar Gísla Pálmasonar sem boðist hef-
ur til þess að greiða fyrir slíkt kostamat sem talið er taka 2-3 mánuði. Sig-
urður Gísli hefur stungið upp á því að skoðaðir verði kostir þess að stofna
verndarsvæði í stað virkjunar og eru nefndarmennirnir tveir, Hrefna Þor-
valdsdóttir og Ingólfur Benediktsson, sömu skoðunar. Þau telja einboðið
áður en lengra verði haldið að meta þann valkost að vernda svæðið sem
annars færi undir virkjanavegi, lón, stíflur og námur „með óafturkræfri
eyðileggingu óbyggðra víðerna og fossa sem njóta verndar“.
Meirihluti nefndarinnar hafnaði hins vegar boði Sigurðar Gísla og sagði
Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti að þótt boðið væri góðra gjalda vert væru
„kannski ekki möguleikar á því að gera þetta núna“. Hún benti einnig á að
landeigandi Ófeigsfjarðar væri andvígur verndarsvæði. Í umræðum um
boðið sagði hún að það vistspor sem sett yrði á landið með Hvalárvirkjun
væri „svo lítið, svo örlítið“.
Sagði hún að taka þyrfti upp aðalskipulag ef farið yrði í kostamat. Ing-
ólfur sagði svo ekki vera. Einnig kom fram á fundinum að þegar stendur til
að breyta aðalskipulagi á ný til að skilgreina nánari útfærslu sjálfrar virkj-
unarinnar.
Vistsporið svo lítið, svo örlítið
HÖFNUÐU BOÐI UM KOSTAMAT Á VIRKJUN OG VERNDUN