Morgunblaðið - 31.01.2018, Side 18

Morgunblaðið - 31.01.2018, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Staða TheresuMay,forsætis- ráðherra Bret- lands, hefur verið mjög til umræðu í bresku pressunni undanfarna daga. Er þar sagt berum orðum að Íhaldsflokkur hennar glími við leiðtogakrísu, og að þing- menn flokksins vilji að hún setji fram með skýrari hætti hver stefna hennar sé í málunum sem snúa að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit. Þá hefur ekki hjálpað til, að skýrslu sem kynna átti ráðherr- um í vikunni um efnahagslegar afleiðingar Brexit var þess í stað lekið í fjölmiðla, að því er virðist til þess að koma enn frekara höggi á May. Sem frekara dæmi um ólguna innan flokksins má nefna, að breskir fjölmiðlar greindu frá því í vikunni, að um fjórðungur þeirra sem mættu á sérstakan fjáröflunarkvöldverð flokksins síðastliðinn fimmtudag hefði beinlínis krafist afsagnar henn- ar. Og staða May virðist sér- staklega veik, þar sem bæði þeir þingmenn flokksins sem styðja Brexit, og hinir sem vilja að Bretar verði áfram innan Evrópusambandsins, virðast allir vera óánægðir með þá leið sem May hefur farið. May hefur þó ekki í hyggju að víkja og því virðist sem að þetta ástand muni vara áfram um sinn. Enginn þingmanna flokksins kemur May til varnar þegar að henni er sótt, en enginn þeirra virðist held- ur vilja leggja til atlögu til þess að fella hana úr for- sætisráðherrastólnum. Ástæðan fyrir því er einfald- lega sú, að enginn vill bera ábyrgðina á því að hafa hugs- anlega valdið upplausn í bresku stjórninni á þessum tíma- punkti, þar sem upphaf næsta viðræðukafla við Evrópusam- bandið er rétt handan við horn- ið. Þá óttast Íhaldsmenn einnig að falli May og ríkisstjórn hennar, gæti það beinlínis orðið til þess að Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn nái stjórnar- taumunum. Enginn vill því rugga bátnum, jafnvel þó að allir séu óánægðir með það hvert hann stefnir. Eitt sinn var sagt að helsta afrek May sem leiðtoga Íhalds- flokksins hefði verið að sam- eina báða arma flokksins um það markmið, að Bretar færu út úr Evrópusambandinu í ljósi niðurstöðunnar úr Brexit- þjóðaratkvæðagreiðslunni. Á þeim tíma var það ekki sjálf- gefið. Gallinn var hins vegar sá, að May neitaði fram í lengstu lög að setja fram skýra stefnu ríkisstjórnar sinnar í Brexit- málinu, væntanlega í þeirri von um að þannig myndi enginn styggjast. Afleiðingin er sú, líkt og iðulega þegar slík leið er farin, að báðir armar brýna nú kuta sína og búast til átaka. Báðir armar breska Íhaldsflokksins búast til orrustu} Hitnar undir May Almennings-samgöngur eiga eftir að verða áberandi í kosn- ingabaráttunni fyr- ir komandi borgarstjórnar- kosningar. Á mbl.is birtist í gær frétt, sem sýnir hvað sam- hengið í þeirri umræðu getur verið undarlegt. Íbúar í Staðahverfi í Graf- arvogi eru lítt hrifnir af breyt- ingu sem gerð var á leiðakerfi Strætó um áramót. Bæði sé tímafrekara og flóknara að kom- ast leiðar sinnar en áður. Að auki standist ekki áætlanir því að vagnstjórum sé gefinn svo naumur tími að komast á áfanga- staði að ógerningur sé. Þykir þeim verulega dregið úr þjón- ustu í Grafarvogi og íbúum mis- munað. Íbúarnir gerðu undirskrifta- lista og sendu borgarfulltrúum og Strætó ásamt bréfi. Aðeins Kjartan Magnússon virti íbúana svars og sagði að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði verið breyting- unni andvígur. Svarleysi meiri- hlutans kemur ekki á óvart, en er tæplega til sóma. Sigríður Lóa Sigurðardóttir, íbúi í Staðahverfi, segir við mbl.is að þessi breyting sé „ekki í anda þess að draga úr notkun einkabílsins. Al- menningssam- göngur eiga að vera fyrir alla og sér- staklega þá sem búa í úthverfum og eiga fyrir vikið erfiðara með að ganga eða hjóla á áfangastað.“ Sigríður Lóa veltir einnig fyr- ir sér fyrir hverja borgarlínan eigi að vera og spyr hvort ekki eigi að vera hægt að komast úr úthverfunum á stöðvar hennar. Það er líka furðulegt að meiri- hlutinn í borginni lætur eins og varla þurfi að tala um kostn- aðinn við borgarlínu, sem nú er með verðmiðann 70 milljarðar og er þá ótalinn rekstrarkostnaður og fleira. Um leið horfir hún í kostnað, sem í samanburði hlýt- ur að teljast óverulegur, við að þjónusta íbúa Staðahverfis. Hvernig í ósköpunum ætlar meirihlutinn að borga fyrir og reka borgarlínu ef hann getur ekki fundið peninga til að reka almenningssamgöngur í núver- andi mynd með sómasamlegum hætti? Hvernig ætlar meiri- hluti sem þarf að skerða almennings- samgöngur í núver- andi mynd að hafa ráð á borgarlínu?} Skert þjónusta Í slensk stjórnvöld vinna að því að Vatnajökulsþjóðgarður fari á heims- minjaskrá UNESCO og verður til- nefning þess efnis send inn 1. febrúar næstkomandi. Heimsminjasamn- ingur UNESCO var samþykktur árið 1972 og þykir hafa heppnast vel. Af 195 ríkjum sem eiga aðild að UNESCO hafa 193 fullgilt hann sem er mjög hátt hlutfall. Það sem er sérstakt við heimsminjasamn- inginn er að í honum er fjallað um verndun náttúru- og menningarminja í einum samn- ingi. Þó svo heimsminjaskráin sé sá hluti samningsins sem hvað mestrar athygli nýtur meðal almennings, þá fjallar hann um margt annað, m.a. skuldbindingar ríkja til að gæta vel að menningar- og náttúruarfi sínum í hví- vetna, hvort sem minjarnar eru þýðingar- miklar fyrir nánasta umhverfið, landið allt eða heiminn. Krefjandi ferli Það eru mörg atriði sem þarf að huga að til að komast á heimsminjaskrána. Skila þarf tilnefningu til heimsminja- skrifstofu UNESCO í París fyrir tiltekna dagsetningu og er tilnefningunni ætlað að sannfæra heimsminjanefndina um að viðkomandi staður sé einstakur á heimsvísu. Alþjóðleg samtök sérfræðinga á sviði menningarminja eða náttúruminja meta síðan staðina og skila um þá skýrslu til heimsminjanefndarinnar. Allt það ferli tekur minnst hálft annað ár en þá vonandi tekur nefndin jákvæða ákvörðun. Þess vegna bindum við vonir við sumarið 2019. Ísland fullgilti heimsminjasamninginn í des- ember 1995. Frá upphafi hafa mennta- og menningarmálaráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem bera ábyrgð á samn- ingnum hér á landi unnið náið saman að innleið- ingu hans og hefur það vakið athygli í alþjóða- samfélaginu. Nú þegar eru tveir staðir á Íslandi á heimsminjaskrá UNESCO, annars vegar Þingvellir (2004) og hins vegar Surtsey (2008). Tækifæri samfélagsins Það eru mörg tækifæri fólgin í því að efla þjóðgarðinn með þessum hætti, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna í þjóðgarðinum og umhverfi hans. Að hafa stað á heimsminjaskrá UNESCO innan sinna vébanda er um allan heim talin óskastaða fyrir sérhvert sveitarfélag og komast færri að en vilja. Ég efa ekki að byggðirnar í ná- grenni garðsins og umhverfis hann munu styrkjast komist þjóðgarðurinn á heimsminjaskrána. Ég vil þakka þáverandi ráðherrum, Sigrúnu Magnús- dóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Illuga Gunn- arssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir að setja af stað þessa vinnu árið 2016. Síðast en ekki síst vil ég þakka öllu því fólki sem vann á metnaðarfullan hátt að gerð tilnefningarinnar. Ég er full bjartsýni á að Vatnajök- ulsþjóðgarður bætist við heimsminjaskrána árið 2019 og verði þar af leiðandi þriðji staðurinn á Íslandi sem fer á heimsminjaskrá UNESCO. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Til eflingar Vatnajökulsþjóðgarði Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það sem af er ári hefurUmhverfisstofun veitt leyfitil kvikmyndatöku á þrem-ur stöðum, þ.e. við Gullfoss, við Bláfjallaveg og í Undirhlíðar- námu í Reykjanesfólkvangi. Verk- efnin voru misjafnlega umfangsmikil, en tökustaðirnir þrír eru allir á frið- lýstu svæði. Ráðgert var að tólf manns ynnu í fjóra klukkutíma við Gullfoss, fjórtán manns kæmu að verkefninu við Bláfjallaveg og 50-60 manns að kvikmyndatöku í Undir- hlíðarnámu. Á síðasta ári veitti Umhverfis- stofnun tólf leyfi til kvikmyndatöku á friðlýstum svæðum og eru það færri leyfi en árin á undan. Fjórtán leyfi voru veitt árið 2016, 26 árið 2015 og 18 leyfi árið 2014, samkvæmt upplýs- ingum frá Hildi Vésteinsdóttur, teymisstjóra á Umhverfisstofnun. Árið 2017 voru veitt fjögur leyfi vegna íslenskrar kvikmyndagerðar, tvö vegna erlendra auglýsinga og sex vegna erlendrar heimildamynda- gerðar. Nákvæm lýsing með umsókn Á vef stofnunarinnar er lýsing á verkefnum sem leyfi er veitt fyrir og má þar sjá að mikið umstang fylgir sumum verkefnanna. Vegna töku á sjónvarpsmynd á vegum Hinriku ehf. í Undirhlíðanámu er að finna eftirfar- andi lýsingu, en í upphafi hennar er m.a. að finna hnit yfir nákvæma stað- setningu á tökustaðnum: „Auk tækjabúnaðar til kvik- myndatökunnar verða notaðir tveir stórir trukkar, tveir kassabílar, fimm sendibílar og einn 18 m aðstöðubíll auk nokkurra fólksbíla. Þann 9. jan- úar verður leikmyndabíl komið fyrir í námunni þar sem kveikt verður í honum. Verður bíllinn undirbúinn fyrir brunann á þann hátt að allt verður tekið innan úr honum, þ. á m. sæti og vélar. Í íkveikjuna verða notaðir allt að átta 11 kg Propane gaskútar. Inni í bílnum verða sérstök götuð rör, sem hleypa út úr sér gasi þannig að ein- göngu gasið brennur inni í bílnum. Notuð verða 8 CO2 slökkvitæki,. Að hámarki verða notaðir 600 lítrar af vatni ef þarf. Til að koma í veg fyrir að efni úr brunanum berist í jarðveginn hefur öllum vökvum verið tappað af bílnum og rafgeymir og sæti verða fjarlægð. Verður brunanum háttað þannig að dekkin munu ekki brenna, heldur verða logar einungis inni í bílnum. Undir bílinn verða settar 2 stórar blikkplötur (200 L x 150 B). Ekki er gert ráð fyrir að þurfa að hreinsa jarðveg með sértækum aðgerðum þar sem ráðstafanir eru gerðar til að efni fari ekki í jarðveginn. Gert er ráð fyrir að takmarka umferð, annarra en starfsfólks verkefnisins, um svæð- ið meðan á tökum á brunanum stend- ur. Þann 10. janúar er gert ráð fyrir að ljúka frágangi eftir verkefnið.“ Þær upplýsingar fengust í gær að vegna veðurs hefði ekki tekist að ljúka tökum í Undirhlíðarnámu. Gjald fyrir leyfi og eftirlit Umhverfisstofnun innheimtir gjald vegna vinnslu og afgreiðslu um- sóknar um leyfi á friðlýstum svæðum og er það 52.600 krónur. Þá hefur stofnunin eftirlit með framkvæmdum og frágangi á svæðinu og eru inn- heimtar 13.200 krónur á tímann vegna starfa eftirlitsmanns. Stofnunin fjallar aðeins um og veitir leyfi til kvikmyndatöku á frið- lýstum svæðum sem eru í umsjón stofnunarinnar. Vegna kvikmynda- töku á öðrum svæðum eins og til dæmis Vatnajökulsþjóðgarði, Þing- vallaþjóðgarði og verndarsvæðinu á Breiðafirði fjalla aðrir aðilar um leyf- isveitingar. Stofnunin veitir ekki leyfi fyrir kvikmyndatöku sem er utan frið- lýstra svæða og þá er ekki öll kvik- myndataka leyfisskyld. Í þeim til- vikum þar sem stofnunin metur það sem svo að kvikmyndatakan sé ekki leyfisskyld, en slíkt byggir á friðlýs- ingarskilmálum hvers svæðis, eru send leiðbeinandi bréf með tilmælum til framkvæmdaaðila. Mikið umstang getur fylgt kvikmyndatökum Alls voru veitt 60 kvikmyndaleyfi á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2017, en inni í þeirri tölu voru sex myndatökur eingöngu á mynda- vél (ekki video). Sótt var um notkun dróna vegna kvikmyndaverkefna í 38 tilvikum. Sjö umsóknum var hafnað að hluta eða öllu leyti. Sérstök tímamörk voru sett í 12 tilfellum, oftast vegna notkunar dróna. Að flestum verkefnum koma færri en tíu starfsmenn, eða í 41 verkefni. Flest leyfi voru gefin út vegna verkefna við Jökulsárlón eða 31 en nokkur verkefni fóru fram á fleiri en einum stað. Svínafellsjökull var einnig vinsæll. 23 verkefni voru á vegum innlendra fyrirtækja en mjög oft voru íslenskir leiðsögumenn til aðstoðar þó framleiðandi væri er- lendur, skv. upplýsingum Regínu Hreinsdóttur þjóðgarðsvarðar. Verkefni eru allt frá brúðkaupsmyndatökum og listaviðburðum til stórra kvikmyndaverkefna. Í tíu tilvikum var um auglýsingamyndatökur að ræða og nokkuð var af ferðaþáttum eða tökum fyrir ferðatímarit auk vísindalegra heimildamynda. Þá var sótt um 21 leyfi til drónamynda- töku eingöngu og var þar oftast um að ræða myndatökur einkaaðila. Margir vilja nota dróna SUÐURSVÆÐI VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐS VINSÆLT Morgunblaðið/Ómar Jökulsárlón Myndatökur eru vinsælar í margbreytilegri náttúrunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.