Morgunblaðið - 31.01.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018
Undanfarið hefur
verið töluverð umræða
um ráðningar dómara
og sýnist sitt hverjum.
Hæst ber gagnrýni á
annars vegar störf lög-
skipaðra dómnefnda
sem láta dómsmála-
ráðherra í té skriflega
og rökstudda umsögn
um umsækjendur um
embætti dómara og
hins vegar í hve ríkum mæli ráð-
herra sé bundinn af þeirri umsögn
við skipan dómaranna. Meðal vinnu-
skjala dómnefndar sem fjallaði um
umsækjendur um fimmtán embætti
landsréttardómara er ítarlegt töflu-
reikniskjal sem ýmsir hafa sett út á.
Menn lýsa sig ósammála sund-
urliðun og vægi einstakra þátta,
telja stigagjöf til umsækjenda ranga
og heildarniðurstöðuna jafnvel að
engu hafandi. Þar með sé ekki um
annað að ræða en að ráðherra, sem
fer með stjórnarskrárvarið skip-
unarvald, taki málið í sínar hendur
og meti upp á nýtt.
Gott og vel. Við búum í réttarríki
og nú hefur æðsti dómstóll þjóð-
arinnar, Hæstiréttur Íslands, tekið
nokkra afstöðu til þessara álitaefna í
dómum sem kveðnir voru upp 19.
desember 2017 í málum sem tveir
umsækjenda um dómaraembætti við
Landsrétt höfðuðu gegn íslenska
ríkinu vegna meðferðar ráðherra á
umsóknum þeirra. Báðum umsækj-
endum voru dæmdar miskabætur. Í
báðum dómunum er fallist á tiltek-
inn annmarka á áliti dómnefndar en
þó svo óverulegan að hann gæti einn
og sér ekki gefið tilefni til þess að
vikið yrði frá dóm-
nefndarálitinu. Eftir að
hafa rakið meðferð
ráðherra á málinu seg-
ir ennfremur í um-
ræddum dómum: „Að
gættum þeim kröfum
sem gera bar sam-
kvæmt framansögðu
var rannsókn ráðherra
ófullnægjandi til að
upplýsa málið nægi-
lega, svo ráðherra væri
fært að taka aðra
ákvörðun um hæfni
umsækjenda en dómnefnd hafði áð-
ur tekið. Var málsmeðferð ráðherra
að þessu leyti því andstæð 10. gr.
stjórnsýslulaga.“
Almennt er það vandaverk fyrir
þá sem fara með veitingarvald op-
inberra starfa að rækja þá megin-
skyldu að velja ætíð hæfustu um-
sækjendurna. Sjónarmið sem
byggja ber á eru margþætt og mats-
kennd, rannsóknarskyldan rík og
margt orkar tvímælis. Hvort sem
fólki líkar betur eða verr verður
samt haldbær heildarsamanburður
naumast framkvæmdur nema með
einhvers konar tölulegum kvarða
eða jafngildi hans, einhverri röðun
metinna hæfileika. Við þekkjum
þetta vel úr skólakerfinu þar sem
reiknaðar eru út meðaleinkunnir og
bornar saman ef þurfa þykir. Sum
hafa brautskráðst með ágætis-
einkunn en önnur ekki hvað sem
öðrum kostum líður. Jafnvel þótt
einstakar einkunnir séu gefnar í
bókstöfum er þeim varpað í tölugildi
þegar bera skal saman heildarnáms-
árangur. Excelskjöl geta verið ágæt
til síns brúks. Dómaframkvæmd og
álit umboðsmanns Alþingis vegna
ráðninga í opinber störf fela ótví-
rætt í sér viðurkenningu þeirrar að-
ferðar að beita stigagjöf og tölu-
legum samanburði við mat á
umsækjendum. Enda hafa slíkar að-
ferðir unnið sér sess í þeim hluta
mannauðsfræða sem lúta að ráðn-
ingum en að sjálfsögðu þarf að
vanda beitingu þeirra og haga eftir
eðli máls hverju sinni. Einmitt þess
vegna tíðkast hæfnisnefndir af ýmsu
tagi, ýmist lögboðnar eða ekki, sem
hafa það hlutverk að létta rannsókn-
arskyldu veitingarvaldshafans, ekki
síst í tilvikum þar sem mikillar sér-
fræðiþekkingar er krafist.
Því miður eru þess dæmi að veit-
ingarvaldshafi stytti sér leið í ráðn-
ingalögfræðinni og láti hafa sig í að
beita einhvers konar persónulegri
„mér finnst“ lögfræði til að komast
að niðurstöðu. Hæstiréttur hefur
kveðið upp úr um ólögmæti og tak-
mörk þess háttar vinnubragða. Fyr-
ir almenning stoðar lítt að vera
ósammála æðsta dómstóli. Niður-
stöður réttarins eru ekki valkvæðar
og því sætir undrum það innlegg
dómsmálaráðherra í umræðuna að
hún sé annarrar skoðunar.
Réttur(,) reikningur
og ráðningalögfræði
Eftir Lárus H.
Bjarnason »Dæmi eru um að
veitingarvaldshafi
stytti sér leið í ráðn-
ingalögfræðinni og láti
hafa sig í að beita ein-
hvers konar persónu-
legri „mér finnst“ lög-
fræði
Lárus H. Bjarnason
Höfundur er rektor Menntaskólans
við Hamrahlíð.
larushb@mh.is
Það kom mér á óvart,
þegar ég flutti til Ís-
lands í fyrra, að sjá í
umræðum hér margar
sömu ranghugmynd-
irnar og grassera í upp-
runalandi mínu, Bret-
landi. Þar í landi virðast
sumir blaðamenn og
jafnvel heilu dagblöðin
staðráðin í að dreifa lyg-
um um Evrópusam-
bandið. Þeim virðist standa á sama
um hvað er satt og hvað ekki. Því mið-
ur létu margir kjósendur í Bretlandi
sannfærast af slíkum rangfærslum og
hafa nú afráðið að yfirgefa sam-
bandið. Áhrif bresku pressunnar virð-
ast þónokkur á Íslandi en sem sendi-
herra ESB ætla ég að gera mitt besta
til að koma í veg fyrir að Íslendingar
verði blekktir eins og samlandar mín-
ir.
Í þessari grein langar mig að fjalla
um neytendur: þig og mig. Evrópu-
sambandið vinnur þrekvirki til að
vernda neytendur, ekki aðeins íbúa
hinna 28 aðildarlanda ESB heldur
einnig landa utan sam-
bandsins. Þeirra á með-
al er Ísland, hvar neyt-
endur og fyrirtæki
njóta aðgangs að innri
markaði ESB, sem tel-
ur um hálfan milljarð
manna.
Frelsi til að flakka
Í júní á síðasta ári af-
nam ESB svonefnd
reikigjöld farsímanot-
enda, og þvinguðu þar
með voldug símafyrir-
tæki til að hætta að rukka fólk um
fúlgur fyrir símtöl erlendis. Á innri
markaði ESB var engin réttlæting
fyrir reikigjöldum. Þau tilheyra nú
fortíðinni, slæm minning frá bernsku-
árum farsímamarkaðarins.
Að sama skapi muna allir sem
komnir eru yfir fertugt hina gömlu,
slæmu daga í flugsamgöngum, þegar
atvinnugreinin var bundin ströngu
regluverki undir yfirráðum þjóðbund-
inna flugfélaga og flugvalla í ríkiseigu,
og flugmiðaverð gat orðið lamandi
hátt. Sköpun innri markaðar fyrir
flugsamgöngur, sem hófst á tíunda
áratug síðustu aldar, hefur gjörbreytt
faginu og rutt brautina fyrir flugfélög
á við WOW Air, EasyJet og Vueling.
Fyrir flugfélög sem starfa innan ESB
hafa markaðshömlur verið afnumdar,
sem og höft á borð við sérleyfi flug-
leiða og takmarkanir á ferðafjölda.
Neytendur, flugfélög, flugvellir og
starfsfólk hafa öll notið góðs af stefnu-
mótun ESB, um leið og umbæturnar
hafa aukið virkni á sviðinu, getið af
sér nýjar flugleiðir og flugvelli, leitt til
meira úrvals, lægra verðs og, á heild-
ina litið, betri þjónustu.
Nógu stór til að stöðva misferli
Til að markaðssvæði dafni er ekki
nóg að saman fari duglegir frum-
kvöðlar og sanngjörn lög. Beita þarf
úrræðum til að tryggja að neytendur
njóti góðs af markaðnum. Þar víkur
sögunni að því lykilhlutverki sem
ESB leikur í varðstöðu um heiðarlega
samkeppni. Við höfum ekkert á móti
stórum og árangursríkum fyrir-
tækjum. Þvert á móti gegna þau lyk-
ilhlutverki í að knýja fram nýsköpun
og geta orðið öðrum innblástur. En
þau þurfa að gæta sérstaklega að því
að grafa ekki undan heiðarlegri sam-
keppni. Tökum til dæmis Google.
ESB hefur aldrei gert athugasemdir
við þá staðreynd að leitarvél Google
nýtur yfirburðastöðu í sínu fagi. Hins
vegar viljum við koma í veg fyrir að
fyrirtækið beiti henni til að hindra
samkeppni.
Þess vegna sektaði framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins Google
um 2,4 milljarða evra í júní í fyrra (um
300 milljarða króna) fyrir að veita
annarri vöru frá Google, verðsam-
anburðarvél þeirra, forskot í leitarnið-
urstöðum. Sú iðja kom í veg fyrir að
önnur fyrirtæki gætu keppt á grund-
velli verðleika og stundað nýsköpun.
Mestu máli skiptir þó að þannig var
evrópskum neytendum neitað um
raunverulega valkosti í þjónustu og
þar með mögulega um lægra verð.
Jöfn tækifæri í almannaþágu
ESB vinnur einnig hörðum hönd-
um að því að tryggja að yfirvöld ein-
stakra ríkja veiti ekki ákveðnum fyr-
irtækjum sérstaka skattameðferð,
sem geti grafið undan samkeppni. Á
síðasta ári komst framkvæmda-
stjórnin að raun um að Írland hefði
veitt Apple óverðskulduð skattafríð-
indi sem námu allt að 13 milljörðum
evra (rúmlega 1600 milljarðar
króna). Þetta gerði Apple kleift að
greiða langtum lægri skatta en önnur
fyrirtæki og veitti því samkeppnis-
forskot sem mögulega hindraði ný-
sköpun og getur hafa haft áhrif á val-
kosti neytenda og verðlag.
Það sem sumir kalla „skrifræðið í
Brussel“ í neikvæðum tón, eins og að
öryggi byggt á lögum og vandvirk
stjórnsýsla séu óvinir fólksins, nýtur
sjálfsagt ekki hylli allra. En það kann
sitt fag. Fag þess er starf í þágu al-
mannahagsmuna, að verja ein-
staklinga og réttindi þeirra fyrir mis-
beitingu voldugra aðila. Þetta er fag
sem við, starfsfólk ESB, erum stolt
af og verk sem við ætlum að halda
áfram að inna af hendi, í þágu okkar
allra.
Staðreyndir um ESB og neytendur
Eftir Michael
Mann
Michael Mann
» Sem sendiherra
ESB ætla ég að gera
mitt besta til að koma í
veg fyrir að Íslendingar
verði blekktir eins og
samlandar mínir.
Höfundur er sendiherra Evrópusam-
bandsins á Íslandi.
Nokkuð hljótt hefur
verið um olíuleit á
Drekasvæðinu sem og
hugsanlega vinnslu
þar. Undanfarin ár
hafa grunnrannsóknir
farið fram sunnan við
Jan Mayen og ýmis
jarðlög sem geta fang-
að olíuættuð efni kom-
ið í ljós. Miklu ná-
kvæmari og dýrari
rannsóknir þarf til að
nálgast mat á hvort olía og gas eru
þar í vinnanlegu magni og hvort til-
raunaboranir teljist fýsilegar eða
ekki.
Þessi sýslan hefur lengi verið
gagnrýnd, enda ekki rúm fyrir jarð-
efnin í kolefnisbókhaldi jarðar.
Flokkar á Alþingi hafa verið mót-
fallnir leit og vinnslu en meirihluti
verið fyrir slíku. Sennilega hefur
gagnrýnendum þó fjölgað jafnt og
þétt, bæði þar og í samfélaginu.
Kínverska félagið CNOOC og
norska Petoro segja sig nú frá
rannsóknarleyfi til 12 ára og öllum
frekari skyldum sem því fylgja. Það
er gott og jarðlífinu til framdráttar
að mínu mati. Orkustofnun telur
ekki að íslenska fyrirtækið Eykon
geti staðið undir frekari umsvifum
á svæðinu vegna smæðar. Viðbrögð
fyrirtækisins eru þau að nota and-
mælarétt sinn og jafnvel leita nýrra
samstarfsaðila. Fyrir því sama hafa
heyrst raddir á Alþingi, því miður.
Áhöld kunna að vera um hvort leit-
arleyfið og lög heimila innkomu
nýrra hluthafa en það kemur brátt í
ljós.
Eftir að hafa heyrt sjónarmið á
fundum í norðurslóðastarfi og víðar
grunar mig að ákvörð-
un um að hætta leit-
inni sé af hagrænum
toga. Stóru aðilarnir
sjá hvorki fram á að
heildarfjárfestingin
verði vænleg né að
niðurstöður leitar gefi
tilefni til dýrra og um-
fangsmikilla þrívídd-
arskoðana eða til-
raunaborana.
Norðmenn vilja ein-
beita sér að vinnslu
norðan heimskautsbaugs
nær Noregi. Gagnrýna
ber skefjalausa sókn þeirra í auð-
lindirnar á þessum árum firna-
hraðrar hlýnunar á heimsvísu. Póli-
tískar breytingar og þrýstingur
innanlands gegn olíu- og gasvinnslu
hafa líka áhrif á afstöðu norskra
stjórnvalda til vinnslu við Jan
Mayen.
Hitt er svo deginum ljósara að
áköf jarðefnaeldsneytisleit og
vinnsla hvarvetna á norðurslóðum
er ósamrýmanleg framförum í lofts-
lagsmálum. Svo mikið er vitað um
gnægð gass og olíu í jarðlögum
annars staðar að viðbótarvinnsla á
norðurslóðum myndi sveifla meðal-
hitastigi jarðar langt yfir ásættan-
leg mörk (1,5-2,0°C). Ef Ísland á að
verða kolefnishlutlaust 2040 þarf al-
gjört aðhald í gas- og kolefnis-
vinnslu á okkar vegum. Sama gildir,
vilji menn fylgja staðreyndinni um
að markmiðum Parísarsamkomu-
lagsins verður ekki náð nema 2/3
þekktra jarðefniseldsneytisbirgða
verði hlíft.
Leitin á Drekasvæðinu hingað til
hefur stórbætt myndina af jarð-
lögum fyrir norðan Ísland og sögu
plötureksins tugi milljóna ára aftur
í tímann. Jarðvísindin hafa hagnast!
Almennt bíður okkar mikilvægt
verkefni við að andæfa óskynsam-
legri leit og vinnslu jarðefna á norð-
urslóðum – því enn verður hart sótt
í auðlindirnar. Nægir að nefna
Trumpstjórnina, Statoil, rússnesk
fyrirtæki og CNOOC.
Drekasvæðið
á að hvíla í friði
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson
» Almennt bíður okkar
mikilvægt verkefni
við að andæfa óskyn-
samlegri leit og vinnslu
jarðefna á norður-
slóðum.
Höfundur er þingmaður VG.
Ari Trausti
Guðmundsson
Það gat skeð, að unga fólkið, sem
nú situr á Alþingi, vildi endilega
troða leyfi fyrir áfengisauglýsing-
um í fjölmiðlum inn í það fjöl-
miðlafrumvarp, sem nú á að fara
að leggja fram á Alþingi. Sumir
vísa til frelsis einstaklingsins,
sem á varla við í þessu sambandi.
Frelsi til hvers? spyr ég þá.
Frelsi til þess að verða þræll
áfengissýkinnar? Frelsi til þess
að leyfa unga fólkinu að ánetjast
þessu fíkniefni? Finnst fólki það
svo eftirsóknarvert? Spyr sá, sem
segir þvert nei við því og að
þurfa að hafa áfengisauglýsingar
yfir sér í fjölmiðlum í tíma og
ótíma. Mér finnst það lýsa vel
hugarfari þessa unga fólks, sem
situr nú á Alþingi, að það skuli
sýknt og heilagt vilja troða
áfengi upp á landann í einhverju
formi, og það er ömurlegt til
þess að hugsa og vita af því.
Þetta fólk hefur greinilega aldrei
kynnst áfengisbölinu og
afleiðingum þess í sinni verstu
mynd, þó að hægt sé að sjá það
um hverja helgi hér í borginni.
Ég mótmæli harðlega þessari til-
lögu þeirra og vona, að hún verði
tekin út hið fyrsta.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Áfengisauglýsingar í fjölmiðla – nei takk!
Sviðsett mynd