Morgunblaðið - 31.01.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 31.01.2018, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2018 aldrei sjónar á því. Það var hans gæfa. Hann átti gott líf. Onni var margt fleira sem mun lifa áfram með okkur sem vorum það lánsöm að fylgja hon- um að. Við systur munum sakna sárt glaðværra samtala, háværra rök- ræðna, glettni og ertni, fróðleiks og frásagna. Hvíl þú vel, þú varst góður bróðir. Margrét og Elfa. Nú þegar hann Onni frændi minn er fallinn frá langar mig að minnast hans með nokkrum orð- um. Ég fór fyrst í sveit að Kjörs- eyri sex ára gamall og ólst þar upp næstu tíu sumur, fyrst hjá Jonna og Ingu, foreldum Onna, en síðan hjá Onna og Döggu þeg- ar þau tóku við búskap á Kjörs- eyri. Það var ekki fyrr en ég var kominn á fullorðinsár sem ég fór að gera mér grein fyrir því hvað þessar sumardvalir á Kjörseyri hafa skipt miklu máli í uppeldi mínu og hvað mótunaráhrifin hafa verið sterk. Í huga ung- lingsins var Onni maðurinn sem allt gat; hann rak bú sitt með reisn, ef tæki biluðu gerði hann við þau, ef þurfti að byggja við eða breyta brá hann sér í hlut- verk smiðsins og gekk frá því máli. Hann gat tamið hvaða hest sem var og náð því besta út úr þeim, gat einhvern veginn rætt við þá og ávallt komist að sam- komulagi. Virtist reyndar ekki ná alveg sömu tökum í viðræðum við sauðféð og við kýrnar hafði hann nú yfirleitt ekki mikinn áhuga á að ræða. Ég man ennþá, rúmum fimm- tíu árum síðar, eftir því að hafa verið að rifja túnin. Kem heim í kaffi og Onni spyr hvort ég telji að það sé orðið nægilega þurrt á „Þríhyrningnum“ til að fara að taka saman. Ég hef ábyggilega hækkað um nokkra sentímetra við þessa auknu ábyrgð í bú- rekstrinum, en svona hafði hann frændi minn lag á að láta mér finnast að mitt hlutverk skipti máli. Alltaf var jafn gaman að koma að Kjörseyri og ræða hin ýmsu mál. Onni hafði skoðun á flestum málum og sú skoðun var ávallt byggð á rökum sem ekki var auðvelt að hrekja. Hann var vel lesinn og talaði kjarnyrta ís- lensku, reyndar þannig að móður minni fannst stundum fullmikið til koma hvað orðaforði sonarins hafði aukist og dýpkað við sumardvölina. Ég hitti hann frænda minn síðast þremur dögum fyrir and- lát hans. Ekki hvarflaði þá að mér að þetta yrði í síðasta sinn sem við ræddum málin í þessum heimi. En það er mér huggun harmi gegn að ég veit að þegar ég legg af stað yfir móðuna miklu á ég von á hlýju hand- artaki og hásri rödd sem mun bjóða mig velkominn og verða mér innan handar í nýjum heim- kynnum. Kæri frændi, takk fyrir sam- fylgdina. Brandur. Hugurinn reikar heim á æsku- slóðirnar og ég hugsa til höfð- ingjanna sem réðu þar búum þegar ég var að alast upp. Höfð- ingjanna sem voru hvorutveggja karlar og konur, fyrirmyndir okkar, þá krakkanna, í sveitinni. Þau mótuðu okkur og áttu sinn þátt í að gera okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag, þar sem veggjum heimilis og skóla sleppti. Georg Jón Jónsson bóndi á Kjörseyri var einn slíkur höfðingi. Það skilur það sjálfsagt eng- inn sem ekki hefur alist upp í sveit hvað sveitin og fólkið sem býr í henni er manni mikilvægt. Það er ekki bara litla einingin sem oftast er bundin blóðbönd- um, heldur verða samsveitung- arnir stórfjölskylda manns. Í þessu samfélagi þekkjast allir. Þar er gripið inn, passað upp á náungann og reynt að sjá til þess að öllum líði vel. Onni vissi vel hvað þurfti til að búa í sátt og samlyndi í litlu samfélagi, hann gætti að náunganum og vann samfélaginu til heilla. Það er skrítið til þess að hugsa að sjá Onna ekki aftur. Við sem eftir stöndum hefðum svo gjarnan viljað hitta hann aft- ur, taka í útrétta höndina hans, gantast, heyra hann fara með gamanmál, ljóð, tala um pólitík, heimsmálin, sögu fjarðarins okk- ar eða hvað annað þar sem talið hefði borið niður. Það var nefni- lega hægt að ræða allt við Onna, hann lá ekki á skoðunum sínum, var vel að sér og skarpgreindur. Mörg eru ljóðin sem hann samdi um ævina og það vona ég að afkomendur hans komi þeim á prent fyrir okkur hin til að njóta og fá innblástur frá. Það leynast nefnilega líka góð skáld í sveit- um landsins. Þar fara margir sér ekki mikinn en ljóðin eru engu að síður góð, já, virkilega góð. Það má segja að þetta hafi verið lýsandi fyrir Onna; hann þurfti ekki sviðsljósið, vissi vel hvar hamingjan lá. Hann unni fjöl- skyldunni og sveitinni, Onni var góður maður sem bar virðingu fyrir fólkinu í kringum sig. Við Hrútfirðingar höfum misst enn einn höfðingjann og missirinn er mikill. Elsku Onni, takk fyrir hvatninguna og stuðn- inginn í gegnum árin og takk fyrir að hafa alltaf fylgst með. Ég trúi því að það sé glatt á hjalla hjá ykkur höfðingjunum núna, þið eruð ansi margir komnir í draumalandið. Ég vona að þið skálið fyrir vel loknu ævi- starfi, þið getið svo sannarlega horft stoltir um öxl. Þið farið kannski í útreiðatúr í firðinum fagra, með pela í hönd og gerið góðlátlegt grín að okkur hérna megin í leiðinni. Ég sé Onna fyrir mér, glettinn á svip, að fara með gamanmál. Takk fyrir samfylgdina. Vetrarvindar í fögrum firði hvína, ár og vötn í klakaböndum híma. Myrkrið færist yfir, allt er orðið hljótt, fuglinn, hann flaug, í burt, í nótt. Hestaþytur heyrist langt í fjarska, heiðarkyrrð um nótt, hann raskar. Hlátrasköll og góðlátlegur galsi, Máski heyrnin, hljóðin öll, hún falsi. (HÁF) Blessuð sé minning Georgs Jóns Jónssonar frá Kjörseyri. Elsku Dagga, Guðrún, Ragna, Jón Ingi, Brynja, Inga Hrönn, Hulda Dögg, Harpa Dröfn, Brynjólfur Már, makar, barna- börn, barnabarnabarn og allir aðrir aðstandendur, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingibjörg Ólöf Vilhjálms- dóttir (Inga Lóa) frá Kollsá II í Hrútafirði. Það var að liðið að kveldi 19. janúar er mér bárust þær fréttir að góður vinur og félagi, Georg Jón Jónsson bóndi á Kjörseyri, væri látinn. Í daglegu tali ávallt kallaður Onni. Hann hafði um nokkurn tíma átt við vanheilsu að stríða og síðustu vikurnar dvaldist hann á Landspítalanum. Kynni okkar hófust í sláturs- vinnu á Borðeyri haustið 1959 en samstarf okkar og vinátta hófst síðar og var náin. Ég gerðist fé- lagi í Verkalýðsfélagi Hrútfirð- inga en þar var Onni kominn í stjórn. Síðar vorum við þar báðir og unnum meðal annars að því að endurlífga félagið. Það kom fljótt í ljós að hann var til forystu fallinn. Onni sat lengi í sveitar- stjórn Bæjarhrepps. Hann blandaði sér fljótlega í félagsmál bænda, var kjörinn á Búnaðar- þing og tók þar sæti árið 1994. Þetta var fyrsta Búnaðarþing eftir sameiningu Stéttasam- bands bænda og Búnaðarfélags Íslands undir nafninu Bænda- samtök Íslands. Þar átti Onni sæti í níu ár. Á þessum árum voru til óformleg samtök nokk- urra Búnaðarþingsfulltrúa af vestanverðu landinu og víðar. Þessi hópur gekk undir nafninu „Norðvesturhópurinn“. Hópur- inn hittist oftast tvisvar á ári. Onni var þarna ómissandi félagi. Hann var um árabil í stjórn Kaupfélags Hrútfirðinga á Borð- eyri. Hér er bara stiklað á stóru í félagsmálastarfi hans. Onni var sauðfjárbóndi alla tíð en auk þess stundaði hann hrossarækt. Hann var hestamað- ur af lífi og sál og hafði mikla un- un af því að sitja góðan hest og fór á hestbak meðan heilsan leyfði. Hann átti ekki langt að sækja það. Afi hans, Eyjólfur Jónsson í Sólheimum, var lands- frægur hestamaður. Onni minnt- ist þess með hlýju og virðingu þegar hann sem unglingur fór í leiðangra á hestum með afa sín- um. Onni var sæmdur heiðurs- viðurkenningu Hrossaræktar- sambands Vesturlands árið 2012. Það voru fleiri hæfileikar en hestamennskan sem hann erfði frá Eyjólfi afa sínum. Onni var afburðagóður hagyrðingur. Margar vísur eru orðnar vel þekktar. Einnig orti hann heilu ljóðin. Hann var oft kallaður til þegar haldin voru mannamót til að flytja ljóð og lausavísur og/ eða gamanmál. Onni hafði mik- inn áhuga á þjóðlegum fróðleik. Sérstaklega var honum saga Borðeyrar hugleikin. Hann afl- aði heimilda um staðinn og skrif- aði verslunarsögu hans. Eins rit- aði hann ágrip af sögu Verkalýðsfélagsins og fleira mætti nefna. Honum var mikið í mun að varðveita sögu byggð- arlagsins. Onni las mikið og átti mikið af bókum. Það var nokkuð föst regla hjá okkur að talast við í byrjun nýs árs. Þar ræddum við um nýjar bækur sem við höfðum lesið og hvað við þyrft- um að lesa. Nú er ekki þar með sagt að við höfum alltaf haft sama smekk. Við áttum mörg góð samskipti bæði þegar við hittumst eða ræddum saman í síma og bar margt á góma. Það er dýrmætt fyrir hvert samfélag að eiga öfluga einstak- linga, sem eru tilbúnir að vinna samfélaginu allt það gagn sem þeir megna. Það er dýrmætt að eiga góðan vin. Minningarnar verða ekki teknar frá manni, meðan minnið leyfir. Við Sigrún sendum Döggu, börnunum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Gunnar Sæmundsson. Um árabil hefur Georg Jón Jónsson bóndi á Kjörseyri léð sögu Borðeyrar rödd sína. Ætíð verið ósínkur á tíma sinn hvað það varðar, setið fundi, skrifað greinar, uppfrætt hópa svo eitt- hvað sé nefnt. Hann skynjaði vel mikilvægi þess að viðhalda menningararfinum hvort heldur sem var í formi frásagna eða endurgerð sögulegra bygginga. Það að ráðist skyldi í endurbygg- ingu gamla verslunarhússins á Borðeyri, það er Riishúss, er um margt fyrir hans áeggjan. Húsið sem er frá árinu 1862 var um 1990 komið í afar slæmt horf og sitt sýndist hverjum um hvað gera skyldi. Georg Jón var ein- dreginn talsmaður þess að hefja endurbyggingu á staðnum. Hann benti réttilega á að í sögulegu samhengi færi best á því. Hann líkti hugmynd að flutningi þess og endurgerð á nýjum stað við að slíta blóm upp af rót. Hvað þá að hann tæki undir skoðanir í þá veru að rífa það. Farsællega varð endirinn sá að Riishús var friðað af þáverandi menntamála- ráðherra árið 2000 og endur- byggt á staðnum. Er það ósvik- inn minnisvarði merkilegrar verslunarsögu þessa litla þorps. Undirrituð hefur nokkra hug- mynd um hvað það var Georg Jóni mikils virði og studdi vel við fyrri afstöðu hans að verkefnið Borðeyri – verslunarstaður í Hrútafirði skyldi fyrir rúmu ári hljóta ríflegan styrk frá hinu op- inbera á grundvelli laga um verndarsvæði í byggð. Verkefnið snýst um að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi. Þar hefur sú ákvörðun að ráðast í endurbygg- ingu Riishúss á sínum tíma ekki spillt fyrir. Við í Félagi áhuga- manna um endurbyggingu Riis- húss hefðum gjarnan kosið að geta enn um sinn sótt í þann hafsjó af fróðleik sem Georg Jón bjó yfir hvað viðkom sögu Borð- eyrar. Sem betur fer liggja eftir hann greinar og önnur skrif því tengt sem koma sér afar vel við undirbúning fyrirhugaðrar sögu- sýningar í Riishúsi. Georg Jón lést á Landspítal- anum á bóndadaginn á 79. ald- ursári. Á vissan hátt er það í fal- legum samhljómi við ævistarfið. Ástvinum öllum eru færðar hlýj- ar samúðarkveðjur. Kveðjan er í formi ljóðs Ein- ars Benediktssonar, Þokusól. Henni fylgir virðing og þökk fyr- ir allt sem var, er og verður. Bak við þokubakka tjöldin bíða í vestri rökkurkvöldin.- Nú er sól og sumardagur. Sortaský af geislum rofin; bjarmi í tún og engjar ofinn. Úðabogi dýrðarfagur tengir saman haf og hauður. Hvíld og kyrrð um alla jörð. Þvílíkt yndi að hlýða og heyra hreinna strauma nið við eyra, líta á, hvernig loftsins hjörð læðist hægt um rakan svörð, leitar hreiðra um hóla og börð. Hátt í suðri er glampi rauður. En í kring sem eldbjört gjörð. Dögg og ljós, alls lífsins auður, leiðast, brosa um strönd og fjörð. Nú er sjálfur dauðinn dauður. Margir langir, ljósir dagar líða fyrr en vetur kemur, fyrr en blikna ból og hagar. Blómið lifir mér þó skemur. Skyldi ég því ei fagna fremur? Fyrir handan vetrarkvöldin sé ég glampa á sólartjöldin. - Mikla drottning láðs og lagar, ljóssins móðir, skín mér hátt! Kom að nýju úr austurátt. Unn mér! Brjóttu rökkurvöldin. Fyrir hönd Félags áhuga- manna um endurbyggingu Riis- húss, Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir. Sonur minn, bróðir okkar og mágur, BERNHARÐ SMÁRI JÓNSSON, lést mánudaginn 1. janúar 2018. Útförin hefur farið fram. Þökkum hlýhug og góðar kveðjur. Bryndís Stefánsdóttir Jóna Björg Jónsdóttir Yngvi Þór Loftsson Stefán Ingi Jónsson Guðrún Snæbjörnsdóttir Bryndis Þóra Jónsdóttir Sören Sigurðsson Guðrún Katrín Bryndísard. Arnar Guðmundsson Móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, ÓLÖF HJÁLMARSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Boðaþingi, 25. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 5. febrúar klukkan 15. Hjálmar Loftsson Ingibjörg Loftsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORLEIFUR KJARTAN KRISTMUNDSSON (Daddi), Breiðavík 21, Reykjavík, lést á Landspítala, Fossvogi, fimmtudaginn 25. janúar. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju föstudaginn 2. febrúar klukkan 13. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhildur Ólafsdóttir Kristmundur S. Þorleifsson Laufey Inga Sverrisdóttir Þorleifur Kjartan Kristmundsson Elskuleg dóttir mín, móðir og systir, KATRÍN DRÖFN BRIDDE, andaðist miðvikudaginn 24. janúar. Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 15. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á reikning til styrktar börnunum í Landsb. nr. 11-05-010112, kt. 310851-2999. Friðrik Bridde Gabríel Friðrik Rakel Margrét Stefán Smári Rebekka Thelma Anna Margrét Bridde Elvar Birgisson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR (Dídí), Hringbraut 50, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 24. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 2. febrúar klukkan 15. Aðstandendur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL H. COOPER, Grundartjörn 1, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum föstudaginn 26. janúar. Útför fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 6. febrúar klukkan 13.30. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Þökkum starfsfólki Fossheima sérstaklega fyrir góða umönnun og umhyggju við aðstandendur. Auðbjörg Lilja Lindberg Elín Bára Cooper Sigtryggur H. Dagbjartsson Kristbjörg Linda Cooper Örn Ottósson Ragnar Heiðar Karlsson María Maronsdóttir Dúna Rut Karlsdóttir Árni Hjaltason Erlingur Þór Cooper Líney Rut Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR M. BJÖRG, lést á heimili sínu í Liechtenstein 27. janúar. Evelyne Björg Biewer Marc Björg Steve Björg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.