Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 4
„Maður heyrir oft eldra fólk tala um „harða veturinn“, sem svo var kallaður, vet- urinn 1881 þegar frosthörkur voru hér afskaplegar, hafísinn lá landfastur langt fram á vor og höfnina lagði svo að hún hélt ríðandi mönnum. Með undrun höfum við yngri mennirnir hlustað á sögur gamla fólksins, því við höfum eigi átt að venjast svo mikl- um harðindum á vetrum hér á Suðurlandi. Hér hefir verið meira um rigningar og blíð- viðri á vetrum, en hörkur. En hvað var „harði veturinn“ á við þær hörkur, sem nú fjötra landið? Haustið og veturinn sem nú standa yfir, hafa verið svo miklu grimmari en vet- urinn 1881, að því verður tæplega jafnað saman.“ Mbl. 15. janúar 1918. Harðari en sá harði 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018 Þegar frostið beit í bein og ból Því miður fór það svo, semmargir höfðu óttast, að haf-ísinn mundi eigi láta standa á sér með að reka að landi í norðan- storminum í fyrradag. Hann hefir verið á sveimi skamt undan landi síðustu vikurnar, beðið byrjar suður á firðina, sem nú eru sem óðast að fyllast af ísbjörgum.“ Með þessum orðum hófst frétt á forsíðu Morgunblaðsins þriðjudag- inn 8. janúar 1918 en brunagaddur var þá skollinn á vítt og breitt um landið. Í hönd fór tíð sem hvert mannsbarn á Íslandi, sem komið er til vits og ára, hefur heyrt getið og iðulega er nefnd „frostaveturinn mikli“. Skip var þegar ísteppt á Siglufirði og mikill ís kominn inn á Húnaflóa og horfur þar hinar verstu. Næstu daga flutti blaðið fréttir af ákafafrosti, stormi og íshroða. Tíð- indin voru „oss símuð“. Á sama tíma sýndi Nýja bíó dramatískan sjónleik í sex þáttum, John Storm. Það var sumsé napurt innandyra sem utan. Ís hélt áfram að leggja og 14. janúar sagði Morgunblaðið öll líkindi til þess að Norðurland yrði einangrað bráðlega „enda efasamt að nokkurt skip komist norður fyrir Langanes núna“. Bjarndýr gengu á land Í sama blaði var frétt um það að bjarndýr væru byrjuð að ganga á land í Núpasveit nyrðra sem var fá- títt svo snemma vetrar. Þótti það benda til þess að hafþök af ís væru úti fyrir enda hefðust bjarndýr ekki við á sundurlausum ís. Þetta var raunar ekkert einsdæmi og rifjað var upp að harða veturinn 1881 hefðu bjarndýr gengið þráfaldlega á land og jafnvel í hópum. Spókuðu sig svo í hlaðinu hjá bændum. Er leið á janúar 1918 greindi Morgunblaðið frá því að menn væru byrjaðir að fella hina óboðnu gesti, svo sem á Sléttu, Skagaströnd og í Núpskötlu og Skagafirði. 17. janúar var hafísinn orðinn ein samfelld hella frá Hornbjargi og austur fyrir Langanes. Enda þótt frost- og ísfréttir væru áberandi í Morgunblaðinu þennan mánuð fyrir hundrað árum var sitt- hvað fleira í blaðinu. Í einu tölu- blaðinu spyr bóndasonur nokkur til dæmis föður sinn: „Hvað er ítur- hyggjumaður?“ Bóndi átti ekki gott með að svara því en gerði þó tilraun. Um að gera fyrir lesendur ársins 2018 að spreyta sig á því líka! Beint tjón orðið mikið Frost í Reykjavík mældist -24,5°C 21. janúar og daginn eftir féll kulda- met á Grímsstöðum á Fjöllum, -37,9°C. Já, þetta var enginn venju- legur gaddur. Fréttir voru um að fólk hefði kalið, bæði á fótum og í andliti, við það eitt að vera úti á ferli. Og það var í Reykjavík en ekki á Grímsstöðum. Eðli málsins samkvæmt hafði kuldinn víðtæk áhrif svo sem sjá má á eftirfarandi frétt úr Morgun- blaðinu 22. janúar: „Þessar miklu frosthörkur, sem nú ríkja hér, koma víða við. Vatns-, salerna- og hita- leiðslurör hafa sprungið í mörgum húsum, og munu þau heimili vera fá í bænum, sem ekki eitthvað af þessu hefir sprungið í. Frostin hafa eyði- lagt matvæli, kartöflur og annað, í kjöllurum manna og hálfkalt er al- staðar, jafnvel þó ofnar séu kyntir eftir því sem föng eru á. Beint tjón er orðið afskaplega mikið af frostinu og óvíst hvort það tekst að koma öllu í lag aftur, vegna skorts þeirra hluta, sem hingað verður að flytja frá útlöndum til viðgerðarinnar.“ 23. janúar er frostið ennþá yfir 20 stigum og hafís landfastur allt frá Melrakkasléttu að Gerpi. Knatt- spyrnufélagið Fram lét það ekki á sig fá og hélt tíu ára afmæli sitt há- tíðlegt með „átveizlu og dansleik“. Eskifjörður var fullur af lagís en menn dóu ekki ráðalausir; Lag- arfoss lá við ísskörina og affermdi vörur sínar. 25. janúar var aðeins farið að rofa til. Símað var til Morgunblaðsins deginum áður, að ástand væri að batna á Breiðafirði og talið líklegt að skip myndu komast inn í Stykkis- hólm. „Hér í Reykjavik hefir Svan- urinn beðið alllengi og eigi komist vestur vegna íss. En eftir að sím- skeyti þetta barst hingað, fór skipið þegar að búa sig undir ferðina vest- ur.“ Enn voru menn að skjóta bjarn- dýr; það sjötta þennan vetur var fellt í Dalakjálka í Mjóafirði. Og dauðlegir menn gengu án minnstu vandræða yfir Ísafjarðardjúp. Horfði til stórvandræða Gerðist vatnsleysið mönnum nú hvimleitt syðra. Í blaðinu 27. janúar, þegar það ástand hafði verið í fjór- tán daga, mátti lesa eftirfarandi: „Fátt verður mönnum nú tíðrædd- ara um en vatnsleysið. Og er það sannast að segja ekki að ástæðu- lausu, og má segja að horfi til stór- vandræða, ef eigi verða gerðar þær ráðstafanir, sem að haldi mega koma. Og þar sem vér erum nú svo heppnir, að eiga verkfræðing fyrir borgarstjóra og svo hinn ötula bæj- arverkfræðing, þá er vonandi að þeim takist að laga núverandi ástand, þannig, að fólk megi vel við una eftir atvikum.“ Áfram var rætt af nokkrum hita um vatnsmál næstu daga á eftir. 3. febrúar var blessuð þíðan loks- ins komin og Asg. G. Gunnlaugsson & Co. í Austurstræti 1 auglýsti nóg af regnfrökkum og kápum fyrir karla og konur. Hratt hlýnaði um land allt og var tíð ágæt eftir það til vors og um miðjan febrúar opnaðist siglingaleiðin fyrir Norðurlandi, að því er kemur fram í bókinni Ísland í aldanna rás. Svertingjar héldu fund Í heimsfréttum var það helst að Svertingjar, með stóru essi, héldu fund í New York til að krefjast auk- inna réttinda sér til handa. „Svert- ingjarnir í New York eru þeim mun rétthærri heldur en aðrir Svert- ingjar í Bandaríkjunum, að þeir meiga halda fundi,“ stóð í Morgun- blaðinu. „Í Suðurríkjunum, þar sem flest er af þeim, meiga þeir það eigi og árlega er fjöldi þeirra tekinn af lífi án dóms og laga. Ef þessi fundur hefði þá verið haldinn þar, er enginn efi á því að honum hefði lokið með ógurlegum blóðsúthellingum.“ Frostaveturinn var þá kannski ekki svo slæmur eftir allt saman? Alltént ekki í hinu stóra samhengi hlutanna og heimsins. Reykjavíkurhöfn í janúar 1918. Frostaveturinn mikli árið 1918 er víðfrægur í íslenskri veðursögu, þegar fimbulkuldi og hafís gerðu þjóðinni skráveifu. Mjög fróðlegt er að fletta Morgunblaðinu í janúarmánuði það ár, þegar frosthörkurnar voru hvað mestar. ’ Smiður einn hér í bænum gat þess við Vísi í gær að svo mikið frost væri komið í jörðu hjer í bænum, að það næði undir undirstöður húsa og kvaðst hann hafa orðið þess var, að sum hús hefðu lyfst svo upp, að reykháfarnir hefðu sprungið og komið í þá alt að því þumlungs rifur. Vísir í janúar 1918. INNLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.