Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 41
7.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Hljómsveitin Salsakommúnan
blæs til áramótadansleiks í Iðnó á
laugardagskvöldið kl. 20. Flytur hún
lög af sinni fyrstu breiðskífu í bland
við þekkta salsaslagara. Fyrst verð-
ur boðið upp á salsadanskennslu.
Að lokinni messu í
Neskirkju á sunnudag
fer fram kl. 12.10
samtal um verk
Kristjáns Stein-
gríms Jóns-
sonar í safn-
aðarheimilinu. Á
sýningunni eru
málverk og teikn-
ingar úr jarðefnum
og jarðögnum frá
Betlehem og Fæð-
ingarkirkjunni.
Hljómsveitin Múrarar heldur
tónleika í Mengi í kvöld, laugardag
kl. 21, og fagnar útkomu fyrstu
hljómplötu sinnar, Ökulög. Er hún
tileinkuð bílatransi, malbikinu og
ýmsum ökuleiðum.
Sýning á málverkum eftir Guð-
rúnu B. Elíasdóttur verður opn-
uð í Borgarbókasafninu á Spönginni
í dag, laugardag, kl. 14. Í verkunum
skipa náttúruöflin stóran sess, ekki
síst jöklarnir og átök elds og íss.
Fyrsta sýning nýs árs í Listasal Mos-
fellsbæjar hefur verið opnuð, Und-
ir, einkasýning Steingríms Gauta
Ingólfssonar. Hann sýnir að
þessu sinni ný verk, aðallega til-
raunakennd abstraktmálverk.
Kór Akraneskirkju heldur íkvöld, laugardag klukkan20, nýárstónleika í Bíóhöll-
inni á Akranesi. Á efnisskránni
verða meðal annars nokkur klassísk
íslensk dægurlög en einnig verður
fluttur lagaflokkur sem kallast Feel
the spirit og inniheldur sjö afrísk-
ameríska söngva í útsetningu hins
virta enska tónskálds John Rutter.
Lagaflokkurinn hefur ekki verið
fluttur áður hérlendis. Kórfélagar
verða ekki einir á ferð því sett hefur
verið saman kammersveit sem skip-
uð er einvalaliði hljóðfæraleikara.
Sveinn Arnar Sæmundsson, org-
anisti Akraneskirkju og stjórnandi
kórsins, kveðst stíga til hliðar á
þessum tónleikum og verða einn
kórfélaga, því stjórnandi á tónleik-
unum verður Guðmundur Óli Gunn-
arsson og þá er einsöngvari Auður
Guðjohnsen mezzósópran. Kynnir
kvöldsins er Margrét Blöndal.
Kór Akraneskirkju heldur tvenna
til þrenna viðameiri tónleika árlega
og hefur tvívegis áður haldið nýárs-
tónleika. „Þetta er nú viðamesta
verkefni sem við höfum ráðist í því
auk þess að um 45 kórfélagar taki
þátt þá erum við með tíu manna
kammersveit,“ segir Sveinn Arnar.
„Ég þekki vel til Guðmundar Óla,
lærði hjá honum norður á Akureyri
og starfaði með honum þar, og þá er
hann skólastjóri tónlistarskólans hér
á Akranesi, tók við honum haustið
2016. Mér þótti tilvalið að kórinn
fengi nýja sýn og einhvern annan en
mig til að stjórna. En ég hef engu að
síður haldið utan um undirbúninginn
og æfingar þar til Guðmundur Óli
tók við nú á síðustu æfingunum.“
Hann bætir við að meðlimir kamm-
ersveitarinar séu sumir búsettir á
Akranesi, aðrir kenni þar við tónlist-
arskólann og þá séu nokkrir hljóð-
færaleikaranna „sóttir í bæinn“.
Mjög fjölbreytilegt
Sveinn Arnar segir að lagaflokk-
urinn sem John Rutter útsetti hafi
ekki áður verið fluttur hér á landi en
Rutter nýtur mikilla vinsælda sem
framúrskarandi höfundur og útsetj-
ari kórtónlistar og kórstjóri.
„Þetta eru 17-18 ára gamlar út-
setningar eftir Rutter. Fyrir fimm
árum fluttum við útsetningar hans á
tónlist eftir djasspíanistann George
Shearing við sonnettur eftir Shake-
speare. Ég keypti geisladiskinn með
þeim verkum og á honum voru líka
þessar útsetningar á afrísk-
amerískum söngvum. Ég hét því að
ég skyldi líka koma þeim einhvern-
tíma hér á framfæri og náði mér í
nóturnar í fyrravor.
Einsöngvari í verkinu er mezzó-
sópran og ég sá Auði Guðjohnsen
strax fyrir mér í því, hún passar full-
komlega í hlutverkið,“ segir hann.
Þá voru grafin upp fyrir tón-
leikana dægurlög sem voru útsett
fyrir kammersveit og Jón Stef-
ánsson heitinn flutti með Kór Lang-
holtskirkju upp úr 1990 og hafa
sennilega legið óhreyfð síðan. Út-
setjarar voru Ríkarður Örn Pálsson,
Magnús Ingimarsson og Jón Sig-
urðsson. „Þetta eru meðal annars
Ágústnótt, Bláu augun þín, Leynd-
armál og Söknuður. Þá flytjum við
tvö lög eftir Benny Anderson, sem
hefur samið mörg verk fyrir kóra.
Við flytjum þau við texta eftir skáld
frá Akranesi. Þetta er mjög fjöl-
breytilegt.“
Auður Guðjohnsen mezzósópran er einsöngvari á tónleikum Kórs Akra-
neskirkju í kvöld, sem Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar.
Nýárstónleikar
á Akranesi
Kór Akraneskirkju heldur metnaðarfulla nýárs-
tónleika í kvöld við undirleik kammersveitar.
Frumfluttar verða hér á landi útsetningar eftir
Rutter og klassísk íslensk dægurlög.
MÆLT MEÐ
Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
40% afsláttur
af allri útsöluvöru
ÚTSALAN
er hafin
////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////