Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018 Boyle-fjölskyldan hitti forsætisráðherra Kan- ada, Justin Trudeau, 19. desember sl. „Dag- urinn í dag var ynd- isleg lífsreynsla fyrir fjölskyldu mína,“ var skrifað á Twitter- reikning fjölskyld- unnar @Boyles- VsWorld. Á Twitter lýsa þau sjálfum sér svona: „Joshua og Ca- itlan Boyle; gerum góðverk í hjáverkum, frábærir gíslar, elskum góða osta.“ Þau birtu mynd af yngstu dóttur sinni í fangi Trudeau. „Ma’idah Grace Makepeace var virkilega hrifin,“ sögðu þau. Á Twitter stendur líka að þau hafi rætt lát barn síns og gíslatök- una við forsætisráðherrann. „Við ræddum meira um #MartyrBoyle og #HaqqaniNetwork.“ Einnig var birt mynd af sonunum tveimur á skrifstofu forsætis- ráðherrans. „Dhakwæn Noah stillti sér upp fyrir myndatöku en Na- jæshi Jonah vildi bara endurraða húsgögnunum.“ Kanadískur maður sem varfangi talibana í fimm árkom fyrir rétt í vikunni þar sem hann var ákærður m.a. fyrir kynferðisbrot en hann var handtek- inn í upphafi ársins. Joshua Boyle, 34 ára, var frelsaður úr gíslingunni ásamt bandarískri eiginkonu sinni, Caitlan Coleman, og þremur börn- um þeirra í október. Öll börnin fæddust á meðan hjónin voru í gísl- ingu. Talibanar tóku Boyle-hjónin til fanga árið 2012 þegar þau voru á bakpokaferðalagi í Afganistan. Þau voru fangar Haqqani-samtakanna, íslamskra samtaka sem eru talin njóta stuðnings frá Pakistan. Hræddist bandaríska embættismenn Eftir að í frelsið var komið var Boyle tregur til að fara um borð í banda- ríska herflugvél. Hann sagði að það að hann hefði tekið íslamska trú og stuðningur hans við Omar Khadr, sem eitt sinn var í haldi í Guant- anamo, myndi gera hann að skot- marki bandarískra embættismanna. Boyle var um tíma kvæntur systur Khadr. Á vef breska blaðsins Telegraph kemur fram að náðst hafi að sann- færa Boyle og flogið hafi verið með fjölskylduna til Kanada. Um skeið bjó hún hjá foreldrum Boyle í litla bænum Smiths Falls, utan við Ot- tawa, en fljótlega fann fjölskyldan sér nýtt heimili í kanadísku höf- uðborginni. Fórnarlömbin tvær konur Boyle var handtekinn á nýársdag ásakaður um glæpi sem eiga að hafa átt sér stað á milli 14. október og 30. desember. Fórnarlömbin eru tvær konur en nöfn þeirra koma ekki fram. Fórnarlömbin njóta nafn- leyndar samkvæmt dómsúrskurði. Hann er ákærður fyrir kynferðis- brot, frelsissviptingu, að hafa af- vegaleitt lögreglurannsókn og hafa neytt þunglyndislyf ofan í fórn- arlamb sitt. Boyle er í gæsluvarðhaldi í Ottawa-Carleton-fangelsinu sem stendur og kom fram í dómshúsinu í gegnum netið. Á mánudaginn verður tekið fyrir hvort hann fái að ganga laus gegn tryggingu. Eric Granger, einn af lögfræð- ingum Boyle, sagði að hann gerði ráð fyrir því að skjólstæðingur sinn væri saklaus og hann hefði ekki komist fyrr í kast við lögin. „Við hlökkum til að skoða sönn- unargögnin og verja hann gagnvart þessum ákærum,“ sagði hann. Eiginkonan með yfirlýsingu Eiginkona Boyle sendi kanadíska blaðinu Toronto Star yfirlýsingu eft- ir að maður hennar var handtekinn. „Ég get ekki tjáð mig um einstaka ákærur en ég get sagt það að þegar allt kemur til alls er það áfallið sem hann varð fyrir og álagið sem hann var undir í svo mörg ár og áhrifin sem það hefur haft á andlegt ástand hans sem er mest um að kenna. Aug- ljóslega er hann ábyrgur gjörða sinna en það er með samúð og fyrir- gefningu í hjarta sem ég vona að hann finni hjálp og lækningu. Við hin, ég og börnin, erum heilbrigð og höfum það gott miðað við aðstæður,“ skrifaði Caitlan Coleman. Boyle í haldi á ný Joshua Boyle, 34 ára Kanadamaður sem var gísl talibana árum saman með fjölskyldu sinni, hefur verið handtekinn en hann er meðal annars ákærður fyrir kynferðisbrot. AFP Þessi mynd var tekin af Joshua Boyle fyrir utan heimili foreldra hans í Smiths Falls í Ontario-fylki í Kanada, skömmu eftir að fjölskyldan kom til landsins í október eftir að hafa verið gíslar talibana í fimm ár. Fréttamaður fyrir utan húsið þar sem Boyle-fjölskyldan bjó í Ottawa, höfuðborg Kanada. Hittu Trudeau Boyle-fjölskyldan á skrifstofu forsætisráðherrans í desember. ’ Augljóslega er hann ábyrgur gjörða sinna en það er með samúð og fyrirgefningu í hjarta sem ég vona að hann finni hjálp og lækningu. Caitlan Coleman ERLENT INGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR ingarun@mbl.is ÁSTRALÍA PERTH Tveir Frakkar og þýsk kona eru í lífshættu eftir að hafa tekið inn lyfi ð hyoscine. Fólkið, sem er á bakpokaferðalagi um landið, tók inn lyfi ð ásamt sex öðrum á aldrinum 21 til 25 ára, í þeirri trú að þetta væri kókaín en í raun er lyfi ð notað við bíl- og sjóveiki. Fólkið hefði allt getað látið lífi ð ef tveir félagar þeirra hefðu ekki sleppt því að taka lyfi ð og gátu því hringt eftir hjálp. BANDARÍKIN WASHINGTON, D.C. Bókin Fire and Fury: Inside the Trump White House eftir Michael Wolff kom út á miðnætti á fi mmtudagskvöld. Margir biðu í röð eftir bókinni í Washington og hefur annað eins varla sést síðan Harry Potter-bækurnar komu út. Áhuginn er skiljanlegur í ljósi þess að bókin hefur komið af stað deilum á milli Trumps og Steve Bannon á opinberum vettvangi. SUÐUR-AFRÍKA JÓHANNESARBORG Að minnsta kosti 18 eru látnir og 180 slasaðir eftir lestarslys í Suður-Afríku á fi mmtudag. Farþegalest á leið frá Port Elizabeth til Jóhannesarborgar lenti í árekstri við vörufl utningabíl á gatnamótum. Í kjöl- farið kom upp mikill eldur í lestinni en margir farþega- vagnar fóru út af sporinu. Tala látinna gæti hækkað. Rann- sókn stendur yfi r á slysinu en m.a. var tekin blóðprufa úr vörufl utningabílstjóranum til að kanna hvort hann hefði verið drukkinn eða eitthvað annað amaði að honum en bílstjórinn var fl uttur á sjúkrahús. ÍRAN Almenningur hefur mótmælt í mörgum borgum í Íran í vik- unni. Leiðtogar víða um heiminn hafa túlkað mótmælin sem uppreisn almennings gegn ríkjandi stjórnarstefnu en í raun er það svo að slæmur efnahagur fólksins í landinu rekur það á götur út frekar en stjórnarfar. Helmingur landsmanna er yngri en 35 ára og atvinnu- leysi meðal 15-24 ára er í kringum 40%.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.