Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.01.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.1. 2018
VETTVANGUR
Undir árslokin birtist íMorgunblaðinu umhugs-unarvert viðtal við Ólaf
Hauk Símonarson, rithöfund. Við-
talið þótti mér reyndar svo merki-
legt og vekjandi að ég hugleiddi
hvort fyrirsögnin á þessum pistli
ætti ekki að vera: Þakkir til Ólafs
Hauks.
Ég ákvað hins vegar að tileinka
pistilinn ríkisstjórninni. Nánar að
því síðar.
Það sem tengir Ólaf Hauk og
stjórnvöldin eru bækur og íslenskt
mál.
Ólafur Haukur nefnir það sem
smám saman er að renna upp fyrir
okkur, nefnilega að íslenskan sé á
hröðu undanhaldi og að ekki dugi
nein vettlingatök eigi að snúa þar
vörn í sókn. Reyndar er svo á Ólafi
Hauki Símonarsyni að skilja, að
varla sé hægt að tala um varnir leng-
ur, í útvarpi sé til dæmis lagt meira
upp úr því, að þáttagerðarmenn tali
hratt og séu ofurhressir en að þeir
tali rétt mál. „Sagan kennir að
tungumál geta dáið nokkuð snögg-
lega,“ segir Ólafur Haukur enn
fremur í viðtalinu. Ekki sé lítið í húfi,
því tungumálið og bókmenntir okkar
séu líklega það eina sem við eigum á
heimsmælikvarða
og „ef við glötuðum
tungunni og þar
með aðgangi að
fortíð okkar í bók-
menntum og sögu,
yrðum við mikið fá-
tækari.“ Og hann
heldur áfram:
„Hugsun manna er
bundin tungumál-
inu – þjóð sem
lendir á milli tungumála á erfiðara
með að hugsa. Ef við ætlum ekki að
nota íslensku til frambúðar þá þurf-
um við að velja okkur annað tungu-
mál, og það strax. Við verðum að
gera þetta upp við okkur – ætlum við
að tala og skrifa íslensku í framtíð-
inni? Þá þarf að setja allt á fullt, taka
íslenskuna af alefli inn í stafræna
geirann, tölvurnar, símana, leikina,
fræðslu- og kennsluefni og stórefla
þýðingar á grundvallarritum í öllum
fræðigreinum. Ef það er ekki gert er
leikurinn tapaður.“
Við þetta er vert að staldra, og þá
ekki síst hver áhrif það kunni að hafa
á hugsun okkar „að lenda á milli
tungumála“, sem rithöfundurinn
nefnir svo. Hann segir að vissulega
sé ungt fólk snemma orðið ensku-
mælandi og í háskólunum fari
kennsla víða fram á ensku, „en sú
enska sem nemendurnir skrifa er
iðulega mjög grunn og gefur til
kynna að þeir hafi alls ekki góð tök á
málinu þó þeir haldi oft annað.“
Ólafur Haukur er síður en svo
talsmaður íhaldssamra viðhorfa.
Hann varpar því fram að jafnvel eigi
að hefja tungumálanám í leikskóla
eins og Hollendingar geri. Þeir
kenni þar frönsku, þýsku, ensku og
jafnvel fleiri mál en þess sé gætt að
börnin tali öll hollensku reiprenn-
andi. Það er þetta sem skiptir máli
að mati Ólafs Hauks, eins og ég skil
hann, að við lærum að fara með
tungumálið sem tæki til að móta
hugsun okkar og koma henni á fram-
færi. Þá dugi ekki að halda sig á
grunnsævi, við þurfum að þekkja
blæbrigði tungumálsins því þau séu
til þess fallin að dýpka hugsun okk-
ar.
Gagnverkandi áhrif tungu og
hugsunar eru merkilegt viðfangs-
efni. Á degi ís-
lenskrar tungu
fyrir þremur árum
skrifaði ég á þess-
um sama stað í
Morgunblaðinu:
„Sagt hefur verið
að hugsunin teng-
ist tungumálinu,
blæbrigðamunur
tungumála feli í
sér ólíka áferð
hugsunar. Það getur verið kostur að
þurfa að flytja sig á milli tungumála,
eins og smáþjóðin þarf að gera. Það
krefst umhugsunar um merkingu
þess sem sagt er; hver sé munurinn
á hugsun á einu máli og öðru. Þannig
auðgar og frjóvgar margbreytileik-
inn og skerpir hugsun.“
Sitthvað annað sagði ég í tilvitn-
aðri grein, þar á meðal að tungumál
sem fáir töluðu, þyrfti að hafa fyrir
tilveru sinni, og þá þyrfti að vera fyr-
ir hendi lífslöngun.
Og þar er ég kominn að stjórn-
völdunum og fyrirsöginni á þessum
pistli. Ríkisstjórnin sagðist ætla að
afnema bókaskattinn í snarhasti – ís-
lenskunni til bjargar – en frestaði
því svo á síðustu stundu þar sem
ekki væri borð fyrir báru að sinni,
því hafa þyrfti handbært fé til að
auka fjárstuðning til stjórnmála-
flokkanna um nokkur hundruð miil-
jónir.
En það er ekki þetta sem átt er við
þegar sagt er að rétt sé að byrja á
sjálfum sér.
Ágæt regla að byrja
á sjálfum sér
’Ólafur Haukur ersíður en svo tals-maður íhaldssamraviðhorfa. Hann varpar
því fram að jafnvel eigi
að hefja tungumála-
nám í leikskóla eins og
Hollendingar geri.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Rithöfundurinn og
bókmenntafræð-
ingurinn Haukur
Ingvarsson kom
með skemmti-
legan snúning á
orð ársins, Epalhommi, og skrifaði
á Facebook:
„Ikea-sjomli - snemmmiðaldra
maður í millistétt sem hefur ekki
efni á dýrri hönnunarvöru og öf-
undar jaðarsetta hópa vegna þeirr-
ar athygli sem hann telur þá fá um-
fram hann sjálfan. Í örvæntingar-
fullri tilraun til að fá athygli afbakar
hann hugtak sem er komið úr tísku
í von um að uppskera hlátur og
viðurkenningu. En jafnvel það mis-
tekst. Sorglegt.“
Tónlistarkonan
Salka Sól Eyfeld
tísti um það sem
hún gaf sínum
heittelskaða í jóla-
gjöf: „Í fyrra gaf ég
Arnari lego Simpson hús í jólagjöf.
Nú lét ég teikna okkur og Ottó
sem Simpson karaktera. Hann nán-
ast táraðist úr gleði.“
Katrín Júlíusdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjármálafyr-
irtækja, kastaði fram spurningu um
beinbrot á Twitter: „Hafið þið
brotnað? Finnst allir hafa brotið
handlegg, tær eða fingur. Hef sjálf
bara brotið hnéskel og rófubein.“
Una Sighvats-
dóttir, upplýs-
ingafulltrúi NATO
í Afganistan, svar-
aði: „„Bara“ segir
þú! Brotin hnéskel
er eitt það hræðilegasta sem ég get
ímyndað mér. Alveg hryllingsmynda
material.“
AF NETINU
U
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15
Útsalan
er hafin
10-50%
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík,
sími 551 2050
Budapest
Festiv
Orche
harpa.is/budapest #harpa
Miðasala í síma 528 5050 og á harpa.is
Eldborg 17. jan. kl. 19:30
Hljómsveitarstjóri Iván Fischer